Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 39 aðarmálum, bæði innan lands og utan. Þegar hann kom úr bænda- ferðum, hafði hann frá mörgu að segja. Hann var virkur þátttak- andi í sinni stétt og þeim störfum, sem honum voru þar falin, en á sinn hljóðláta og yfirlætislausa hátt. Hann var ávallt hreinskipt- inn og lét gott af sér leiða. Hjartahlýjuna hans, sem áður er getið, kunni ég vel að meta og er ekki einn um það. Þegar ég var sóknarprestur í Vík og í Mýrdaln- um, varð ég oft var við góða hugann frá fólkinu til Sigursveins. Það hefur löngum verið mikill myndarbragur á heimilinu hans, eiginkonunnar og barnanna þeirra. Sigursveinn var þeim góða kosti prýddur að vera heimakær. Hann kunni því vel að meta þann aðlaðandi unaðsreit, sem heimilið á Norður-Fossi var og er. Hann var háttvís maður og eins og bræður hans í Gunnarsholti, Run- ólfur og Páll, þá var Sigursveinn maður dugnaðar og drengskapar, gróðurs og ræktunar. Stóru sárin ættjarðarinnar vildi hann græða. Fjölskylda Sigursveins þekkir þann sígilda sannleika, sem krist- indómurinn færir: Af þeim, sem er mikið gefið, verður mikils krafist. í litlu, en hlýlegu sóknarkirkj- unni sinni, Reyniskirkju, var Sig- ursveinn kvaddur á allra heilagra messu, 1. nóv. sl. Þangað kom fjöldi manns víða að í dýrðlegu veðri. Ekki langt frá hvílir forfað- irinn, læknirinn og náttúrufræð- ingurinn frægi, Sveinn Pálsson. Kvöldsólin í Mýrdalnum fagra vermir þeirra beggja gröf. Þegar góður maður kveður, koma fram góðar minningar. Ég og konan mín kveðjum minn eftirminnilega og hugljúfa frænda. Virðingu okkar, vináttu og þakkir átti hann allt af. Guð blessi minningu hans og ástvini hans alla. Allt far Sigur- sveins og breytni við náungann átti ræturnar sterku í biblíunni: „Þér skuluð elska hver annan á sama hátt og ég hefi elskað yður“. Séra Páll Pálsson, Bergþórshvoli. Basar fóstrunema NEMENDUR 3ja bekkjar Fóstruskóla íslands halda hinn árlega basar sinn í húsnæði skólans við Lauga- læk laugardaginn 6. des. Á boðstólum verður margt góðra muna, svo sem jólaskraut, barnafatnaður allskonar, handunnar dúkkur og dýr og margt fleira. Einnig formkökur, tertur, smákökur og smá- blóm. Greiðslu- skilmálar vöruL'eriíuHÍ»^, BJÖRNINN: Skúlatúni 4. Sími 25150. Reykjavtk I Vegg- og loft- klæðningar 8 viðartegundir. Verö frá kr. 3.250.- pr. m* með söluskatti. Okkur vantar duglegar stúlkur og stráka AUSTURBÆR Austurstræti og Hafnarstræti VESTURBÆR Hagamelur 35408 ÞILPLOTULIM GRIPFILL Nu er óþarfi að negla eða skrúfa þiljur og plötur á veggi og loft, engin naglagöt og misfellur lengur. Þú notar auövilaö sterka llmefniö frá Colas, sem er framleitt sérstaklega til þessara nota. Þaö er I þrýstitúpum sem gerir verkið hreinlegt og auðvelt. Olíufélagið Skeljungur hf Verslunin Suðurlandsbraut 4, Stmi 38100 og 38125. Btrgðastöð við Skerj^jorð. Simi 11425.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.