Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 Minning: Margrét Jóhanns- dóttir frá Laugardal „Þ6 er þao vtet, ao beztu blðmin irróa, I hrjfSntum Kfra að geta liindifl tiI". Margrét var fædd á ípishóli í Seyluhreppi 22. febrúar 1903. For- eldrar hennar voru Jóhann Björnsson og Guðrún Jóhanns- dóttir kona hans. Margrét ólst upp með foreldrum sínum, fyrst að ípishóli, en síðan að Skíðastöðum í Lýtingsstaðahreppi, en þangað fóru Jóhann og Guðrún búferlum árið 1915. Árið 1927 gekk Margrét að eiga Vilhelm Jóhannsson bónda í Litla- dal. Næsta ár hófu þau búskap á Skíðastöðum og bjuggu þar eitt ár, en árið 1929 fóru þau búferlum að Laugardal, sem þá hét Litladals- kot og bjuggu þar samfellt til 1972. Litladalskot var áður fyrr hjá- leiga hjá Litladal, 10 hundruð að fornu, mati og einn fjórði úr heimajörðinni. Um 1930 mun tún- ið hafa fóðrað tvær kýr og engja- heyskapur allur á ,þýfðum og blautum mýrum. Eins og kunnugt er var fjórði áratugurinn „kreppu- árin" erfiður flestum bændum, hvort sem þeir bjuggu á stórum eða smáum býlum og ekki síst frumbýlingum. Þegar skurðgröfur komu til sögu, lykillinn að auðæfum mýr- anna, urðu þáttaskil. Þá gátu bændur farið að rækta stór og góð tún. Og Vilhelm í Laugardal var ekki eftirbátur annarra á því sviði. Hann ræktaði stór tún og byggði íbúðarhús og útihús úr varanlegu efni. Þegar ég lít yfir liðna tíð get ég ekki annað sagt, en búskapur í Laugardal hafi verið góður. Vil- helm hirti vel um allt, sem búinu kom við, snoturvirkur og hagur í höndum. Hann fóðraði pening sinn vel og átti alltaf heyfyrn- ingar eftir að túnin stækkuðu. Annar þáttur búskapar í Laug- ardal var ræktun grænmetis, sem var meiri og fjölþættari þar en á öðrum bæjum í sveitinni . Undir brekku sunnan við túnið í Laugar- dal er laug með 40 stiga heitu vatni. Þessi jarðvarmi var notaður svo sem hægt var. Vatn úr laug- inni var leitt í íbúðarhúsið til upphitunar og var nógur hiti af því, nema þegar kaldast var. Árið 1941 var reist lítið gróðurhús við t oq fi JOHANN ADALBJÖRNSSON, veröur jarðsunginn í dag laugardaginn 6. desember frá Grindavík- urkirkju kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna. Kristin Sasmundsdóttir, SoHía Jóhannadóttir. t Útför eiginmanns míns og fööur okkar GUOJÓNS JÚLÍUSSONAR, pípulagningarmeistara, Tunguheiöi 12, Kópavogi, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. des. kl. 3 e.h. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Hjartavernd. Auöur Jörundsdóttir og börn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför MARÍU GUÐMUNDSDOTTUR CREIGHTON, Timothy David Creighton, Helga Eiriksdóttir, Ingibjörg R. Guomundsdóttir og fjölskyldur. t Þökkum af alhug öllum fjær og nær er sýndu samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóður, ömmu og langömmu JÓHÖNNU STEINÞÓRSDÓTTUR. Kristján Eyfjörð Guomundsson, Klara Kristjánsdóttir, Guðmundur Skúli Kristjánsson, Rakal Kristjánsdóttir, Steinþór D. Kristjénsson, barnabörn og barnabarnabörn. Páll Þorkelsson, Áslaug Magnúsdóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, t Innllegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur, tengdaföð- ur, afa og langafa, SKÚLA SIGURÐSSONAR, Fannborg 1, Kópavogi. Svanlaug Einarsdóttir, Sigurður Skúlason. Skúh Skúlaaon, Baldvin E. Skúlason Gillý S. Skúladóttir, ölvar Skúlason, Elíaa S. Skúlason, Gréta Sigfúsdóttir, Elsa Aöalsteinsdóttir, Unnur Peasnow, Bjarni Sæberg, Katrín S. Karadóttir, Kittý M. Jónsdóttír. barnabðrn og barnabarnabörn. Minning: laugina, hið fyrsta þeirrar tegund- ar í Lýtingsstaðahreppi. Þ6 vatnið væri ekki heitara náðu tómatar fullurn þroska og margs konar káltegundir voru ræktaðar þar, og auk þess var kartöflurækt alítaf meiri en til heimilisþarfa. Mar- grét