Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 HÖGNI HREKKVISI 1 MeN-m 1980 ght Synd., In< , fcj E£T BölMW Ar) TAV HEIK50ÍCN .. R)A « , þ^TTA KAM5KI Mí>5T^AN FY«« SttfOKÍNu ?! ást er.. ... að segja honum aö þig haíi eiginlega ekki langaö í pels TM Reg U.S Pat Otf —all rights reserved •1977 Los Angeles Tlmes I'ví gastu ekki séð um að hafa þetta í lagi, þegar við logðum af stað? (C. PIB < :;»i n-»\i. 8495 COSPER Ástæðulaust að hræð- ast stór sambýlishús Ég held þið reisið ykkur ekki hurðarás um öxl, ef þið kaupið það sem ég ætla að sýna ykkur hér! Paul V. Michclsen skrifar: „Lítið bréf langar mig að skrifa þér um hvernig það er að búa í stórum sambýlishúsum. Ég hefi orðið þess var að margt eldra fólk býr í of stórum íbúðum og hefir varla tök á því að halda í horfinu öllu er þar þarf að gera og sömuleiðis í einbýlishúsum, en er hrætt við að flytjast í sambýlis- hús. Kveið mikið íyrir Ég hefi alla mína löngu ævi átt heima í einbýlishúsi með stórum garði og þekki því af eigin reynslu að það er ekki lítið verk að halda því öllu við, svo að það grotni ekki niður. Þegar ég seldi allt mitt í Hveragerði í vor, kveið ég mjög mikið fyrir því að flytjast í blokk og það alla leið upp í Breiðholt. En sú hræðsla reyndist ástæðulaus með öllu. Lítill heimur út af fyrir sig Krummahólar 6 og 8 eru 7 hæða hús og tengd saman með stórum gangi. Þar er lyfta upp allar hæðir, og auðvitað einnig stiga- gangar. Ibúðir eru misstórar, svo að allir geta fengið íbúð við sitt hæfi. íbúðareigendur þurfa ekkert að gera, því að húsvörður sér um að halda öllu hreinu og gera við það sem þarf og aflaga fer, en við sem búum hér þurfum auðvitað að ganga vel um sameignina og held ég að flestir geri það. Þetta er eins og lítill heimur út af fyrir sig og umgangur við aðra íbúa er ekki mikill, en því ræður hver og einn hverja hann vill umgangast. íbúar mætast á göng- um og í lyftu og þá bjóða þeir góðan dag og skiptast stundum á orðum. Að öðru leyti verður mað- ur lítið var við fólk. Sameign allra er búa í blokkinni Bílskýli fylgir öllum íbúðum og fullkomið frystihús er á neðstu hæð, þar sem hver hefur sitt frysfihólf. Stórt sameiginlegt þvottahús er hér með öllum þeim vélum er þarf til þvottar, þurrkun- ar á tauinu og strauvél. Við getum haft tíma í þvottahúsi tvisvar í viku og skrifar maður þá á töflu hvaða dag og tíma maður vill nota þvottahúsið. En hver og einn verður að ganga vel um og þrífa eftir sig og fara vel með allar Paul V. Michelsen fyrir neinu ónæði af þeim. Það er þá helst að þau keyri upp og niður í lyftunni sem getur verið hættu- legt og skapar óþarfa hávaða. Hér er og stór hjólhestageymsla og geymsla fyrir barnavagna. Góðar svalir fylgja öllum íbúðunum og stórar grasflatir í skjóli sunnan- megin við blokkina og margvísleg leiktæki fyrir börnin, svo það er séð fyrir öllu. Göngugata er frá blokkinni að verslunum þar sem engir bílar mega keyra, svo að þar er hættulaust fyrir börn og eldra fólk að ganga um. Rétt hjá er stór og góð kjörbúð með alla hluti og sérlega lipra og góða þjónustu. Svo er hér líka söluop sem er opið til 23.30 á kvöldin, en því fylgir einn stór galli: fyrir utan það og allt um kring er mikill sóðaskapur af umbúðaleifum og bréfadrasli vélar, því að þetta er sameign allra er búa í húsinu. Það er séð fyrir öllu Hér er mikið af börnum og unglingum og verðum við ekki sem fýkur um. Þetta er mjög ógeðfellt, en er auðvelt að færa í betra horf. Ég vona nú að fólk hræðist það ekki eins eftir þessa lýsingu að flytjast í sambýlishús." „Sá yðar sem syndlaus er ..." Filippía Kristjánsdóttir skrif- ar: Kin er upp til fjalla/yli húsa fjær út um hamra hjalla/hvit með loðnar taer hryst í bjargaleysi/ber þvf hyggju Kljópa. Á sér ekkert hreysi/útibarin rjúpa. Við þekkjum að þetta er upphaf- ið á kvæði Jónasar Hallgrímsson- ar, um rjúpuna sem flýði undan vargfuglinum, til þess að bjarga lifi sínu. Hvert flýði hún? Innum glugga á mannabústr.ð. Við þekkj- um örlög hennar. Þau voru hörmuleg. Hún vænti miskunnar. Mér finnst eitthvað svo líkt á komið með Patrick Gervasoni og þessari rjúpu, þótt ekki hljóti hann sömu meðferð og hún. Hann flýr í dauðans ofboði á náðir okkar íslendinga, en hvað skeður? Það á að hrekja hann út í allsleysið og vonleysið rétt fyrir jólin, hátíð ljóss og friðar. Við hefðum sennilega gripið hvert hálmstrá Mér skilst, eftir því sem til- kynnt var í sjónvarpi síðastliðið þriðjudagskvöld, að þeir sem völd- in hafa viti lítið hvað um hann verður eftir að hann fer héðan, en lögunum verður víst að hlýða hvað sem mannúðinni líður. Stundum finnst manni að hún þyrfti að ganga fyrir. í þessu tilfelli á pilturinn engan að. Hann þráir frelsi og vill sýna að hann er heilsteyptur og sannur í ákvörðun sinni að vilja ekki drepa meðbræð- ur sína. Láta samviskuna ráða. Fyrir þetta er hann hrakinn og hrjáður. Hann bíður og vonar að úr rætist og Islendingar skilji að það var örþrifaráð sem hann tók er hann kom skilríkjalaus til landsins. Við hefðum sennilega flest okkar gripið hvert hálmstrá sem gafst til þess að bjarga okkur í neyðinni. Ættum við ekki að hjálpa til að græða þau Hefur ekki margur brotið annað eins af sér? „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum." Sá, er þetta sagði, þegar átti að grýta bersyndugu konuna, var öllum dómurum æðri. Hann vigtar hvorki eða mælir sekt mannanna. Patrick Gervasoni er alinn upp á munaðarleysingjahæli. Getur ekki verið að hann hafi fengið þar hjartasár, sem enn eru lítt gróin? Ættum við ekki að hjálpa til að græða þau? Margur munaðarleys- inginn hefur frá ýmsu sorglegu að segja. sem getur fylgt þeim allt lífið í ,Tegn. I von um að úr þessu máli greiðist á farsælan hátt, óska ég öllum gleðilegra jóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.