Morgunblaðið - 14.07.1981, Síða 47

Morgunblaðið - 14.07.1981, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981 47 Á hreppamörkum Raufarhafnar og Presthólahrepps var Vigdisi Finnbogadóttur færður blómvöndur af Brynju Gestsdóttur. Fyrsta skipti §em forseti Islands heim- sækir Grímsey UM FJÖGURLEYTIÐ í gærdag kom Vigdís Finnboga- dóttir til Grímseyjar ásamt fylgdarliði sínu. Var farið frá Akureyri með flugvél og á flugvellinum í Grímsey tók hreppsnefndin á móti forsetanum, og ung dama, Guðrún Sigfúsdóttir, færði henni blómvönd. Gengið var frá flugvellinum og skoðað í kringum sig á leiðinni að félagsheimilinu. Við félagsheimil- ið voru allir Grímseyingar til að taka á móti henni og voru börnin öll með íslenska fánaveifu. Öll íbúðarhús flögguðu og allir sjó- menn voru í landi í tilefni þessar- ar heimsóknar. Öll vinna var lögð niður í landi frá hádegi. Fyrir utan félagsheimilið heilsaði Vig- dís öllum Grímseyingum með handabandi og svo var gengið í hús og drukkið kaffi og með þvi. Meðan kaffi var drukkið og kökur borðaðar gekk Vigdís á milli borða og gaf sér nógan tíma til að tala við eyjarfólkið. Að því loknu hélt oddvitinn ræðu og þakkaði komu Vigdísar og lét þess getið að hún væri fyrsti íslenski forsetinn sem heiðraði Grímsey- inga með nærveru sinni. I lok ræðu sinnar afhenti oddviti henni gjöf frá Grímseyingum, sem var Annáll nítjándu aldar, en bók sú er skrifuð af séra Pétri Guð- mundssyni, sem var prestur í eynni um langt árabil. Bók þessi er ófáanleg á Islandi. Þá tók forsetinn til máls og þakkaði móttökurnar, bókagjöfina og það hlýja viðmót, sem hún hafði hlotið meðan hún dvaldi í Grímsey. Að þessu loknu var gengið til kirkju og hún skoðuð. Kirkja þessi er 114 ára gömul. Síðan var haldið til varðskipsins sem flutti Vigdísi og fylgdarlið til Akureyrar aftur. Lauk þar með fyrstu heimsókn forseta Islands í Grímsey. Vigdís kom með sólina með sér til Rauf arhaf nar Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir ferðaðist um Norður- og Suður- Þingeyjarsýslur og Eyja- fjarðarsýslu um helgina en ferðalagi hennar um þessar slóðir lýkur á fimmtudag- inn 16. júlí. Á laugar- dagsmorgun var flogið frá Akureyri til Þórshafnar og kom forsetinn og fylgdarlið hennar til Þórshafnar klukkan 10.25. Á flugvellin- um tók á móti Vigdísi Finnbogadóttur, Sigurður Gizurarson sýslumaður og frú, og Ólafur Rafn Jónsson sveitarstjóri á Þórshöfn og frú. Frá flugvellinum var ekið að skólabyggingunni þar sem stans- að var og ávörp flutt. Heilsaði forseti þar heimamönnum og gróðursetti hríslur við skóiann. Síðan var hraðfrystihúsið skoðað og á eftir snæddur hádegisverður hjá hreppstjóra Þórshafnar- hrepps, Brynhildi Halldórsdótt- ur, Syðra-Lóni. Klukkan 14 á laugardaginn var svo lagt af stað áleiðis til Rauf- arhafnar. Á sýsiumörkum Rauf- arhafnar og Presthólahrepps tóku á móti Vigdísi Finnboga- dóttur forseta og fylgdarliði hreppstjórinn Hrefna Friðriks- dóttir, sveitarstjórinn Gunnar Hilmarsson og oddvitinn Björn Hólmsteinsson. Þar tók einnig á móti Vigdísi lítil stelpa, Brynja Gestsdóttir að nafni, og færði hún forsetanum blóm. Eftir stuttar kynningar á hreppamörkunum var haldið inn í Raufarhöfn og staðnæmst fyrir utan félagsheimilið. Þar heilsaði forsetinn þeim er þar höfðu safnast saman en það var fjöldi fólks. Þá var gengið inn í félags- Vigdís heilsar hér upp á krakka á Raufarhöfn, en mikill mannf jöldi fylgdi henni hvar sem hún fór Forseti og fylgdarlið hLýða á leik Lúðrasveitar Húsavikur og leggja síðan af stað í skoðunarferð um bæinn. heimilið þar sem forseta og fylgdarliði var boðið í kaffisam- sæti á vegum sveitarstjórnarinn- ar. Þegar inn var komið og sest að borðum hélt oddvitinn Björn Hólmsteinsson smátölu og byrj- aði á að bjóða forseta velkominn. Við þetta tækifæri afhenti hann forsetanum að gjöf grafíklista- verk gert af Jónínu Láru Einars- dóttur, grafíklistamanni og prestsfrú á Raufarhöfn. í samsæti þessu ríkti mikill fögnuður og gleði og má segja að Vigdís hafi komið með sólina með sér því síðan hún var þar hefur verið glampandi sólskin og skínandi veðurblíða. Eftir ræðu oddvita flutti Hólmsteinn Helgason heiðurs- borgari Raufarhafnar ávarp og rakti nokkuð sögu Raufarhafnar frá upphafi byggðar þar, og fram til þessa dags. Við þetta tækifæri söng kirkjukór Raufarhafnar nokkur lög undir stjórn Stephan Yates, skólastjóra tónlistarskóla Raufarhafnar. Einsöng flutti Svala Stefánsdóttir sópransöng- kona. Undir lok samsætisins hélt Vigdís Finnbogadóttir ræðu og hafði sérstaklega á orði hvað kórar í hinni strjálu byggð syngju vel og skemmtilega. Einn- ig nefndi Vigdís það í ræðu sinni hvað sýslumaður væri skynugur að velja kvenfólk sem aðstoðar- menn, en hreppstjórarnir á Þórs- höfn, Raufarhöfn og Kópaskeri eru allir konur. Eftir kaffisamsætið bað Vigdís fólk um að ganga út til barna er biðu fyrir utan félagsheimilið þar sem hún gróðursetti þrjú tré við mikinn fögnuð barnanna. Síðan kvaddi forseti þorpsbúa fyrir utan félagsheimilið, og hreppstjóra, sveitarstjóra og oddvita á hreppamörkum þar sem tóku á móti forseta og fylgdarliði hreppstjóri og oddviti Presthólahrepps. Frá Raufarhöfn var haldið til Kópaskers en þangað var komið um klukkan 18.00. Var stansað fyrir framan kaupfélagið þar sem forseti heilsaði fólki. Síðan var haldið að Skúlagarði og snæddur þar kvöldverður í boði sýslunefndar. Eftir kvöldverð var haldið til Húsavíkur. J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.