Morgunblaðið - 25.06.1981, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1£81
Páfi enn sjúkur
en þó á batavegi
Vatikaninu. 24. júni. AP.
LÆKNAR JPáls páfa söj?ðu í dag,
að hann þjáðist af veirusýkingu,
sem trúleKa mætti rekja til
blMgjafarinnar, scm hann fékk
eftir að reynt var að ráða hann af
dogum 13. maí sl. Að þeirra söjcn
er páfi nú á batavegi og er
líkamshitinn orðinn eðlilegur.
í yfirlýsingu frá læknum við
Gemelli-sjúkrahúsið, þar sem páfi
var til meðferðar, sagði, að ekki
væri óalgengt, að þessi sérstaka
veira bærist á milli manna við
Veður
víða um heim
Akureyri 16 hálfkýjaó
Amsterdam 19 heióskirt
Aþena 31 heióskírt
Barcelona 22 hálfskýjaó
Berlin 18 skýjaó
Briissel 20 heióakírt
Chicago 25 rigning
Oenpasar 30 láttskýjaó
Oyflinni 18 skýjaó
Feneyjar 20 þokumóóa
Frankfurt 22 heióskírt
Færeyiar vantar
Genf 19 heíóskírt
Hetsinki 16 rigning
Hong Kong 30 heióskírt
Jerúsalem 27 heióskírt
Jóhannesarborg 15 heióskírt
Kairó 37 heiðskírt
Kaupmannahöfn 22 skýjaó
Lissabon 24 bjart
London 19 skýjaó
Los Angeles 31 heióskírt
Madrid 27 skýjað
Malaga 24 þokumóóa
Mallorka 24 skýjaó
Mexicoborg 22 heióskirt
Miami 30 skýjaó
Moskva 31 heióskírt
Nýja Dehlí 38 skýjaó
New York 28 heióskírt
Osló 19 skýjaó
París 23 skýjaö
Perth 14 skýjaó
Reykjavík 12 skýjaö
Ríó de Janeiro 25 skýjaó
Rómaborg 22 rigning
San Francisco 18 heióskírt
Stokkhólmur 21 heióskírt
Sydney 14 bjart
Tel Aviv 29 heióskírt
Tókýó 25 skýjaó
Vancouver 18 skýjaó
Vtnarborg 16 rigning
Jóhannes
Páll
páfi.
Moshe Dayan:
ísraelar geta smíð-
að kjarnorkuvopn
„Viljum ekki verða fyrstir - en heldur ekki of seinir“
hún getur valdið
og gulu í fullorðnu
blóðgjöf, en
lifrarveiki
fólki.
Páll páfi fékk brjósthimnubólgu
eftir að hann kom heim af sjúkra-
húsinu 4. júní sl. en læknar segja,
að veira hafi ekki valdið henni þó
að hún kunni að hafa greitt götu
hennar. Ekkert hefur verið ákveð-
ið með það hvenær páfi snýr aftur
heim í Vatikanið og enn á hann
eftir að gangast undir uppskurð
vegna sáranna, sem hann hlaut í
tilræðinu við hann.
Tel Aviv, 24. júni. AP.
MOSIIE Dayan, fyrrum utanrik-
isráðherra Israel, sagði i dag að
ísraelar gætu smiðað kjarnorku-
vopn og myndu gera svo ef
arahar kæmu sér upp kjarn-
orkusprengjum i Mið-Austur-
löndum.
Dayan gaf þessa yfirlýsingu i
viðtali við fréttamann italska
sjónvarpsins og staðfesti hana i
viðtali við AP. Hann tók það
fram að ísraelar myndu ekki
verða fyrstir til að koma sér upp
Frelsissveitarmenn
gera árásir í Kabúl
Islamahad. 21. júni. AP.
HAFT ER eftir vestrænum
sendimönnum i Islamabad i
Pakistan, að afganskir frelsis-
sveitarmenn láti nú æ meira til
sín taka í Kabúl og nágrenni
hennar og að gerðar hafi verið
árásir á ýmsar byggingar, sem
tilheyra lcppstjórn Babrak
Karmals, og margir menn felld-
ir.
