Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 45 Patrick Gcrvasoni Gróíst ekki fyrir um uppruna söguhetjunnar Það er mjög skiljanlegt, að stjórnendur stórvelda óttist múg- hreyfingaí og sendi því „kenni- rnenn" sína á vettvang, þegar mikið liggur við. Kaspar Hauser, sem fannst í jarðhólu eða helli um 1830, og sagðist vilja verða hermaður eins og faðir hans hefði verið, skapaði að vísu enga múghreyfingu, en lifði í nokkur ár og undraðist þennan heim jarðarbúa, sem kom honum ókunnuglega fyrir sjónir. Hefur Herzog kvikmyndastjóri vel lýst hugrenningum og tilfinning- um Kaspars, en enga tilraun gerði Herzog til að grafast fyrir um uppruna söguhetju sinnar. Kaspar Hauser og Gervasoni Þorsteinn Guðjónsson skrifar: „í janúar 1975 gengu furðulegar sögur manna á meðal í New York-borg um það að gestir frá öðrum hnöttum í sérstökum bún- ingi væru á ferð víða um borgina og segðu mönnum að vera rólegir og óhræddir, því að aðkomumenn mundu þeim ekki illt gera — en ekki leið á löngu áður en í sömu hverfum birtist hver fjögra stjörnu-hershöfðinginn eftir annan og færi að segja mönnum, að þetta væri allt saman einhver misskilningur og að menn ættu ekki að leggja trúnað á þetta. Enginn mun hafa efað að hers- höfðingjarnir — þeir menn sem mest mark er á tekið — voru þarna raunverulega á ferð, en hvað undanfara þeirra „gestina" snerti, munu menn hafa átt erfið- ara með að komast að sameigin- legri niðurstöðu, og hugur manna smám saman fjarlægzt þá, unz þeir hurfu í móðu gleymskunnar. Skýrir ekkert hvað sé svona sérstakt Patrick Gervasoni, sem komizt hefur til íslands án þess að nokkur þekki til hlítar feril hans — skúrinn sem hann gekk í gegnum á Seyðisfirði er fokinn — er sagður vera franskur borgari, en um sögu hans og uppruna er minna rætt. Og þegar félagið Sakaruppgjöf talar um að mál hans sé svo sérstætt að slíks séu nálega engin dæmi, skýrir það ekkert hvað sé svona sérstakt við það. Hrafn Bragason lögmaður var að vísu eitthvað að tala um það í sjónvarpinu (Fréttaspegill 28. nóv.), að við værum „þegnar þessa hnattar", en meira lét hann ekki uppi um það mál. Ég hef þá trú, að ef upplýst verður, hvar Gervasoni er fæddur, af hvaða foreldrum og hvernig alinn upp til herskyldualdurs, muni mál hans leysast farsællega fyrir alla aðila." fyrir 50 árum „Stúdentar höfðu lofað fjölbreyttri skemtun 1. des., og þó útsynnings- illviðri væri þennan dag, stóðu þeir prýðilega við loforðið. Kl. 2Vi e.h. söfn- uðust stúdentar saman i Lækjargötu, og gengu þaðan í skrúðgöngu til Háskólans, en lúðrasveit- in ljek nokkur lög. Flutti Benedikt Sveinsson forseti snjalla ræðu af svölum alþingis. Mintist forseti á nauð- synjamál stúdentanna, svo sem Stúdentagarð- inn, og skoraði á þjóðina að standa fast um þetta velferðarmál. Kl. 3 í gær höfðu stúd- entar skemtun fyrir al- menning í Gamla Bíó. Var hver bekkur full- skipaður. Gunnar Thor- oddsen mælti fyrir minni stúdenta. Emil Thor- oddssen ljek einleik á flygil. Halldór Killjan Laxness las upp kafla úr óprentaðri sögu eftir sig. Kennarar Hljómlistar- skólans, þeir dr. Franz Mixa, Heller og Fleisz- mann léku. Tvö ung skáld meðal stúdenta, Jónas Thoroddsen og Helgi Sveinsson, fóru með frumsamin kvæði eftir sig. Stúdentarnir Garðar Þorsteinsson og Jón N. Sigurðsson sungu nokkra söngva úr „Glunt- arne. ..