Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 23 Iran: Varað við áróðri gegn klerkræðinu Belrút. 5. desember. AP. ÍRASKAR herþotur gerðu í dag Ioftárásir á írönsku hafnarborgina Bandar- Shahpur og íranir guldu í sömu mynt með árásum á írösku olíuborgina Fao. Einn æðsti klerkurinn í Qom, hinni helgu borg írana, varaði í dag fólk við áróðri gegn klerkræðinu og sagði hann runninn undan rifjum Bandaríkja- manna. Olíuútflutningsborgin Bandar- Shahpur hefur margoft áður orðið vj ^/ *f l^ Veöur víða um heim Akureyri 1 slydda Amsterdam 2 skýjao Aþona 14 skýjao Barcelona vantar Berlín 8 skýjaö Brussel 7 rigning Chicago 4 rigning Feneyjar 4 alskýjao Frankfurt 2 snjókoma Fœreyjar 1 alskýjao Genf 5 snjókoma Helsinki -7 heioskirt Jerúsalem 22 ekýjað Jóhannesarborg vantar Kaupmannahöfr -2 sólskin Las Palmas 21 léttskýjað Lissabon 12 sólskin london 10 skýjað Los Angeles 16 skýjað Madrid 8 sólskin Malaga 14 heiðskírt Mallorca 11 skýjað Miami 24 skýjað Moskva -4 snjókoma New York 2 heiðskírt Osló -2 skýjaö París 6 skýjað Reykjavík -1 skýjaö Rió de Janeiro 37 heiðskírt Rómaborg 5 skýjaö San Fransisco vantar Stokkhólmur -5 heiðskírt Tel Aviv 24 skýjað Tókýó 12 heiðskirt Vancouver -2 snjókoma Vínarborg -2 heiöskírt Petta i/emtst 1492 — Kolumbus finnur Haiti. 1857 — Orrustan við Cawnpore (Kanpur) á Indlandi. Bretar ná aftur borginni eftir umsátur. 1897 — Konstantínópelfriður Grikkja og Tyrkja undirritaður. 1907 — Landamæri Uganda og Þýzku Austur-Afríku ákveðin. 1916 — Þjóðverjar taka Búkarest herskildi. 1917 — Finnar lýsa yfir sjálf- stæði og stofnun lýðveldis — 1.600 farast í árekstri belgísks og fransks skotfæraskips í Halifax, Nova Scqtia. 1921 — írska fríríkið stofnað með friðarsamningi Breta og íra. 1929 — Konur fá kosningarétt í Tyrklandi. 1938 — Frakkar og Þjóðverjar semja um órjúfanleg landamæri. 1961 — Harðir bardagar SÞ og Katangamanna í Kongó. 1966 — Bretar hvetja til refsiað- gerða gegn Rhodesíu. 1971 — Styrjöld Indverja og Pakistana brýzt út — Forseti Suður-Kóreu Chung Hee Park, varar við hættu á innrás úr norðri og lýsir yfir neyðarástandi. 1972 — Síðasta Apollo-tunglskot- fyrir árásum íraka en þar er gríðarmikil olíuhreinsunarstöð, sem íranir reistu í samvinnu við Japani. íranir segja, að töluverðar skemmdir hafi verið unnar á stöðinni en að gefin hafi verið út skipun um tafarlausa viðgerð. í tilkynningu írönsku herstjórn- arinnar segir, að miklir bardagar hafj geisað í Khuzistan-héraði og að írakar hafi gert árangurslaus- ar tilraunir til að ná á sitt vald brúnni yfir Kharkhe-á, sem gæti auðveldað þeim sóknina til Sus- angerd. Yfirlýsingar stríðsaðila stangast hins vegar á að venju og svo virðist sem víglínan hafi ekki breyst að ráði um fimm vikna skeið. Teheran-útvarpið sagði frá því í dag, að ayatollah Montazeri, sem er æðstur klerka í hinni helgu borg Qom, hafi við bænagjörð varað fólk við tilraunum til „að egna hernum gegn fólkinu og klerkastéttinni". Hann sagði, að margar „andklerklegar áróðurs- herferðir hefðu verið farnar innan hersins", en að hermennirnir skyldu minnast þess, að með því gengju þeir erinda Bandaríkjanna og útsendara þeirra. Sendiherrann myrtur að und- irlagi Rússa? WanhinRton, 5. des. AP. BANDARÍSKUR sérfræðingur um málefni