Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 Matthías Á. Mathiesen, alþm: Óumflýjanlegt að Alþingi taki kjördæmamálið til úr- lausnar á þessu kjörtímabili Hér fer á eftir í heild ræða sú, sem Matthias Á. Mathiesen, aiþm. flutti á flokksráðs- og formannaráðstefnu Sjálfstæðis- flokksins um síðustu helKÍ um kjördæmamálið. Fyrstu fyrirmæli um alþingis- kosningar er að finna í alþingis- tilskipun frá 8. marz 1843 er Danakonungur gaf út: „tilskipun um stiptum sérlegrar ráðgefandi samkomu fyrir Island, er á að nefnast Alþing", og Alþingi var endurreist. Samkv. þessari tilskipun skyldu þingmenn vera 26, 20 þjóðkjörnir. Skyldi hver af 19 sýslum landsins kjósa einn þingmann og Reykja- víkurkaupstaður einn. Auk þess voru 6 þingmenn tilnefndir af konungi. Fyrirmæli þessarar tilskipunar um kosningarrétt og kjörgengi, þ.e. eignarréttarskilyrði, 25 ára aldursmark og konur skyldu ekki hafa kosningarétt, voru að sjálf- sögðu mótuð af hugsunarhætti þeirra tíma. Ekki virðist hafa gætt verulegrar óánægju þeirra vegna. Hins vegar kom strax fram það sjónarmið, að þingmenn væru of fáir. Almennt mun hafa verið talið að þeir ættu að vera sem næst 50. Fyrsta kjördæmabreytingin lét ekki heldur á sér standa. Árið 1857, 14 árum eftir endurreisn Alþingis, er með tilskipun að nokkru breytt skilyrðum kosn- ingarréttar og kjörgengis. Þá er Skaftafellssýslum skipt í tvö kjör- dæmi og þingmenn þá orðnir 27. Ástæðan fyrir þessari fyrstu kjördæmabreytingu er mér ekki nægjanlega vel kunn, en geta má sér til að samgöngur hafi ráðið þar miklu. Með stjórnarskránni 1874 eru þessu næst gerðar breytingar á kjördæmaskipuninni og er þing- mönnum þá fjölgað í 36. 30 eru þjóðkjörnir og 6 konungkjörnir. Var nú Þingeyjarsýslum skipt í tvö kjördæmi, hvoru með sinn þingmann. Fjölgað var í tvo þing- menn í 9 kjördæmum og því einn þingmaður í tólf kjördæmum eða samtals 30. á kjördæmaskipun landsins. Þó fjölgar þingmönnum í 40, þjóð- kjörnum úr 30 í 34, þegar ísafjarð- arsýslum er skipt 1902 og kaup- staðirnir þrír, Isafjörður, Akur- eyri og Seyðisfjörður, verða sér- stök kjördæmi 1903. Einum þing- manni er þá bætt við í Reykjavík, sem hefur verið talið sjálfsagt með tilliti til fólksfjölgunar eða kjósendafjölda. Hins vegar var þá dæmaskipunarinnar og litið á þessa ákvörðun sem bráðabirgða- ráðstöfun. Á fyrsta þingi eftir að lands- stjórnin fluttist inn í landið flutti Hannes Hafstein ráðherra frum- varp um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis. Þar er gert ráð fyrir gagngerum breytingum á kjördæmaskipun og kosningatil- högun. Leggur hann til að landinu verði skipt í 7 kjördæmi, er kjósi hvert 4—6 þingmenn eftir íbúa- fjölda að viðhafðri hlutfallskosn- ingu. Tillaga Hannesar Hafstein er í öllum atriðum það fyrirkomulag sem lögfest var 1959 að öðru leyti Matthías Á. Matthíessen. síðan skipt í fjögur kjördæmi, Austur-Húnavatnssýslu og