Morgunblaðið - 25.06.1981, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1981
Útgefandi itÞlaMfr hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aóalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 80 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið.
Málefnaleg staða
Sjálfstæðis-
flokksins er sterk
Ef marka má skoðanakannanir, sem gerðar vóru á fyrstu
starfsvikum núverandi ríkisstjórnar, hafði hún mikinn byr í
upphafi, byr sem hélzt ótrúlega lengi, sagði Ólafur G. Einarsson,
formaður þingflokks sjálfstæðismanna, í nýlegu viðtali við
Morgunblaðið. Jafnljóst er nú, ef marka má þessar sömu kannanir,
að fylgi hennar fer jafnt og þétt þverrandi. Og það er sannfæring
min að hin eina og sanna niðurtalning verði fyrst og fremst á fylgi
stjórnarinnar.
Mér virðist ríkisstjórnin einkum hanga saman á þeim bláþræði
að samstarfsaðilar láta stefnumörkun sína lönd og leið, móttóið sé
það eitt að hanga áfram hvað sem tautar og raular, sagði Ólafur.
Þannig breytir Alþýðubandlagið þvert á stefnumörkun sína í
kjaramálum, öryggismálum og fleiri veigamiklum kjarnaatriðum.
— Niðurtalningarleiðin, sem Framsóknarflokkurinn boðaði í
kosningunum 1979, fyrirfinnst hvergi í framkvæmd efnahagsað-
gerða ríkisstjórnarinnar, og allra sízt í þeim verðlagsþáttum
almenns neyzluvarnings, vörugjaldi og söluskatti, sem ríkisstjórn
og Alþingi hafa í hendi sinni. — Sú skattastefna Sjálfstæðisflokks-
ins, sem fólst í því að koma heildarskattbyrði niður í það hlutfall af
þjóðartekjum sem hún var í á síðasta stjórnarári ríkisstjórnar
Geirs Hallgrímssonar, og fella niður alla nýja vinstristjórnar-
skatta og skattauka 1978, er ekki einungis þverbrotin heldur er
bætt um betur með nýjum skattahækkunum. Svipuðu máli gegnir
með markaða stefnu Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum, sem
byggð er á kjörorðinu „eign handa öjlum". Og illa kemur
neitunarvald Alþýðubandalagsins í meiriháttar þjóðmálum, þ.á m.
öryggismálum, heim við stefnumörkun landsfunda Sjálfstæðis-
flokksins.
Ólafur G. Einarsson sagði einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins og þingflokkinn í heild hafa flutt yfir eitt hundrað þingmál á
síðasta þingi, ásamt þrjátíu þingmálum með öðrum. Þar hefðu
borið hæst þrjú frumvörp um orkumál: frumvarp um skipulag
orkumála, frumvarp um jarðboranir ríkisins og frumvarp um
Fljótsdalsvirkjun, Blönduvirkjun, Sultartangavirkjun og stækkun
Hrauneyjafossvirkjunar á næstu 10 árum, ef skilyrt ákvæði næðu
fram að ganga, auk tillögu til þingsályktunar um stefnumótun í
stóriðjumálum.
Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur sameinuðu síðan tillögur
sínar um stóriðjumál. Stjórnarliðið treysti sér hvorki til að
samþykkja né fella hina sameiginlegu tillögu, en vísaði henni til
ríkisstjórnarinnar, í svefnhús orkuráðherrans.
Þá nefndi Ólafur vel unna tillögu þingflokksins um fjármögnun
og framkvæmdaáætlun í varanlegri vegagerð. Fjárveitinganefnd
Alþingis tók þessa tillögu að meginefni upp í sameiginlega tillögu
nefndarinnar er Alþingi samþykkti. Sjálfstæðismenn geti því vel
við unað áhrif sín á þessum vettvangi. Ekki síður það að tekizt
hefði að hrinda nýrri aðför fjármálaráðherra að atvinnuvegunum
með því að fella út úr skattafrumvarpi hans skerðingu á
fyrningarákvæðum og breyta öðrum ákvæðum verulega. Eftir sem
áður verði þó um skattþyngingu að ræða frá fyrra ári, m.a. vegna
ranglátrar skattavísitölu og ákvörðunar um skattstiga og skatt-
þrep.
