Morgunblaðið - 09.05.1981, Side 5

Morgunblaðið - 09.05.1981, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1981 5 Hér ræðast þeir við Thorbjörn Fálldin og Gunnar Thoroddsen i móttöku forsætisráðherra. Heimsókn forsætisráðherra í Svíþjóð: . * — v Kjarnorkuvopn, þorskastríð og barátt- an við verðbólgu meðal umræðuefna Frá (luAíinnu RaKnarsdóttur. Stokkhólmi. 8. mai. ÞAÐ eru sannarlega viðburðarik- ir dagar í Svíþj<)ð, þessir fyrstu vordagar, þegar Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra og kona hans eru hér í opinberri heim- sókn. Stjórnarfall, stór verkfoll og fjöldauppsagnir dynja yfir þjóðina hvert á fætur öðru. En milli kreppufunda og samninga- viðleitana. stjórnmálaþrass og sjónvarps- og hlaðaviðtala þeytist forsætisráðherrann. eða fyrrver- andi forsætisráðherrann, um Iwr- inn með hinum íslensku gestum sínum eins og ekkert hafi i skorist. I dag ræddu Fálldin og Gunnar Thoroddsen um sameiginleg nor- ræn málefni, samskipti landanna, viðskiptamál, m.a. norræna sam- vinnu, þar sem aðeins tvö eða þrjú Norðurlandanna taka'þátt og hlut- á blaðamannafundi forsætisráðherra í Svíþjóð í gær verk norræna fjárfestingabankans í því sambandi. í hófi sem sænska ríkisstjórnin hélt forsætisráð- herrahjónunum í gærkveldi sagði Thorbjörn Fálldin m.a.: „Það er nauðsynlegt aö Norðurlöndin vinni að sameiginlegri lausn ýmissa mála, ekki sízt vegna þeirra alþjóð- legu efnahagserfiðleika sem steðja að. Við verðum að vinna að því að auka markaði innan Norðurland- anna. Þar geta ríkisstjórnirnar gert margt m.a. með því að auð- velda samvinnu á iðnaðarsviðinu, samræma lög og reglur og styrkja fyrirtæki sem vilja einbeita sér að norrænum markaði." í dag hélt Gunnar Thoroddsen blaðamannafundi þar sem hann var m.a. spurður álits á kjarnorku- vopnum á Norðurlöndum, hvort frekari þorskastríða væri að vænta og hvaða aðferðum stjórn hans hefði beitt gegn verðbólgu. Á morgun fer Gunnar Thorodd- sen ásamt fylgdarliði sínu til Skánar með Thorbjörn Fálldin og verður þar fram á sunnudag, en þá er opinberri heimsókn hans lokið. "HÚS AR NARTAK Box : 317,121 Rvík. HRINGIÐ STRAX - eöa skrifiö. Eftir viku kann þaö aö vera oröiö of seint. Símar: 83195, 36052, 10258 og 10680. MÁLARANS^ ( sögusjór Jóns Engilberts) Ný wtgáfa, aukin takmarkad upplag, HÚS MÁLARANS, minningasjór Jóns Engilberts, sem Jóhannes Helgi setti vörpu sína í fyrir réttum tuttugu árum og þjóöarathygli vakti, hefur veriö kölluö „bókin sem getur ekki dáiö“. ARNARTAK, nýstofnaö forlag, sem hefur þaö aö markmiöi aö koma bókum mun ódýrari til fólks en verið hefur og byggir því á hraðsölu takmarkaös upplags á áskriftarveröi, lætur þaö veröa fyrsta verk sitt aö endurútgefa þessa bók aukna og í nýjum búningi í ágúst-september, (markaösverö, samanburöarverö: 265 kr.). ARNARTAK býöur yöur bókina innbundna á 185 krónur, ef pantaö er strax. Heimsending innifalin í veröinu. Greiösla viö móttöku. Árituö eintök í boði, ef óskaö er. ARNARTAK vandar til útgáfunnar; hún mun hafa aö geyma 25 myndasíöur, allt frá bernsku Jóns til loka stormasamrar ævi. Kjörin bók jafnt til eignar og gjafa. „HÚS MALARANS. LÍFSSPJALL JÓNS ENGIL- 8ERTS — VAR HRIKALEG BÓK, STÓRBROTIN, JAFNVEL MEO TRÖLLSLEGUM YKJUM, EN ÁTTI ÞÓ ALLAR TÍÐIR TIL OG BJÓ YFIR TÓFRUM, STÓRKARLALEGUM OG BARNSLEGUM í SENN. ÞESSI BÓK SKAR SIG HREINLEGA ÚR FLOKKI CVIMINNINGA". (ANDRÉS KRISTJÁNSSON. TIMINN DES. 1982). „SAGAN ER BLOÐHEIT, GÁSKAMIKIL OG BRENNANDI OG ÞÓ Á BAK VID HIN EILÍFA ÞRÁ OG DJUPA INNSÆI... ÞETTA ER SVO INNVIDA- MIKIL SAGA AÐ ÉG MUN ALDREI GLEYMA HENNI.“ (VSV. ALÞYDUBLADIID DES. 1981). „ÞETTA ER SNILLILEGA GERD BÓK, EIN HIN BESTA SEM ÉG HEFI LENGI LESIO. ÞAR FER SAMAN GLÆSILEGT OG MYNDRRÍKT MÁLFAR, SEM NÆR ALDREI BREGZT OG KUNNÁTTU- SAMLEG EFNISMEDFERD.“ (JÓN HELGASON TÍMINN 18. DES. 1981). „ÚR SAMRÆDUM JOHANNESAR OG JÓNS ENGILBERTS HEFUR ORÐID EIN HIN SKEMMTI- LEGASTA BÓK SEM ÉG HEFI LENGI LESIÐ OG MADUR SLEPPIR HENNI EKKI FYRR EN HENNI ER LOKIÐ. HÚN ER SVO MISKUNNSAMLEGA LAUS Vlö GERVIHÁTÍDLEIKANN OG TILGERÐ- INA.“ (SVERRIR KRISTJÁNSSON, MÁNUDAGS- BLADID 21. DES. 1961).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.