Morgunblaðið - 09.05.1981, Page 21

Morgunblaðið - 09.05.1981, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAI 1981 21 flutt 1946, þá var tækjakostur aukinn og orðið mun rýmra um reksturinn en verið hafði á Freyjugötunni og starfsmönnum hafði þá fjölgað um helming. Með auknum verkefnum fjölgaði starfsmönnum og voru þeir orðnir rúmlega 20 þegar fyrirtækið var næst flutt um set. Þaðan lá leiðin svo að Bræðraborgarstíg 7. Með flutningunum þangað var tekið stórt stökk fram á við og offset- tæknin tekin í þjónustu fyrirtæk- isins. Keypt var stór ög fullkomin prentvél og annar útbúnaður í samræmi við kröfur nútímans. Þetta var árið 1967. Fljótlega eftir að fyrirtækið flutti á Bræðraborg- arstíginn keypti það setningar- tölvu og jukust þá umsvifin í sambandi við offsetprentunina að mun. Um þetta leyti voru starfs- menn Odda orðnir um 40. Bætt var við húsnæðið 1971 með kaup- um á húseigninni við Bræðraborg- arstíg 9. Starfsemin óx síðan jafnt og þétt með hverju ári og voru þrengslin farin að standa henni verulega fyrir þrifum síðustu árin. Vinnustaðir prentverkefnanna voru orðnir á einum fimm hæðum í húsakynnum fyrirtækisins og fylgdi því ýmislegt óhagræði að þurfa að flytja pappírinn marg- sinnis upp og niður í húsinu frá því að vinnsla hófst og þar til prentun og bókbandi var lokið.“ Stefnum að því að ná sem mestu af íslenzkri prentun inn í landið ok sömuleiðis að fá verkefni erlendis frá Hvert er nú stefnt eftir að þessum mikilvæga áfanga er náð? „Við stefnum náttúrlega hátt og gerum ráð fyrir því að með þessu nýja húsnæði aukist möguleikar okkar verulega, bæði hvað varðar uppsetningu vélasamstæðna, bætta vinnuaðstöðu og möguleika til stækkunar. Því er það ákveðið að kaupa nýja setningartölvu, sem yrði til mikilla hagsbóta og vinnu- flýtis og í haust munum við taka í notkun alsjálfvirka bókbandsvél, sem verður sú fyrsta sinnar teg- undar hér á landi og mun valda algjörri byltingu hjá okkar hvað afköst snertir. Þá stendur það til að kaupa fjögurralita prentvél, en við höfum einmitt sérhæft okkur í litprentuji. Sú vél myndi gera okkur kleift að vanda litprentun- ina enn meir en nú er auk þess, sem vinnsluhraði verður þá miklu meiri. Með þessari auknu tækni ætti okkur að vera mögulegt að ná aftur inn í landið miklum hluta þeirrar prentunar, sem nú fer fram erlendis og einnig ættum við að hafa aukna möguleika á prent- un fyrir erlend fyrirtæki. Á síð- ustu árum höfum við gert nokkuð af því að prenta fyrir erienda aðilja, meðal annars Færeyinga og Norðmenn, og hefur það sýnt að við erum fyllilega samkeppnisfær- ir við erlenda aðilja á því sviði." Allt frá nafnspjöldum upp í viðhafnarútgáfur b<')ka Hver eru helztu verkefni prentsmiðjunnar? „Þá tæplega fjóra áratugi, sem prentsmiðjan hefur starfað hefur verið lögð megináherzla á vandaða vinnu á sem flestum mögulegum sviðum. Verkefnin, sem unnin eru hjá okkur, eru því mjög fjölbreyti- leg, allt frá nafnspjöldum upp í glæsiútgáfur stærstu og vönduð- ustu bóka. Við prentum bréfsefni, veggspjöld, reikningseyðublöð, launaávísanir, bíómiða, flösku- miða, kynningarbæklinga, alman- ök, plötuumslög, skýrslur, kennslugögn, skýrslu- og tölvu- pappír ýmiss konar auk þess sem Oddi prentar tímarit og bækur af öllum stærðum og gerðum og þar á meðai er sú bók, sem flestir landsmenn glugga í, það er síma- skráin. Verksmiðjan hefur sér- hæft sig í litprentun og prentun á alls konar skýrslu- og tölvupappír og vinnum við nú meirihluta slíkra verkefna. Á síðasta ári voru 85 titlar innbundinna nýrra bóka unnir hjá prentsmiðjunni auk um 15 endurútgefinna titla. Síma- skráin er þó stærsta verkefnið, en hún hefur verið prentuð hér í 12 ár og nú er upplag hennar um 110.000 eintök." Þróunin hlýtur að fara að hæjí ja á sér Hefur þróunin ekki verið með ólíkindum