Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 Ábyrgðarlaus og móðgandi ummæli — verksmiðjan á fullan rétt á sér # ^^ í J^lr ^ "t • M ^ft ^ ,r ) Jón Tratistason Helgi Gunnlaugsson Gisli Sumarliðason Móses Guðmundsson Einar Sigurjónsson Ljóem. F.milía. — segja nokkrir starfsmenn Álversins um þá skoð- un iðnaðarráðherra að leggja ætti Álverið niður SVO SEM frá var skýrt í Mbl. í gær, lét Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra þau orð falla i umræðum á Alþingi á fimmtu- dag, að hagkvæmasti virkjunar- kosturinn væri að loka Álverinu og spara með því eina stórvirkj- un og að 600 starfsmenn þess gætu stundað þjóðhagslega heppilegri störf. Mb\ ræddi við nokkra starfsmenn Álversins i tilefni þessara ummæla og spurði hvað þeir vildu segja við þeim. — Starfsemi Álversins er nauð- synleg og á fyllilega rétt á sér og það þarf miklu frekar að efla iðnað sem þennan, sagði Jón Traustason verkamaður hjá ísal. — Okkur finnst við ekki vinna einskis nýt stðrf hér og teljum hér innt mikilvæg störf af hendi. Þetta er líka viðkunnanlegur vinnustaður og vinnan sjálf ekki mjög erfið, en launin eru hærri hér fyrir 8 stunda vinnu en fyrir 10 stunda vinnudag þar sem ég vann áður og má líka nefna að bæjarfélag eins og Hafnarfjörður hefur óbeint mikinn hagnað af starfsemi Álversins. Ábyrgðarlaus ummæli — Mér finnst það bera vott um ábyrgðarleysi gagnvart þeim sem vinna hér að láta svona ummæli falla, því hvernig á að finna mörg hundruð manns nýjan vinnustað, sagði Helgi Gunnlaugsson, verka- maður í steypuskála. — Það hefur verið mikið rætt um þessi ummæli iðnaðarráðherra hér í dag og þeir sem ekki höfðu séð þau voru fræddir um þau. Atvinnuástandið er nú þannig í dag að vart er auðvelt að finna nokkur hundruð manns ný störf og ég álít að við, sem hér vinnum, greiðum mun hærri skatta, en almennt gerist og varla telst það þjóðhagslega óhagkvæmt. En þessi ummæli eru kannski eins og annað, sem heyr- ist frá Alþýðubandalaginu, Svavar ætlar að fella ríkisstjórnina á Helguvíkurmálinu 6g Guðrún ætl- ar að fella hana á Gervasoni- málinu. — Ég hef rætt þessa skoðun iðnaðarráðherra við eina 30 starfsfélaga mína í dag og þeir eru allir „rasandi" yfir þessum um- mælum, sagði Gísli Sumariiðason vélvirki. — Okkur finnast þetta móðgandi ummæli og menn eru að hafa það í flimtingum hér hver við annan, að við séum bara ónytjung- ar! Nei, við teljum okkur enga ónytjunga og spyrjum á móti, við hvað ætlar iðnaðarráðherrann að láta mannskapinn vinna? Bæði þá starfsmenn sem hjá ísal vinna og alla hina, sem óbeint hafa atvinnu sína af starfsemi Álversins. — Ég tel þessa verksmiðju standa alveg fyrir sínu og hún hefur á vissan hátt verið braut- ryðjandi, því varla hefðu stór- virkjanir orðið svo fljótt að raun- veruleika ef Álverið hefði ekki komið til, sagði Móses Guð- mundsson, starfsmaður í kerja- skála. — Þessi orð iðnaðarráð- herra eru því fyrst og fremst leiðinleg fyrir okkur, sem hér vinnum. Hefur gleymt mórgu — Ég hef ekki hitt nokkurn mann hér í dag, sem ekki er bálvondur vegna þessa álits iðnað- arráðherrans á starfseminni hér, sagði einn skálastjórinn, Einar Sigurjónsson. — Ráðherrann segir að við vinnum ekki þjóðhagslega heppileg störf, en ég dreg í efa að hann hafi sjálfur unnið arðbærari störf en