Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 Samtök gegn astma og ofnæmi: Halda desember- fund sinn í dag SAMTÖK gegn astma og ofnæmi halda desemberfund sinn i dag, laugardag 6. desember, í hliðar- sal Hótel Sögu og hefst hann kl. 14:30. Hér er um að raeða eins konar aðventuskemmtun og flyt- ur Kristján Búason dósent ávarp, Magnús Jónsson óperusöngvari syngur við undirleik ólafs Vignis Albertssonar, en fundarstjóri er Valdimar Örnólfsson. Loðnan á aust- urleið EFTIR óveðrið, sem var á loðnumiðunum á mánudag og þriðjudag fékkst ágætur afli á miðvikudag og fimmtudag. Loðnan virðist á leið austur með landinu og var á fimmtu- dag komin austur fyrir Kol- beinsey og nær landi en áður. Sagðist Andrés Finnbogason hjá Loðnunefnd vel geta trúað þvi, að loðnan væri nú komin á göngu austur með landinu og væri þvi óvenju snemma á ferðinni. Heildaraflinn á vertíðinni er nú orðinn um 345 þúsund tonn. Ellefu bátar eru búnir að fylla kvóta sinn, en nokkrir eiga eftir að fara 2—3 túra. Sagðist Andrés reikna með, að allt að 15 bátar yrðu á loðnuveiðum fram undir jól, en það færi þó eftir veðri og afla. Af skipun- um 52, sem leyfi hafa til loðnuveiðanna, hafa öll fengið einhvern afla á vertíðinni nema Jón Kjartansson SU, en skipið hefur verið í vélaskipt- um í Danmörku síðustu mán- uði. Eftirtalin skip hafa tilkynnt um afla síðustu daga: Miðvikudagur: Sigurður 800, Eldborg 550, Óli Oskars 650, Ársæll 450. Þrjú fyrst- nefndu skipin voru öll að ljúka sínum loðnuveiðum ájæssu ári, en reyndar var Óli Oskars að veiða upp í leyfi Óskars Hall- dórssonar, sem er í viðgerð eftir að hafa fengið sjó í vél á dögunum. Fimmtudagur: Rauðsey 580, Gígja 600, Sæberg 630, Harpa 560, ísleifur 270, Keflvíkingur 450, Júpiter 850, Sigurfari 350, Húnaröst 270, Skírnir 200. Kökubasar í Hveragerði Hveragerði, 5. deHember. KVENFÉLAG Hveragerðis heldur kökubasar laugardaginn 6. des- ember og hefst hann klukkan 14 i Barnaskólanum. Á boðstólum verður margs konar góðgæti, svo sem smákökur, form- kökur, tertur og laufabrauð. Ágóði af kökubasarnum rennur til líknar- og menningarmála, en kvenfélagið hefur á liðnum árum látiö mörg slík mál til sín taka með góðum árangri. Formaður Kvenfélags Hveragerðis er Pálína Snorradóttir, kennari. — Sigrún. Seldi í Grimsby EITT skip landaði afla sínum erlendis í gær. Runólfur seldi 107,3 tonn í Grimsby fyrir 98,2 milljónir króna, meðalverð á kíló var því 915 krónur. Talsvert var af steinbít, kola og grálúðu í aflan- um, en aflinn var 1. flokks og verðið gott miðað við samsetningu aflans. Samtök gegn astma og ofnæmi hafa á þessu ári jafnan efnt til funda mánaðarlega, en samtökin eru nú fjölmennasta aðildarfélag innan SIBS. Var nýlega gefið út veggspjald með leiðbeiningum fyrir astmasjúklinga og aðstand- endur þeirra og verður því dreift til allra félagsmanna á næstunni. Samtökin voru stofnuð árið 1974 og er formaður þeirra Hjörtur Pjetursson endurskoðandi, en skrifstofa samtakanna er í húsa- kynnum SÍBS við Suðurgötu. Jólafundur hjá Hvöt HVÖT, félag sjálfsta'ðiskvcnna í Reykjavík, heldur árlegan jólafund sinn i Sjálfstæðishúsinu Valhöll sunnudaginn 7. desember og hefst hann kl. 15. Undanfarin ár hefur það tíðkast hjá Hvöt að jólafundurinn er ætlað- ur allri fjölskyldunni og verður fundurinn að þessu sinni síðdegis á sunnudegi. Dómprófastur í Reykjavík, séra Ólafur Skúlason, flytur hugvekju, Unnur Jensdóttir syngur einsöng við undirleik Agnesar Löve og síðan verður jölahappdrætti. Brúðuleikhús kemur í heimsókn og munu þær Sigríður Hannesdóttir og Helga Steffensen stjórna því. Rannveig Tryggvadóttir leikur á hljóðfæri í upphafi fundar og milli atriða. Um miðjan daginn eru veitingar á boðstólum og eru ókeypis fyrir börn yngri en 13 ára. Þegar fundi lýkur um kl. 18 verður kveikt á sjónvarpi og geta þeir sem vilja horft á „Stundina okkar" í Valhöll. Frá jólafundi Hvatar á sl. ári. Fiat 127 árg 78 er til sölu. Bíllinn er sem nýr, vínrauöur aö lit, ekinn 1800 km. Vetrar- og sumardekk fylgja. Uppl. í síma 40273. Krakkarmínir komiðþiðsœl: f Jólasveinninn er mættur á staöinn. Hann kom í morgun eftir erfiða ferð af fjöllum. Og hann leikur á alls oddi í Blómavali um helgina. Sveinki sýnir krökkunum allar jólaskreyt- ingarnar, jólaskrautið og jólalandið. Það er meira að segja hægt að fá hann til að velja með sér jólatréð, en salan á þeim hefst nú um helgina. Komið við í Blómavali, heilsið upp á Sveinka og skoðið mesta úrval landsins af allskonar jólaskreytingum. Opið um helgina frá kl. 9 - 21. yémwcdllfiaiá Gróðurhúsinu við Sigtún: Símar 36770-86340

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.