Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 13 ráðstefnur af viðráðanlegn stærð. I þessu sambandi má minna á að ísland er aðili að fjölmörgum alþjóðlegum stofnunum og sam- tökum, sem halda fundi og ráð- stefnur árlega eða oftar á ári. Það mundi mjög flýta fyrir framgangi þessa máls, ef ríkisstjórn íslands beinlínis fæli fulltrúum sínum í hinum ýmsu fjölþjóðlegu samtök- um og stofnunum að vinna að því að ráðstefnur og fundir yrðu haldnir hér á landi innan eðlilegra marka og íslensk stjórnvöld á hverjum tíma legðu eitthvað af mörkum þegar slíkar ráðstefnur væru haldnar hér. Slíkt væri að sjálfsögðu framkvæmdaatriði hverju sinni, en yrði í reynd mikill hvati þess að unnið væri ekki síður að þessum málum af hinum ýmsu aðilum, er viðskiptalega væru tengdir framkvæmd slíkra ráðstefna". Ég hef fengið endurreiknaðar til núvirðis þær tölur sem raktar eru með nefndri þingsályktunartillögu og lítur dæmið þannig út í dag: 1. Ráðstefna 56 manna, sem koma frá 8 borgum, sjö menn frá hverjum stað. Hér fer á eftir listi yfir þá ásamt fargjaldagreiðslum (fargjöld + flugvallaskattur): að lítil 56 manna ráðstefna, sem er mjög viðráðanleg í framkvæmd og stendur í þrjá litla daga færi atvinnugreininni og þjóðarbúi gjaldeyristekjur að upphæð kr. 42.430 millj. Sé þessi fundur hald- inn utan aðalannatímans hníga sterk rök að því, að gestirnir hafi tekið flugsæti, sem hvort sem er hefur staðið auð, gistiherbergi Heimir Hannesson Osló Stokkhólmur Kaupmannahöfn Luxembourg London Glasgow New York Chicago isl. kr. 31.115 3.581.025 31.430 4.215.077 35.455 3.491.962 209.300 3.928.561 2.338 2.787.190 2.080 2.787.190 6.888 3.985.397 6.888 3.985.397 samtals 29.184.683 enníremur líklega auð og senni- lega farið að draga úr aðsókn að veitingastöðum. Tekjurnar yrðu með öðrum orðum tekjur, sem annars myndu ekki koma — hefði fundurinn verið haldinn annars staðar hefðu allar þessar tekjur runnið til þess aðila. Hér er fróðlegt að fara í lítinn talnaleik. Ef menn gefa sér sömu forsendur og margfalda hópinn með 10 yrðu gjaldeyristekjurnar 424.3 millj. og ef margfaldað er með hundrað eða gestirnir 5.600, isl. kr. isl. kr. isl. kr. 2.430.120 1.323.954 3.753.957 7 x N. kr. 7 x S. kr. 7 x D. kr. 7 x L. fr. 7x£UK 7x£UK 7x$US 7x$US Fargjöld Ofangreind fargjöld eru full fargjöld, enda má reikna með að svo sé með alþjóðlega ráðstefnu af þessari stærð. Með stærri fundi, þar sem þátttakendur eru fleiri frá hverjum stað, þannig að myndun hópa getur orðið, þá lækkar þessi liður nokkuð. 2. Ráðstefnan stendur í þrjá daga, sem þýðir 5 daga með ferðum og gistingu hér í 4 nætur. Gert er ráð fyrir að af þessum 56 þátttakendum búi 30 í eins manns herbergjum og 26 í tveggja - manna. Gistikostnaður (vetrarverð): 30 á $ US 35,00 pr. dag x 4 26 á $ US 22,00 pr. dag x 4 Gistíng samlals Stundum koma makar þátttak- enda með þeim og mundi þá gistiliður ásamt matarkostnaði o.fl. hækka. 3. Matarkostnaður: Morgunverður 56 á $US 5.00 pr. d. x 4 1 x kvöldverður 56 á $US 21.50 pr. d. 2 x kvöldv. (cafet.) 56á$US 10.00 pr. d. x 2 lxveisla 56á$US 40.00 Kaffiáfundum 336 x kr. 1000 kr. Sanrtals isl kr. 4 Flutningur í langferðabílum: -------------------------- Flutningar til og frá Keflavík, á milli staða í Reykjavík vegna boða, heimsókna og kynnisferða ísl. kr. 401.000. 