Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 GEIR Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, mælti sl. fimmtudag fyrir tillögu 19 þingmanna flokksins um stefnumótun í stóriðjumálum. Tillagan gerir ráð fyrir 7 manna þingkjörinni nefnd, er kanni, meti og geri tillögur um hagkvæmni framleiðslugreina, sem til álita koma á sviði orkufreks iðnaðar, með tilliti til orkuverðs, flutningskostnaðar og markaðsmöguleika. í því efni kunni að vera nauðsynlegt að eiga sam- vinnu við utanaðkomandi aðila á sviði tækni, markaðsmála og fjár- mögnunar. Ræða flokksformannsins verður efnislega rakin hér á eftir. Geir Hallgrímsson í þingræðu um stóriðju: Allar hrakspár úrtölu- manna Alþýðubanda- lags hafa reynzt rangar Nefnd sem lögð var niður Ástæðan til flutnings þessar- ar tillógu er m.a. sú, hve lítið hefur verið aðhafst í þessu mikilvæga hagsmunamáli þjóð- arheildarinnar: að kanna mögu- leika og marka stefnu í stór- iðjumálum. Núverandi orkuráð- herra, Hjörleifur Guttormsson, lagði árið 1978 niður þá nefnd, sem hafði starfað allar götur frá því í september 1971 að þessu verkefni, þ.á m. viðræðum við erlenda aðila, sem áhuga hefðu á þátttöku í orkufrekum iðnaði í samstarfi við íslend- inga. Það var raunar Magnús Kjartansson, þáverandi iðnað- arráðherra, er setti þá nefnd á laggir, er Hjörleifur skar niður við trog. Þá rakti Geir Hall- grímsson forsögu málsins enn lengra aftur er dr. Bjarni Bene- diktsson skipaði stóriðjunefnd 1961 til að kanna möguleika á vinnslu áls, en það var upphaf þess er síðar varð að vinnustað 600 manna í Straumsvrk og gildum þætti í útflutnings- framleiðslu þjóðarinnar. Þá var öðruvísi að málum staðið en nú, er úrtölumenn ráða ferð í orkuráðuneyti. Við sjálfstæðismenn unnum ekki þessu aðgerðarleysi í málum, sem varða framtíðaratvinnuör- yggi og aukningu þjóðartekna, þ.e. undirstöðu lífskjara þjóðar- innar. Þess vegna er þingsálytk- unartillaga okkar flutt. Grundvöllur lífskjara- sóknar þjóðarinnar Geir vitnaði síðan til greinar- gerðar með tillögunni og sagði: I orkulindum landsins er að finna grundvöll að nýrri sókn til betri lífskjara líkt og sjávarút- vegurinn var í upphafi þessarar aldar. Bætt lífskjör og atvinnu- öryggi landsmanna eru höfuð- markmið þeirrar atvinnustefnu sem fylgja þarf. Það er því meginverkefni nú að hagnýta hin gífurlegu verðmæti sem fólgin eru í orkulindum lands- ins. í því efni er nú mest um vert að móta stefnuna í stór- iðjumálum með það fyrir aug- um að hagnýta orkulindir landsins til framleiðslu iðn- aðarvara til útflutnings. Geir sagði að nýta þyrfti þá möguleika til fulls sem fyrir hendi væru í hefðbundnum at- vinnuvegum: sjávarútvegi og landbúnaði, en stofnstærð nytjafiska og markaðshorfur búvöru settu þar ákveðin nýt- ingarmörk. Á næsta áratug mun einstaklingum á íslenzkum vinnumarkaði fjölga um 15.000 manns. Nauðsynlegt er að tryggja þessu fólki arðbæra vinnu, laun og lífskjör sem jafnast á við það sem bezt gerist í nágrannalöndum. Atvinnuör- yggi og stöðvun landflótta er þungamiðjan í atvinnustefnu Sjálfstæðisflokksins. Naumast verður hægt að tryggja framtíð- aratvinnuöryggi né auka svo þjóðartekjur að beri uppi sam- bærileg lífskjör og nágrannar búa við nema með því að nýta þá möguleika, sem orkuauðlind- ir þjóðarinnar bjóða upp á, meðal annars í tengslum við orkufrekan útflutningsiðnað. Geir sagði að þjónustugreinar hefðu tekið við 64% af nýjum starfskröftum að undanförnu. Æskilegt sé að hlutfall fram- leiðslu í