menn hér. Það er heitt í mönnum hér vegna þessara orða nú og vegna þess að við höfum þurft að segja upp 12 mönnum í kerjaskálanum vegna orkuskorts nú og hætta þeir störfum hér um áramótin. Þessi orkuskortur er vegna þess að iðnaðarráðherrann átti þátt í því að seinkað var framkvæmdum við Hrauneyja- fossvirkjun. Það er annað en gaman að þurfa að láta þessa hæfu menn hætta störfum. Ráð- herrann segist ekki hafa gleymt 600 starfsmönnum Álversins þeg- ar hann lætur þessi orð falla, en það má benda á að starfsmennirn- ir eru mun fleiri auk allra hinna, sem óbeint koma við sögu. Hvað með starfsmenn Eimskips, sem flytja varning héðan og hingað og hina og aðra, sem atvinnu sína eiga undir Álverinu? Við teljum hann hafa gleymt æði mörgu og þessi orð eru ekki heppileg fyrir mann í ábyrgðarstöðu, en þau hæfa þó vel þeim niðurrifsflokki, sem hann tilheyrir. Ég vildi að lokum beina þeim tilmælum til þeirra starfsmanna okkar, sem nú verða að hætta, að þeir snúi sér til iðnaðarráðherra og hann finni þeim sambærileg störf hvað launakjor varðar, sagði Einar Sig- urjónsson að lokum. Spjallað við starfsfólk og viðskiptavini í bönkum í Rvík og nágrenni: Anna Jón Valgeir Gislason Ragna Jón Ása Albert Þórlaug gisdóttir Bjarnason Eiriksdóttir Meyvantsson Einarsdóttir Svelnsson Guðmundsdóttir Peningaskortur um tíma i sumum bönkum í Verkfali bankamanna mun hefj- ast á mánudag ef ekki verður samið fyrir þunn tíma og leggst þá öll bankastarfsemi niður. Á föstudag var ekki annað fyrir- sjáanlegt en að af verkfaliinu yrði og mikið var um að fólk færi i banka til að taka út peninga. Blaðamaður og Ijósmyndari Morg- unblaðsins komu við í nokkrum bönkum og höfðu tal af afgreiðslu- fólki og viðskiptavinum. I aðalbanka Landsbankans var margt um manninn en menn höfðu þó erindi sem erfiði því bankinn var peningalaus. Var heldur tóml- egt að sjá ofaní peningaskúffur gjaldkeranna því þar sást varla seðill og urðu þeir að vísa öllum frá sem komnir voru til að taka út. Flestir tóku þessu vel en einstaka maður brýndi þó raust sína og lýsti vanþóknun sinni á ástandinu. Anna Birgisdóttir, gjaldkeri, sagði að talsverð ös hefði verið frá því að bankinn opnaði. „Það eru allir að taka út og sumir mjög háar upphæðir. Það var einhvern tíma upp úr tvö sem við urðum uppi- skroppa með peninga en eigum von á sendingu á hverri stundu og munum þá væntanlega geta af- greitt alla okkar viðskiptavini. Þetta hefur verið voðalegt at og þegar svona margir koma í einu til að taka út fer auðvitað allt úr skorðum". „Þetta kemur sér auðvitað illa," sagði Jón Bjarnason sem var stadd- ur í bankanum þeirra erinda að taka út, „en það þýðir ekkert að vera að barma sér — fólk hefur staðið af sér stærri áföll hér á íslandi. Það er líka hægt að greiða með ávísunum ef verkfallið dregst á langinn? „Mér hefur skilist að ávísanir ættu að gilda eins og peningar. Ef það verður ekki tekið við þeim fyndist mér að það ætti að strika allar ávísanir út. Annars hef ég ekki trú á að þetta verði svo langt verkfall", sagði Jón að lokum. Það skal tekið fram að eftir að Morgunblaðsmenn voru á ferðinni barst Landsbankanum umrædd peningasending og tókst að af- greiða alia viðskiptavini bankans fram að lokun. I aðalbanka Útvegsbankan3 var Valgeir Gíslason, gjaldkeri, tekinn