Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 35 Jón Ó. Jensson bóndi - Minning Hinn 15. nóv. sl. andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri góðvinur minn, Jón Ó. Jens- son, bóndi í Garðsvík á Sval- barðsströnd. Nú, eins og svo oft áður, kom í ljós, að dauðinn gerir sjaldan boð á undan sér, því nokkrum dögum fyrir andlát Jóns, hafði ég hitt hann á förnum vegi, og við tekið tal saman eins og okkar var venja þegar við hitt- umst. Jón var þá hress í bragði og sannarlega datt mér ekki í hug þá, að þetta yrðu okkar síðustu sam- fundir. Nokkrum dögum síðar veiktist Jón skyndilega og var fluttur í sjúkrahúsið á Akureyri, þar sem hann lést eins og fyrr segir, að kvöldi hins 15. nóv. Jón Óskar, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur 3. okt. 1916. Hann var Dýrfirðingur að ætt, en mig skortir kunnugleika til að greina frekar ætterni hans, en mér hefur verið tjáð, að að honum hafi staðið styrkir og traustir stofnar. Eftir að Jón fluttist hingað norður með fjölskyldu sína, bjó hann um 10 ára bil á Litla-Hóli í Eyjafirði. Það tókst fljótlega kunningsskapur með okkur, og ég varð þess brátt var við okkar fyrstu kynni, að Jón sýndi mér óvenjulega mikinn hlýhug og vin-^ semd. Þetta kom mét í fyrstu dálítið einkennilega fyrir sjónir, því að starfsvettvangur minn á þeim tíma gaf nú ekki beinlínis tilefni til vinsældaöflunar og þá ekki síst hjá vandalausum ókunn- ugum. Síðar, eftir að kunnings- skapur okkar Jóns hafði festst betur í sessi og orðið að einlægri vináttu, fékk ég skýringu á þess- um fyrstu alúðlegu vinarhótum Jóns í minn garð. Það hafði orðið hlutskipti þriggja bræðra minna að alast upp í Dýrafirði, og hafði Jón, þótt dálítið væri yngri að árum, þekkt þá alla mjög vel og sérstaklega hafði hann bundið mikla tryggð og vináttu við einn bræðra minna, sem var honum mjög kær. Þennan hlýhug virtist Jón yfirfæra á mig og myndaðist með okkur mjög traust og notaleg vinátta, sem aldrei féll á hinn minnsti skuggi, og sem ég ávallt mun minnast með miklu þakklæti. Jón var mikill elju- og dugnað- armaður. Hann var traustur, skapfastur og drengur góður í þess orðs bestu merkingu. Það varð hlutskipti Jóns að vinna um nokk- urt skeið hér á Akureyri, sem húsvörður og birgðavörður við Sjálfstæðishúsið á Akureyri. Rækti Jón þau störf sín af ein- stakri árvekni og samviskusemi. En alltaf fann maður hjá honum sterka löngun að breyta til og flytja aftur í sveitina. Sveitalífið, búskapurinn, átti hug hans allan og ég held að hann hafi aldrei almennilega kunnað við sig í fjölbýlinu. Árið 1972 keypti Jón jörðina Garðsvík á Svalbarðs- strönd og fluttist þangað með fjölskyldu sína. Á þessum stað virtist Jón og fjölskylda hans una sér mjög vel og var allur búskapur þeirra méð mikilli reisn. Jón var kvæntur Rósu Hálfdán- ardóttur, ættaðri úr Dýrafirði. Rósa er mikil ágætiskona. Var með þeim hjónum mikið jafnræði og allt heimilishald var mótað af miklli ástríki og myndarskap í hvívetna. Jón Oskar var, eins og áður segir, harðduglegur maður, og mun lítið hafa unnt sér hvíldar. Hann mun ekki hafa gengið heill til skógar hin síðari ár, þó hann hafi farið dult með