undanfarin ár? „Jú, það er óhætt að segja það, þú getur rétt ímyndað þér muninn á því þegar við byrjuðum þrír fyrir næstum fjörutíu árum. Tæk- in bötnuðu stöðugt og svo kom offsetprentunin til skjalanna, sem kannski hefur verið stærsta stökk- ið fram á við. Nú eru setningar- ■ tölvurnar líka að mestu búnar að leysa gömlu blýsetninguna af hólmi og vélarnar þróast hreint ævintýralega hratt. Annars held ég að þróunin hljóti að fara að hægja nokkuð á sér þó maður viti í raun og veru ekki hvað örtölvu- byltingin getur gert í þessu sam- bandi." HG ' Séð yflr tölvusetningarborðin ug umbrotsdeildina. Ljósmyndir Mbl. Emilía Björg. Styrkir til varðveislu verðmæta lands og menningar: Þjóðhátíðarsjóður úthlutar tæpum 2 milljónum króna Lokið er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 1981, og þar með fjórðu úthlutun úr sjóðnum. Alþingi ályktaði hinn 4. maí 1977 að heimila ríkisstjórninni að setja Þjóðhátíðarsjóði skipu- lagskrá. Stofnfé sjóðsins er ágóði af útgáfu Seðla- banka íslands á þjóðhátíðarmynd í tilefni 1100 ára búsetu á íslandi 1974. Forsætisráðuneytið samdi skipulagsskrá sjóðsins í umboði ríkisstjórnarinnar, og í samráði við dómsmálaráðuneytið og Seðlabanka íslands, hefur hún birzt í B-deild Stjórnartíðinda og er nr. 361 frá 30. september 1977. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveizlu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveizlu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum Þjóðminja- safns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfun- arfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a og b. Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau. I stjórn sjóðsins eiga sæti: Björn Bjarnason, blaðamaður, formaður; Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, varaformaður; Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráðherra; Gils Guðmundsson, fyrrv. forseti sameinaðs Alþingis og Gísli Jónsson, mennta- skólakennari. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, tók sæti Gils Guðmundssonar í stjórn sjóðsins við úthlutun þessa, vegna fjarveru Gils utan lands. Ritari sjóðsstjórnar er Sveinbjörn Hafliðason, lögfræðingur. I samræmi við 5. gr. skipulagsskrár sjóðsins voru styrkir auglýstir til umsóknar í fjölmiðlum í lok desember 1980 með umsóknarfresti til 20. febrúar sl. Ráðstöfunarfé sjóðsins í ár nemur kr. 1.920.000.00, þar af skal fjórðungur, 480 þús. kr., renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Nátt- úruverndarráðs og fjórðungur, 480 þús. kr., skal renna til varðveizlu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum Þjóðminja- safns, skv. ákvæðum skipulagsskrár. Allt að helmingi ráðstöfunarfjár á hverju ári er varið til styrkja skv. umsóknum og voru því allt að 960 þús. kr. til ráðstöfunar í þennan þátt að þessu sinni. Alls bárust 69 umsóknir um styrki að fjárhæð um 3 millj. kr. Hér á eftir fer skrá yfir þá aðila og verkefni, sem hlutu styrki að þessu sinni, en fyrst er getið verkefna á vegum Friðlýsingarsjóðs og Þjóðminjasafns. F riðlýsingarsjóður Samkvæmt skipulagsskrá Þjóðhátíðarsjóðs skal Friðlýsingarsjóður verja árlegum styrk til náttúru- verndar á vegum Náttúruverndarráðs. Náttúru- verndarráð hefur ákveðið að verja styrknum, eftir því sem hann hrekkur til, í eftirtalin verkefni: 1. Rannsóknir á áhrifum friðunar á gróður í Skaftafelli. 2. Myndkort af Jökulsárgljúfrum. 3. Fræðslustofa í Ásbyrgi. 4. Likan af Jökulsárgljúfrum. 5. Náttúruverndarkönnun Mývatnssveitar. 6. Lífríkiskort af botni Mývatns. 7. Stækkun rannsóknarstöðvar við Mývatn. 8. Girðing Búðahrauns. 9. Girðing Hveravalla. 