Morgunblaðið - 14.07.1981, Side 43

Morgunblaðið - 14.07.1981, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JULI1981 43 / gær byrjuöu i Fr hundadagar en þrátt fyrir það er ekkert hundalíf i HQU>y\A/ðOD því það er alltaf eitthvað skemmtilegt að hjá okkur alla daga vikunnar meö UPP'„y”™"9'll8,UM„fÁKur«" urn S -itina sló f g®9" ! oa Traust- * UpP num Kveðjustund ^ lógunum gndur- ur vinur lag^ó errt ' * ígSesS^ , j Kvöld- ins. i lyfta okkur hre: ssilega upP Viö látum upPiy"in9^_____ Hjólreiöakeppni Hollywood, Valhallar og Fálkans. Allir þeir, sem hafa áhuga á hjólreiöum mæti kl. 10 í kvöld til skráningar í keppnina. Einnig veröa gefnar upplýsingar um tilhögun hennar. Endurfundir í |S Halldór Ámi veröur í diské ■ tekinu og leikur ðfl nýjustu lögin af bandaríska og breska vinsældalistanum. Þá kynnlr hann einnig nýj- ustu plötu Ðtons Johns „The Fox* og rifjar upp gömul vinsæi lög meö þess- um óvenjulega tónlistar- manni. Brandarabankinn Eins og fram hefur komiö, opnuð- um við banka á sunnudaginn, fyrstir allra skemmtistaða. Þetta er brandarabankinn og nú bjóöum við gestum okkar aö senda inn létta og stutta brandara, þeir bestu verða verölaunaöir og birt- ast í auglýsingum okkar hér í blaöinu. Innleggin byrjuöu aö streyma hér inn á sunnudags- kvöldiö og fyrsti brandarinn birtist í blaöinu á morgun. Verið meö, því eins og máltæki dagsins segir: „Sjaldan er góöur brandari of oft sagöur“ Sjáumst öll í Óðali Fulltrúar frá danska Loðdýraræktarsambandinu. Talið frá vinstri: Peter H. Krag, sölustjóri, Anders Kirkegaard forstjóri og Helge Olsen framkvæmdastjóri. Fulltrúar frá danska Loðdýra- ræktarsambandinu hér á landi Mjög jákvæðir gagnvart viðskiptum við íslenska loðdýrabændur Staddir eru hér á landi þrir menn frá danska loðdýraræktarsamband- inu í boði islenskra loð- dýraræktenda. Þeir heita Anders Kirkegaard, en hann er forseti sambandsins og stjórnarformaður dönsku loðdýrasölunnar, Helge Olsen. framkvæmdastjóri sam- handsins og Peter H. Krag, sölu- stjóri. Þcir eru hingað komnir til að kynna sér islenska loðdýrarækt og framleiðslu og ennfremur eru þeir hér til viðræðna um hugsanlega sögu islenskra loðdýraskinna i Kaupmannahöfn, en þar eru haldin fimm uppboð á ári hverju á skinn- um framleiddum i Danmörku, Finnlandi og Sviþjóð. Þau eru flokkuð eftir gæðum og siðan seld hæstbj<iðanda. Væri það mikið til góðs fyrir íslenska loðdýraræktend- ur að komast inn á þann markað. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti mennina að máli er þeir voru nýkomnir frá Akureyri þar sem J>eir höfðu verið að skoða minka- og refabú fyrir norðan. Fóru þeir til Dalvíkur, Grenivíkur og Sauðár- króks. Aðspurður hvernig þeim hefði litist á búinn sögðu þeir að fram- leiðslan væri lítil en í góðu lagi og að FUJIKA STEINOLÍU* OFNAR AFAR HAGST7ETT VERD Skeljungsbúðin Suðurlandsbraut 4 sími 38125 Heidsölubtrgór: Skejjungur hf. Smávöajdeild - Laugavegi 180 simi 81722 skilyrði til þessarar ræktunar hér á landi væru mjög góð og þó best fyrir silfurrefinn. „Það eru 2500 minka- og refabú í Danmörku,” sagði Anders Kirke- gaard, „og þar er jafn sjálfsagt að rækta minka eins og að ræka til dæmis svín eða hænsni. í Danmörku fer fram stærsta minkaræktun í heimi og þar er áætlað að séu í búum eitthvað um 4,4 milljónir minka." Eins og áður sagði standa dönsku loðdýraræktarsamböndin fyrir upp- boðum, fimm á ári, í janúar, mars, maí, september og desember, og á þessum uppboðum eru seld 12 millj- ón skinn af ýmsum tegundum fyrir 3000 milljónir danskra króna. „Við seljum helming allra pelsa hér í vesturheimi og meira en það,“ sagði Anders. „íslensku loðdýra- ræktendurnir eru að athuga með að komast með sín skinn á þessi uppboð og við ættum að geta tekið þá inn fyrst