Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 27 Samninganefnd bankanna: iPRNKnSTRIK---------- Krafa bankamanna er um 3% hækkun umfram aðra launþega MORGUNBLAÐINU barst i gær greinargerð samninKanefndar bank- anna um stöðu samningamála við bankamenn, sem boðað hafa verkfall næstkomandi mánudag, 8. desember. Greinargerð samninganefndar bank- anna er svohljóðandi: „Samninganefndir bankanna um stöðu samningamála við bankamenn. Vegna nýrrar stöðu í samningamál- um og þeirra ummæla, sem fallið hafa í fjölmiðlum af hálfu fulltrúa Sam- bands íslenzkra bankamanna (SÍB) undanfarið, vill Samninganefnd bank- anna rifja upp nokkrar staðreyndir um gang samningamála við banka- menn og um launakjör þeirra. Gangur samningamála Samningur bankamanna rann út 1. okt. 1979 og hófust samningaviðræður þá um haustið. Var þá ítarlega farið yfir kröfugerð SIB á allmörgum fund- um. Alþingiskosningar voru í desem- ber og óvissa um stjórnarmyndun næstu mánuði og lágu þá samninga- umleitanir um launakjör í landinu almennt niðri. Um vorið var þráður- inn tekinn upp aftur og 15. júlí lögðu bankarnir fram tilboð um öll samn- ingsatriði önnur en laun, verðbóta- ákvæði og gildistíma. I ágúst samdi BSRB rúmum 13 mánuðum eftir að þeirra samningar runnu út, en þeir samningar fóru fram undir stjórn sáttanefndar. I september óskaði SÍB eftir því við ríkissáttasemjara að hann skipaði sáttanefnd í kjaradeilu bankamanna, og hafa samningavið- ræður síðan farið fram undir hennar stjórn, og hefur hún bæði verið viðstödd almenna fundi og fundi undirnefnda. Samningar tókust síðan 1. október, 12 mánuðum eftir að samningar runnu út og voru undirrit- aðir 3. október. Undirritaður samningur Samningurinn kvað á um hliðstæð kjör og BSRB hafði fengið, auk nýrra ákvæða er snertu tölvuvæðingu og starfsþjálfun. Samninganefnd SÍB stóð einhuga að samningunum og mælti með samþykkt hans sbr. frétta- bréf SÍB frá 6. okt., þar sem samning- urinn var kynntur. Þá bregður svo við, að forystumenn í einstaka starfsmannafélagi hefja mikinn áróður gegn samningnum al- mennt, þar sem vart mátti greina að eitt efnisatriði væri öðru mikilvæg- ara. En almenni grunntónninn var þó sá, að í lögum og í samkomulagi aðila um gerð kjarasamninga, væri ákvæði, sem segir, að boði SÍB verkfall, þá skuli sáttanefnd bera fram sáttatil- lögu áður en til verkfalls komi. Þess vegna væri í lagi að fella nýundirrit- aðan samning, það þýddi ekki sama og verkfall og sáttatillagan gengi vart styttra en samningurinn. Vart getur málflutningur sem þessi orðið til þess að létta um fyrir samningum um launakjör í framtíðinni, ef samninga- nefndir eiga slík vinnubrögð yfir höfði sér. Sáttatillaga Eftir að fyrir lá um miðjan október, _ að samningarnir höfðu verið felldir, var haldinn fundur að ósk samninga- nefndar SÍB til að hún gæti greint frá helstu orsökum þess að samningurinn var felldur að hennar mati. í samningnum frá 3. október var ákvæði um að þær hækkanir sem kynnu að dæmast á laun hjá BHM í kjaradómi, sem féll 9. nóvember, skyldu koma sjálfkrafa á laun banka- manna og var hinkrað við eftir þeim dómi. Strax eftir að sá dómur féll og niðurstaða hans lá fyrir, boðaði SÍB verkfall til að knýja fram sáttatillögu. Á sáttafundi lagði samninganefnd SÍB svo fram kröfur í 10 liðum, þar á meðal nokkrar, sem ekki höfðu sést áður. Á næsta fundi svaraði samninga- nefnd bankanna kröfugerðinni efnis- lega lið fyrir