Morgunblaðið - 25.06.1981, Page 3

Morgunblaðið - 25.06.1981, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981 Hverju breytir fulltrúafjöldinn í borgarstjórn? Sjálfstæðisflokkurinn hefði hald- ið meirihluta sínum til 1978 hefðu borgarfulltrúar verið 21 TILKYNNT hefur verið að vinstri meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur muni leggja fram tillögu um fjölgun borgarfulltrúa úr 15 í 21 fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í lok maí á vori komanda. Morgunblaðið hefur af þessu tilefni tekið saman tölur um hver úrslit kosninga hefðu orðið, ef fjöldi borgarfulltrúa hefði verið annar en nú er í nokkrum undanfarandi kosningum. SjálfstæðÍ9flokkurinn hafði meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur allt frá því að flokk- urinn var stofnaður árið 1929, og til ársins 1978, er hann tapaði meirihlutanum. í kosningunum 1978 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 7 menn kjörna, en Alþýðuflokk- ur, Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokkur 8 menn samtals. Munaði rösklega 600 atkvæðum á 8. manni Sjálfstæðisflokksins og 8. manni vinstri flokkanna. Borgarfulltrúum í Reykjavík var fjölgað í 15 árið 1930. Flokk- urinn hélt meirihluta sínum allt til 1978, sem fyrr segir. Flokkur- inn hefði einnig haldið meiri- hluta sínum hefðu borgarfulltrú- ar verið 21, allt til kosninganna 1978, en þá hefði flokkurinn fengið 10 fulltrúa kjörna. Hefðu borgarfulltrúar á hinn bóginn verið 27 talsins, en sá fjöldi hefur nokkuð verið til umfjöllunar, hefði Sjálfstæðisflokurinn haldið meirihlutanum til 1970, en síðan unnið meirihluta 1974 og 1978. Árið 1970 hefði flokkurinn fengið 13 borgarfulltrúa í 27-fulltrúa kerfi, 17 árið 1974 og 14 árið 1978. Þessar tölur sýna, að útkoman hefði orðið hin sama, hvort heldur borgarfulltrúar hefðu verið 15 eða 21, en með 27 borgarfulltrúum hefði Sjálfstæð- isflokkurinn misst meirihlutann eitt kjörtímabil, 1970 til 1974. Taflan sem hér er birt sýnir hver útkoman hefði orðið í þessum tveimur kerfum, 21 borgar- fulltrúa eða 27, og má lesa úr henni það sem að framan er rakið, en tölurnar ná til fjölda borgarfulltrúa á árunum 1930 til 1978. Allir geta hringt beint til útlanda NÚ ER lokið breytingum á 95-svæðinu fyrir beint val til útlanda og geta því allir not- endur sjálfvirka símakerfisins valið beint til útlanda. í sambandi við valið til útlanda skal símnotendum bent á leiðarvísi á bls. 10—13 í símaskránni. Lúðvik Kristjánsson rithöfundur Háskólahátíð: 3 Steindór Steindórsson frá Hlöðum 1930 1934 193« 1942 1946 1950 1954 195« 1962 1966 1970 1974 197« AlþýOu/lokkur 7 7 «♦ 4 3 3 3 1 2 3 2 1 3 Framsðknarflokkur 2 1 1 1 1 1 1 2 3 3 4 3 2 Sðslalistaflokkur 1 5 6 6 4 Sjálfstrðisflokkur 12 12 12 11 11 11 11 13 12 11 11 13 10 Sairtök frjálslyndra 1 Alþýðubandalap 4 4 4 3 4 6 » jððvamarflokkur 2 1 Alþýðuflokkur 9 9 10^ 6 4 4 4 2 3 4 3 1 3 Framsðknarflokkur 3 2 2 1 1 2 1 2 3 4 5 4 2 Sðslalistaflokkur 2 6 « 7 5 SjSlfstcðisflokkur 15 14 15 14 14 14 14 17 15 14 13 17 14 Samtok frJSlslyndra 2 Alþýðubandalag 5 5 5 4 5 « pjððvarnarflokkur 3 1 1 ♦ Alþýðuflokkur og JöalalistAflokkur s«M«n Lúðvík Kristjánsson og Steindór Steindórs- son heiðursdoktorar 232 kandídatar brautskráðir HÁSKÓLAHÁTÍÐ verður haldin i Háskólahiói laugardaginn 27. júni 1981 kl. 2 siðdegis, og verður þar minnst 70 ára afmælis Háskóla Íslands jafnframt þvi sem kandídatar verða brautskráðir. Athöfnin hefst með því að málmblásarakvintett úr Sinfóníu- hljómsveit íslands leikur. Háskóla- rektor, Guðmundur Magnússon flyt- ur ræðu. Síðan verður lýst kjöri heiðursdoktora en það eru þeir Lúðvík Kristjánsson rithöfundur í heimspekideild og Steindór Stein- dórsson frá Hlöðum í verkfræði- og raunvísindadeild. Afhent verða doktorsbréf. Deildarforsetar af- henda prófskírteini. Háskólakórinn syngur nokkur lög, stjórnandi er Hjálmar Ragnarsson. Að þessu sinni verða brautskráðir 232 kandídatar og skiptast þeir þannig: Embættispróf í guðfræði 8, embættispróf í læknisfræði 6, BS- próf í hjúkrunarfræði6, BS-próf í sjúkraþjálfun 16, embættispróf í lögfræði 20, kandídatspróf í við- skiptafræðum 25, kandídatspróf í íslenskum bókmenntum 1, kandí- datspróf í íslenskri málfræði 1, kandídatspróf í sagnfræði 1, BA- próf í heimspekideild 30, próf í íslensku fyrir erlenda stúdenta 3, lokapróf í byggingarverkfræði 11, lokapróf í vélaverkfræði 9, lokapróf í rafmagnsverkfræði 8, BS-próf í raungreinum 37, kandídatspróf í tannlækningum 6, BA-próf í félags- vísindadeild 14. með Flueleiðum Ferðir: í sumar, á hverjum föstudegi frá 3/7 til 28/8. Verð: 2305 krónur, - sérfargjald. Heimferð: Frá Amsterdam eða Luxemborg. Skilmálar: Pöntun, bókun í heimferð og greiðsla þarf að fara fram samtímis. Ef farþegar forfallast fá þeir endurgreitt hálft fargjaldið. FLUGLEIÐIR Traust fólkhjá góóu félagi Sértilboð til þeirra sem búa úti á landi: í tengslum við ferðina 3. júlí veita Flugleiðir 50% afslátt af fargjöld- um á innanlandsleiðum til Reykjavíkur. Kynnið ykkur ferðamöguleika í Evrópu í sambandi við Amsterdam hjá söluskrifstofum Flugleiða, umboðsmönnum og ferðaskrifstofum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.