Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 Það hefur áðurverið meira að gera hér, en nú var miklu meira um úttektir en verið hefur áður á einum degi." Seðlabankinn: Engin seðlaþurrð „Þetta var viðburðaríkur dagur, mikið af seðlum fór út, en það varð ekki nein seðlaþurrð," sagði Stefán Stefánsson. „Það fór mest út í gær, þegar bankarnir voru að undirbúa sig fyrir ösina í dag og það hefur verið stöðugt seðlaútstreymi síðan 28. nóvember. Síðan þá hafa farið héðan út um 10 milljarðar, en lítið komið inn. Á tímabili eftir hádegi var svo mikið að gera að við höfðum varla undan að afgreiða pantanir frá bonkunum og vegna þess að við reyndum að miðla seðlunum á milli banka, er hugsanlegt að einhvers staðar hafi orðið skortur á 5000 króna seðlum." Sparisjóður Reykja- víkur og nágrennis: Þetta var eins og á skálmöld „Það var alveg brjálað að gera hér í dag, þetta var eins og á skálmöld og líktist kannski einna helzt eignakonnuninni, nema hvað Hvenær skyldu dyr Landsbankans opnaðar aftur? Aldrei meira f jármagn tekið út: 10 milljarðar úr Seðla- bankanum á einni viku í tilefni óvenju annasams dags í bonkum og sparisjóðum í dag, sneri Morgunblaðið sér til aðalféhirða banka og spari- sjoða á Reykjavíkursvæðinu »k spurði þá hvernig gengið hefði að sinna úttektum við- skiptavina. Fara viðtölin hér á eftir: Alþýðubankinn: Aldrei meira útstreymi „Þetta var mjög annasamur dag- ur hjá okkur hér í Alþýðubankan- um", sagði Kristín Jónsdóttir. „Á tímabili, eða í um það bil 10 mínútur þurftum við að greiða út talsverðar upphæðir í 1000 og 100 króna seðlum, en það lagaðist þvi fólk lagði líka inn og borgaði ýmsa reikninga auk þess sem ýmis fyrirtæki lögðu einnig inn peninga í dag. Þetta var einhver annasam- asti dagur sem ég man eftir hér í bankanum og þá var peningaút- streymið meira en nokkru sinni áður." Búnaðarbankinn: Urðum að skammta síðasta klukkiitímann Það var meira að gera í dag en nokkru sinni áður og við vorum komin í vandraeði undir lokin," sagði Jóhann Garðarsson aðalfé- hirðir Austurbæjarútibús Búnað- arbankans. „Síðasta klukkutímann urðum við að skammta fólki seðl- ana, það fékk 50 til 100 þúsund í peningum og ef það skipti stærri ávísun fékk það afganginn aftur í ávísun. Við áttum undir lokin of lítið af 5000 króna seðlum og fengum ekki það sem við þurftum frá Seðlabankanum. Ég held að þetta hafi verið svipað í hinum útibúunum og aðalbankanum í dag." Iðnaðarbankinn: Höfðum næga seðla Við hér í Iðnaðarbankanum vor- um það heppin að við höfðum nóg af seðlum og allir fengu það sem þeir vildu," sagði Jón Bergmann. „Þó voru nokkrir aðilar sem vildu mjóg háar upphæðir í peningum, en okkur tókst að ná samkomulagi við þá og sætzt var á lægri upphæðir. Eftir því sem ég bezt veit gekk þetta einnig þokkalega í öllum útibúunum á höfuðborgar- svæðinu." Landsbankinn: Þetta leit illa út um tíma „Þetta gekk vonum framar, því það var mikið að gera. Föstudagar eru alltaf annasamir hjá okkur og það bætti ekki úr skák að fólk var hrætt við verkfall," sagði Hannes Þorsteinsson. Þetta leit anzi itla út um tíma, en við björguðum okkur með gömlum seðlum, sem annars hefðu ekki verið settir í umferð. Auk þess borguðum við miklu meira en ella út í 1000 króna seðlum. Að þessu sinni var meira um minni úttektir en venjulega, en útstreymið var ekki verulega hærra en það sem vant er á föstudögum eins og þessum. Það hefur einnig mikið farið út síðan 1. desember, menn hafa skipt launa- ávísunum og farið heim með pen- ingana og lítið komið inn aftur og þess vegna lentum við í smávegis vandræðum." Samvinnubankinn: Gátum borgað öllum Hér í aðalbankanum gátum við borgað öilum út, en ég veit ekki hvernig þetta hefur gengið í útibú- unum," sagði Haukur Halldórsson. „Það var geysilega mikið að gera, líklega með allra mesta móti. að þá var allt skrifað niður," sagði Einar Jónsson. En þrátt fyrir þetta gátum við látið