við erum með alla loðdýra- framleiðslu Svía og Finna á jæssum uppboðum," sagði Anders. Hann sagði að framleiðslan og búin hér væru frekar lítil, en hann hafi heyrt að um hundrað bændur hafi sótt um leyfi til að fá að hafa minka- og refabú og fannst honum mikill áhugi vera fyrir hendi hér á landi fyrir þessari ræktun. Helge Olsen, framkvæmdastjóri danska loðdýraræktarsambandsins, sagði að hér væru skilyrði mjög góð til ræktunar minka og refa. Sagði hann að loftslagið væri sambærilegt við það danska og að við ættum að geta náð eins langt hlutfallslega og Danir í þessum efnum. Hér er mjög auðvelt að fá gott fóður fyrir dýrin, en það er fiskúrgangur. I Danmörku sagði hann að 70 prósent fæðunnar sem dýrin ætu væru fiskúrgangur og Alltaf er einhver tegund V05- shampó sem hentar þér E]E]E]E]G]E]^^p]E]E]E]B]B]B]^§B]E]B]K5| 1 Sigtún I H Bingó í kvöld kl. 20.30, il ij Aöalvinningur kr. 3 þús. |j ElElE]E]E]E]E]E]E]laIE1E]ElE]ElElElE]ElElE] að auki ýmisskonar korn og vítamín. Einnig væru fimm til tíu prósent fæðunnar frá býlunum sjálfum sem hefðu jafnan með minka- og refa- ræktinni svín, hænsni og nautgripi. Sagði Helge Olsen, að með 40 kílóum af fiskúrgangi sem dýrunum væru gefin.n væri hægt að fá einn minkapesi og með 80 kílóum af slíkri fæðu sem refum væru gefin væri hægt að fá einn refapels. Helge á sjálfur lítil minkabú með 200 mink- um, sem konan hans rekur. Sagði hann að það væri aðeins hlutastarf hjá henni að sjá um búið en úti í Danmörku er það talin full vinna að sjá um 800 minka eða 500 refi. Ef fjöldi dýra væri undir þessu lág- marki, teldist það hlutastarf að sinna því. Þeir félagar hafa ferðast mikið um landið, farið á Þingvelli, séð Gullfoss og heimsótt fjöldann allan af minka- búum. Þeir kvörtuðu nokkuð um kulda á Akureyri og sögðust hafa séð eftir því að hafa ekki haft með sér nokkra pelsi þar norður frá. Þeir voru undrandi á því að ræktun minka og refa væri ekki eins og hver önnur búgrein iíkt og í Danmörku. Þeim hafði verið sagt að nokkrir bændur væru að hætta með naut- gripa- og sauðfjárrækt og væru að snúa sér að minka- og refarækt. Peter H. Krag, sölustjóri sam- bandsins, sagði að bændur úti í Danmörku högnuðust um þessar mundir mun meira á ræktun loðdýra en á nokkrum öðrum búskap, og virtist honum sem loðdýraræktend- ur væru að gera það nokkuð gott hér á íslandi. Anders Kirkegaard sagði að pelsar væru mjög góð verslunarvara og væri það sama hvort maður í Tókíó keypti pels frá New York eða öfugt. Það kæmi út á eitt í verði því flutningsgjöld væru svo lág. Anders er einnig bóndi auk þess sem hann gegnir störfum hjá Sambandinu. Hann er með tvö minkabú og eru 3200 minkar í hvoru, auk þess sem hann er með 400 silfurrefi. Fyrir utan allt þetta er hann svo með 160 hektara lands sem hann ræktar á ýmsar tegundir af korni. Hann sagði að það væru 30 verksmiðjur i Danmörku sem ynnu úr skinnunum. „Gæði fæðunnar,“ sagði Anders, „sem dýrin éta, þurfa að vera eins mikil og fæðunnar sem við mennirnir neytum. Hún má ekki vera léleg og í henni sem minnst af bakteríum.“ Þeir dönsku hafa átt viðræður við stjórn íslenska loðdýraræktarsam- bandsins sem í eru Haukur Hall- dórsson, formaður, Reynir Barðdal, Þorsteinn Aðalsteinsson, Arvid Krog, sem er norskur og Leifur Tómasson. Morgunblaðið hafði sam- band við Reyni Bárðdal, sem er varaformaður stjórnarinnar og sagði hann að Danirnir væru mjög jákvæðir og niðurstöður viðræðna við þá yrðu teknar fyrir á næsta aðalfundi íslenska sambandsins sem haldinn verður í ágúst. Sagði Reynir að Danirnir hefðu boðist til að flokka íslensku skinnin með þeim dönsku en það væri mjög gott fyrir okkur, þar sem dönsku skinnin eru talin vera þau bestu í heimi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.