Morgunblaðið - 25.06.1981, Síða 5

Morgunblaðið - 25.06.1981, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981 5 Varði doktorsrit- gerð um blóðsökk IIINN 27. mai síðastliðinn varði Vilhjálmur Rafnsson iæknir dokt- orsritgerð við læknadeild Gauta- borgarháskóla. Ritgerðin heitir _The erythrocyte sedimentation rate. Observations in a population sample of women and male and female patients,“ sem er i lauslegri þýðingu: Blóðsokk, athuganir byggðar á úrtaki kvennahóps og sjúklinga, bæði korlum og konum. Andmæiandi var prófessor Lars Er- ik Böttiger, Karólinska sjúkrahús- inu. Stokkhólmi. í frétt sem Mbl. hefur borizt segir svo: Blóðsökk eða sökk er rannsóknar- aðferð, sem notuð hefur verið í meira en fimmtíu ár, og á enn tiltrú sjúklinga og lækna. Það er alkunna að sökkið stígur við suma smitsjúk- dóma og bólgusjúkdóma. Markmiðið með þessum athugunum var að auka þekkingu á gildi blóðsökks við hóp- rannsóknir, svo og við rannsóknir og umönnun sjúklinga. Sökk hækkar með aldri. Þetta stafar aðailega af aldursbundinni aukningu á ákveðnum eggjahvituefn- um í blóðinu. Sökkið getur hækkað við margvísleg skilyrði, og ekki er með sökkinu einu hægt að ákvarða hvort einstaklingur er veikur eða frískur. Með sökkinu er ekki hægt að spá fyrir um hvort einstaklingur er í aukinni hættu að fá hjartaslag. Sökk- ið segir ekki heldur fyrir um hvort einstaklingur fær krabbamein eða ekki, og það er til lítillar hjálpar við að uppgötva krabbamein á byrjun- arstigi. Þeim sem höfðu hátt sökk var fylgt eftir i sex ár og reyndust þeir ekki hafa aukna tíðni krabbameins né aukna dauðratölu. Sökkið virtist hafa notagildi við að fylgjast með gangi sjúkdóms og við greiningu ákveðinna sjúkdóma. Við athugun á sjúkrahúsum og lækna- stofum í Gautaborg kom í ljós að gerðar eru mjög margar sökkrann- sóknir. Um það bil helmingur sökk- mælinganna er gerð í heilsurann- sóknaraugnamiði, en niðurstöður rit- gerðarinnar sýna að einmitt við þessar aðstæður hafði rannsóknin takmarkað gildi. Niðurstöður doktors Vilhjálms hafa vakið mikla athygli í Svíþjóð og hefur verið greint frá þeim í dagblöð- um og sjónvarpi. Vilhjálmur er sonur hjónanna Huldu Olgeirsdóttur og Rafns Jóns- sonar tannlæknis. Hann lauk lækna- prófi frá Háskóla Íslands 1973 og er sérfræðingur í heimilislækningum. Hann leggur um þessar mundir stund á atvinnusjúkdómafræði við Sahl- grenska sjúkrahúsið í Gautaborg. Vilhjálmur er kvæntur Önnu Ingólfs- dóttur og eiga þau þrjú börn. klubbuY Betri skemmtanir Betri ferðir Betra líf Mallorca Klúbbur 25 til Mallorca. 8. júlí — 3 vikur Vinsælu baöstrendurnar: Palma Nova/Magaluf Sólskinsparadísin iöandi af lífi og fjöri. — Eftirlætisstaður unga fólksins. Einstakt tilboö. Verö frá kr. 4.600- Fá sæti til ráðstöfunar. Gríptu SOOVl» HOOVER ekki bara ryksuga... Teppahreinsarinn frá HOOVER ekki aðeins ryksugar teppið, hann hreinsar að auki úr því margskonar önnur óhreinindi sem ryksuga nær ekki eins og t.d. • Klístur •Þráðarenda • Dýrahár • Sand úr botni • Bakteríumyndandi sveppa- og gerlagróður Jafnframt ýfir hann flosið svo að teppið er ætið sem nýtt á að líta, og það á jafnt við um snöggtsem rya. Fjölþætt notaglldi fylgihluta. Og það er staðreynd að teppið endist þér lengur. HOOVER ég banka.bursta ogsýg... FALKIN N SUÐURLAN DSBRAUT 8, SÍMI 84670 !i steinprýði Smiðshöfða 7, gengið inn frá Stórhöfða, simi 83340 Vegna eiginleika sinna hefur Thoroseal verið valið á þak Laugardals- hallarinnar, en það er góður vitnisburður um árangur Thoroefnanna á íslandi. Thoroseal er sementsefni sem fyllir og lokar steypunni, en andar án þess að hleypa vatni í gegn. Thoroseal er fáanlegt í litum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.