Morgunblaðið - 25.06.1981, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1981
llopntridi úr SÍKurhátídinni. Lára lcnnst til vinstri.
íslenzk stúlka dansar í
söngleik í Kaupmannahöín
Lára Stefánsdóttir dansari i
íslenska dansflokknum dansar
nú eitt af aðalhlutverkunum i
sonKleiknum SÍKiirhátíóin 1999
sem sýndur er um þessar mund-
ir í stóru sýninKartjaldi í Fæll-
edparken hér í Kaupmanna-
hofn. Leikstjóri ok höfundur
dansa er Eske Holm ballett-
meistari, sá hinn sami ok setti
upp sýninKar á hallettunum
Vorhlót ok Hjartaknúsarinn i
I'joóleikhúsinu í Reykjavik á
liónum vetri. Ilöfundar sönj?-
leiksins ásamt Eske Holm eru
rithöfundarnir Klaus RifbjerK
ók Jesper Jensen. tónlist er
samin ok stjórnað af Anders
Koppel.
SönKleikurinn fjallar, eins og
nafnið gefur til kynna, um sigur-
hátíð, þar sem mannkynið fagn-
ar unnum sigri yfir kúgurum
allra tíma. Á sigurhátíðinni eru
síðan rifjuð upp ýmis atriði úr
baráttunni, svo sem hetjudýrkun
miðalda, þrælahald, styrjaldir,
útrýming kynþátta, skoðanakúg-
un, undirokun konunnar, dýrkun
hlutanna og miðstýringu i nú-
tíma þjóðfélögum. Söngleikurinn
skiptist í 35 atriði þar sem
dansarar, leikarar og söngvarar
túlka með aðstoð kraftmikillar
tónlistar sigur hins góða og
hreina.
Alls taka um 40 manns þátt í
sýningunni, þar af 6 aðaldansar-
ar, þau Anette Abildgárd, Mia
Herskind, Catharina Nordlindh,
Vivian Persson, Bjorn Wikstrom
og Lára Stefánsdóttir. Tjaldið
sem sett hefur verið upp í
Fælledparken rúmar um 400
manns í sæti og hefur verið
uppselt á öllum sýningum. Söng-
leikurinn hefur verið sýndur
síðan 23. maí og munu sýningar
standa fram til 22. júní.
Andcrs Koppcl tónskáld.
Sýnintínrtjnldió i Fællcdpnrkcn.
Kskc llolm hallcttmcistnri.
Að setja upp slíka sýningu
sem þessa er mikið fyrirtæki og
hefur vegna uppfærslunnar
fengist ríkisstyrkur til launa-
greiðslna aðstoðarfólks skv. lög-
um um fjárhagsaðstoð við verk-
efni sem atvinnulaust fólk tekur
þátt í.
Lára Stefánsdóttir er 18 ára
og er meðlimur í íslenska dans-
flokknum. Þegar Eske Holm
ballettmeistari starfaði við
Þjóðleikhúsið sl. vetur var und-
irbúningur hafinn að uppfærslu
Sigurhátíðarinnar og bauð Eske
Láru að koma til Danmerkur og
taka þátt í æfingum og sýning-
um á söngleiknum. Eske, sem
hefur mikið fengist við nýjungar
Lára í hlutvcrki sínu í Sixurhátídinni.
í sínum uppfærslum, taldi að
þátttaka í þessu verkefni gæti
orðið lærdómsrík fyrir Láru.
Hún hélt því til Kaupmanna-
hafnar í lok mars og hóf þegar
æfingar.
Þegar undirritaður hitti Láru
að máli í vikunni kvaðst hún
mjög ánægð með sýningarnar og
hve hópurinn sem að þeim stæði
væri samhentur. Að vísu hefðu
æfingar síðustu vikurnar verið
mjög strangar en slíkt gleymdist
fljótt þegar svo vel gengi.
Lára er nemi í Menntaskólan-
um við Hamrahlíð og þurfti því
að fá undanþágu til að flýta
nokkrum prófum og seinka öðr-
um til að komast til Kaup-
mannahafnar nú í vor. Þegar
sýningum á Sigurhátíðinni 1999
lýkur er síðan ætlunin að ferðast
til Þýskalands áður en leiðin
liggur aftur heim á Frón.
Kaupmannahöfn í júni 1981,
Þórólfur Árnason.
Skákskólinn á Kirkjubæjarklaustri
Það er oft örlagaríkt að leika
af sér drottningunni, en drottn-
ingarmissir Jóhanns Hjartar-
sonar fyrir nokkrum árum varð
íslensku skáklífi óvenju mikil
lyftistöng.
Sagan segir, að Jóhann hafi
setið að tafli við efnilegan pilt
utan af landi í skólamóti nokkru.
Henti Jóhann þá það ólán að
missa sína heitt elskuðu eins og
fyrr greinir. Tók hann þá það til
bragðs að tefla hratt. Andstæð-
ingur hans, sem var óvanur
harðri keppni, enda fá tækifæri
til skákþjálfunar í sveitinni,
svitnaði einungis þeim mun
meira því hraðar sem Jóhann lék
og tapaði skákinni. Þetta þótti
Jóni Hjartarsyni, skólastjóra á
Kirkjubæjarklaustri, hart upp á
að horfa. Eitthvað varð að gera.
Skömmu síðar stofnaði hann
Skákskólann á Kirkjubæjar-
klaustri.
Hugmynd Jóns var fyrst og
fremst að draga úr hinurn mikla
aðstöðumun unglinga út um land
og hinna, er búa í þéttbýli til að
iðka skák. Þó koma venjulega
nokkrir efnilegustu ungingarnir
af höfuðborgarsvæðinu til dval-
Skák
eftir Guðmund
Sigurjónsson
ar fyrir austan, enda sjálfsagt að
gefa jafnöldrum þeirra kost á að
reyna sig við þá. Fyrsta árið var
munurinn nokkur á skákhæfni
nemenda, en nú á þriðja starfs-
ári skólans er vart sjáanlegur
munur. Skák í grunnskólum
iandsins svo og helgarmótin eiga
vafalaust einnig mikinn þátt í
þessari ánægjulegu þróun. í
hraðskákinni er enn nokkur
munur og segja má, að mestu
„klukkuberjararnir" komi úr
Reykjavík. Mikil aðsókn hefur
verið að skólanum þessi ár og
ekki hefur þurft að auglýsa
hann.
F’yrir skömmu gafst mér tæki-
færi til að heimsækja skólann og
Ieiðbeina áhugasömum nemend-
um, og var það ánægjuleg
reynsla. Dagskráin var ströng og
skiptust á útivera og skák, en
hinir rúmlega fimmtíu nemend-
ur virtust allir una sér hið besta,
og átti veðursældin á Klaustri
líka sinn þátt í því.
Jón Hjartarson hefur ýmsar
athyglisverðar hugmyndir í koll-
inum, er tengjast skákinni. Það
bendir því ýmislegt til þess að
við eigum von á góðum fregnum
af Skákskólanum í framtíðinni.
Ólafur H. Ólafsson í Taflfélagi
Reykjavíkur hefur um langt ára-
bil unnið mjög gott starf fyrir
unglinga höfuðstaðarins og kom-
ið mörgum þeirra til mikils
þroska í skáklistinni. Honum
hefur nú bæst góður liðsauki.
Það er bjartara framundan en
áður var.
Guðmundur Sigurjónsson