Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 Karl Helgason lögfræðingur: Opið bréf kom til ykkar Hæ! í dag greinir frá algengum orðaskiptum: — Mér finnst að það ætti að leyfa bjórinn — sagði kunningi minn. Það myndi sko bæta áfengismenninguna. Þetta er einfalt mál. Tökum bara dæmið um saltið í grautinn: Ef við söfnuðum saman því salti sem við notum alla vikuna og borðuð- um það á laugardagskvöldi þá væri þaö orðið hættulegt fyrir heilsuna. Svoleiðis er með drykkjuna. — Hvert þó í logandi. Að enginn skuli hafa athugað þetta með saltið. Það verður að gera eitthvað í þessu. Hvað leggur þú til? — Legg til hvað? — Að gert sé í þessu með saltið. — Láttu ekki eins og asni, maður. — Nú — er kannski ekki hætta á að maður fari að nota vikuskammtinn um helgar? — Ég svara þér ekki. Skilurðu ekki að þetta er dæmi? ÞAO HVARFLAÐI AÐ MER V — Á, var það svo? En hvers vegna að tala um salt þegar þú vilt finna lausn á vanda af notkun ávana- og fíkniefnis? Sjáðu nú til: Þú heldur að það að leyfa sölu á áfengu öli verði til þess að menni hætti að drekka mikið um helgar en dreypi í staðinn hóflega á öli — ja, kannski nokkrum sinnum í viku. Er það ekki? — Einmitt, mikið að hægt er að tala við þig. Þú sérð bara sjálfur að það væri allt annað mál ef menn drykkju sig ekki út úr. Menn fengju sér fáeina bjóra á dansleikjum og væru til friðs. — Mikil ósköp — ekki skal ég draga úr að það væri æskilegt. — En gallinn er sá að það eru engar líkur til þess að öl á boðstólum breyti áfengisneyslu- venjum — nema að því leyti að bjórneysla á virkum dögum bæt- ist við helgarískvettuna. Það er nefnilega viðurkennt af þeim sem fást við rannsóknir á þessu sviði — m.a. sérfræðingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar — að sé nýrri tegund áfengis, t.d. öli, bætt á markað dragi ekki úr neyslu þess áfengis sem fyrir er. Hið nýkomna verði hrein viðbót. Og það þýðir aukinn vanda því að tjón ræðst af heildarneyslu. — Þetta eru bara kenningar — þú getur ekki ákveðið að þetta eigi við hér. — Finnland kallast, kæri vin, fyrir botni Kirjálaflóa. Telst til Norðurlanda. Almennt er talið að Finnar séu þó ekki skyldir okkur. En bent hefur verið á að við séum hugsanlega einmitt af sama meiði. Afkomendur far- andþjóðar fornrar. Það skyldi þó ekki vera? En svo við komum að kjarnanum: Áfengisneysluvenj- um Finna og íslendinga svipar mjög saman. Finnar drekka mikinn um helgar. Þó hafa þeir bjór. Þeim hefur víst ekki hug- kvæmst það einfalda ráð að láta bjórinn nægja. Hins vegar fannst þeim senni- legt — eins og ýmsum öðrum fyrir 10—20 árum — að hægt myndi að færa neyslu frá sterk- um drykkjum til hinna veikari ef þeir fjölguðu sölustöðum — gerðu mönnum auðveldara um vik að nálgast t.d. bjór. Og það verð ég að viðurkenna að þeim tókst að gerbreyta ástandinu. En — vel að merkja — með öfugu formerki. Menn þágu boðið með þökkum og drukku ótæpilega af áfengu öli. En þeir voru ekkert að fúlsa við því sterkara fyrir það. Þeir juku þá neyslu líka. Áfengistegundin bjór er all- þung í maga — og hefur reynst mörgum þjóðum þung í skauti. Kunnugt er að fimmti hver maður verður háður áfengi. Tí- undi hver sem alkóhólisti, annar úr hópi tíu sem ofdrykkjumaður. En þekkirðu nokkurn sem hefur ánetjast salti? — Þetta er nú orðin meiri