Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 Ljóðlist frá Norðurlöndunum Þóroddur Guðmundsson frá Sandi: LJÓÐAÞÝÐINGAR FRÁ NORÐURLÖNDUM, 198 bls. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins Rvík. 1980 Þetta er þrettánda bók Þórodds Guðmundssonar en fjórða safn hans af Ijóðaþýðingum. Fyrsta þýðingasafn Þórodds var með ljóðum eftir enska skáldið Willi- am Blake. Það kom út fyrir röskum tuttugu árum. Þá var Blake svo gott sem gleymt skáld, bæði í Englandi og annars staðar. En skömmu síðar tók ungkynslóð- in, austan hafs og vestan, að lesa ljóð hans af ástríðu og innlifun — Blake varð tískuskáld! Þannig er háttað gengi skáldskaparins, eng- inn veit fyrirfram hvað næst verður ofan á. Auk þýðingasafnanna fjögurra hefur Þóroddur sent frá sér eina bók með blönduðu efni: þýddum ljóðum og frumsömdum, og fjórar bækur með frumsömdum ljóðum þannig að ekki hallast á; hann hefur með öðrum orðum skipt tíma sínum jafnt á milli þessara tveggja greina ljóðlistarinnar, frumsamningar og þýðinga. Þóroddur Guðmundsson er skáld ljóðræns kveðskapar. Þýð- leiki formsins er eitt einkenni ljóða hans. Þess konar formsein- kenni hafa jafnan áhrif á efnisval. Mýkt í formi stefnir að fagur- fraeðilegu hnökraleysi og þar með yrkisefni sem hæfir slíkri stefnu. Og þess konar stefnu fylgir jafnan tiltekið gildismat sem kalla mætti ljóðrænt mat; það er að segja að skáldið túlkar reynslu sína innan þess ramma sem fellur að ljóð- forminu. Því lætur að líkum að náttúrulýsingar — og helst með nokkurri fjarlægðarstemmningu — eru algengur þáttur í ljóðræn- um kveðskap. Hrynjandin í nátt- úrunni er í sjálfu sér ljóðræn og því ekki að furða þótt hún sé kjörefni skálda eins og Þórodds Guðmundssonar. »... og ljóðin söng hver alda blá ...« (tekið upp úr Hjartans þrá eftir Nils Ferlin) — dæmigerð ljóðlína fyrir þessa samsömun Iýrísks forms og efnis. Þessi stefna Þórodds kemur fram bæði í vali eigin yrkisefna og eins í vali hans á erlendum ljóðum til þýðingar á íslensku. Þetta norræna þýðingasafn hans — sem er hans langmerkasta og viða- mesta til þessa — er því býsna samstætt þegar á heildina er litið. Ekki svo að skilja að Þóroddur fari eftir neinni einstefnu, síður en svo, hann er frjálslyndur og horfir til margra átta. En per- sónuleg viðhorf hans til ljóðlistar- innar setja þó mestan svip á ritið, og hvernig ætti annað að vera? Auk hinna fjögurra sjálfstæðu þjóðlanda eru þarna sérstakir kaflar með ljóðum frá Færeyjum, Gotlandi og Álandseyjum. Færey- ingar eru í vitund okkar orðin sérstök og fullvalda þjóð og þess vegna finnst manni sjálfsagt að þeir séu þarna sér á blaði. Öðru máli gegnir um Gotland og Álandseyjar enda liggja hvor tveggja eylöndin okkur fjær, svo í huglægum sem í landfræðilegum skilningi. Ritið hefst á færeyskum ljóðum og fremst þeirra er Þú blessaða strindi eftir Símun av Skarði. Þar er meðal annars þetta þýða erindi: Oft sóleyjar sklna á sumrum i hlíð, en fjorlnu týna á frostharðri tlð. er myrkrið sig stærir. mér