Að sögn sendimanna og ferða-
manna frá Kabúl hafa margir
embættismenn og flokksmenn
marxistastjórnarinnar verið
felldir að undanförnu, einkum að
næturlagi en einnig um hábjart-
an dag á götum úti. Ráðist hefur
verið á byggingar og hand-
sprengjum varpað að bifreiðum
embættismanna þar sem þeir
hafa verið á ferð.
Til nokkurra átaka hefur kom-
ið milli stríðandi fylkinga innan
stjórnarflokksins og er hermt,
að fimm menn hafi fallið í þeim.
Örvæntingarfullar tilraunir
stjórnarinnar til að fá menn til
að skrá sig í herinn virðast
engan árangur hafa borið og er
nú svo komið, að farið er að
skylda embættismenn lepp-
stjórnarinnar til herþjónustu.
kjarnorkusprengjum í Mið-
Austurlöndum en bætti því við
að þcir vildu heldur ekki verða
oí seinir til þess.
Dayan sagði að Israelum hefði
aldrei komið til hugar að nota
kjarnorkuvopn í stríðum sínum
við araba hingað til. En nú hefðu
allar aðstæður breyst þar sem
hugsast gæti að Saddam Hussein,
forseti írak, og Moammar Khad-
afy Líbýuforseti tækju slík vopn í
notkun. Menachem Begin, forsæt-
isráðherra ísrael, hafði í kvöld
ekkert sagt um þessa yfirlýsingu
Dayans en aðstoðarmaður for-
sætisráðherrans sagði að hann
væri þrumu lostinn.
Talsmaður Begins sagði í dag
að Saddam Hussein hefði komið
fram með nýjar sannanir fyrir
því að írakar hygðust nota kjarn-
orkuvopn gegn ísrael. ísraelar
sögðu ástæðuna fyrir árásinni á
kjarnorkuverið nærri Bagdad 7.
júní sl. einmitt vera þá að Irakar
hygðust framleiða þar kjarnorku-
vopn sem þeir ætluðu að nota
gegn ísrael.
Talsmaðurinn, Uri Porat, vitn-
aði í orð Saddam Husseins til
ráðherra sinna þess efnis að
önnur lönd yrðu að aðstoða araba
við að koma sér upp kjarnorku-
sprengjum til að vega upp á móti
því sem hann kallaði „hina raun-
verulegu ísraelsku kjarnorku-
sprengju".
„Hussein staðfestir einfaldlega
það sem okkur grunaði," sagði
Porat. „Þetta er sönnun þess að
það eina sem Irakar vilja er að
verða sér úti um kjarnorku-
sprengju sem þeir geti notað gegn
ísrael."
Sendiherra Brasilíu í ísrael var
kallaður heim til viðræðna í gær.
Brasilíumenn hafa kvartað yfir
því að ísraelskir njósnarar hafi
reynt að koma á kreik sögum um
að Brasilíumenn hafi selt írókum
úraníum. Samningur er í gildi
milli Brasilíumanna og íraka um
gagnkvæm upplýsingaskipti
varðandi rannsóknir á kjarnorku
en Brasilíumenn neita því stað-
fastlega að hafa sent úraníum til
Bagdad.
Bandariskir þingmenn:
Andvigir sölu á AWACS-
þotum til Saudi-Arabiu
WashinKton. 24. júní. AP.
MEIRIIILUTI bandariskra
þingmanna lýsti sig i dag and-
vigan sölu á AWACS-flugvélum
til Saudi-Arabíu. Einn þing-
mannanna lýsti þvi yfir að ef
Reagan bæri fram tillögu um
söluna í þinginu yrðu það mestu
mistök sem hann hefur gert.
Það kom einnig fram á blaða-
mannafundi að 54 öldungardeild-
arþingmenn hafa ritað forsetan-
um bréf þar sem þeir hvetja hann
til að falla frá hugmyndinni um
að selja Saudi-Aröbum þoturnar.
