Morgunblaðið - 14.07.1981, Page 11

Morgunblaðið - 14.07.1981, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981 11 Slasaður maður fluttur ofan af húsþaki. Sjúklingar eru útbúnir með sérstökum gervisárum og geta því litið heldur ógæfulega út, eða raunar eðlilega. ar, og aðrir aðilar, sem þessu tengjast, ættu að sameinast um þennan skóla og hafa þannig staðlaða menntun á línuna. Hvort þetta verður í framtíðinni veit ég auðvitað ekki, en kostir þess eru augljósir, sagði Thor ennfremur. Þá var Thor inntur eftir því hvaða grunnkröfur væru gerðar til væntanlegra þátttakenda, og svo hvernig þessi námskeið skól- ans væru fjármögnuð. — Við gerum þær kröfur til manna, sem sækja um, að þeir hafi gengið í gegnum almenn skyndihjálpar- námskeið og staðizt próf þar, auk þess sem viðkomandi eru send tvö verkefnabréf, sem þeir verða að leysa. Þá er vert, að það komi fram, að það er alls ekki sjálfgefið, að menn verði kennarar eftir að hafa tekið þátt í námskeiðinu. Það eru gerðar miklar kröfur til manna og á þessum námskeiðum, sem haldin hafa verið hafa nokkr- ir ekki staðizt prófið. Því fólki er gefinn kostur á að endurtaka prófið, eða að öðrum kosti verður það bara að koma aftur. Um fjármálin er það að segja, að öllum kostnaði er haldið mjög í hófi. Það hefur yfirleitt ekki þurft að greiða nein kennslulaun. Kostnaðurinn er fyrst og fremst fólginn í ferðum, mat og kennslu- gögnum, sagði Thor. Þá kom það fram að á prófum eru þrír prófdómarar, einn frá LHS, einn frá Almannavörnum ríkisins og einn frá Rauða krossi íslands. Prófin eru bæði skrifleg og verkleg. Thor sagði, að reynsl- an af þessum námskeiðum hefði verið mjög góð, auk þess sem viðhorf almennings og hjálpar- og björgunarsveitarmanna hefði mjög breytzt til batnaðar hin síðari ár. Thor var því næst spurður um önnur námskeið skólans. — Eins og ég sagði strax, þá hefur það verð á stefnuskrá skólans, að reyna að vera með námskeið í sem allra flestum greinum tengdum starfsemi sveitanna. Við höfum haldið námskeið í fjallamennsku og björgunartækni, þar sem menn hafa fengið undirstöðuþekkingu í sambandi við þau atriði. Þar hefur bæði verið um að ræða leiðbein- endanámskeið og grunnnámskeið fyrir nýliða. Þau námskeið hafa verið á Úlfljótsvatni, auk þess sem Ilópurinn, sem sótti síðasta leiðbeinendanámskeið Björgunarskólans í skyndihjálp. Þrír þátttakendur i cinu námskeiðanna (ara um með sérstaklega útbúnar björgunarbörur til notkunar i fjalllendi. farið hefur verið með grunnnám- skeiðin til sveitanna úti á landi. Þá höldum við reglulega nám- skeið í snjóflóðafræðum og hafa þau yfirleitt verið haldin fyrir hverja sveit, en ekki heildarnám- skeið fyrir alla. Þá má nefna stjórnunarnám- skeið, sem haldin hafa verið, en þar hefur verið leitazt við að kenna mönnum undirstöðuatriði í leitarstjórnun, en sá þáttur hefur í gegnum árin verið mjög snið- genginn í menntun hjálpar- og björgunarsveitarmanna. Loks má nefna námskeið sem haldin hafa verið í rötun, meðferð áttavita og landabréfa. Þau nám- skeið hafa verið færð út til sveitanna, en ekki haldin fyrir alla saman, sagði Thor. Þá kom fram hjá Thor, að hugmyndir væru uppi um að halda sameiginleg nýliðanámskið fyrir allar sveitirnar á haustin, þar sem menn kæmu og fengju undirstöðu- þekkingu í starfsemi hjálpar- og björgunarsveita. Það hafi oft verið vandkvæðum bundið fyrir sveitir, sérstaklega hinar minni, að halda námskeið fyrir örfáa menn í einu. Með þessari hugmynd væri hægt að sameina starfskrafta og spara mikla óþarfa vinnu. Að síðustu kom það fram hjá Thor B. Eggertssyni, að viðhorfið til skólans væri mjög jákvætt hjá aðilum, sem málið varðar, t.d. hefðu Almannavarnir ríkisins sýnt þessu starfi mikinn skilning og áhuga. Sighvatur Blöndahl Ferðum útlendinga til landsins fjölgar FRÁ áramótum og þangað til i lok júnímánaðar hefur tala útlendinga, sem komið hafa hingað til lands, aukist nokk- uð, samanborið við sama tíma- bil á síðastliðnu ári. Nú hafa 27.812 útlcndingar komið á timabilinu en á siðastliðnu ári voru þeir 2fi.l59. Ef júnímánuður er tekinn út úr þá er sama uppi á teningn- um. í júnímánuði á þessu ári komu hingað til lands 11.815 útlendingar en á sama tíma í fyrra voru þeir 10.309. Af þeim útlendingum, sem komu til landsins í júnímánuði voru Bandaríkjamenn og Vestur-Þjóðverjar, Svíar, Norðmenn og Danir flestir. Ferðir íslendinga til og frá landinu hafa að sama skapi aukist. Frá síðastliðnum ára- mótum og til júníloka komu 27.142 íslendingar til landsins á sama tímabili í fyrra voru þeir 25.671. ^ móttökumælir. AK.I.YSIM.ASIMINN KR: C^> 22480 • LM. MW og FM bylgjur. nn dolby * ^ * fyrir betri upptökur. • Útgangsorka 2x20 SINUS Wött v/4 Ohm. SHARP SG-1H/HB: Klassa steríó samstæöa meö hátalara, í,,silfur“ eöa ,,brons“ útliti. Breidd 390 mm. Hæö 746 mm / 373 mm. Dýpt 330 mm. SHARP CP-1H/HB: Hátalarar, bassa og diskant 25 Watta í ,,silfur“ eða ,,brons“ útliti. Breidd 220 mm. Hæð 373 mm Dypt Í8.3 mm. /ViETAL Stilling fyrir metal kassettur. Allt settiö, verö kr.: ) Rafeinda "Topp" styrkmælir. HLJÓMTÆKJADEILD KARNABÆR LAUGAVEGI66 SÍMI25999 6.320.00. Útsölustaðir: Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík — Portið Akranesi — Eplið ísafirði— Álfhóll Siglufirði— ** Cesar Akureyri — Hornabær Hornafirði — Eyjabær Vestmannaeyjum — M.M. h/f. Selfossi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.