ræðan hjá þér, maður sagði hann. En þú vísar bara í aðrar þjóðir ... — Satt segir þú, þetta er engin hæfa. Unum okkur frekar við að alhæfa frá einhverju sem á betur við, já, sosum eins og salti... Sjálfsagt áttu báðir ýmislegt ósagt. I það minnsta ég. En samtalið var rofið. Og þetta má heldur ekki verða lengra til að standa undir heitinu bréfkorn. Og það átti það að vera. Ég kveð að sinni, Kalli. Jólabasar Óháða saf n- aðarins Kvenfélag Óháða safnaðarins heldur basar í Kirkjubæ laugar- daginn 6. des. kl. 2 e;h. — þar verða kökur á boðstólum, jóla- föndur og margt fleira. Einnig verður happdrætti. Aðventukvöld Kársnessafnaðar NÆSTKOMANDI sunnudags- kvöld 7. des kl. 20.30. verður aðventusamkoma haldin á vegum Kársnessafnaðar í Kópavogs- kirkju. Vel hefur verið vandað til efn- isskrár eins og undanfarin ár. Formaður sóknarnefndar Stefán M. Gunnarsson flytur ávarp. Organisti kirkjunnar Guðmundur Gilsson mun sjá um kórstjórn og leika á orgelið. Svo sem menn muna var Manu- ela Wiesler nýlega heiðruð með verðlaunum í Danmörku fyrir frábæra hæfni í flautuleik. Hún kemur nú fram á aðventukvöldinu og leikur þar „Partítu" í a-moll eftir J.S. Bach. Ræðumaður kvöldsins verður Kári Arnórsson skólastjóri Foss- vogsskóla. Þá mun sóknarprestur- inn flytja lokaorð og bæn. Það er von okkar að kirkjan verði jafn vel sótt nú sem á undanförnum aðventukvöldum safnaðarins. Almennur söngur kirkjugesta hefur hjálpað til að skapa þá helgi sem okkur öllum er nauðsynleg til undirbúnings kristilegs jólahalds og því hefur hann enn verið aukinn í efnis- skránni. Kópavogsbúar, sem allir aðrir, eru boðnir velkomnir til þessa jólaföstukvölds til undirbúnings helgrar hátíðar. Árni Pálsson Stofnfundur lífeyrisþega NÝLEGA var haldinn stofn- fundnr Sambands lífeyris- þega ríkis og bæja og sátu fundinn 32 fulltrúar frá átta lífeyrisdeildum auk stjórn- armanna BSRB í fyrra og formanns nokkurrra banda- lagsfélaga. Á fundinum voru sam- þykkt einróma með lítilshátt- ar breytingum drög að lögum fyrir sambandi sem undir- búningsnefnd skipuð á þingi BSRB í fyrra hafði haft forgöngu um að gera. Sambands ríkis og bæja í stjórn sambandsins voru kosin þau Guðjón B. Bald- vinsson SFR, formaður, Bjarni Bjarnason St. Rv., Þóra Timmermann FÍS, Magnús Eggertsson LL, Sig- urjón Björnsson PFÍ, Guðrún Soffía Gísladóttir HFÍ og Magnús Jónsson KÍ. „Vertu góð- ur við mig" Lystræninginn hefur sent frá sér unglingabókina Vertu góður við mig eftir danska rithöfundinn Hans Hanssen í þýðingu Margrétar Aðal- steinsdóttur og Vernharðs Linnets. Saga þessi er sjálfstætt framhald af Sjáðu sæta nafl- ann minn, sem út kom í fyrra og hlaut miklar vinsældir. Vertu góður við mig fjallar um samband Lenu og Klás eftir að þau koma heim úr skólaferða- lagi því sem sagt er frá í Sjáðu sæta naflann minn. Bækurnar um Klás og Lenu eru þrjár og mun lokabindið koma út á íslenzku á næsta ári. El kl. 2.30. | | laugardag Qj rji Aöalvinningur J3| vöruúttekt L fyrir kr. 100.000 ^] B]B]{sis[á[s[a(aIaS Jólakaffi Hringsins Komist í jólaskap og drekkið eftirmiðdagskaffffi hjá Hringskon- um að Hótel Borg á morgun, 7. desember kl. 3. Hiö vinsæla skyndihappdrætti en meöal vinninga í því er ferö til Kaupmannahafnar. *******

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.