5. Annar kostnaður: Prentun á ýmsum eyðublöðum, t.d. þátttökutilkynningum, uppl. um efni fyrirlestra, dagskrá, fyrir- lestrum og fundarboðum. Merking fundarboða, nafnspjöld þátttak- enda. Laun vegna vélritunar við undirbúning fyrirlestra og fund- argerðir. Gera má ráð fyrir að notuð verði upptaka á segulband og að ræðumenn þurfi aðstoð, ef þeir nota glærur o.fl. Kostnaður vegna pósts og síma. Gera má ráð fyrir möppum undir gögn fundar. Samtals ísl. kr. 2.585.000. Benda má á að inn í þessar tölur er ekki reiknuð persónuleg eyðsla þátttakenda, t.d. innkaup, gjafir, aðrar veitingar, leigubílar o.fl. Ekki er ósennilegt að slík eyðsla sé í námunda við ísl. kr. 51.440 á þátttakanda eða samtals ísl. kr. 2.881.000. Samtals ísl. kr. 42.430.402. isl. kr. 648.032 696.634 648.032 1.296.064 336.000 3.624.762 Samandregið yrði þetta pr. 1. desember 1980: i þús. kr. % FIuk 29.185 68.7 GÍKting 3.754 9.0 Matur 3.625 8.5 KlutninKskiistn. 401 1.0 Annar kostn. 2.585 6.0 1 Yrsónnl. eyð«la 2.881 6.8 Alls Isl. kr. 42.430 100.0 Ef ofangreint er dregið saman í hnotskurn virðist ómótmælanlegt, sem ekki er sérlega há tala skiptist hún niður í stað og tíma, næmu tekjurnar á fimmta millj- arð í erlendum gjaldeyri. Með sömu forsendum sköpuðu 10 þús. manns gjaldeyristekjur að upph. milljarða. Þannig í lokaorðum áðurnefndrar greinargerðar segir: „Ljóst er af ofangreindu að hér er um mjög mikilvægt mál að ræða fyrir íslenska þjóðarbúið. Aukið ráðstefnuhald utan sumar- tímans nýtir fyrst og fremst þá aðstoðu, sem þegar er fyrir hendi og væri ónotuð ella — og færir þjóðarbúinu milljónir í erlendum gjaldeyri." Þessi orð eru í fullu gildi í dag og hafa lengi verið. Það hefur t.d. verið lengi vitað sam- kvæmt alþjóðlegri reynslu, að ráðstefnugesturinn eyðir að öðru jöfnu allt að því fimm sinnum meira en aðrir ferðalangar og skýrir það e.t.v. þá staðreynd að í öllum þeim löndum, sem vinna skipulega að ferðamálum sem atvinnugrein, er þetta forgangs- verkefni. Þurfum við ekki að líta lengra en til næstu nágranna okkar í þessum efnum. Sá útreikningur, sem hér hefur verið rakinn, er því engin ný tíðindi þeim er starfað hafa að ferða- og flugmálum — þetta er ósköp einfaldlega sú reynsla, sem menn þekkja frá þeim er meiri reynslu hafa — enda starfa þeir samkvæmt því og vinna við skiln- ing, velvilja og stuðning sinna stjórnvalda. Ráðstefnuþjónusta er að sjálf- sögðu aðeins einn, afmarkaður þáttur ferðamála, þó að mikilvæg- ur sé, en þau dæmi, sem rakin hafa verið, segja þó, að nauðsyn- legt er bæði hér og annars staðar að vinna eftir nokkuð ákveðinni stefnu, ef menn ætla sér að ná árangri. Hér er mikið verk að vinna — og það sem skýrt hefur verið —er í beinu samhengi við stefnumörkun í flug- og sam- göngumálum. Ráðstefnuþjónusta og öflun hef- ur verið á dagskrá ýmissa ís- lenskra aðila á undanförnum ár- um, svo sem Ferðamálaráðs ís- lands eftir að það var endurskipu- lagt 1976, flugfélaga og ferða- skrifstofa. Árangur hefur nokkur verið, en ekki eins og best hefur verið á kosið. Það má t.d. segja það í þessu sambandi, að frá upphafi starfs nýs