Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 48
^-^ Síminn á afgreioslunm er 83033 jWtrounblnbib Mc&mM*!&\b Síminn á afgreiöslunni er 83033 JW»rennblf\bil> LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 7 milljarða úttekt rík- issjóðs olli seðlaþurrð Sumir viðskiptavinir viðskiptabanka fengu úttekt greidda í ávísunum ÓFREMDARÁSTAND skapaðist í afgreiðslum viðskiptabankanna víða í gær. er bankar urðu uppi- skroppa með seðla. Varð Seðla- bankinn að skammta seðla til viðskiptabankanna. sem fengu ekki alla þá seðla. sem þeir þurftu á að halda. Fengu viðskiptavinir bankanna í sumum tilfellum ávís- anir, í stað reiðuf jár, en allir þeir viðskiptavinir, er komu í af- greiðslu Seðlabankans. fengu það fjármagn. sem þeir þurftu á að haida. Birgðir Seðlahankans í Reykjavík voru í gærmorgun um 3 miíljarðar króna í seðlum. en í gærkveldi voru aðeins eftir um 500 milljónir króna og voru það ein- unnis ónotaðir seðlar. Samkvæmt þessu mun seðla- útstreymi úr Seðlabankanum hafa verið um 2,5 milljarðar króna í gær, en í fyrradag var útstreymið um 3 milljarðar króna. Þessi mikla seðla- þurrð stafar þó af því að fyrir þremur dögum lagði ríkissjóður inn 7 milljarða króna, sem Trygg- ingastofnun ríkisins tók síðan út og dreifði út milli umboðsmanna sinna um land allt. Hið óvenjulega við þessa fjármagnsafgreiðslu til Tryggingastofnunar ríkisins var, að hún var að miklu leyti í reiðufé, en gekk ekki út í bankakerfið eins og Bankarnir buðu gerðardóm, banka- menn höf nuðu SATTAFUNDUR milli samn- inganefndar SÍIS og samninga- nefndar bankanna, sem hófst í gær og stóð til klukkan 22 í gærkveldi. varð árangurslaus. Samninganefnd bankanna bauð bankamönnum. að sáttatillagan tæki gildi þegar í stað, en launa- liður yrði settur i gerðardóm. þó ekki til lækkunar frá sáttatillög- unni. Þessu höfnuðu bankastarfs- menn og ennfremur hafa þeir gert athugasemd við fundarstað- inn, húsakynni Landsbanka og Seðlabanka, og óska eftir því, að sáttafundir séu haldnir annars staðar. í gærkveldi var búizt við því, að til nýs sáttafundar yrði boðað í dag klukkan 14, en verkfall banka- manna hefst að öllu óbreyttu á mánudag. Á sáttafundinum í gær áttu sér engar formlegar viðræður stað milli aðila, en í gærkveldi barst bankamönnum áðurnefnt tilboð bankanna. í tilboðinu segja bankarnir, að þetta sé sett fram með það í huga, að bankamenn njóti áfram beztu kjara, sem gerast hjá þeim aðilum, sem gegna sambærilegum störfum í þjóðfélaginu. Sparisjóðirnir gera í tilboðinu fyrirvara um verðtrygg- ingu lífeyris, sem þeir telja sig ekki geta axlað. Þá deildu aðilar einnig um 13. gr. samkomulags um kjarasamn- inga SÍB, þar sem kveðið er á um, hverjir megi sinna störfum í verkfalli, sem á undanþágu eru. Eru það störf er varða öryggis- vörzlu, skuldbindingar bankanna erlendis svo og skuldbindingar ríkisins erlendis. I samkomulag- inu segir að 5% bankastarfs- manna megi vinna, og að leggja beri lista yfir þá starfsmenn fyrir SIB. SÍB mótmælti í gær vali bankanna á þessum aðilum og taldi að deildarstjórar og aðrir gætu ekki gengið inn í störf fólks í verkfalli, velja yrði það fólk, sem venjulega gegndi þessum störfum. Samninganefnd bankanna mót- mælir þessum skilningi banka- manna á samningnum og lítur á listann yfir starfsmennina, sem hún lagði fram, sem væri hann í fullu gildi. venjulega í ávísunum. Þetta stórum jók það álag, sem varð á eftirspurn eftir reiðufé vegna yfirvofandi bankamannaverkfalls. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins liggur Tryggingastofn- un ríkisins t.d. með stórfé í seðlum, sem hún ætlar að greiða út í næstu viku. Mun láta nærri að sú fjárhæð, sem þar liggi, sé hátt í þá fjárhæð, sem Seðlabankinn átti eftir lokun bankans í gær. Mun það vera nálægt 400 milljónum króna, auk þess sem fjárhæðir liggja einnig hjá umboðsmönnum Trygginga- stofnunarinnar úti á landi. Síðastliðinn mánudag sendi Seðlabankinn orðsendingu til allra gæzluaðila seðlageymsla úti á landi og bað um yfirlit yfir birgðir seðla. Þessir aðilar töldu margir hverjir, að þeir ættu nægilegt magn seðla til áramóta. Þetta brást, þegar leið á vikuna og komu þá neyðarköll víða að, þar sem seðlar voru að ganga til þurrðar. Búizt er við því, að seðlaumferð sé nú komin í 32 milljarða króna, en spáð hafði verið, miðað við verð- bólgu, að hún færi hæst í desember í 30 milljarða króna, þ.e. á Þorláks- messu. Frá mánaðamótum, eða aðeins á 5 daga tímabili, hefur hún vaxið um 12 milljarða króna. Peningaskortur varð víða í bönkum í gær. Þessi mynd var tekin í aðalbanka Landsbank- ans í gær en þar varð nokkur ös er bankinn varð peningalaus á tímabili, milli klukkan tvö og þrjú. I.jósm. Kristján. Svartolían hækkar í dag RÍKISSTJÓRNIN staðfesti í gær hækkun á svartolíu og tekur hið nýja verð gildi í dag. Hvert tonn svartolíu hækkar úr 128.100 krón- um í 167.400 krónur, eða um 30,7%. Nýtt búvöruverð á mánudag: 20% hækkun á mjólk, 17% á kindakjöti og 30% á kartóflum „Ríkisstjórnin sam- þykkti samhljóða niður- stöður sexmannanefndar- innar um nýjan verðlags- grundvöll búvara, sem fela í sér 13,82% hækkun á grundvellinum. Niður- greiðslur verða óbreyttar, þar sem útlit er fyrir, að sá fjárlagaliður gefi - ekki svigrúm til frekari niður- greiðslna á árinu," sagði Pálmi Jónsson landbúnað- arráðherra, í samtali við Mbl. í gærkvöldi. Sagði ráð- herra. að nýtt búvöruverð tæki gildi á mánudaginn. Sexmannanefndin ákvað nýtt búvöruverð á fundi sínum í gær og samkvæmt upplýsingum Gunnars Guðbjartssonar formanns Stétt- arsambands bænda hækkar mjólk um 20,4% eða í kr. 425 eins lítra pakkningar og tveggja lítra í 850 kr. Rjómi hækkar um 16,25% og kostar '/2 lítri þá kr. 1480.1. flokks smjör hækkar um 24% og kostar nú 4660 kr. kg. 35% og 45% ostur hækkar um 14% og kostar nú í heilum stykkjum 3675 og kinda- kjöt í heilu kostar 2855 kr. kg. og er hækkunin þar 13,82%. Þá hækka kartöflur um 30% á útsölu- verði. Ekki var lokið verðútreikn- ingum á nautakjöti og fleiri teg- undum þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi en nýja búvöruverðið tekur gildi nk. mánudag. Olía eimuð hér á landi 1982? FRÁ ÞVÍ síðastliðið sumar hef- ur verið unnið að konnun á hagkvæmni og moguleikum á að reisa hér á landi stöð til að eíma olíu. Engar ákvarðanir hafa verið teknar í þessu sambandi enn þá. en ef af byggingu verksmiðjunnar verður gæti hún tekið til starfa síðari hluta sumars 1982. Að þessu máli standa þeir Ólafur Eiríksson, véltæknifræð- ingur, og prófessorarnir Valdi- mar K. Jónsson og Jónas Elías- son. Málið er nú komið nokkuð á leið og voru fulltrúar frá finnsku fyrirtæki hér á landi í þessari viku. Munu þeir gera kostnaðar- áætlun fyrir byggingu slíkrar verksmiðju og á hún að verða tilbúin síðari hluta næsta mánað- ar. Meðal annars ræddu Finnarn- ir við ráðherra, forsvarsmenn í fiskimjölsiðnaði, Sementsverk- smiðjunnar og Orkustofnunar. Hugmyndin er að eima svart- olíu og nýta gasolíuna, sem þann- ig fæst til brennslu í skipunum, en þykku olíuna, sem þá verður eftir, til notkunar í kötlum verk- smiðja. Finnunum voru send sýn- ishorn af svartolíu og gasolíu í sumar og niðurstöður tilrauna þeirra voru m.a. þær að með eimingu svartolíunnar væri hægt að fá helminginn af svartolíunni sem hreina gasolíu. Næsta skref þessa máls er kostnaðaráætlun, sem Finnarnir vinna nú að, en ætla má að stofnkostnað slíkrar olíueimingarstöðvar væri hægt að greiða upp á 1—3 árum. Sjá nánar blaðsiðu 26, viðtal við Valdimar K. Jónsson, prófessor. JV/l \ ^ v - 18 dagar til jóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.