vinnuafli aukizt meir, hvað vinnuframlag varðar, en í ríkisgeiranum. Því sé ekki rétt að gera ráð fyrir að meir en helmingur viðbótarvinnuaflsins fari í þjónustugreinar — verzl- un, viðskipti, samgöngur, heil- brigðismáí, menntunarmál o.s.frv. — en undirstóðuat- vinnugreinar, þar sem verðmætasköpun fer fram, m.a. til að kosta þjónustugreinarnar, taki við hinum helmingi aukn- ingar mannaflans. Það verður ekki án markvissrar atvinnu- stefnu í sjávarútvegi, iðnaði, landbúnaði — þar á meðal stórátaki í orkuöflun og orku- frekum útflutningsiðnaði. Við megum heldur ekki loka augum fyrir því að brottflutn- ingur fólks úr landi hefur verið meiri en góðu hófi gegnir. I því efni er talað um „útflutt at- vinnuleysi". Alþingi getur ekki lokað augunum fyrir þessari staðreynd né hlífst við að sporna fótum gegn henni. Það er illt að horfa á eftir vinnufús- um hugum og höndum, sem í mörgum tilfellum búa yfir menntun og sérhæfingu sem þjóðin má sízt án vera. Þróun í orku- málum okkar Geir Hallgrímsson rakti síð- an þá þróun sem orðið hefur í orkumálum okkar á undanförn- um áratugum, hvern veg Al- þýðubandalagið hefði sífellt verið úrtöluaflið þegar virkja átti stórt. Það hefði viljað minni virkjun (70 MW í stað 210 MW) þegar ráðist var í Búr- fellsvirkjun. Sama sagan hefði endurtekið sig þegar kom að ákvörðunartöku um Sigöldu- og Hrauneyjafossvirkjanir, þá hafi þeir hugsað smærra og viljað gera minna en ofan á varð. Hann rakti og neikvæða afstöðu þeirra til álvers og járnblendi- verksmiðju, sem á næsta ári myndu leggja til hátt í 20% útflutningsverðmæta okkar, auk veigamikils þáttar þeirra til að tryggja atvinnuöryggi. Allar hrakspár úrtölumanna Alþýðubandalags varðandi þessi stórvirku atvinnufyrir- tæki hefðu reynzt rangar. Ál- verið hefði verið mikilvægur tekjustofn Byggðasjóðs, sem fjármagnað hefði margskonar atvinnuuppbyggingu vítt um land, en framhjá „framleiðslu- gjaldi" væri litið þegar Al- þýðubandalagsmenn reyndu, enn í dag að gera tekjur samfé- lagsins af álverinu tortryggi- lega. Nú hefði þessum niður- tölumönnum verið hossað upp í æðstu metorð í því ráðuneyti, sem þyrfti að veita forystu í nýrri framfarasókn. Gagnrýnisraddirnar urn að álverið „yrði sterkasti aðilinn í íslenzkum stjórnmálum", „lág- launafyrirtæki" með innflutt verkafólk, hefði óþolandi meng- unaráhrif á svæði sem helming- ur þjóðarinnar byggi á o.s.frv. hljóma nú hjárænulega í ljósi tiltækrar reynslu. Sjálfgefið er að halda fast við ítrustu kröfur um mengunarvarnir og um- hverfisvernd en vannýttir möguleikar treystu hvorki at- vinnuöryggi né lífskjarastöðu þjóðarinnar. Án þeirra stóriðjufyrirtækja sem nú eru til staðar hefðum við orðið að virkja verulega smærra og verulega dýrar á hverja kílóvattstund til hins almenna notanda, bæði at- vinnurekstrar og heimilisnotk- unar. I vatnsföllum og jarð- varma eru enn stærstu ónýttu möguleikarnir, sem þjóðin hef- ur til að treysta lífskjör sín og efnahagslegt öryggi. Stefnumörkun sjálfstæðismanna Geir vitnaði til stefnumörk- unar sjálfstæðismanna og sagði: „Iðnaður mun á næstu árum gegna stórauknu hlutverki í atvinnulífi þjóðarinnar. Inn- lendum iðnaði á því að skapa skilyrði til að auka framleiðni sína og fara inn á nýjar brautir, svo að hann styrkist og geti mætt samkeppni við innflutn- ing og á erlendum markaði. Gerðar verði ráðstafanir til þess að hann njóti jafnrar aðstöðu og starfsskilyrða og aðrar innlendar atvinnugreinar og erlend iðnfyrirtæki. Hraðað verði á næsta