Afganistan hefur sakað Sovétmenn um að bera ábyrgð á morðinu á sendiherra Bandarikj- anna i Afganistan, Adolph „Spike" Dubs, á siðasta ári. Sérfræðingurinn, Louis Dupree, sagði á fundi hjá kvenfélagi Demó- krataflokksins í dag, að Rússar hefðu með morðinu viljað binda enda á tengsl Dubs við stjórn vinstrisinna í Afganistan, því þeir hefðu verið uggandi um að Dubs gæti haft of mikil áhrif á stjórnina. Vitað er að Dubs átti að minnsta kosti fjórtan sinnum fund með ráðherrum stjórnarinnar. Háttsettur opinber starfsmaður í Bandaríkjunum sagði, að mjög lítið væri vitað um morðið á Dubs. Jané A. Coon sagði, að nöfn morðingj- anna væru kunn en ekkert vitað um hvaða stjórnmálaöflum þeir væru tengdir. Dupree segir, að í Frakklandi hafi nýlega komið út bók eftir mann, sem segist viðriðinn málið, og varpi hún nýju ljósi á málið. ið. Apollo 17 skotið frá Kennedy- höfða. 1976 — Kosningaósigur frjáls- lyndra demókrata í Japan eftir 21 árs stjórn og tímamótum spáð. Afntæli. Warren Hastings, land- stjóri á Indlandi (1732—1818) - J.L. Guy-Lussac, franskur efna- fræðingur (1778-1850) - Agnes Moorhead, bandarísk leikkona (1906-1974). Andlát. 1882 Anthony Trollope, rithöfundur. Innlent. 1859 f. Einar H. Kvaran — 1949 Þriðja ráðuneyti Ólafs Thors skipað — 1950 Hrun stórs hluta Eldeyjar uppgötvað — 1963 Þrír Frakkar stíga fyrstir manna á land í Surtsey — 1965 Laugar- dalshöll opnuð — 1975 „Þór" og „Ægir" halaklippa tvo brezka tog- ara - 1976 „Handtökumálið" - 1895 f. dr. Þorkell Jóhannesson — 1916 f. dr. Kristján Eldjárn fv. forseti. Orð dagsins. Sá sem ætlar að stjórna öðrum verður fyist að geta sjórnað sjálfum sér — Philip Massinger, enskt leikskáld (1583-1640). LÁTINN er i Danmörku stjórn- málamaðurinn og blaðamaður- inn Ole Björn Kraft. fyrrver- andi ráðherra og þingmaður íhaldsflokksins frá 1926 til 1964, þegar hann dró sig í hlé. Ole Björn Kraft var varnar- málaraðherra í stjórninni, sem mynduð var í lok siðasta stríðs. þegar hernámi Þjóðverja lauk. og utanríkisráðherra í stjórn Erik Eriksens árið 1950. Hann var 87 ára gamall þegar hann lést. Ole Björn Kraft gerðist blaða- maður við Aarhus Stiftstidende 1919 en á fjórða áratugnum fór Ole Björn Kraft Ole Björn Kraf t látinn í Danmörku hann til starfa á Berlingske Tidende og skrifaði meira og minna fyrir það blað allt fram til 1964. Hann hóf afskipti sín af stjórnmálum á tímum fyrri heimsstyrjaldar og barðist æ síðan fyrir þeim hugsjónum sem hann hafði að leiðarljósi, virð- ingu fyrir kristinni trú, föður- landinu og konungdæminu. Gifurlegar oliulindir finnast i Siberiu Stokkhólmi. 5. des. AP. MESTU olíulindir í sogunni. u.þ.b. 619 milljarðar tonna. hafa fundist í Síberíu, að því er talsmaður sænsks ráðgjaí- arfyrirtækis sagði í dag. Ef rétt er með farið. munu hinar miklu Bazhenov-olíulindir í Síberíu gefa aí sér tvöfalt meiri olíu en nokkrar aðrar áður þekktar oliulindir. Sænska fyrirtækið Petro- studies hefur sérhæft sig í að meta gas- og olíulindir í Sovét- ríkjunum og er þekkt fyrir góð sambönd við sovéska sérfræð- inga. Talsmaður þess, Manlio Jermol, sagði, að upplýsingar sínar hefði fyrirtækið frá áreiðanlegum heimildum í rússneska jarðfræðiráðuneyt- inu og að nk. mánudag yrði gefin út skýrela um þennan mikla olíufund í Sovétríkjun- Benn komst ekki i skuggaráðuneytið London. 