lið. Sáttanefnd hóf þá gerð sáttatillögu, enda timafrestur hennar skv. áður- nefndu samkomulagi að renna út. Sáttatillagan gerði ráð fyrir um nær 2% hækkun launa umfram það sem áður hafði verið samið um auk annarra ákvæða eins og viðleitni við að verða við ósk um barnsburðarfrí í 6 mánuði á hálfum launum viðkomandi starfsmanns. Samninganefnd bank- anna mælti með tillögunni við banka- ráðin, en samninganefnd SÍB tók nú enga afstöðu í málinu! Nýtt andóf Enda þótt sáttanefnd hafi verulega tekið tillit til þeirra atriða, sem SIB gerði kröfu til fyrir gerð sáttatillög- unnar, þá hefjast við kynningu á sáttatillögunni sömu viðbrögð og fyrr. Þó er brugðið á það nýmæli nú að hefja sögusagnir í fjölmiðlum um ýmis atriði eins og um ókunnugleika sáttanefndar á málinu, tregðu samn- inganefndar bankanna til fundasetu eins og sáttanefnd væri ekki til. Einnig var samninganefnd bankanna brugðið um stífni gagnvart kröfum SÍB, enda þótt samningar hefðu verið undirritaðir 4 vikum fyrir almenna kjarasamninga. Sögusagnir gengu um skert laun í desember og um svik á eldri samningum og fleira í þá veru. Þetta er nýr tónn, sem ekki hefur heyrst fyrr í þessum samningaviðræð- um. Samninganefnd bankanna vísar öllum þessum sögusögnum á bug og harmar þennan nýja tón í samskipt- um aðila. Leiðari Bankablaðsins Samningaumleitanir við banka- menn hafa ekki tekið lengri tíma en hjá öðrum og farið hefur verið ítarlega og oftar en einu sinni í gegnum öll atriði kröfugerðarinnar og má m.a. vitna í leiðara Bankablaðsins frá því í des. í fyrra, en þar segir: „Frá því 12. október hafa verið nær vikulegir fundir með undirnefndum samningsaðila, þar sem kröfugerð SÍB hefur verið rædd. Þessar umræður hafa að mati SÍB verið mjög þarfar og gagnlegar. Það er þó augljóst mál að vegna ríkjandi stjórnmálaástands verður ekkert samið fyrir áramót. Þetta varð í raun ljóst í sumar, þegar ASÍ skrifaði undir kjarasamninga sem gilda til nk. áramóta, en þeir samningar fólu í sér að ASÍ fékk eins og aðrtr 3% grunnkaupshækkun. Þetta, ásamt öðru, hafði áhrif á afstöðu bankanna til þriggja prósent- anna 1. júlí, en hefðu þau verið greidd, hefðu bankamenn fengið meiri launa- hækkanir en aðrir launþegar á þessu 3% umfram aðra í blaðafrásögn af blaðamannafundi SÍB nýverið, mátti skilja það, að á árinu 1979 hafi verið tekin af banka- mönnum 3% launahækkun, sem aðrir aðilar hefðu fengið, en eins og sjá má af leiðara Bankablaðsins, er þetta alrangt. Bankamenn fengu sömu grunnkaupshækkanir og t.d. BSRB á samningstímanum. Árið 1978 fengu þeir 3% 1. júní og 3% 1. sept. og 3% 1. apríl 1979. Hitt er annað mál, að samið var um 3 mánaða lengri samningstíma en hjá BSRB og til þess að mæta hugsan- legum grunnkaupshækkunum sem aðrir semdu um á þessum 3 mánuðum voru sett 3 prósent 1. júlí. Í apríl 1979 eru svo sett svonefnd Ólafslög. Taka þau af frekari grunn- kaupshækkanir almennt í landinu, og þar á meðal 3 prósentin 1. júlí 1979. Bankarnir brutu því engan samning. Ef svo hefði verið, gat SÍB hvenær sem var sótt málið fyrir Félagsdómi, en það hefur ekki gerst. í Ólafslögum er einnig kveðið á um að gera megi nýja kjarasamninga, en engir almennir samningar voru gerðir í landinu á þessum tíma eins og rakið hefur verið, sbr. dómsorð kjaradóms BHM í tvígang á þessu ári. Nýr kjarasamningur var svo undir- ritaður 3. október af samningsaðilum og þar var gert ráð fyrir 3,5% hækkun launaliða frá 1. ág. 