stirrtnar um mál. ok ljosið þó færir K sÍKur I sal. þeim strengirnir hljAma. sem drepa úr drAma, Ouð verndi mitt Færeyjafrón. Þarna er líka ljóð eftir J.H.O. Djurhuus, Christian Matras, Heð- in Brú og Guðrið Hemsdal — gott sýnishorn færeyskrar ljóðlistar og vwðugt í riti sem þessu. Þóroddur Guðmundsson frá Sandi Norsk skáld eru hér fimmtán talsins, elst Henrik Wergeland. Hann var ári yngri en Jónas Hallgrímsson, lést sama ár og Bókmenntlr ef tir ERLEND JÓNSSON hann og gegndi á ýmsan hátt svipuðu hlutverki fyrir norskar bókmenntir og Jónas fyrir íslensk- ar. Næstur er Kristofer Uppdal. Hann var af þeirri kynslóð sem oftast er kennd við sýmbólisma og nýrómantík, kynslóð sem var ung um aldamót. Þóroddur þýðir hér eftir hann eitt kvæði, ólgandi vor. Kynslóð Uppdals hafði mæt- ur á óspilltri fegurð, hana dreymdi um ást og unað í skauti grósku- mikillar sumarnáttúru; hvort um sig, ástin og náttúran, var svo nátengt hinu að ástalífsíýsingarn- ar voru til að mynda einatt fegraðar með líkingum úr náttúr- unni — hér er eitt erindið: Hún ria til hálfs á fatur, en hnÍKur svo um leið. Ok kjAlsins ýfast Aldur með yndispokka seið, ok mærin mjóa skelfur en mittið Krannt sig hrærir ok andvarp barminn bærir sem breiði úr sér elfur. Svíþjóð er alltaf fyrirferðarmik- il í norrænum kvæðasöfnum og svo er einnig hér. Tuttugu og þrjú sænsk skáld eru hér valin til kynningar; og talsvert fleiri ef talin eru með sænskumælandi skáld utan Svíþjóðar — frá Got- landi, Álandseyjum og Finnlandi. Hér eru Ijóð eftir Dan Andersson, Hjalmar Gullberg, Karin Boye og Gustaf Fröding svo nefnd séu nokkur þekkt nöfn, auk margra annarra sem sjaldnar heyrast nefnd. Elst er sautjándu aldar skáldið Lars Wivallius. Hefur Þóroddur þýtt eftir hann eitt kvæði, Þurrt og kalt vor. Það eru átta erindi, sjö línur hvert, og endar á þessu: Oer daginn ohh langan, en Ijóna nótt, og lifdogg til jarðar falla, lát fuslana syngja sætt og rótt iik sorglaust i riki mjalla! Lát Klitra ok titra gigjurnar fljðtt ok Kleðjast mennina alla' Sérstaka rækt hefur Þóroddur lagt við Gotlandsskáidið Gustaf Larsson og áður sent frá sér bók með þýðingum á kvæðum eftir hann. Hér eru fjögur kvæði eftir Larsson. Hann er nú háaldraður og höfuðskáld sinnar eyjar. Hef ég fyrir satt að afmælisdagur hans sé þar hátíðlegur haldinn ár hvert Meðal finnskra skálda eru hér Elmer Diktonius og Bo Carpelan. Alls eru finnsku skáldin hér ellefu talsins. Danmörk rekur svo lestina með sextán skáld. Elst er Johannes Ewald, en yngst Klaus Rifbjerg. Dönsk ljóðlist er að ýmsu leyti léttari en bæði sænsk og finnsk. Kann það að vera hinum fræga danska húmor að þakka. En Danir hafa líka notið þess aldirnar í gegnum að vera á krossgötum milli Skandinavíu annars vegar og meginlands Evrópu hins vegar. Til Hafnar bárust stefnurnar fyrst — :rá Þýskalandi og Frakklandi. \dam Oehlenschlager tók ekki iðeins við rómantíkinni, hann tom henni líka áleiðis, meðal innars til íslendinga. Þóroddur þýðir hér eitt kvæði eftir