Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 HLADVARPINN MYNDLIST Dr. Friðrik afhjúpað- ur á Borgarspítalanum NU NYLEGA var afhjúpuð á Borgarspítalanum brjóst- mynd aí Dr. Friðrik Einars- syni, sem þar var yfirlæknir um langt skeið. Hann hefur nú látið af störfum þar og er nú yfirlæknir Hafnarbúða. Brjóstmyndina gerði Stein- unn Marteinsdóttir. í samtali við Mbl. sagði Steinunn að upphaflega hefði ekki verið nein sérstök ástæða fyrir gerð myndarinnar, hún hefði einfaldlega haft áhuga á að gera brjóstmynd af Friðrik og hefði hann verið fús til þess að sitja fyrir. Þegar kom svo að því að Friðrik hætti störf- um við Borgarspítalann fékk stjórn hans áhuga á myndinni og keypti hana með samþykki Friðriks. „Þetta var skemmtilegt verk, andlit Friðriks var áhugavert og hann var mjög þægileg fyrirsæta," sagði Steinunn að lokum. TRÚMÁL 700 ára gamalt Maríu- líkneski í Isafjarðarkirkju I vestfirzka Fréttablaðinu frá 27. nóvember síðastliðnum er sagt frá þvi að séra Jakob Hjálmarsson hafi komið til ísa- fjarðar með 700 ára gamalt Mariulikneski, sem varðveitt hefur verið i Þjóðminjasafninu. Mun líkneskið verða í ísafjaro- arkirkju fram yfir jól og er áformað að rifja upp ýmis minni og siði i sambandi við Mariu guðsmóður. í götnlum skrám Þjóðminja- safnsins segir að líkneskið sé í eigu kirkjunnar á Skutulsfjarð- areyri, sent safninu af prófastin- um þar. Því er lýst mjög vand- lega og það tekið fram að líkneskið virðist „restorerað" vegna þess, hve gylling sé fögur og litir nýlegir. HEFDI GETAD VERID DAUDUR 4 SINNUM í vestfirzka Fréttablaðinu frá 27. 11. er sagt frá ðryggisleysi i slysasjúkraþjónustu undir fyrir sögninni „Hefði getað verið dáinn fjórum sinnum". Þar kemur fram að erfitt er að koma slysatiikynn- ingum til réttra aðila vegna þess að engin næturvakt er á lögreglu- stöðinni og að erfitt sé oft að ná sambandi við símsvara lögregl- unnar sem gefur upp simanúmer i neyðartilvikum, vegna þess að drukknir menn spjalli gjarnan við hann i einmanaleik sínum. Á æfingu, þar sem neyðartilfelli var æft, kom í ljós að aðstoð kom svo seint á staðinn að „hjartasjúkl- ingurinn hefði getað verið dáinn fjórum sinnum. Það er greinilegt að þarna þarf að bæta úr og þar þarf ýmislegt að koma til, en svo virðist að brýnast sé að fjölga lögreglumönnum verulega, en þar stendur hnífurinn í kúnni því að í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi á Alþingi er gert ráð fyrir því að draga úr þjónustu löggæzlunnar við Isafjörð og nálæg byggðarlög. RUDULEIKII BARN- » DOMSHEIMINUM" Skemtileikurin BARNALÓTIR (ruðuleiki íbamdomaheiminum) veröur frumsýndur fríggjakv0ldið kl. Átgongumerki eru at fáa í leikhús- kioskini frá kl. 17, og við dyrnar 1 tíma undan sýning. Havnar Sjónleikarf elag Dagblaða- lestur gott heilsusport „ÓHLUTDRÆGNI með eða óhlutdrægni á móti," segir Tom Stoppard í ádeilutón um frjálsa blaðamennsku í leik- sviðsverki sínu Nótt og dagur. Hvað svo sem sagt er um blaðamennsku og dagblöð þá telst dagblaðalestur til heilsu- sports á viðurkenndustu endurhæfingastofnun hérlend- is, Reykjalundi. Myndin hér að ofan er tekin. af auglýsingatöflu í anddyri stofnunarinnar nýverið. Efst á blaði í Heilsusport er ganga, sem er viðurkennd almenn- ingsíþrótt, en þar á eftir kemur dagblaðalestur. Það hlýtur því að mega draga þá ályktun að lestur dagblaða sé heilsusam- legur. Hvað skyldi frændi vor Færeyingurinn vera að auglýsa þarna? Fyrir þá sem illa eru að sér í færeyskunni er rétt að taka það fram að hér er verið að auglýsa frumsýningu á leikriti Kjartans Ragnarssonar „BarnaJán". Skiðin hafa lengi verið íslendingum nauðsynlegur hlutur, og eru það enn, þó menn noti þau nú aðallega til heilsubótar og ánægju. Starfsmenn útibús Norrænu eldfjallastöðvarinnar í Mývatnssveit hafa haft mikið gagn af skiðunum við storí sin þar nyrðra i vetur. Hér er Guðmundur Sigvaldason að leggja upp í leiðangur, vel búinn fyrir vetrarkuldann og fer að sjáifsögðu á skiðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.