allt slíkt gagnvart vinum sínum og kunn- ingjum. Nú er þessi gæfi og góði drengur allur. Að honum er mikil eftirsjá og ég kveð þennan góða vin minn með miklum trega. Minningin um hann mun ávallt vekja ljúfar og notalegar kenndir í mínu hjarta. - Eftirlifandi eiginkonu og fjöl- skyldu þessa látna vinar míns flyt ég innilegustu samúðarkveðjur frá okkur hjónum og bið góðan Guð að veita þeim styrk, líkn og blessun um alla framtíð. Jón G. Sólnes Minning: Jóhann Aðalbjörns- son Grindavík Fæddur 19. september 1924. Dáinn 27. nóvember 1980. Hann var fæddur á Grenivík í Höfðahverfi í Suður-Þingeyjar- sýslu, sonur hjónanna Aðalbjörns Jóhannssonar sjómanns og Soffíu Hafliðadóttur í Hólakoti, annar í röð þriggja systkina, en hin eru María húsmóðir á Húsavík og Ólafur skipstjóri á Akureyri. Fimm ára gamall var Jóhann þegar faðir hans drukknaði af báti sínum á Eyjafirði. Eftir þann sorgaratburð ólst hann upp að verulegu leiti, fram yfir ferming- araldur, í Kolgerði í Höfðahverfi, hjá Jóni bónda Halldórssyni og konu hans Maríu Sigurðardóttur, og átti þar' gott atlæti. í uppvexti naut hann lítillar skólagöngu svo sem þá var tíðast, en um tvítugt fór hann í Lauga- skóla og var þar einn vetur. Sem ungur vaskleikamaður æfði hann knattspyrnu með félögum sínum í ÍF Magna og hafði alla tíð síðan mikið yndi af að fylgjast með góðri knattspyrnu. Lífsstarf Jóhanns var helgað hafinu. Ungur fór hann til sjós, fyrst frá Grenivík, síðar á vertíðir í Grindavík og þar kynntist hann Kristínu Sæmundsdóttur frá Mel- stað, er síðar varð kona hans. Þau settu saman heimili í Grindavík 1956, og þar var starfsvettvangur Jóhanns samfellt upp frá því. Fyrst á sjónum, en síðar við netagerð tíl dauðadags. Fljótlega byggðu þau íbúðarhús við Staðar- hraun og bjuggu þar til ársins 1975, er þan fluttu í nýtt hús að Heiðarhrauni 58. Þau Jóhann og Kristín eignuð- ust eina dóttur, Soffíu Aðalbjörgu, sem nú býr með manni sínum, Einari B. Sigurðssyni og tveim dætrum, Guðfinnu Kristínu, 5 ára og Jóhönnu Sigrúnu 1 árs, að Leynisbraut 1 í Grindavík. Milli þessara heimila ríkti mikil og náin samvinna. Harmur þeirra allra er því sár. En minningin lifir um góðan eiginmann, föður og afa. Ég kynntist frænda mínum Jó- hanni fyrst er ég sem unglingur átti sumardvöl í Hólakoti og síðast Árbakka á Látraströnd, hjá Soffíu ömmu, sem nú er látin, og Sigurði Ólasyni, sem dvelur í hárri elli í Skjaldarvík við Eyjafjörð. Þeirra heimili var þá einnig heim- ili Jóhanns. Síðasti fundur okkar varð á sl. sumri, er þau hjónin á einni af mörgum sumarferðum til ættingja á Norðausturlandi, litu við hjá mér í Mývatnssveit. I sólskini sátum við á lyngþúfu og ræddum litla stund, notalega stund. Ekki grunaði mig þá, er við kvöddumst, að þar sæi ég frænda minn hinzta sinn. Jóhann Aðalbjörnsson varð bráðkvaddur við vinnu sína 56 ára að aldri. Hraustmenni, röskur maður til hinztu stundar, ætíð glaður. Friður sé með honum. Birkir Fanndal ¦ * Islandsmotió í handknattleik VALUR í höllinni í dag kl. 14.00 KR sigraði Val 18—17 f fyrri umferöinni eftir æsi- spennandi leik. Tekst Val aö sigra nú?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.