“ Ljósastikur biskupanna Sigurveig Guðmundsdóttir, Hafnarfirði, skrifar: „Velvakandi. Miðstjórn biskuparáðstefnu Evrópu hefur gefið út yfirlýsingu í mörgum liðum og er hægt að lesa hana í heild í Merki Krossins, blaði kaþólsku kirkjunnar á ís- landi. Segir þar meðal annars: Hlutur þeirra verði ekki íyrir borð borinn Þeir menn, sem yfirgefa föður- land sitt, af hvaða ástæðum sem þeir kunna að gera það, eiga oft á hættu að verða misskildir, að ekki sé tekið tillit til þeirra og að þeim sé ekki sýnd full virðing. Vér krefjumst því þess að þeirra hlutur verði ekki fyrir borð bor- inn, miðað við innlenda menn. Vér endurtökum einriig þá áskorun í þágu hverskonar flótta- manna sem er, að raunveruleg samstaða krefst ekki aðeins þess, að tekið sé örlátlega við þeim mönnum, sem í óláni hafa lent, heldur verði umfram allt barist fyrir frelsi og réttlæti í heiminum. í sögudálkum framtíðarinnar Þetta segja hinir kaþólsku bisk- upar. Nú eru kirkjugrið löngu afnumin og ólögleg svo lítt myndi stoða fyrir Gervasoni að flýja inn í kirkju og grípa þar um altaris- hornin. En kirkjan hefur þó talað til samvisku kristinna manna og stundum hefur það dugað nokkuð. Eitt er víst. Það verður minnis- verð frétt í sögudálkum framtíð- arinnar, dagurinn sá, þegar ís- lendingar hröktu úr landi um- komulausan útlending, svona rétt fyrir jólahátíðina árið 1980.“ Þessir hringdu . . . Það er líka fólk í þessu landi, sem... Susie Bachmann hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég vil gjarna spyrjast fyrir um það hvaða folk það er sem hefur ekki annað að gera við sinn tíma er að hanga á göngum Stjórnarráðsins í Arnarhvoli vegna manns sem kemur til lands- ins á fölskum forsendum. Ef þetta er vinnandi fóik þá eru atvinnu- rekendur þess ekki öfundsverðir. Af myndum að dæma eru þetta mest unglingar og þá jafnvel í skólum. Mér er spurn: Eru ekki próf að byrja? Hver styður þetta fólk til að gefa út blaðabækling sem dreift er á Lækjartprgi til stuðnings Gervasoni? Ég vil minna á (setning sem mikið er notuð í dag), að það er líka til fólk í þessu landi, sem treystir. því að dómsmálaráðherra láti engan hafa áhrif á fyrri yfirlýsingar sínar, því að með lögum skal land byggja en með ólögum eyða. Ekki fulltrúar þjóðarinnar Dagmar Gunnlaugsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég er alveg hneyksluð á þessum þrýstihópi, sem sest hefur að í dómsmálaráðuneytinu. Venju- legir borgarar.hafa ekki tíma til að standa í slíku. Þetta hljóta að vera einhverjir slæpingjar og sitja þarna ekkj sem fulltrúar þjóðar- innar. Ég held Guðrún megi missa sig af þingi. Eða ætlar hún að bjóða þessum 450 landvist líka? Ég segi bara það, að við höfum enga þörf fyrir menn sem ekki geta þjónað sínu föðurlandi. Kveðja til dómsmálaráð- herra Jóna borsteinsdóttir hringdi og bað fyrir kveðju til Friðjóns Þórð- arsonar dómsmálaráðherra. — Ég vona að hann láti sér ekki gleym- ast að með lögum skal land byggja en með ólögum eyða. Fullt hús matar Kjúklinga- útsala 10 stk. í kassa 3.200 kr. kg. 6 stk. í kassa .3.400 kr. kg. leyft verö . 4.755 kr. kg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.