tali. „Við höfum haft næga peninga í allan dag en því er ekki að neita að nú eru þeir farnir að minnka. Ég vona þó að þeir endist fram að lokun og tel reyndar allar horfur á því. Ég býst frekar við að það verði verkfall en það verður varla langt, l'or Gunnarsson og Guðrún Bjarnadóttir — þetta er ekki svo mikið sem farið er framá að þeir hljóta að geta samið við okkur". „Ég var í Landsbankanum en þar voru allir peningar búnir", sagði Ragna Eiríksdóttir. „Ég var svo heppin að eiga smá upphæð inni á bók hérna í Útvegsbankanum sem ég ætla að taka út — ég vona bara að það klárist ekki allir peningar meðan ég er að tala við þig. Það er ansi sterkt hjá þeim að fara í verkfall á þessum tíma einmitt þegar kaupæðið er að byrja. Ann- ars hef ég ekki trú á að þetta verkfall standi lengi." Hjá Sparisjóði Kópavogs komum við að luktum dyrum en á þeim var tilkynning þar sem stóð að þeir sem komnir væru til að leggja inn kæmust inn bakdyramegin. Nokkur hópur fólks var fyrir við dyrnar og tókum við einn mann tali þar, Jón Meyvantsson. „Þetta er vont fyrir þá sem eiga sparisjóðsbækur og áttuðu sig ekki á að taka út tímanlega," sagði Jón. „Sérstaklega gæti þetta þó komið sér illa fyrir öryrkja og þá sem ætluðu að sækja bætur hingað í bankann. Fólk lifir ekki á loftinu og allt kerfið miðar við þessa peninga. — Ég hef ekki trú á að þetta verkfall standi lengi, — ef svo fer þá verður maður víst bara að gefa út gúmmítékka þang- að til þeir opna bankana aftur." Ása Einarsdóttir, fulltrúi, hjá Sparisjóði Kópavogs sagði m.a.: „Við lokuðum vegna þess að við töldum okkur ekki geta afgreitt fleiri en komnir voru inn. Þetta er ástand sem við ráðum ekki við, — flestir taka þessu vel og sýna okkur skilning. Við vorum að loka núna um þrjúleytið — annars höfum við getað afgreitt alla með venjulegum hætti í allan dag. Ég tel að við munum geta afgreitt allt þetta fólk sem komið er inn og ef eitthvað verður eftir munum við afgreiða þá sem bíða fyrir utan." I Sparisjóði Hafnarfjarðar var allmikil ös. „Okkur hefur tekist að fljóta í dag", sagði Þór Gunnars- son, starfsmaður bankans. „Ég var orðinn áhyggjufullur á tímabili en er nú bjartsýnn á að okkur takist að lafa þessar mínútur sem eftir eru að lokun. Við höfum aðeins afgreitt okkar viðskiptavini og ekki tekið ávísanir frá öðrum bönkum. — Ég held að það verði verkfall en það verður varla langt — annars er erfitt að spá í þetta." í Útibúi Iðnaðarbankans í Hafn- arfirði varð Albert Sveinsson fyrir svörum. „Það er mjög lítið eftir af peningum hjá okkur núna en klukkan er sem betur fer að verða fjögur þannig að allar horfum eru á að við sleppum. Við höfum reynt að halda eftir fyrir eldra fólk, það á yfirleitt ekki ávísanahefti. Vænt- anlega verður verkfallið stutt þannig að fólk þarf ekki að gera sér áhyggjur. Ég skil ekki í öðru en það hljóti að takast samningar um þessi 3 prósent, — þetta er ekki svo mikil krafa." „Ef úr verkfalli verður þá kemur það sér auðvitað illa fyrir marga, ekki síst fyrir blessaða kaupmenn- ina, núna þegar jólaösin er að byrja", sagði Þórlaug Guðmunds- dóttir. „Ég veit ekki hvort þetta verður langt verkfall eða ekki og vil ekkert um það segja. Maður vonar bara að það leysist sem fyrst."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.