Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 29 Sophia Loren — ævi og ástir ÚT ER komin bókin Sophia Loren, ævi og ástir. A.E. Hotchner skráði eftir frásögn hennar sjálfrar. Ið- unn gefur út. f bókinni eru fjörutiu myndasiður og ennfremur skrá um kvikmyndir þær sem Sophia hefur leikið i. I bók þessari rekur Sophia Loren, hin víðfræga ítalska kvikmyndaleik- kona, æviferil sinn. Sagan hefst á lýsingu af uppvaxtarárum hennar í litlu þorpi skammt frá Napolí. Lýst er fyrstu sporum hennar til frama í kvikmyndaheiminum, sagt frá fjöl- mörgum frægum kvikmyndamönn- um sem hún kynntist, og þá að sjálfsögðu mest frá eiginmanni hennar, kvikmyndaframleiðandan- um Carlo Ponti. Meðal annarra sem við sögu koma eru Charlie Caplin, Richard Burton og Vittorio de Sica. Inn í frásögn Sophiu eru felldir stuttir kaflar með umsögnum fólks sem haft hefur náin kynni af leikkonunni. Bókin er í tuttugu og fimm köflum, auk þess viðhætir um föt og snyrtingu, hár og iíkamsrækt og matargerðarlist. Páll Baldvinsson þýddi bókina. Hún er 240 blaðsíður. Prisma prent- aði. Blindraf élagið vantar f ólk til innlestrar á bókum UM ÞESSAR mundir eru liðin 5 ár síðan Borgarbókasafn og Blindrafélagið hófu samstarf um framleiðslu og dreifingu hljóðbóka. Meðal þess sem Blindrafélag- ið leggur fram er aðstaða til hljóðupptöku, og fer innlestur bókanna fram í hljóðbókagerð Blindrafélagsins að Hamrahiíð 17, Reykjavík. Á síðustu mánuð- um hefur verið unnið að stór- felldum endurbótum á húsa- kynnum og tækjakosti hljóð- bókagerðarinnar að tilstuðlan Lionsklúbbsins Njarðar sem gaf þangað fullkominn upptökubún- að, svo að nú er fyrir hendi aðstaða sem er fyllilega sam- bærileg við það sem gerist í bestu hljóðbókagerðum á Norð- urlöndum. Allur lestur bóka fer fram í sjálfboðavinnu. Vegna þess að starfsemin hefur legið niðri um nokkurt skeið vantar nú fólk sem vildi taka að sér lestur á nýútkomnum bókum. Blindir og sjónskertir njóta aðeins þeirra jólabókmennta sem lesnar eru inn hjá Hljóðbókasafninu eða ættingjar lesa fyrir þá. Það er alkunna að nýjar bækur eru meðal helstu um- ræðuefna um jól, en komist jólabækurnar seint eða alls ekki á kassettur fyrir blinda og sjónskerta eru þeir afskiptir þeirri umræðu. Því er mjög brýnt að sem mest sé lesið sem fyrst — með leyfi höfunda — af nýútkomnum bókum. Það væri því vel þegið að fólk sem tóm hefur til að deginum gefi sig fram til lestrar á svo sem einni jólabók. Upplýsingar eru gefnar í hljóðbókasafninu að Hólmgarði 34 í síma 86922 eða í hljóðbóka- gerð Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17, sími 33301. Fréttatilkynning Almanakið komið út ÚT ER KOMIÐ Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags 1981. Aðalhluti ritsins er Almanak um árið 1981 sem dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskói- ans hefur reiknað og búið til prentunar. Annað efni Þjóðvinafélagsalmanaksins að þessu sinni er Árbók íslands 1979 eftir ólaf Hansson prófessor og Ræða flutt í Reykjavík 17. júní 1917 eftir Stephan G. Stephansson skáld, en þar birtist einnig kvæði hans Af skipsfjöl. Þetta er 107. árgangur Þjóð- vinafélagsalmanaksins sem er 175 bls. að stærð, prentað í Odda. Umsjónármaður þess er dr. Finn- bogi Guðmundsson landsbóka- vörður og forseti Hins íslenska þjóðvinafélags. Forstöðumenn Þjóðvinafélagsins auk hans eru: Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjala- vörður, Einar