húsfreyja vann mikið við grænmetisræktina auk annars. Hún var hneigð til þeirra starfa og vann þau vakin og sofin af mikilli alúð. Hún naut þess að sjá gróður vaxa. Margrét og Vilhelm bjuggu 43 ár í Laugardal. Á þeim tíma breyttist ábýlisjörð þeirra 10 hundraða kotið í góða jörð. Árið 1972 seldu þau jörð og bú og fluttu til Sauðárkróks, keyptu þar íbúð og voru þar síðan. Þau voru þá orðin vinnulúin og bæði höfðu þá átt við vanheilsu að stríða fyrr og síðar og börnin farin burtu fyrir löngu. Börn þeirra eru fjögur: Auður og Edda giftar og búsettar á Sauðárkróki, Eiður kvæntur og búsettur í Njarðvíkum syðra og Ásta gift og búsett í Danmörku. Margrét frá Laugardal var vel gefin, las mikið og var víða heima, enda hafði hún stálminni. Þá var hún vel hagorð, en lét svo lítið á því bera, að mér var ekki kunnugt um það fyrr en hún var komin á efri ár. Eftir að þau hjón fluttust til Sauðárkróks var ég tíður gestur í húsi þeirra og ég kom ekki í neitt hús jafn oft erindislaust. Stundum var það að ég ætlaði ekki að stansa svo sem neitt, en þegar ég var kominn inn var tíminn fljótur að líða og skipti þá klukkutímum, sem ég dvaldi. Það var mér sálubót að ræða við þau. Við Margrét ræddum mannfræði og sögu í héraðinu á 18. og 19. öld og ég var þiggjandi, því hún vissi nær alltaf meira en ég. Vilhelm hlust- aði þegar við ræddum söguna á fyrri tíð. Hann hafði ekki svo gaman af henni, en hann man vel samtíð sína og segir svo vel frá og oft með kímniblæ, að hann hefði ekki þurft annað en setjast niður og skrifa til þess að vera góður rithöfundur. Margrét Jóhannsdóttir var fal- leg kona og góð. Hún hafði mikla samúð með þeim, sem minnimátt- ar voru, mönnum og skepnum, sem engu gátu af sér hrundið. Brjóst hennar fann til. Við rædd- um stundum hina þungu refsi- dóma 18. aldar, þegar fólk var dæmt ævilangt á Brimarhólm eða í Spunahúsið fyrir smávægilegar yfirsjónir, en nú eru naumlega refsiverðar. Það leyndi sér ekki að Margrét fann sárt til með þessu fólki. í heimi er allt hverfult. Margrét frá Laugardal andaðist í sjúkra- húsi Sauðárkróks 18. ágúst síð- astliðinn og nú þegar þetta er ritað, er Vilhelm búinn að vera í sjúkrahúsi alllengi. Hús þeirra er nú autt og tómt og ég finn til saknaðar þegar ég geng þar hjá og þakklæti er mér í huga fyrir langa og góða vináttu þeirra. Hlíðin grænkar og grær á vori, en á hausti gulnar hún og gróður- inn visnar og deyr. Þetta er hin eilífa hringrás í ríki náttúrunnar. Og sama lögmálið gildir í mannlíf- inu. Konur og menn fæðast í þennan heim og hverfa á braut í fyllingu tímans og þá er haust. En „aftur kemur vor í dal". Björn Egilsson. Sigursveinn Sveins- son - Norður Fossi Míns góða frænda, Sigursveins, vil ég minnast með fáum orðum. Ýmsu, sem aðrir hafa talið upp, verður sleppt hér. Sem frændi Sigursveins og vinur, unglingur í sveit hjá honum og sem sóknar- prestur hans, kynntist ég honum að sjálfsögðu. Og strax get ég sagt það, að mörgum raungóðum drengskaparmanni hef ég kynnst á fjölbreyttri starfsleið, en einn af þeim fremstu og bestu þar í flokki var Sigursveinn. Hann var fæddur hinn 23. febrúar árið 1904 að Leiðvelli í Meðallandi, en andaðist 20. októ- ber síðast liðinn og átti þá að baki langt og gæfuríkt ævistarf. Starf bóndans er ekki allt af lofað eða metið sem skyldi. Sem vinnustrák- ur hjá Sigursveini, tók ég fljótt eftir frábærum umgengnishæfi- leikum hans gagnvart ungum sem öldnum, og einnig því, hvernig allt hjá honum var í röð og reglu og á sínum stað. Oft hef ég dáðst að þessu. Eiginkona Sigursveins er Sól- veig Ólafsdóttir frá Fagradal í Mýrdal. Það var sérlega gott vor árið 1939, en þá á uppstigningar- dag eða 18. maí gengu þau Sigur- sveinn og Sólveig í hjónaband. Sólveig er traust heiðurskona, sem