hann, Hvar eru, rósir — Hvar eru, rosir, yAar blAm frá æskuKlðAum heimi? í.K þau sem lifs mins dýran dóm i dagbAk hjartans geymi. ÞAtt fðlnað hafi laKiirskrýiid ok fenKÍA dauAans liti. ég man þau dável pelli prýdd meA purpurarauAu gliti. f þeirra mjukii bloAum býr enn bros frá liðnum arum. Sem forðum vornins vindur hlýr ég vðkva þau með tárum. Óþarft mun að benda á að geysimikil vinna hlýtur að liggja að baki þessu tvö hundruð blað- síðna kvæðasafni. Þóroddur Guð- mundsson dvaldist ungur á Norð- urlöndum og hefur síðan gert þangað tíðreist og mun vera per- sónulega kunnugur ýmsum þeim skáldum sem hann hefur hér valið til þýðingar. Sjón er sögu ríkari, segir máltækið, og um ljóðaþýð- ingar gildir það ekki síður en annað því kynni af heimkynnum erlends ljóðs eru — ef ekki nauðsynleg þá að minnsta kosti heppileg ef unnt á að vera að flytja hugblæ þess yfir á annað tungumál — landa á milii. Tel ég að Þóroddur Guðmundsson hafi unnið bæði gott verk og lofsvert með þessari yfirgripsmiklu og fjölþættu kynningu á ljóðlist frændþjóðanna. Daglegt líf í Skegglu Leikfélag Hornafjarðar: LANDKRABBAR eftir Hilniar J. Hauksson. Leikstjóri: Ingunn Jensdóttir. Leiktjðld: Ingunn Jensdóttir. Landkrabbar er leikrit um lífið í íslensku sjávarþorpi þar sem allt snýst um fisk. Við kynnumst starfsfólki frystihússins Skegglu, en því er sendur verkstjóri að sunnan í staðinn fyrir að valinn sé einn úr þeirra hópi. Þetta sættir fólkið sig ekki við og grípur til sinna ráða. Einnig koma við sögu sjómenn af Öldunni sem vegna vélarbilunar gera sér glaðan dag í landi. Einkum er dregin upp mynd daglegs lífs í frystihúsinu. Landkrabbar er einfalt verk og gerir ekki miklar kröfur til leik- ara. Ingunn Jensdóttir leikstjóri bjargar því farsællega sem bjarg- að verður, en í heild sinni virðist leikritið sakleysisleg tilraun til að skapa áhugaleikurum verkefni úr eigin umhverfi. Sumir fóru lag- lega með hlutverk sin. Ekki er ólíklegt að leikararnir sjálfir og þeir áhorfendur sem þekkja þá hafi gaman af því sem Landkrabb- ar hafa upp á að bjóða. Leikritið var leikið fyrir fullu húsi í Félags- heimili Kópavogs á föstudaginn og við ágætar undirtektir áhorfenda. Það skal tekið fram að undirrit- aður missti af fyrstu atriðum leikritsins, svo að umsögnin um það er sett saman með þeim fyrirvara. Eins og fyrr segir var leik- stjórnin verkinu styrkur. Sama er að segja um leikmynd (leiktjöld í sýningarskrá). Sérstaklega var mynd frystihússins sannfærandi. Áhugaleikfélög koma stundum í heimsókn á höfuðborgarsvæðið með sýningar sem þangað eiga takmarkað erindi, en hafa aftur á Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON móti gildi fyrir þá sjálfa og leiklistarstarfsemi heima fyrir. Sveitungar á höfuðborgarsvæðinu hljóta þó að fagna slíkum heim- sóknum, enda er sú yfirleitt raun- in. Höfundur Landkrabba, Hilmar J. Hauksson, hefur komið víða við samkvæmt upplýsingum um hann í leikskrá. Þess láist aftur á móti að geta að hann hefur fylgst vel með