Vest- ur-Húnavatnssýslu, Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnarfjörð, hvert með einn þingmann. Stofnun stjórn- málaflokkanna_________________ Þegar hilla tók undir sigur í sjálfstæðisbaráttu íslendinga og séð var hvert stefndi um stjórn iandsins voru stofnaðir stjórn- málaflokkar með tilliti til skoðana á þjóðfélagsmálum. Á fimmtán ára tímabili, 1915—1930, mótast að verulegu leyti sú skipan stjórn- málaflokka eftir stjórnmálastefn- um, sem stjórnmálastarfið hefur síðan grundvallast á. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 1929, með samruna Ihaldsflokksins og Frjálslynda flokksins, voru alþingismenn 42. Af þeim voru 10 kosnir hlutfalls- kosningu, 6 þingmenn landskjörn- ir og 4 þingmenn í Reykjavík, en 32 þingmenn ýmist í einmennings- eða tvímenningskjördæmum án hlutfallskosningar. Eins og kjördæmaskipan var þá háttað, var algjört ósamræmi orð- ið í skipan Alþingis miðað við þá flokkaskipan, sem hafði verið að þróast. Þetta kom mjög skýrt fram í alþingiskosningunum 1927, þegar Framsóknarflokkurinn fékk 19,8% atkvæða, en 17 þingmenn kosna af 36. íhaldsfíokkurinn hlaut 42,5% og 13 þingmenn. Alþýðuflokkurinn 19,1% og 4 þingmenn, Frjálslyndi flokkurinn 5,8% og 1 þingmann og utan flokka 2,8% og 1 þingmann. Ef þingmenn hefðu skipst í flokka í réttu hlutfalli við at- kvæðatölu þeirra hefði íhalds- flokkurinn fengið 15 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 11 þing- menn, Alþýðuflokkur 7 þingmenn, Frjálslyndi flokkurinn 2 þing- menn og utan flokka 1 þingmann. Það mátti því ljóst vera, að slíkt óréttlæti gæti ekki viðgengist. Þær kjördæmabreytingar, sem gerðar höfðu verið fram til þessa, höfðu byggzt á landfræðilegum sjónarmiðum, sem höfðu tekið nokkurt tillit til fólksfjölgunar, sbr. þingmannafjölgun í Reykja- vík, þó með öðru fyrirkomulagi, þ.e. hlutfallskosningum. Kosningarnar 1927, sem vikið var að hér að framan, höfðu opnað augu manna fyrir því, að breyt- ingu yrði að gera á kosningalögum og kjördæmaskipan. Þá yrði að taka tillit til annarra sjónarmiða en áður hafði verið gert og freista þess að fá Alþingi skipað í sem mestu samræmi við stjórnmála- legan vilja kjósenda. Alþingiskosningarnar 1931 staðfestu enn betur hversu rang- lætið var í raun og veru orðið mikið. Framsóknarflokkurinn hlaut 21 þingmann af 36 eða hreinan meirihluta með 35,9% atkvæða, en Sjálfstæðisflokkurinn fékk 12 þingmenn með 43,8% atkvæða og Alþýðuflokkurinn 3 þingmenn með 16,1%. Af lands- kjörnum þingmönnum hafði Sjálf- stæðisflokkur 3, Framsóknar- flokkur 2 og Alþýðuflokkur 1. Framsóknarflokkurinn hafði því. 23 þingmenn af 42, en átti að hafa skv. atkvæðamagni aðeins 11 þingmenn, en Sjálfstæðisflokkur- inn 20 þingmenn. Kjördæmabreytingin 1934 Úrslit kosninganna 1931 komu mikilli hreyfingu á kjördæmamál- ið, og meginsjónarmiðið með kjör- dæmabreytingunni 1934 var að ná fram réttlátari mynd af skipan Alþingis samkv. stjórnmálalegum vilja kjósenda. Hugmynd