Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 19 kvæmdir, þ.e. eftirspurn eftir viðkomandi framleiðsluvöru. Þá er og könnunaratriði, hvort rétt kunni að vera, a.m.k. fyrsta kastið, að dreifa áhættu með sameign með erlendum aðilum; líka vegna þess að eigin fjár- myndun í landinu sjálfu kann að vera ónóg til svo kostnaðar- samra stórframkvæmda. Engin leið er að slá því föstu fyrirfram, án gaumgæfilegrar könnunar í hverju tilviki fyrir sig, með hvaða hætti haga skuli eignaraðild að slíkum fyrir- tækjum. Hér er að sjálfsögðu um mikinn áhætturekstur að ræða og í þeim tilfellum, sem við getum ekki haft alla þræði mála í höndum, svo sem um hráefnisútvegun og markaðs- afsetningu, getur verið hyggi- legt að dreifa rekstraráhættu með sameign út á við. — Geir minnti enn á álverið, sem er í erlendri eign en lýtur íslenzkum lögum, og þá reynslu sem við höfum á að byggja í því tilviki. Skiptar skoðanir hafi og verið um þann áhættuþátt sem ís- lendingar tóku í járnblendi- verksmiðjunni. Þær raddir vóru allnokkrar að svo stór eignarað- ild íslendinga, á fyrstu og erfið- ustu rekstarárum, hafi verið áhættuspil; skynsamlegra væri að búa svo um hnúta, að heima- menn gætu smám saman eign- ast þessi fyrirtæki, eftir því sem þeir vildu sjálfir í ljósi þeirrar reynslu sem tíminn leiddi í ljós. í ályktun okkar sjálfstæð- ismanna er einmitt lögð áherzla á það að svo verði að málum staðið. I þessu efni verður að hafa í huga að reisa okkur ekki hurðarás uni öxl, fjárhagslega séð, en greiðslubyrði erlendra lána og vaxta er að verða nokkuð stór í hlutfalli af gjald- eyristekjum okkar. Við stefnum í of miklar erlendar lántökur og skuldir vegna annarra fram- kvæmda og eyðslu en bundin eru í orkufrekum iðnaði eða framfarasókn á þeim vettvangi. Störf nefndarinnar Við sjálfstæðismenn viljum að Alþingi kjósi þessa könnun- arnefnd hlutfallskosningu. Nefndin á ekki að starfa tíma- bundið enda er hér um viðvar- andi athuganir að ræða sem eðlilegt er að standa að í ákveðnu samhengi, burtséð frá því hvaða ríkisstjórn er við völd hverju sinni. Reynslan sýnir okkur að þeg- ar „viðræðunefnd um orkufrek- an iðnað" var lögð niður í októbermánuði 1978 varð stöðv- un á þjóðnýtu og þjóðnauðsyn- legu starfi. Við viljum tryggja að mál þessi fái áfram nauðsyn- lega könnun svo valkostir liggi ljósari fyrir, og að nefndin starfi á ábyrgð lóggjafarsam- komunnar og í tengslum og samstarfi við framkvæmda- valdið. Þess vegna viljum við hafa þann hátt á sem í tillögu okkar greinir. I lok máls minnist Geir Hall- grímsson á tillögu Alþýðuflokks um sama efni. Hann sagði tillögu sjálfstæðismanna betur útfærða, en efnislega séð er um sama tilgang að ræða. Hann sagði eðlilegt að sú þingnefnd sem um þessar tillögur fjallaði reyndi að samræma þær, enda nauðsynlegt að þingmenn sam- stilltu krafta sína í svo stóru framtíðarmáli fyrir heildina. Þrátt fyrir þröngsýni, sem þing- menn Alþýðubandalags eru haldnir í þessum efnum, vil ég ekki útiloka, að einnig þaðan kunni að koma raunhæfari sjónarmið en málflutningur þeirra til þessa hefur borið vitni um. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU 22480 STÓRMARKAÐSVERÐ Gerið verðsamanburð Bökunarvörur ---------------------------- tilboösverö Kr. Rúsínur 1 kg 1585 Kakó Vz kg 1695 Rúmfatnaour, tilboösverö 10635 Drengjaskyrtur 4330 Barnaflauelisbuxur 9580 Herraskyrtur 6800 Ungbarnateppi 5500 Jólatré frá 16600 Leikföng í úrvali. s& Oðið til kl. 20.00 föstudaga ogtil hádegis laugardaga STORMARKAÐURINN SKEMMUVEGI 4A KOPAVOGI Tökum aö okkur tamn- ingu og þjálfun á hestum, frá 1. desember. Tamningamenn Aöalsteinn Aðalsteinsson, Sveinn E. Hjörleifsson. Upplýsingar að Faxabóli 1 eða hestasölu Halldórs. cHHLLDOR5IGURDSSOM S. 13334. ¦ ¦*¦ Nýtt frá Finnweer Hinir vinsælu Finsku velorsloppar síöir og stuttir, jakkar og jakkasett. Teknir upp í dag. Opið til kl. 4. Nú býður ísbúðin á Hjarðarhaga líka pizzur ¦ lni77Al — daasins PIZZA, K S K ) _ m. sT kPIZZA rAS!0 PIZZA, sveppum og osti m. nautakjöti lauk, papriku og osti 4. A S K J — m. rækjum, L Pl ZZ A / sveppum og osti Seljum einnig pizza dagsins í sneiðum aðeins kr. 800.- Dairij Queen Gamli góði ísinn og hristingurinn OPID FRA KL: 16.00—23.30 VIRKA DAGA OG KL. 11.00—23.30 UM HELGAR ý m .-Vg'J* \i JA Bi \ Wy J® isbuðin, LP I \ V/ §^\J Hjaröarhaga. Pantid pizza í síma 11811,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.