íslenskri leikritagerð. I Land- kröbbum mátti greina bergmál frá Saumastofu Kjartans Ragnars- sonar (söngvar) og Blómarósum Ólafs Hauks Símonarsonar (þjóð- félagslegt misrétti, fantaskapur atvinnurekenda). Skrautleg samtíð Það eru engar fréttir fyrir þá, er fylgjast með Morgunblaðinu, að Sigmund hafi enn einu sinni hitt naglann á höfuðið. í fyrra kom á markað bók með gaman- myndum eftir Sigmund og vakti verðskuldaða kátínu og aðdáun í því gengna skammdegi. Nú hefur Prenthúsið endurtekið framtak- ið frá því á seinasta vetri og gefið út nýja syrpu af teikning- um þessa óþrjótandi hugmynda- smiðs. En sá er munurinn á þessari útgáfu og hinni fyrri, að efni Skrautlegrar Samtíðar er nærtækara og minnir á nýliðna atburði. Fyrir ári reit ég hér í blaðið nokkur orð um teiknilist Sig- munds, það er því alger óþarfi að endurtaka hlutina hér.en ég vil leggja áherslu á, að allt, er ég þá sagði, á einnig við um þessa útgáfu Skrautlegrar samtíðar. Á þessu ári, sem nú er senn á enda, hefur margt borið á góma í íslensku þjóðlífi, og allt hefur orðið Sigmund að efni í mynd- túlkun, sem er sérstæð að öllu leyti. Hann er sem sagt enn í stuði, ef við notum einfalt og skiljanlegt mál. Sigmund hefur að þessu sinni tekið til yfir 150 myndir, og það verður að játast, að þrátt fyrir hina daglegu skemmtun, er maður fær af verkum hans í Morgunblaðinu, þá er það enn skemmtilegra að fletta þessari nýju bók og geta þannig svifið um pólitík og Sigmund Myndilst eftir VALTY PÉTURSSON þjóðlíf í fylgd þessa gáskafulla snilligáfumanns. En við skulum einnig hafa það hugfast, að slíkar myndir hafa á stundum mikinn boðskap og eru í glettni sinni það svipuhögg, er einna sárast undan svíður. Skop- myndagerð hefur ætíð verið í hávegum höfð meðal þeirra þjóða, sem búið hafa við siðferð- ilegt og frjálst stjórnarfar. Jafn- vel þeir fyrir austan tjald hafa verið nokkuð á ferð með slíka hluti, og má í því sambandi nefna hið fræga tímarit KROK- DIL. Skrautleg samtíð hefur ekki mikið lesmál að bjóða, samt eru þar nokkur orð eftir Indriða G. Þorsteinsson, og svo byrjar ball- ið á næstu síðu, með sjálfum forseta íslands, og auðvitað er síðasta teikningin í bók þessari jarðarför ríkisstjórnar. Annars er efni þessara mynda Sigmunds svo ríkt í sjálfu sér, að mér dettur ekki í hug að fara nánar út í þá sálma hér. Frágangur núverandi útgáfu er mjög líkur fyrri bókinni um Sigmund. Það mætti segja mér, að hér væri komin röð bóka í gang, sem margir vilja eignast, ef um framhald verður að ræða. ímyndunaraflið hjá teiknaran- um er óþrjótandi, og alltaf rúllar þjóðlífið eftir sinni braut. Menn gera ætíð eitthvað af sér annað- hvort til að öðlast atkvæði eða fastan sess í huga annarra. Sigmund gerir þessu öllu skil á sína vísu og læknar vorn auma, þunga hugarheim. Húmorinn með þessari þjóð á honum mikið upp að inna. Þessar tvær bækur Sigmunds hafa verið góð hress- ing á stuttum og dimmum dög- um, hafi hann þakkir fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.