5. desember. AP. KOSIÐ var í „skuggaráðu- neyti" brezka verka- mannaflokksins í dag og íóru vinstrisinnaðir þing- menn flokksins óvænt hall- oka. Þannig náðu t.d. hvorki Anthony Wedgwood Benn né Eric Heffer, sem verið hafa í forsvari fyrir vinstri helming flokksins, kjöri í skuggaráðuneytinu. Kosnir Anthony Benn voru sjö úr hógværari helmingi flokksins og fimm vinstrimenn, en Michael Foot, leiðtogi flokksins, mun síðan tilnefna fleiri tií starfa í „skuggaráðuneyt- inu". Efstur í atkvæðagreiðsl- unni varð Roy Hattersley og næstir komu Eric Var- ley, Gerald Kaufman og Merlyn Rees. Hamilton Shirley Amerasinghe: „Framlag hans til hafrétt- armála er verðugur bauta- steinn um mikinn mann" - sagði Kurt Waldheim, aðalritari SÞ, um hann látinn HAMILTON Shirley Amera singhe, Sri l.anka -búinn, sen? var forseti Allsherjarþing! Sameinuðu þjóðanna árið 1976. lést í gær, 67 ára að aldri. Banamein hans var heilablóð- fall. Amerasinghe var forseti Haf- réttarráðstefnu SÞ þegar dauða hans bar að, en á vegum hennar er nú unnið að því að leggja síðustu hönd á alþjóðlegan sátt- mála um siglingar og hagnýt- ingu málma á botni úthafanna. Kurt Waldheim, aðalritari SÞ, lét í ljós „djúpa hryggð" vegna fráfalls Amerasinghe og lýsti honum sem „uppörvandi félaga, einlægum vini og miklum stuðn- ingsmanni Sameinuðu þjóðanna og samvinnu manna á meðal". Waldheim veik að þeim mikla árangri, sem orðið hefur á Haf- réttarráðstefnunni í Genf að undanförnu og sagði, að „fram- lag hans á þeim vettvangi væri verðugur bautasteinn um mik- inn mann". Amerasinghe var maður hátt- vís og fágaður en hafði þó gaman af græskulausri kímni þegar svo bar undir. Hann átti fyrst sæti í sendinefnd þjóðar sinnar á þingi Sameinuðu þjóðanna 1957 en tíu árum síðar varð hann fasta- fulltrúi Sri Lanka hjá SÞ og gegndi því starfi til 1978. Hann var, kosinn forseti Hafréttarráð- stefnu SÞ 1973. Amerasinghe var tvisvar í kjöri til embættis aðalritara Sameinuðu þjoðanna en náði kjöri í hvorugt skipti. Amerasinghe kom eigi alllítið við sögu íslensku þjóðarinnar vegna baráttu hennar fyrir út- færslu fiskveiðilandhelginnar í 200 mílur. Á Hafréttarráðstefn- unni í Genf í apríl 1975 höfðu fulltrúar nokkurra þjóða farið fram á, að bann yrði sett inn í drög að samningi í lok ráðstefn- unnar þess efnis, að ríki, sem aðild ættu að viðræðunum, gerðu engar einhliða ráðstafanir með- an málið væri á umræðustigi. I samtali, sem fréttaritari Mbl. átti þá við Amerasinghe, sagði hann, að hann teldi ein- hliða útfærslu íslendinga í 200 mílur að fundinum í Genf lokn- um síður en svo alvarlegt mál og að slík útfærsla væri í samræmi við heildarstefnuna, sem mörkuð væri. Óhætt er að segja, að þessi skilningur Amerasinghe hafi verið Islendingum styrkur og gott veganesti þegar til útfærsl- unnar kom. Amerasinghe kom í heimsókn hingað til lands og í viðtalinu við fréttaritara Mbl., sem áður er getið, sagði hann, að ísland væri eitt yfirlætislausasta land, sem hann hefði kynnst, látlaust og fagurt, — „og virtist hann eiga við þjóðlífið eins og hann kynnt- ist því, frekar en náttúrufegurð- ina," eins og hann sagði í viðtalinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.