Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 31
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 31 Sýningar um helgina Um þessar mundir sýnir Magnús Jóhannesson 20 akríl og vatnslitamyndir í veitingasalnum á Hótel Borg. Sýningin er opin á venjulegum starfstíma hótelsins og stendur til 12. þ.m. Kjarvalsstaðir: Sýning á kín- verskri myndlist í hefðbundnum stíl í austursal. Sýningin stendur til 15. þ.m. Guðmundur Björg- vinsson sýnir 55 pastelteikn- ingar og 45 prentlita- og túss- myndir í vestursal. Sýningunni lýkur annað kvöld. Norræna húsið: Finninn Pentti Kaskipuro sýnir grafíkmyndir í anddyri. Sýningunni lýkur ann- að kvöld. Dönsku gullsmiðirnir Thor Selzer og Ole Bent Peter- sen sýna skartgripi í bókasafni. Sýningin stendur til 5. janúar. Gallerí Langbrók: Sigrún E!d- járn sýnir blýantsteikningar með vatnslitaívafi. Opið í dag til kl. 16 en þá lýkur sýningunni. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B: Bókasýning. Sýndar bækur eftir 100 listamenn, bæði úrval ís- lenskra bóka sem Árni Ingólfs- son hefur valið, og úrval frá „Other books and so", safnbúð í Amsterdam. Opið frá kl. 16—20 á virkum dögum og 14—20 um helgar. Sýningin stendur til 14. þ.m. Djúpið, Hafnarstræti: Thor Vil- hjálmsson sýnir 30 vatnslita-, túss- og krítarmyndir, svo og myndir gerðar með guash-litum og pennateikningar. Epal, Síðumúla 20: Textilhópur- inn sýnir tauþrykk. Sýningin stendur fram í miðjan mánuð- inn. Opið í dag frá kl. 10—12, en annars á verslunartíma. Nýja galleríið, Laugavegi 12: Magnús Þórarinsson sýnir rúm- lega 50 olíu- og vatnslitamyndir, svo og 60 ámálaða platta. Sýn- ingin stendur til 12. þ.m. og er opin frá kl. 10-12 og 13-19 daglega nema fimmtudaga; þá er opið til kl. 22. Bergstaðastræti 15: Þýski myndlistarmaðurinn Rudolf Weissauer sýnir vatnslita-, past- el- og grafíkmyndir. Sýningin er opin frá ki. 14—18 alla daga um óákveðinn tima. Hárskerinn, Skúlagötu 54: Árni Elvar sýnir grafík og mónó- prent. Sýningin stendur út mán- uðinn. Hótel Borg: Magnús Jóhannes- son sýnir 20 akríl- og vatnslita- myndir. Sýningin er opin á venjulegum starfstíma hótelsins og stendur til föstudags 17. þ.m. 8. Q. Q Frá sýningu Magnúsar Þorarinssonar i Nýja galleriinu, Lauga- vegi 12. Þar sýnir Magnú.s rúmlega 50 oliumyndir og 60 ámálaða platta úr tré. *• l. *-?-». 1 J**V* ?? **¦ * **» 'm ,*«'\* >. \' <* M-3- •¦> • V Frá tauþry kksýningu Textilhópsins i versluninni Epal, Siðumúla 20. MYNDLIST: Thor sýnir í Djúpinu í DAG opnar Thor Vilhjálmsson rithöfundur sýningu i Djúpinu i Hafnarstræti. Þar sýnir hann u.þ.b. 30 mynd- ir eftir sig, vatnslita-. túss- og kritarmyndir. svo og myndir gerðar með guash-litum og pennateikningar. Þetta er fyrsta sýning Thors og stendur hún út desembermánuð. Morgunblaðið ræddi stuttlega við Thor og var hann fyrst spurð- ur hvort hann hefði lengi fengist við málaralist. „Já, ég hef fengist við þetta síðan ég var krakki. Ég virðist hafa einhverja áráttu til að mála og mér finnst það hjálpa mér sem rithöfundi að grípa í þetta í frístundum. Það var kunningi minn, Richard Vlatingoyer, sem talaði mig upp í að halda þessa sýningu, annars hefði ég varla Thor í Djúpinu. haft mig í þetta. Hér á sýningunni er ekki nema lítill hluti þess sem ég hef málað — en þetta er sæmilegt sýnishorn af því." Hvaða myndlistarstefna er það sem þú fylgir? „Ég veit það ekki og hef ekki velt því fyrir mér. Ég reyni að skilgreina sjálfan mig þegar ég mála og eftirlæt öðrum að skil- greina stefnuna, ef þeim verða svo vænir að vilja leggja sig í það." HAFNARFJARÐARKIRKJA: Kór Víðistaðasóknar flyt ur tékkneska jólamessu Á MORGUN verða haldnir tón- leikar í Hafnarfjarðarkirkju kl. 20.30. Kór Víðistaðasóknar flytur þá tékkneska jólamessu eftir Jakuh Jan Ryba. Ryba var fjölhæfur tónlistar- maður, þekktur bæði sem hljóð- færaleikari og afkastamikið tónskáld. Hafa sum verka hans haft mikla þýðingu fyrir tékkn- eska þjóðernishreyfingu, en kunn- asta verk hans er jólamessan, sem nú verður flutt á íslandi í fyrsta sinn. Enn þann dag í dag er þessi messa sungin á jólum í Prag, þó að liðin séú nær 180 ár frá frumflutn- ingi hennar. Stjórnandi kórs Víðistaðasókn- ar er Kristín Jóhannesdóttir, en með kórnum syngja einsöngvar- arnir Friðbjörn Jónsson, Guðrún Tómasdóttir, Halldór Vilhelmsson og Ruth L. Magnússon. Orgelleik- ari verður Páll Kr. Pálsson. Kór Víðistaðasóknar MYNDLIST: LEIKBRÚÐULAND: Nœstsíðasta sýning á Jólasveinum Ntl FER sýningum Leikbrúðulands á „Jólasveinar einn og átta" senn að Ijúka. Á morgun kl. 3 er næstsiðasta sýning <>k siðasta sýn- ing verður sunnudaginn 14. des. Þetta cru sjöttu jólin sem Leik- brúðuland sýnir Jólasveinana og jafnframt þau síðustu. Sýnt er að vanda á Fríkirkjuvegi 11. Svarað er í síma Æskulýðsráðs, 15937, eftir kl. 13 á morgun. Leikritið Jólasveinar einn og átta er eftir Jón Hjartarson og leikstýrði hann því jafnframt. Brúðugerð og stjórn er í höndum þeirra Bryndísar Gunnarsdóttur, Ernu Guðmarsdótt- ur, Hallveigar Thorlacius og Helgu Steffensen. Margir þekktir leikarar léðu brúðunum raddir sínar. Þeir Siguróli Geirsson og Freyr Jóhannsson sáu um tónlistina. Árni Elvar sýn- ir í Hárskeranum ÞESSA dagana sýnir Árni Elvar nokkur verk í húsakynnum Hárskerans að Skúlagötu 54. Myndirnar eru unnar í grafík og mónóprenti. Mónóprent er mJög gömul og fágæt aðferð og er aðeins eitt eintak af hverri mynd. Nokkrar þeirra eru sóttar í tónlistarlífið. Myndirnar eru allar til sölu. Tvær af myndum Árna Elvars, sem hann sýnir i Hárskeranum að Skúlagötu 54..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.