Ferðamálaráðs, hefur ráðið reynt að sinna þessum ráðstefnumálum eins og það hefur haft afl og getu til. En ekki hefur það mætt skilningi ríkisvaldsins, þrátt fyrir skýr fyrirmæli í lögum. I fimm ár hefur verið beðið um að fá svokallaða ráðningarheimild fyrir þó ekki væri nema hálfan starfsmann, sem sinnti þessum málum. Ég veit ekki betur en að menn í stjórnarráðinu kasti enn þeim bolta á milli sín og skrifi enn milli herbergja. Á meðan þessar bréfaskriftir embættismanna og annarra standa yfir, töpum við á hverju ári stórfelldum verðmætum, tækifær- um og makaðshagsmunum, sem aldrei koma aftur. Þetta er nú hagsýnin á þeim bæ — og mætti fleira tíunda. Þetta er þeim mun raunalegra, þegar svo virðist sem hálft stjórnkerfið ásamt fjármála- kerfinu sé árið um kring að kljást við ýmiss konar vandamál, þar sem hvorki koma til greina arð- semi, uppbygging fyrir framtíðina — hvað þá heldur forsenda sam- göngukerfis, sem er lífæð okkar við umheiminn. Og því miður virðast bréfaskriftirnar aukast í öfugu hlutfalli við árangurinn. I kansellíi nútímans — allt upp í æðsta stjórnkerfi — virðast menn vera of önnum kafnir við að bjarga morgundeginum — í besta falli næstu mánaðamótum. Þetta er því miður undantekningarlítil, en raunveruleg staðreynd. Óhjákvæmilegt er, m.a. með tilliti til alþjóðlegrar þróunar, að frekar fyrr en síðar verði unnið að nýrri stefnumörkun í samgöngu- málum okkar, flugmálum og ferðamálum. Ferðaþjónustan hef- ur margt til að bera til að geta orðið drjúgur vaxtarbroddur fyrir atvinnugreinina og þjóðfélagið í heild á næstu árum og áratugum. Samkvæmt eðli hennar tengir hún saman þjóðir og einstaklinga og eykur gagnkvæman skilning. Hagsmunir hennar og útflutn- ingsatvinnuvega fara mjög saman, sem auðvelt er að skýra og þar þekkjum við líka reynslu þeirra þjóða er þar hafa lengst náð. Eðli hennar er í samræmi við þann lífsanda og tengsl við aðrar þjóðir, sem yfirgnæfandi meirihluti þjóð- arinnar — ef ekki þjóðin öll — vill tileinka sér. Slík stefnumótun er nátengd þróun flugmálanna. Samgöngumál okkar — og tengsl við umheiminn eru eitt stærsta sjálfstæðismál þjóðarinn- ar í dag. Ef víxlspor er stigið kann að vera mikil hætta á ferðum — a.m.k. alvarleg röskun. Erlendir aðilar bíða við næsta horn og fylgjast með framvindu mála. Fyrir eyþjóð á þessum stað á jörðinni er það meira sjálfstæð- ismál en ýmsa kann að gruna að vera menn til að standa að eigin samgöngum við umheiminn. Nú er tími stefnumótunar. Hluti hennar hefur lauslega verið reif- aður hér að framan — en nánar verður vikið að viðhorfum næstu framtíðar, m.a. með hliðsjón af þeim staðreyndum, sem við þegar þekkjum. Reykjavík, 3. des. 1980. Heimir Hannesson. Wöl UXOR LITASJONVORP 22" —26" Sænsk hönnun * Sænsk ending * Bestu kaupin! * jf—> HLJÓMTÆKJADEILD umKARNABÆR ¦*J* I Al IRAUFRI fifi «|M| oc I LAUGAVEGI 66 SIMI 25999 Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavik Poriiö Akranesi — Eplið Isafirði — Alfhóll Siglufiröi — Cesar Akureyri — Drnabær Hornafirdi —M M h/f. Selfossi iq — Eyjabær Vestmannaeyjum Verö frá kr. 66.670.-. Nýkr. 666.70.-. Póstsendum Skósel, Laugavegi 60, sími 21270.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.