1980. Við undirrit- un þessa samnings var staðfest það samdóma álit samningsaðila, að þessi launahækkun væri komin til skila. Þessi grunnkaupshækkun tekur gildi frá sama tíma og hjá opinberum starfsmönnum, en samningar ASÍ komu um 3 mánuðum síðar. Krafan, sem bankamenn setja á oddinn nú, er að þeir fái 3% umfram aðra launþega frá 1. júlí 1979, sbr. leiðara Bankablaðsins, sem vitnað er í hér að framan. Bestu kjór miðað við BSRB og BHM í samningnum frá 3. okt. var samið um bestu kjör og vel það, miðað við BSRB og BHM. Þar fengu banka- starfsmenn sömu hækkun í krónutölu og BSRB á hliðstæða launaflokka. Ennfremur fengu bankastarfsmenn hækkað orlofsframlag og hækkað aldursálag auk annarra atriða, sem ekki verða tínd til nú. Þá var samið um að þeir fengju einnig þær hækkan- ir sem BHM kynni að fá að auki í nóvember. Þannig var samið um að bankamenn fengju fyllilega þær hækkanir, sem helstu viðmiðunar- stéttir fengu. t sáttatillögunni voru launaliðir síðan hækkaðir um 1,7 prósent frá 1. nóv. Þá hefur SÍB möguleika á að opna launalið samningsins að nýju sbr. samkomulagið um kjarasamninga, ef því sýnist fólk við sambærileg störf fái meira en bankamenn hafa fengið. Launakjör banka- starfsmanna Vegna villandi frásagna um launa- kjör bankamanna og viðmiðun við aðra er rétt að geta eftirfarandi meginatriða. Flestir bankastarfsmenn, eða um % hlutar þeirra taka laun skv. launa- flokkum 6.-9. Rúm 20% starfsmanna taka hærri laun og tæp 10% eru í lægri flokkum. Skv. tillögu sáttanefndar væru laun í nóvember í flokkum 6 til 9 á bilinu 440 þús. til 600 þús. kr. í þessum flokkum er fólk við almenna af- greiðslu, gjaldkerar og fulltrúar. Hlið- stæð laun hafa flokkar 9—19 hjá BSRB. í nýgerðum kjarasamningi ASÍ, þar sem ýmis álög eru nú innbyggð í launatöfluna, eru launataxtar Verka- mannasambandsins á bilinu 325 þús. til 390 þús. í nóvember. Verzlunarfólk flest nálægt 400 þús. og almennt skrifstofufólk 400-500 þús. kr. Hæsti taxti kjarasamnings ASÍ er 555 þús. kr. í nóv. Þá hafa bankastarfsmenn nokkra sérstöðu um ýmis mál, m.a. fengið fasta greiðslu fyrir að ljúka daglegum verkefnum, styttri dagvinnutíma en almennt tíðkast og fleira í þá veru." Husfelög — Húseigendur \ Verslurfar- !\eigendur». Eigum til afgreiöslu Coronet útiljósaseriur fyrir jólin. Litir: Gult, rautt, blandaö. í hverri seríu eru 10 Ijós meö plasthylki yfir perunni, 1 meter á milli Ijósa, 5 metra kapall. Perur eru í öllum Ijósastæöum. Samþykkt af Rafmagnseftirliti ríkisjns. Vatnsþéttar. Veitum afslátt ef tekiö er í magni, greiöslu- skilmálar. Hafiö samband sem fyrst á meoan birgöir endast. -iSSIíí.tíl'IíS1'* Ármúla 38, Símar 83555-83518. íslenzkt orðtakasafn 2. bindi ÍSLENZK íslenzkt orötakasafn er samiö og búiö til prentunar af einum fremsta málvísindamanni þjóöarinnar, dr. Halldóri Halldórssyni prófessor. (ritinu er aö finna meginhluta íslenzkra orötaka, frá gömlum tírna og nýjum, og er ferill þeirra rakinn til upprunalegrar merkingar. íslenzkt orötakasafn er ómissandi uppsláttarrit náms-mönnum, kennurum og öðrum, sem leita þekkingar á tungu sinni, og jafnframt brunnur skemmtunar hverjum þeim, sem skyggnast vill aö tjaldabaki daglegs máls í ræöu og riti. i \ 'ordwkasafnI eftir Halldór Halldórsson. Önnur útgáfa aukin. 1 haM|X,k(í" ^yh Almenna bókafélagið K£U Austurstræti 18 - Sími 25544 Skemmuvegi 36, Kóp. simi 73055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.