Hannesar Hafstein um sams konar reglur um kosn- ingu þingmanna hvarvetna á land- inu og að þingmannatala kjör- dæma væri sem jöfnust eftir fólksfjölda, átti enn ekki því fylgi að fagna, að hún næði fram að ganga. Reynt var að bæta úr mesta óréttlætinu með fjölgun þingmanna úr 42 í 49 og breyttum reglum um landskjörna þingmenn. Þingmönnum Reykjavíkur var fjölgað úr 4 í 6 og allt að 11 þingmenn skyldu kosnir til jöfn- unar milli þingflokka, svo hver þeirra hefði þingsæti í sem fyllsta samræmi við atkvæðatölu sína við almennar þingkosningar. Áfram gilti mismunandi kosn- ingafyrirkomulag. í Reykjavík skyldi hlutfallskosning vera. í tvímenningskjördæmum, sem voru sex, var ekki hlutfallskosn- ing. Auk þess voru 20 þingmenn kosnir í einmenningskjördæmum. Við úthlutun uppbótarþingsæta réði atkvæðamagn flokkanna. Slíkt fyrirkomulag fól í sér áframhaldandi ójöfnu enda þótt úr hefði verið bætt að nokkru. Uppbótarþingsætin hefðu þá þeg- ar þurft að vera 25 í stað 11 til þess að ná fullum jöfnuði. Á sjálfstæðismönnum bitnaði þetta mest. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð haft flest atkvæði á bak við hvern kjördæmakosinn þingmann sinn, en Framsóknar- flokkurinn aldrei fengið uppbótar- þingmenn. Kjördæmabreytingin 1942 Þetta fyrirkomulag leiddi til breytinga á kosningalögum og kjördæmaskipan aðeins 8 árum síðar, 1942. Þingmönnum var þá fjölgað í 52. Reykjavík fékk tvo þingmenn til viðbótar og hafði þá 8 þingmenn, Siglufjörður var gerður að sérstöku kjördæmi. Það, sem skipti þó mestu máli við þá breytingu, var að hlut- fallskosningar voru ákveðnar í tvímenningskjördæmunum. Þar með var þeim áfanga náð, að hlutfallskosningarreglur giltu um kosningu þingmanna í kjör- dæmum með fleiri en einn þing- mann. Með þessari breytingu fékkst því fram þýðingarmikil leiðrétt- ing, sem átti eftir að hafa veruleg áhrif á þróun stjórnmálanna næstu tvo áratugi. Ef skoðuð eru úrslit alþingis- kosninganna 1942 sést bezt, hversu mikil leiðrétting var fólgin í þeirri breytingu sem þá var gerð. í fyrri kosningunum 1942 hefðu uppbótarþingsætin þurft að vera 34 til að ná jöfnuði, þ.e. 23 sæti til viðbótar þeim 11, sem lögin gerðu ráð fyrir. í síðari kosningunum, eftir breytinguna, hefðu uppbótar- þingsætin aðeins þurft að vera 14, þ.e. 3 til viðbótar, til þess að ná fullum jöfnuði. Þessi breyting skipti reyndar sköpum. Nú varð Sjálfstæðis- flokkurinn fjölmennasti þing- flokkurinn, eins og hann raunar alltaf átti að vera. Áhrif Sjálf- stæðisflokksins á stjórn landsmál- anna næstu tvo áratugi verða að sama skapi mun meiri, og má segja, að nú gerist hann fá for- ystuflokkur, sem hann hafði haft styrk til hjá kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn hafði að vísu gengið til samstarfs við Framsóknarflokkinn og Alþýðu- flokkinn og tekið þátt í þjóðstjórn- inni 1939, en eftir stjórnarskrár- Kjördæmabreytingarnar 1857—1959 og forsendur þeirra Þegar þessi