kjörtímabili áframhaldandi uppbyggingu þeirra stóriðjufyrirtækja, sem fyrir eru hér á landi, og þegar verði hafinn undirbúningur að einu nýju stórfyrirtæki á sviði rafefnaiðnaðar og stefnt að því að framkvæmdir við það geti hafist á kjörtímabilinu. Stefnt verði að því að almenningur eignist hlutafé í því og einnig þeim stóriðjufyrirtækjum, sem fyrir eru í landinu, en að öðru leyti ráðist samstarf við erlenda aðila á þessu sviði af því sem hagkvæmt er talið á hverjum tíma. Og enn fremur: „í óbeisl- uðum orkulindum landsins eru fólgin gífurleg verðmæti. Orku- lindir þessar eyðast ekki þótt þær séu hagnýttar, heldur endurnýjast sífellt. Sjálfstæðis- flokkurinn telur bæði eðlilegt og nauðsynlegt að nýta þessar auðlindir til að byggja upp atvinnulíf og bæta lífskjör þjóð- arinnar. Skipulag orkumála verði við það miðað að frum- kvæði sveitarfélaga, einstakl- inga og fyrirtækja þeirra fái notið sín á þessu sviði. Hraðað verði nýtingu jarðvarma og raforku til húshitunar og iðnað- ar og stefnt að því, að íslend- ingar verði sjálfum sér nógir í orkuframleiðslu fyrir aldamót. Enn fremur verði á kjörtímabil- inu ráðist í tvær stórvirkjanir vegna uppbyggingar stóriðju auk minni framkvæmda til að auka raforkuvinnsluna á næst- unni. Og enn fremur. Haldið verði áfram af fullum krafti rannsóknum á orkulindum landsins og gengið verði frá frumhönnun og umhverfiskönn- un á öllum hagkvæmustu virkj- unarkostum í fallvötnum lands- Virkjunarvalkostir —orkufrekur iðnaður Geir Hallgrímsson vék síðan að þeim virkjunarvalkostum, sem kannaðir hefðu verið og helzt kæmi til greina: Fljóts- dalsvirkjun, Blönduvirkjun og Sultartangavirkjun. Ég skal ekki kveða upp úr um, hvern þessara virkjunarkosta eigi að velja fyrst. En ráðast þarf í þá hvern á fætur öðrum í óslitinni framkvæmdaröð og jafnvel er nauðsynlegt á einhverju tíma- bili að hafa tvennt í takinu í einu, ef við eigum að ná því markmiði að þrefalda orkufrek- an iðnað til aldamóta og tryggja atvinnuöryggi landsmanna með þeim hætti og öðrum atvinnu- greinum. Geir fór nokkrum orðum um þessa virkjunarkosti, m.a. sam- þykkt sveitarstjórnarmanna á Austfjörðum frá því í ágúst sl., þar sem m.a. var lögð rík áherzla á undirbúning að orkufrekum iðnaði í fjórðungn- um. „Mér er tjáð," sagði Geir, „að ekki þurfi nema 10—15 mannár, þ.e. störf 10 til 15 reyndra manna í eitt ár, til að tengja saman þá kosti sem við höfum í orkufrekum iðnaði og gera grein fyrir með hvaða hætti einn kostur getur tengst öðrum og styrkt hann eða þá. Það þarf að leggja áherzlu á að slíkri vinnu sé lokið sem allra fyrst, svo við höfum í höndum öll nauðsynleg gögn þegar að ákvarðanatöku eða viðræðum við eignaraðila kemur". í sambandi við valkosti í orkufrekum iðnaði nefndi hann: aukna álframleiðslu, m.a. vegna þeirrar reynslu sem fyrir hendi væri, þ.á m. úrvinnslu hrááls í hálf- og fullunnar vörur; kísil- járn og hreinan kísilmálm. Öll þessi framleiðsla krefst mikill- ar orku. Þá nefndi hann magn- esíum-framleiðslu og nýtingu innlendra efna (til einangrun- arframleiðslu og saltvinnslu). Samstarf við erlenda aðila Þáttur í starfi þeirrar nefnd- ar, sem við leggjum til að sett verði á laggir, verður og könnun möguleika á samvinnu við er- lenda aðila á sviði tækni, mark- aðsmála og fjármögnunar. 011 þessi atriði, ekki sízt tæknin og markaðsmöguleikar, mæla með slíkri könnun. Markaðsmálin eru auðvitað forsenda þess að unnt verði að ráðast í fram-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.