Meðal þeirra eru 20 repúblikanar.
Reagan tilkynnti í mars sl. að
hann hygðist selja Saudi-Aröbum
fimm AWACS-þotur auk annarra
vopna. Hann hefur frestað því að
bera tillöguna fram í þinginu til
að gefa aðstoðarmönnum sínum
tíma til 'að tryggja henni fylgi
meirihluta þingmanna.
Fréttaskýring
Frakkland:
Kommúnistar snúa
við blaðinu fyrir
stjórnarstólana
- en mun sagan frá 1947 endurtaka sig?
Francoís Mitterrand hefur nú
ákveðið að hleypa kommúnistum
inn fyrir dyrnar á franska stjórn-
arhcimilinu og er það i fyrsta
sinn síðan 1947, að þeim gefst
það tækifæri. Þessi ákvörðun
þarf ekki að koma neinum á
óvart enda leggur Mitterrand
mikla áherslu á einingu vinstri-
manna — hvað sem líður skoðun-
um hægrimanna heima eða er-
lcndis.
Jafnaðarmenn þurfa ekki á
stuðningi kommúnista að halda í
þinginu, síður en svo, þeir hafa
þar hreinan meirihluta og hefðu
getað látið kröfur þeirra sem vind
um eyru þjóta, enda misstu
kommúnistar helming þingsæta
sinna í kosningunum. Það hefur
hins vegar lengi verið hugsjón
Mitterrands að sameina vinstri-
menn auk þess sem augljóst er, að
kommúnistar verða auðveldari
viðfangs innan stjórnar en utan
þar sem þeir ráða enn stærsta
verkalýðssambandinu og hefðu
vafalaust valdið stjórninni enda-
lausum erfiðleikum ef þeir hefðu
verið hundsaðir.
Mitterrand getur líka .á það
bent, að kommúnistar hafa fallist
á stefnu jafnaðarmanna jafnt í
innanlandsmálum sem utanrík-
ismálum þó að þeir kunni að hafa
skrifað undir það síðarnefnda með
Georges
Marchais. leið-
togi kommún-
ista, ásamt
Mitterrand og
Rohert Bahre,
formanni Rót-
ta‘ka vinstri-
flokksins, sam-
starfsflokks
jafnaðar-
manna.
Marchais hefur
orðið að kyngja
ýmsu á skömm-
um tíma — en
hve lengi?
nokkrum semingi. í innanlands-
málum ber hæst aukna félagslega
aðstoð, þjóðnýtingu meiriháttar
fyrirtækja og hærri skatta á
miklar tekjur. Undir þetta hafa
kommúnistar getað tekið án þess
að hugsa sig um, en hitt sætir
meiri tíðindum, sem þeir, féllust á
í utanríkismálum.
I utanrikismálum hafa komm-
únistar gjörsamlega kúvent, á
yfirborðinu a.m.k., og í raun gert
kröfur franskra jafnaðarmanna
og NATO að sínum kröfum. Nú
krefjast þeir þess, að Sovétmenn
hypji sig á brott með innrásarliðið
úr Afganistan og kveður þar
nokkuð við annan tón en eftir
innrásina 1979, þegar forysta
kommúnistaflokksins samþykkti
einróma stuðning við aðgerðir
Sovétstj órnari nnar.
I samstarfssamningi flokkanna
er lagt til, að haldin verði alþjóð-
leg ráðstefna um takmörkun víg-
búnaðarkapphlaupsins, „einkum
með tilliti til rússnesku
SS-20-eldflauganna og *þeirrar
ákvörðunar að koma fyrir banda-
rískum eldflaugum í Evrópu" og
er hér greinilega farið bil beggja,
en sem kunnugt er hafa franskir
jafnaðarmenn samþykkt að
bandarísku eldflaugunum verið
komið fyrir til mótvægis við þær
rúsSnesku.