Þingflokkurinn, málefnanefndir flokksins og sérhæfðir ráðgjafar
hans hafa unnið mjög vel í vetur að stefnumörkun og tillögugerð í
fjölmörgum 'málum, fyrst og fremst á grundvelli samþykkta
landsfunda. Eins og nú er háttað skipan ríkisstjórnar og meirihluta
á Alþingi hefur þessum málum þokað lítt áfram. Enn þessi vinna
kemur að gagni síðar. Við höfum plægt jörðina og sáð til uppskeru
sem bíður síns tíma, sagði þingflokksformaðurinn.
Málefnaleg staða Sjálfstæðisflokksins er mjög sterk, sagði
Ólafur, eins og skoðanakannanir tvegga dagblaða nú nýverið eru að
niðurstöðum samdóma um. Andstæðingum flokksins hefur ekki
tekizt það ætlunarverk sitt að lama hann um næstu framtíð með
því að reka fleyg í hann um núverandi stjórnarsamstarf. Þrátt
fyrir þessa staðreynd þurfa sjálfstæðismenn að leysa sín mál — en
í því efni þarf hann ekki á leiðarvísi frá Alþýðubandalagi né
Þjóðvilja að halda, sem virðast hafa upp á vasann „fórskrift" að
því, hvern veg Sjálfstæðisflokkurinn eigi að skipa framtíðarmálum
sínum. Neitunarvald Alþýðubandalagsins nær ekki inn á landsfund
Sjálfstæðisflokksins! Þar verður það hinn almenni flokksmaður
sem ræður ferð: þeir sem hafa það að meginmarkmiði að
Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram og um langa framtíð brjóstvörn
borgaralega viðhorfa og þegnréttinda í landinu. Skiptar skoðanir í
dægurmálum eiga rétt á sér í jafn víðfeðmum flokki, sagði Ólafur
að lokum, en á örlagastundu, sem kann að hafa áhrif á ianga
framtíð þessarar þjóðar, verða það flokksmenn sjálfir en ekki
andstæðingar sem ráða ferðinni. Þá er það grundvallarstefnan og
samstaðan um hana sem skiptir öllu máli.
Nóbelsverðlaunahafínn Czeslaw Milosz í Póllandi:
Fagnað eins og glataða
syninum eftir 30 ára útlegð
„TunKan er eina föðurlandið,“
sagði Nóbelsverðlaunahafinn
Czeslaw Milosz eitt sinn. Skáld-
um getur þó skjátlast ekki
síður en stjórnmálamönnum.
Czeslaw Milosz kom til föð-
urlands sins, Póllands, 5. júní
sl. eftir að hafa verið nærri 30
ár í sjálfvalinni útlegð. t öll þau
ár hafa verk hans verið bönnuð
í Póllandi, að undanskildum
fáeinum Ijóðum frá þvi fyrir
stríð. og i augum kommúnista
var hann óvinur, sem beitti
fyrir sig mjög hættulegu vopni
— stilvopninu.
Nú er hann þjóðhetja i Pól-
landi.
Allt frá því að Milosz steig
fæti sínum á pólska grund fyrr í
þessum mánuði hefur gífurlegur
mannfjöldi fagnað honum hví-
vetna þar sem hann hefur komið.
Yfirvöldin hafa borið hann á
höndum sér og haldið honum
dýrlegar veislur og heita má, að
hann hafi á hverju kvöldi komið
fram í sjónvarpinu, þar sem ekki
mátti nefna hann á nafn fyrir
aðeins einu ári.
„Hann átti ekki von á þessum
fagnaðarlátum," sagði frænka
hans, sem búsett er í Póllandi.
„Pólverjar þurfa mjög á sam-
einingartákni að halda nú um
stundir, á öðrum leiðtogum en
flokksbroddunum. Þess vegna
Walesa, páfinn, Wyzynski og
Milosz," bætti hún við.
Czeslaw Milosz er maður
myndarlegur á velli og ber sig
vel, en hann virðist hlédrægur,
jafnvel eins og á báðum áttum.
Stundum vöknar honum um
augu en hann brosir sjaldan.
Þessi tveggja vikna ferð hafði
upphaflega verið hans einkamál,
sláttargjörð skáldsins við fortíð-
ina, ekki yfirreið embætt-
ismanns.
„Þessar móttökur eru stór-
kostlegar og vissulega gat mig
ekki órað fyrir þeirn," sagði
Milosz, og það var eins og það
færi ekki nógu vel um hann þar
sem hann sat á stól á heimili
bróður síns, Andrzej Milosz.