alla viðskiptavini okkar fá þá peninga, sem þeir vildu og allir fóru ánægðir út. Hitt er svo annað mál að önnur eins æsingaskrif og eru á forsíðu Tímans í dag, þar sem því var slegið upp sem möguleika, að bankarnir yrðu gjaldþrota, hræddu fólk verulega og juku mjög á vanda bankanna í dag." Utvegsbankinn: Gátum greitt fyrir öllum á höfuð- borgarsvæðinu „Þetta gekk þolanlega hjá okkur í dag og við greiddum fyrir öllum í öllum útibúum á höfuðborgar- svæðinu," sagði ísak Örn Hrings- son. Þetta er annasamasti dagur sem ég man eftir og sérlega var útstreymið mikið. Við vorum orðn- ir anzi tæpir með 5000 króna seðla um tíma og einn eða tveir menn urðu að fá nokkra upphæð í minni seðlum. Verzlunarbankinn: Gátum sinnt öilurn viðskiptavinum „Þetta gekk alveg ljómandi vel í dag, við áttum nóg af seðlum, nema hvað að við þurftum að setja nokkuð af lélegum seðlum í um- ferð, sem annars hefði ekki verið gert," sagði Björgúlfur Bachmann. Pað var einnig aðeins farið að grynnka á myntinni hjá okkur, en það kom ekki að sök. Þetta var sennilega einn af annasömustu dögunum hér í bank- anum, en það hafa oft verið stærri færslur en í dag. Mikið var um smærri úttektir og ávísanaskipti, en það kom auðvitað einnig tals- vert inn, sérstaklega frá verzlun- um." Farbann á „sölumenn" Rannsóknarlögregla ríkisins hefur óskað eftir að farbann verði sett á „sölumennina" svokölluðu, sem RLR hafði af- skípti af sl. sumar vegna kæru um f jársvik af ýmsu tagj. Dómari í sakadómi Reykja- víkur ákvað að farbannið næði fram að ganga og gilti það til 1. marz 1981. Einn þriggja manna, sem tengjast þessu máli, kærði málið til Hæstaréttar en hinir ekki. Niðurstaða Hæstaréttar varð sú að málinu var vísað heim í hérað á ný með þeim fyrirmælum að kveða þurfi upp rökstuddan úrskurð um það hvort viðkomandi maður skuli sæta farbanni. Stuðnings- yfirlýsing Á farartækjaverkstæði ísal sam- þykktu 31 af 35 starfsmönnum í gær að skora á dómsmálaráðherra að standa við ákvðrðun sína í máli Frakkans Gervasoni. Pleiri listar munu vera í gangi meðal starfs- manna Álversins, að því er fulltrúi starfsmanna í fyrrgreindri deild skýrði Mbl. frá í gær. Svartolían eimuð og 50% hrein gasolia Rætt við Valdimar K. Jónsson um hugs- anlega olíueimingarstöð hér á landi OLÍUMÁL hafa verið ofarlega á baugi hér á landi á þvi ári, sem nú er senn á enda og margt verið rætt í þvi sambandi. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram og margar leiðir verið ræddar til að minnka olíukostnað. Þeir Valdimar K. Jónsson, prófessor, Jónas Eliasson, prófessor, og ólafur Eiriksson, véltæknifræðingur, hafa i nokkra mánuði unnið að undirbúningi hyggingu oliueimingarstöðvar hérlendis en þar er i raun um eina tegund olíuhreinsunar að ræða. Morgunblaðið ræddi í gær við Þarna yrði því um miklar upphæð- Valdimar K. Jónsson um þetta mál og sagði hann, að þeir þremenn- ingarnir hefðu lengi talið að sú svartolía, sem íslendingar hafa keypt frá Sovétríkjunum, væri í raun of góð til að brenna í kötlum fiskimjölsverksmiðja og Sements- verksmiðjunnar. Hægt væri með jafn góðum árangri að brenna mun þykkari olíu þar og þess vegna hefðu þeir viljað reyna að fá eitthvað af gasolíunni út úr svart- olíunni og fá þannig mun verðmæt- ari olíu. „Tveir okkar fóru til Pinnlands í sumar til viðræðna við sérfræðinga finnsku eimingarstöðvarinnar NESTE, en það er sú eirningarstöð, sem vinnur nær alla olíu sem Finnar nota," sagði Valdimar. „Niðurstaða þeirra viðræðna var sú, að við sendum Finnum sýnis- horn af bæði gasolíu og svartolíu. Þeir gerðu eimingartilraunir á svartolíunni og í ljós kom, að hægt var að fá helminginn af því, sem inn var sett, út sem hreina gasolíu. Að þessum niðurstöðum fengnum þótti okkur rétt að fá þessa menn hingað heim. Þeir voru hér tvo daga í þessari viku og ræddu við menn í fiskimjölsiðnaði, hjá Sem- entsverksmiðjunni, Orkustofnun og fleiri. Málin