kjördæmabreyting er skoðuð og það sérstaklega, hvernig þingmannafjölguninni er skipt milli kjördæma, kemur í ljós, að þær sýslurnar, sem höfðu yfir 300 kjósendur, fengu tvo þingmenn, en hinar einn. Að vísu var um eina undantekningu að ræða, en íbúafjöldinn að öðru leyti látinn ráða. íbúar landsins árið 1874 voru 72.445, en kjósendur aðeins 6557 eða 9% af íbúunum. Ibúar á hvern þingmann miðað við 30 þjóðkjörna þingmenn voru 2.415, en aðeins 218 kjósendur á hvern þingmann. Til samanburðar má geta þess, að 1974, 100 árum síðar, voru landsmenn orðnir 215.100 og kjós- endur voru 126.388 eða 58,8% af íbúafjölda. íbúar á hvern þing- mann, sem þá voru orðnir 60, voru 3.585, en kjósendur á þingmann voru 2.106. Kjördæmabreytingar 1874-1930________________ Frá 1874 til 1915 má segja að litlar breytingar hafi verið gerðar en því, að í tillögum Hannesar Hafstein var gert ráð fyrir sem jafnastri íbúatölu á bak við hvern þingmann. Frumvarpið fékk í upp- hafi vinsamlegar undirtektir, en náði þá ekki fram að ganga. Það var endurflutt 1907, en féll þá með litlum mun atkvæða, og sú endur- skoðun, sem gert hafði verið ráð fyrir, mátti bíða í 30 ár. Árið 1915 voru gerðar mjög merkilegar breytingar á stjórn- arskránni. Konur fengu kosn- ingarrétt, enda þótt ekki væri hann til jafns við karla. Kon- ungskjörið féll niður, þess í stað skyldu 6 þingmenn kosnir til 12 ára með landskjöri, en árið 1920 var kjörtímabil þeirra stytt í 8 ár. Með stjórnarskrárbreytingum Tala kjósenda á hvern þingmann við alþingiskosningarnar í október 1959. Kjördæmi Kjósendur K.þm Kjós./k. þm. L./þm. Þm. Kjós./K.+L. Reykjavík 40.028 12 3336 3 15 2669 Reykjanes 12.142 5 2428 3 8 1517 Vesturland 6.509 5 1301 5 1301 Vestfirðir 5.710 5 1142 1 6 952 Norðurl.v. 5.796 5 1159 2 7 828 Norðurl.e. 10.936 6 1823 2 8 1367 Austurland 5.808 5 1162 5 1162 Suöurland 8.708 6 1451 6 1451 tvo þingmenn hvort kjördæmi, var Tala kjósenda á hvern í des. 1979 þingmann við (samanburður alþingiskosningarnar við 1959). 1920, þegar konur fá að fullu Kjördami Kjósendur Auk.f.'S9 K.þm. Kjói/K.þm. (’59) L.þm. (’59) K+L.þm. (’59) Kjós./K+i (’59) kosningarrétt til jafns við karla, Reykjavík 56.402 ( 41%) 12 4700 (3336) 3 (3) 15 (15) 3760 (2669) var þingmönnum enn fjölgað. Reykjanes 29.510 (143%) 5 5902 (2428) 2 (3) 7 ( 8) 4216 (1517) Fjölgað var í Reykjavík um tvo Vesturland 8.679 ( 33%) 5 1736 (1301) 1 (0) 6 ( 5) 1447 (1301) þingmenn og ákveðin þar hlut%. Vestfirðir 6.150 ( 8%) 5 1230 (1142) 1 (D 6 ( 6) 1025 ( 952) fallskosning. Þingmenn voru þá Noröurl.v. 6.560 ( 13%) 5 1312 (1159) 1 (2) 6 ( 7) 1093 ( 828) orðnir 42. Noröurl.e. 15.324 ( 40%) 6 2554 (1823) 1 (2) 7 ( 8) 2189 (1367) Húnavatnssýslum og Gull- Austurland 7.683 ( 32%) 5 1537 (1162) 1 (0) 6 ( 5) 1281 (1162) bringu- og Kjósarsýslu, sem höfðu Suöurland 11.765 ( 35%) 6 1961 (1451) 1 (0) 7 ( 6) 1681 (1451)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.