Rauðir rósavendir voru með öll-
um veggjum en úti fyrir biðu
ljósmyndarar og sjónvarps-
menn.
Milosz segir, að það sé ekki
heiglum hent að verða allt í einu
að nokkurs konar sameiningar-
tákni fyrir þjóðina. „Það er
erfitt að vera eðlilegur undir
þeim kringumstæðum," segir
hann. „Ég hafði aldrei látið mér
detta í hug að þetta gæti komið
fyrir mig, enda í raun andstætt
vilja mínum og öllu eðli.“
Milosz leitar skýringanna í
sögu þjóðarinnar, til skiptinga
Póllands á 18. öld, þegar róman-
tísku skáldin, sem flest skrifuðu
verk sín í útlegð, héldu merki
tungunnar og föðurlandsástar-
innar hátt á loft.
„Ræturnar liggja djúpt í
pólskri menningu, þessi sérstaða
pólska skáldsins," sagði hann.
„Hún er nokkurs konar fyrir-
mynd úr fortíðinni — skáld, sem
færir í búning innstu þrár fólks-
ins.“
Czeslaw Milosz hafði ekki
komið til Póllands síðan í des-
ember 1951. Hann starfaði sem
menningarfulltrúi pólska sendi-
ráðsins i París þegar hann sagði
skilið við kommúnismann og
leitaði hælis í Frakklandi. I
París bjó hann svo til 1958 en
hefur búið í Bandaríkjunum
síðan og er prófessor í slafnesk-
um bókmenntum við Berkeley-
háskóla í Kaliforníu. Þó að
Milosz sé fullfær í ensku og
frönsku semur hann öll sín ljóð á
pólsku.
Eins og fyrr segir hafa ritverk
Miloszar verið bönnuð í Póllandi
til þessa og því eru þau ekki
almennt mjög þekkt meðal landa
hans. Þeim hefur |)ó verið smygl-
að inn í landið frá París og
einnig hafa ólögleg útgáfufyrir-
tæki dreift þeim meðal rithöf-
unda og menntamanna.
Nú er það ríkisútgáfufyrir-
tækin, sem gefa út skáldverk
hans, að undantekinni þó einni
bók, bókinni „Hugarfjötrar"
(The Captive Mind), sem er
ritgerðasafn um menntamenn,
sem gefast upp fyrir alræðinu.
Sú bók mun áfram verða bönnuð
meðan kommúnistar fá ein-
hverju um það ráðið.
Milosz hefur forðast að ræða
um pólitík í ferð sinni og þegar
hann er spurður hvernig Var-
sjárborg komi honum fyrir sjón-
ir eftir 30 ár getur hann aðeins
þess, sem liggur í augum uppi,
nýrra bygginga og breiðstræta
og endurbyggingar gamla borg-
arhlutans.
Czeslaw Milosz var gerður að
heiðursdoktor við kaþólska há-
skólann í Lublin og þegar at-
höfnin fór fram var Samstaða
einmitt með landsþing sitt í
borginni. Það var því næstum
sjálfgefið, að þeir hittust, Wal-
esa og Milosz, og Walesa bauð
skáldinu að sækja sig heim í
Gdansk, sem Milosz þáði.
Þegar Milosz var spurður
hvort hann ætlaði að skrifa um
reynslu sína af Póllandi á því
herrans ári 1981 svaraði hann
um leið og hann virti fyrir sér
gjafirnar allt um kring: „Sem
stendur keppi ég að því að
komast heill á húfi frá þessu öllu
sarnan."
Czeslaw Milosz talar til landa sinna i borginni Lublin.
Þessi knálegi hópur ungs fólks heimsótti ritstjórn Morgunblaðsins fyrir skömmu i borgarferð, en krakkarnir
eru frá Vestmannaeyjum og brugðu sér i leikhús- og skemmtiferð á vegum stúkunnar Sunnu i Eyjum.
Krakkarnir hafa sýnt mikinn áhuga í heilbrigðu félagsstarfi ungs fólks, enda spjara þau sig á mörgum sviðum
og í hópnum eru m.a. nokkrir úr hópi efnilegustu knattspyrnumanna Eyjanna í yngri flokkum.
Ljósm. Mbl. Guðjón.