10. Göngubrú við Landmannalaugar. Þjóðminjasafn Samkvæmt skipulagsskrá Þjóðhátíðarsjóðs skal Þjóðminjasafnið verja árlegum styrk til varðveizlu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningar- verðmæta á vegum safnsins. Þjóðminjavörður hefur gert grein fyrir ráðstöfun styrksins í ár og eru þessi verkefni helzt: 1. Kopiering gamalla ljósmynda safnsins og skrán- ing og aðhlynning ljósmyndasafnanna. 2. Söfnun heimilda um fiskveiðar á skútum. 3. Framhald viðgerðar Grundarkirkju i Eyjafirði. 4. Framhald viðgerðar bæjarins á Galtastöðum. 5. Framhald endursmíða verzlunarhúsa frá Vopna- firði í Árbæjarsafni. 6. Framhald fornleifarannsókna að Stóruborg undir Eyjafjöllum. 7. Útgáfa sýningarskrár um silfursýningu í safnjnu. Úthlutun styrkja skv. umsóknum: UmM»kjandi Vtrktfni Styrkur 1. Torfusamtokin EndurhvKKÍnK Bankastrætis 2. Revkjavik 25.000.00 2. Bókasafn Flateyjarhrepps tokaáfanKÍ endurbyKKÍnKar bókhloðunnar i 3. ImI. fluKsoKufélaicid Flatey 25.000.00 EndurbyKKÍnK á TF-Ö^n 20.000.00 4. Bæjarsjódur Hafnarfjaröar ViÖKerð á Bryde-pakkhúsi 50.000.00 5. ByKKÓa-safnió SkÓKum Húsavernd o.fl. 20.000.00 6. HúsfriÖunarsjóður Akureyrar Endurreisn Laxdalshúss 25.000.00 7. SÍKurfarasjoóur Framhald viðxerða á kútter SÍKurfara 50.000.00 8. Zontaklúbhur Akureyrar Viðhald á Nonnahúsi 15.000.00 9. Húsfrióunarnefnd tsafjaróar ViðKerð verzlunarhúsa i Neðstakaupstað 30.000.00 10. ByKKÚasafn A-Skaftafellss. UpphvKKÍnK safnhúsa o.fl. 25.000.00 11. Safnahúsid Húsavik Innrétta sali fyrir hvKKðasafn 30.000.00 12. Hörður ÁKÚstsson HúsaKerðarleK þróunarsaKa ísl. hiskupsstóla o.fl. 30.000.00 13. Safnastofnun Austurlands Sófnun muna. skjala ok Kamalla Ijósmynda 15.000.00 14. Minjasafn Austurlands ViðKerðir Kamalla muna 10.000.00 15.Árni Bjornsson Til varðveislu ok skráninuar tónverka Árna Bjórnssonar 20.000.00 10. Þjoóskjalasafn Kaup á pappirsfyllinKartæki 10.000.00 17. Héraósskjalasafn A-Húnavatnss. Söfnun ok skráninK skjala 20.000.00 18. KvennasóKusafn Islands Flokkun ok skráninK rita 20.000.00 19. InKa Lára Baldvinsdóttir Sófnun KaKna til soku Ijósmvndunar á tslandi 15.000.00 20. Landsbókasafn íslands Filmun vmissa hlaða ok tímarita frá 19. öld 25.000.00 21. ByKKÓasafn Akraness SkráninK á munum safnsins 5.000.00 22. Héraósskjalasafn SkaKfiróinKa Sófnun ok skráninK Ijósmvnda 5.000.00 23. Sjóminjasafn Austurlands Sófnun ok viðKerð sjóminja 10.000.00 24. Héradsskjalasafn Svarfdada SkráninK ‘>K varðveisla heimilda 15.000.00 25. Náttúruverndarráð ÓtKáfa ha klinKa ok lesarka 25.000.00 26. Náttúruverndarráð Likan af JokulsárKÍjúfri ok umhverfi ok loft- mynd af JókulsárKljúfrum 20.000.00 27. Landakirkja Söfnun ok skráninK soKuleKra minja veana Landakirkju 10.000.00 28. Líf ok land l’tKáíu- ok fræðslustarfsemi 15.000.00 29. SÍKlufjarðarkaupstaður Sófnun ok skráninK soKuleKra minja i SÍKÍufirði 10.000.00 30. Hið ísl. bokmenntafélaK ÚtKáfa annála 1100—1800 30.000.00 31. I>andvernd ÚtKáfa rita. veKKspjalda ok lesarka 30.000.00 32. SóKufélaK ÚtKáfa Landsyfirréttar- ok ha-staréttardoma 1802-1873 30.000.00 33. Fornleifarannsóknir i Herjólfsdal Til að Ijúka rannsóknum í Herjólfsdal 50.000.00 34. Vestfirsk náttúruverndarsamtok SkráninK náttúru- ok söKuleKra minja 30.000.00 35. ReykjanesfólkvanKur GróðurathuKun á fólkvanKÍnum. s.hl. 25.000.00 36. Guðrún Gisladóttir Rannsokn á RevkjanesfólkvanKÍ 20.000.00 37. FuKlaverndarfél. íslands Verndun ísl. hafarnarstofnsins 10.000.00 38. NáttúruKripasafnið Akureyri Úrvinnsla nátturuverndarkonnunar i Mvvatns- 39. Samtók um náttúruvernd á Norð- sveit 15.000.00 urlandi NáttúruminjaskráninK I SkaKafirði ok N-ÞinK- 40. óskar Gislason eyjarsýslu 15.000.00 EndurkópierinK ok varðveisla kvikmynda óskars Gislasonar 00.000.00 41. ÞjoðbúninKanefnd LeiðbeininKastöð um Isl. þjóðbúninKa 35.000.00 42. PrestafélaK Ilólastiftis Reisa minnisvarða vegna 1000 ára kristnihoðshátiðar 1981 15.000.00 Alls kr. 960.000.00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.