er eins og bóndi hennar var: Má í engu vamm sitt vita. Og börnin þeirra fimm eru kunn að dugnaði og myndarskap. Á undan Sigur- sveini og Sólveigu bjuggu forekir- ar hans að Norður-Fossi, en lík- lega eru um 4 áratugir síðan. Á Norður-Fossi hefur verið félagsbú síðan 1966 og hefur það mest hvílt á Ólafi Sigursveinssyni eða frá því að faðir hans missti heilsuna. Oft hafa systkyni Sigursveins og raunar fjölskylda hans öll, minnst þess, hve mikið þau áttu, þar sem hjartahlýjan hans var. Hjálpsemi hans og góður hugur, þetta tvennt var þeim sem hið örugga hellubjarg, er aldrei hagg- aðist og allt af var jafn gott að eiga að. Tel ég það mér mikið lán og mikinn heiður að mega tilheyra þeim stóra hópi, sem þannig fékk að njóta elskusemi og kærleika hins tilfinningaríka manns. Þegar sjúkdómsstríði Sigur- sveins var lokið og hann var fluttur heim í átthagana kæru hinsta sinni, orkti einn góður sveitungi hans „heimkomuna að Norður-Fossi, 30.10. '80:" Nú velkominn sértu i varpann þinn heim á vinanna kærlelksfundinn. Og tunio þér fagnar meo tregans hreim þvl tardðggvum giitrast stundln. En minntngaperlur mœta þeim sem mest ertu vanda bundinn. Sigursveinn var á sínum bestu árum vaskur sjómaður og ef lýsa ætti honum sem bónda, kemur sama lýsingarorðið upp. Hann þoldi vel kulda og lék það t.d. oft og mörgum sinnum í heyskapartíð að synda fram og aftur yfir Eldvatnið þunga og straumharða hjá Ásum í Skaftártungu, þegar hans góðu foreldrar, Sveinn Sveinsson og Jóhanna Sigurðar- dóttir bjuggu þar. Slíku afreki væri hampað í dag. Fótarmein bagaði Sigursvein, en það og aðra erfiðleika yfirsteig hann með karlmennskunni. Sigur- sveinn var á togaranum Skúla fógeta, þegar hann fórst í aftaka veðri. Þá var hann einn þeirra, sem björguðust. Og ekki nóg með það. Þrem dögum síðar var hann kominn á annan togara. Þetta sýnir vel karlmennskuna og hetju- lundina, en einnig áræðið. Athyglisvert var, hve Sigur- sveinn fylgdist vel með landbún- SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eruð þið „evangelískir" menn ekki að gera trúna að sérréttindamáli? Mér finnst, að þið álitið, að enginn sé trúaður, nema hann samþykki kenningar ykkar um hjálpræði fyrir trú. Er þetta ekki það bragð, sem beitt er í mörgum trúarbrögðum — að vísa öllum norður og niður, nema þeim, sem viurkenna þeirra sérstöku hugmyndir um guð? Orðið „evangelíum" þýðir fagnaðarerindi. „Evang- elískur" er þá sá, sem trúir fagnaðarerindinu. Fagnaðarerindið er ekki neikvætt, heldur jákvætt. Reyndar felur það í sér viðurkenningu þess, að menn þarfnizt hjálpræðis. En höfuðatriði þess er að segja mönnum, að þeir geti frelsazt. En minnizt þess, að fólk, sem trúir Biblíunni, fann ekki upp þetta „bragð", sem þér kallið svo, að menn glatist, nema þeir trúi á Krist. Sjálfur sagði Jesús: „Mannssonurinn er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það" (Lúk. 19). Annað hvort er hann sá, sem hann sagðist vera, eða orð hans eru dauð og ómerk. Hafi Jesús ekki verið annað en austurlenzkur dultrúarmaður, sem ímyndaði sér, að hann væri messías, eru Nýja testamentið og kristindómurinn einhver mesta blekking, sem höfð hefur verið í frammi við mannkynið. En — ef hann er sá, sem hann staðhæfði að hann væri, tjáning elsku og umhyggju guðs yfir glötuðum heimi, þá væru það mestu mistök, sem hugsazt getur, að sniðganga þá staðreynd, að hann lifði, dó og reis upp úr gröf sinni. Eg hef ekki búið til neina „hugmynd". Eg hef byggt líf mitt á því — og sett líf mitt að veði — að Biblían sé sönn og að Kristur sé í raun og sannleika allt það, sem hann sagðist vera. Svo margt fólk hef eg séð breytast vegna trúar á hann, að eg get ekki haft aðra afstöðu til hans. M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.