Laxness mennta- skólakennari, Jóhannes Halldórs- son deildarstjóri og dr. Jónas Kristjánsson forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Þá er komið út Almanak fyrir ísland 1981, sem Háskóli íslands gefur út. Þetta er 145. árgangur, 88. bls. að stærð. Auk dagatals með upplýsingum um flóð og gang himintungla árið 1981 flytur al- manakið margvíslegan fróðleik. Af nýju efni má nefna upplýsingar um sólarhæð á degi hverjum, nýft stjörnukort og kort sem sýnir veðurspársvæðin nýju. I almanak- inu 1980 var tekin upp sú nýbreytni að lýsa gangi reiki- stjarna í hverjum mánuði fyrir sig, og er það einnig gert í þetta sinn. Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur hjá Raunvísinda- stofnun Háskólans hefur reiknað almanakið og búið til prentunar. Almanakið er prentað í prent- smiðjunni Odda. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins hefur söluumboð þess á hendi fyrir Háskólann. Seint koma sumir iAtndon. 28. nóvember. AP. SEINT koma sumir en koma þó. mætti ef til vill segja um köttinn Samson. sem varð viðskila við fóstra sinn í 400 kilómetra fjar- lægð frá heimili hans fyrir tveim- ur árum. Kisi birtist nefnilega allt í einu á heimili sínu í Plaistow-hverfinu í austurhluta Lundúna í vikunni en hann týndist í Suður-Wales. Hafði verið auglýst eftir honum skömmu eftir hvarfið, en án ár- angurs. Þegar hann birtist á heimili sínu var hann hungraður og skítugur, „en hann er við beztu heilsu, þetta er sannkallaður topp- köttur," sagði eigandi Samsons í dag. Sveit Sævars Þorbjörnssonar stendur bezt að vigi í aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavikur. Sævar Þorbjörnsson (annar frá hægri) og Guðmundur Hermannsson keppa hér i Reykjavíkurmótinu í tvímenningi en þeir urðu í öðru sæti í keppninni. Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Bridgebók á íslenzku Um helgina er væntanleg á markaðinn bókin „Á opnu borði" eftir Eric Jannersten í þýðingu Sigurjóns Tryggvasonar. Sigurjón er kunnur bridgespil- ari og keppnisstjóri. Bókin er 114 bls. að stærð, offsetfjölrituð og gefur þýðandi sjálfur bókina út. Væntanlega verður nánar sagt frá bókinni síðar hér í þættinum. Bridgefélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur og var spil- að í einum tíu para riðli. Úrsiit: Ólafur Garðarsson — Garðar Hilmarsson 140 Baldur Bjartmarsson — Kristján Snæland 128 Sverrir Þórisson — Haukur Marteinsson 122 Nk. þriðjudag verður einnig eins kvölds keppni. Spilað er í húsi Kjöts og fisks í Seljahverfi. Hefst keppnin kl. 19.30 og eru allir velkomnir. Bikarkeppni BSÍ — sveitakeppni Úrslitaleikurinn í bikarkeppni Bridgesambands íslands fer fram á Hótel Loftleiðum 13. desember nk. Spila þar til úr- slita sveit Óðals og sveit Hjalta Elíassonar. Þrjátíu sveitir hófu keppnina á sl. vori víðs vegar að af landinu, en flestar úr Reykjavík. I fyrra sigraði sveit Þórarins Sigþórssonar í þessari keppni. Úrslitaleikurinn verður sýnd- ur á sýningartöflu og verður byrjað að sýna kl. 14, en spila- mennskan hefst fyrir hádegi. Aðgangseyrir verður 2000 krónur. Bridgefélag Reykjavíkur Aðeins einni umferð er ólokið í aðalsveitakeppni félagsins og er staða Sævars Þorbjörnssonar og félaga hans óneitanlega mjög sterk í keppninni um meistara- titilinn. Hafa þeir félagar 170 stig, en þrjár næstu sveitir eru jafnar með 159 stig. Það eru Samvinnuferðir, sveit Hjalta Elíassonar og sveit Sigurðar B. Þorsteinssonar. Sveit Stig Karls Sigurhjartars. 