voru rædd fram og til baka og ákveðið að Finnarnir gerðu fyrir okkur kostnaðaráætlun fyrir þrjár gerðir eimingarstöðva, en ég kýs að kalla svona stððvar því nafni frekar en olíuhreinsunarstöð. Við höfum því aðeins mjög gróf- ar tölur um kostnað og ávinning af slíkri stöð, en'nákvæm kostnaðará- ætlun er næsta skrefið. Okkur sýnist þó að ef rétt stefna verður valin yrði hægt að afskrifa svona verksmiðju á 1—3 árum. Þegar búið væri að borga stofnkostnaðinn ætti að vera hægt að lækka heild- arverðið á þessum fullunnu olíu- vörum um helming af mismunin- um, þ.e. ef við fáum 50% af gasolíu eins og í tilraun Pinnanna í sumar. ir að ræða, en við viljum halda því fram og höfum kannað þau mál mjög vel, að verðmunur á svartolíu og gasolíu muni frekar fara vax- andi á næstu árum heldur en hitt, þrátt fyrir þær hækkanir sem orðið hafa á svartolíu upp á síðkastið. Finnska fyrirtækið NESTE er aðeins ráðgefandi í þessu' máli. Finnarnir hafa mikla reynslu, en við höfum hins vegar ekki flutt inn þá þekkingu, sem olíuvinnsla krefst. Finnar kaupa um 67% af sinni olíu frá Sovétríkjunum og eima úr henni allar sínar fullunnu olíuvörur. Sovétmenn hafa mikið af svartolíu miðað við aðrar olíuteg- undir og þeir setja Finnum þau skilyrði, að þeir kaupi einnig nokk- urt magn af svartolíu. Finnarnir vildu hins vegar miklu frekar kaupa eingöngu jarðolíu frá þeim og vinna úr henni þær vörur sem þá vantar, en til þess hafa þeir allan nauðsynlegan tækjabúnað. Upphaflega hugsuðum við okkur að slíka éimingarstöð mætti reisa í sjávarþorpi, þar sem væri fiski- mjölsverksmiðja, t.d. í Siglufirði. Verksmiðjan myndi þá brenna þyngri olíunni um leið og hún kæmi frá eimingarstöðinni, en gas- olían færi um borð í minni fiski- skip. Nú hefur þetta þróast á ýmsa vegu og eftir því, sem við komumst nær því að hugsa þetta mál til enda yrði verksmiðjan þeim mun hag- kvæmari, sem hún yrði stærri. Því beinist staðsetning stóðvarinnar stöðugt nær Reykjavík. Á þessu svæði eru margar fiskmjölsverk- smiðjur og Sémentsverksmiðjan er í næsta nágrenni. Þegar okkur berst kostnaðar- áætlun frá Finnunum í lok janúar getum við tekið ákvarðanir um framhaldið. Þá verður hægt að hanna slíka stöð og hún gæti verið komin upp og byrjuð að framleiða unnar olíuvörur súmarið 1982," sagði Valdimar K. Jónsson að lokum. Breytingu lok- ið á Hólmatindi Eskifirði, 5. desember. TOGARINN nólmatindur, sem Hraðfrystihús Eskifjarðar keypti sl. haust, fór í morgun i sina fyrstu veiðiferð, en unnið hefur verið að breytingum á skipinu i Slippstöð- inni á Akureyri siðan þaö kom til landsins. Skipstjóri á Hólmatindi er Ásbjörn Magnússon. Þá fer nótaskipið Jón Kjartans- son væntanlega að koma heim frá Danmörku en þar hefur skipið verið síðan á miðju sumri og unnið hefur verið að því að skipta um vél í því, en það mun hafa verið reynslukeyrt í gær. Þá eru eigendur vélskipsins Sæljóns að láta byggja yfir dekk skipsins og er það gert í Slippstöð- inni á Akureyri og verður því væntanlega lokið fyrir áramót. Vélskipið Kristján Guðmundsson sigldi áleiðis til Englands í morgun og mun það væntanlega selja þar afla sinn og Votabergið fer senni- lega síðar í vikunni einnig til Englands. Afli hefur verið góður á línu, einkum hjá minni bátum, 2—3 tonn í róðri. Nú er unnið að því að ganga frá síldinni sem hér var söltuð í haust til útflutnings og hefur mikið verið gert af því að undanfórnu að skipa út. Þrjú skip lestuðu hér saltfisk í vikunni. — Ævar. Námskeiöin eru fyrir kon- ur og karla og standa í: 24 vikur: jan.—júní 20 vikur: ágúst— des. 40 vikur: ágúst— maí. • Hússtjórnarfraeöl • Fjölskylduráögjöf • Innanhússarkitektur • Valfög t.d. leikfimi, postulínsmálning, vél- ritun. danska, relkning- ur, tungumál. Góoir atvinnumoguleikar. Sandiö eftir bnklingi. HUSHOLDNINGSSKQLE HOLBERGSVEJ 7 . 4180 SOR0 03 63 01 02 • Kirsten Jensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.