154 Jóns Þorvarðars. 144 Þorfinns Karlssonar 136 Síðasta umferðin verður spil- uð á miðvikudaginn í Domus Medica. Tafl- og bridge- klúbburinn Fimmtudaginn 4. desember voru spilaðar 5.-9. umferð í tvímenning hjá félaginu. Spilað er með Butler fyrirkomulagi. Valur og Páll eru búnir að ná afgerandi forystu í keppninni. Spilað er í tveimur 14 para riðlum. Sjö efstu pör eftir 9 umferðir eru þessi: Stig Valur Sigurðsson — Páll Valdimarsson 147 Bragi Jónsson — Rafn Kristjánss. 115 Vilhjálmur Pálsson — Dagbjartur Pálss. 114 Jón Páll Sigurjónss. — Sigfús Örn Árnas. 113 Orwell Outly — Hermann Láruss. 108 Gestur Jónsson — Sverrir Kristinss. 105 Ingólfur Böðvarsson — Guðjón Ottósson 102 Fimmtudaginn 11. desember verður spiluð 10.-14. umferð í Butler tvímenningskeppninni. Spilarar mætið kl. 19.30, stund- víslega. Spilað er í Domus Med- ica. Bridgefélag Reyðarfjarðar og Eskif jarðar Þrem umferðum af fimm er lokið í tvímenningsmeistara- keppni Bridgefélags Reyðar- fjarðar og Eskifjarðar. Eftir þriðju umferð er staðan þessi: Stig Hallgrímur - Kristján 699 Kristmann - Þorsteinn 691 Garðar — Garðar 686 Gísli - Guðni 676 Guðjón - Haukur 671 Aðalsteinn - Sölvi 650 Bjarni - Hörður 643 Guðmundur - Hermann 636 Jóhann - Hafsteinn 631 Bridgefélag Hafnarfjarðar Þegar einni umferð er ólokið í aðalsveitakeppni BM er staða efstu sveita þannig: Kristófer Magnúss. 191 Aðalsteinn Jörgensen 153 ' Sævar Magnússon 152 Ólafur Gíslason 145 Ólafur Valgeirsson 125 Albert Þorsteinss. 120 Mánudaginn 8. des. verður síðasta umferðin spiluð og eru spilarar beðnir að athuga, að spilað verður í Sjálfstæðishús- inu og hefst spilamennskan klukkan 20.00. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Ódýrar töskur og rekkar fyrir hljómplötur og kassettur. T.d.K., Maxwelle og Ampex kassettur. Hljómplötur, músik- kassettur, íslenskar og erlendar. Mikiö á gömlu verói. F. Björnsson radíóverzlun. Berg- þórugötu 2, sími 23889. Til sölu Pinnaborö (110x80 má stækka um 60 cm) og 4 stólar. Er frá Bláskógum. Selst á hálfviröi. Uppl. í síma 52557. Til sölu Frystiskápur, hæö 2 m, lengd 2,5 m. Einnig kæliskápur, eida- vél og borö. Línuönglar stærö 8 og 9, netakúlur, rafmótor 10 ha, dæla 2,5". Allt selst á góöu veröi. Uppl. í s. 92-6519, 92- 6554. Ódýrar bækur Útnesjamenn, Marína, Sval- heimamenn og Ijóömæll systr- anna. Fóst á Hagamel 42, sfmi 15688. □ Gimli 59801287 — 1. Frl. Krossinn N.k. laugardag 6/12, veröur kökubazar og flóamarkaöur aó Auöbrekku 34, Kópavogi, frá kl. 4—7.30. Ágóöanum veröur var- iö til aöstoöar viö hungraöa í heiminum og kristilegs starfs hérlendis. Geriö góö kaup, og styöjiö gott málefni. Heimatrúboöiö, Óðinsgötu 6A Almenn samkoma á morgun kl. 20.30. Allir velkomnir. ÚTIVISTARFERÐIR Sunnud. 7.12. kl. 13 Gélgahraun — Garóahverfi, létt ganga fyrir alla, verö 3000 kr. Fariö frá B.S.Í. vestanveröu (í Hafnarf. v. Engidal). Myndakvöld — vöfflukaffi aö Freyjugötu 27 n.k. þriöjudag kl. 20, Hallur og Óli sýna myndir. Alllr velkomnir. Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferöir 7. des. kl. 13 Seltjarnarnes — Grótta. Far- arstj.: Einar Halldórsson. Verö kr. 2000.-. Fariö frá Umferðar- mióstööinni aö austanveröu. Farmiöar v/bíl. Feröafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.