Morgunblaðið - 12.11.1981, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981
Tillaga rædd um
kvótaskiptingu
Hlutur Vestfirdinga f þorskaflanum myndi
minnka úr 22,3% f 13,6% - hlutur togara
á Suðurlandi aukast úr 5,5% f 11,5%
FISKIDEILD Kiskifélags íslands í Vestmannaeyjum ályktaði fyrir Fiskiþing sem
nú stendur yfir, að taka bæri upp kvótaskiptingu hjá togurunum. Telur deildin að
núverandi kerfi við þorskveiðitakmarkanir togaranna hafi gengið sér til húðar og
bendir deildin á leið til þess að koma á kvótaskiptingu. l'ar er meðal annars gert
ráð fyrir að 50% af leyfilegum heildarþorskafla togaranna verði skipt jafnt á milli
allra togara. 25% af lcyfilegum heildarþorskafla verði skipt eftir stærð skipa og '4
heildarþorskaflans verði skipt sem hlutfalli af þorskafla hvers togara pr. úthalds-
dag árin 1980 og 1981.
Þessi tillaga var mikið rædd á
Fiskiþingi í gær, og sýndist sitt
hverjum um hana. Vestmannaeying-
Samningafundir
hjá bókagerðar-
og blaðamönnum
FUNDUR var hjá sáttasemjara í gær
vegna kjaradcilu bókagerðarmanna.
Haraldur Sveinsson formaður Fé-
lags ísl. prentiðnaðarins sagði aðila
hafa ræðst við og annar fundur væri
ákveðinn í dag. Fundur verður í
undirnefnd fyrir hádegi, en síðan
samningafundur hjá sáttasemjara
kl. 14.
Á föstudag hafa bókagerðar-
menn boðað til félagsfundar og
sagði Magnús E. Sigurðsson for-
maður Félags bókagerðarmanna,
að fundarefnið væri að greina frá
stöðu viðræðna og skipuleggja
starf félagsmanna í verkfalli, sem
hefur verið boðað frá og með laug-
ardegi. Eftir hádegi í dag hafa
blaðamenn og viðsemjendur
þeirra verið boðaðir á fund hjá
sáttasemjara.
í gær voru fundir með fram-
reiðslumönnum og matreiðslu-
mönnum fyrir hádegi, og eftir há-
degi með samninganefndum ASÍ
og vinnuveitenda.
Lést eftir
höfuðhögg
31 .\RS gamall íslendingur, Sigurð-
ur Valur Magnússon, lést á laugar-
dag í Kaliforníu eftir að hafa hlotið
höfuðhögg. Atvikið átti sér stað á
laugardagsmorgun í Isla Vista,
skammt frá Santa Barbara fyrir
norðan Los Angeles. Sigurður l'alur
var í kunningjahópi cr til átaka kom
og hlaut hann höfuðhögg svo hann
missti meðvitund.
Hann lést síðar um daginn án
þess að komast til meðvitundar.
Bandaríkjamaður hefur verið úr-
skurðaður í gæzluvarðhald vegna
málsins og stendur rannsókn yfir.
Þó er talið ólíklegt, að Sigurður
Valur hafi beðið bana af völdum
höfuðhöggsins. Hann hafði um
nokkurt skeið verið undir læknis-
hendi vegna höfuðkvala.
Sigurður Valur hafði dvalist um
nokkurra ára skeið í Bandaríkjun-
um. Hann lætur eftir sig 4 börn.
um var þó þakkað fyrir að hafa lagt
í mikla vinnu við að vinna þessa til-
lögu og voru menn almennt sammála
um, að kjósa bæri milliþinganefnd
til að fjalla nánar um kvótakerfið en
nefnd sú, sem fjallar um stjórnun
fiskveiða á þinginu, mun fjalla nán-
ar um kvótakerfið i dag. Hins vegar
sagði Steingrímur Hermannsson
sjávarútvegsráðherra á Fiskiþingi í
fyrradag, að hann myndi aldrei setja
kvótaskiptingu á togarana, nema um
það væri víðtæk samstaða útgerðar-
manna. Þá voru uppi raddir á Fiski-
þingi í gær, að sjómenn á togurunum
ættu allt eins og útgerðarmenn að
hafa áhrif á hvort kvótakerfi yrði
tekið upp.
Ef farið yrði eftir tillögu Vest-
mannaeyinga og kvótaskipting sett
á, myndi það þýða, að hlutdeild tog-
ara á Suðurlandi myndi aukast úr
5,5% í 11,5%, hlutur togara á Suður-
nesjum í þorskinum myndi aukast úr
6,3% í 8%, hlutur togara úr Reykja-
vík og Hafnarfirði myndi aukast úr
17,7% í 24,5%, hlutur togara á Akra-
nesi og við Breiðafjörð myndi
minnka úr 7,4% í 5,8%, hlutur tog-
ara á Vestfjörðum myndi minnka úr
22,3% í 13,6%, hlutur togara á Norð-
urlandi myndi minnka úr 27,3% í
24% og hlutur togara á Austfjörðum
myndi minnka úr 13,6% í 12,6%, en
hér er alls staðar gengið út frá afla-
brögðum togaranna árið 1980 að því
er Morgunblaðinu var tjáð í gær.
Ingvar Gíslason menntamálaráðherra var fyrir skömmu á ferð í Grikklandi og átti þá fund með nýskipuðum
menntamálaráðherra Melinu Mertouri og er myndin tekin er þau heilsuðust. Með þeim á myndinni er
Constantin Lyberopoulos, ræðismaður íslands í Aþenu, sem hafði meðalgöngu um fund þeirra.
Menntamálaráðherra sagði í samtali við Mbl. að þau hefðu rætt um hversu nauðsynlegt væri að efla menning-
arskipti íslands og Grikklands, en þar sem Mercouri var nýtekin við starfi sínu, var að svo stöddu ekkert
afráðið í því efni.
Samningagerð
miðar of hægt
- segir Asmundur Stefánsson
'O
INNLENT
ÞESSUM samningamálum miðar
alltof hægt og viðbrögð VSÍ og
VMSS hafa verið of neikvæð, sagði
Ásmundur Stefánsson forseti ASÍer
Mbl. innti hann eftir stöðu samn-
ingamála í gær. Á mánudag hefur 72
manna samninganefnd ASÍ verið
boðuð til fundar.
— Þar verður gerð almenn
grein fyrir hvernig samningamál-
in standa og það hlýtur að vera
mat hverju sinni eftir stöðu og
gangi viðræðna hvað verður um
aðgerðir, sagði Ásmundur að-
spurður.
— Það hafa verið uppi raddir
um að nauðsynlegt sé að grípa til
einhverra aðgerða, en ákvörðun
um slíkt verður ekki tekin nema í
stærri hópi, sagði Jón Helgason,
formaður Einingar á Akureyri, í
samtali við Morgunblaðið, en Jón
á sæti í aðalsamninganefnd ASÍ.
— Reynsla okkar er sú, að það
gerist ekkert fyrr en illu er hótað
og farið er út í vinnustöðvun, en
345 þús. tonn hafa veiðst
frá byrjun loðnuvertíðar
SÍÐDEGIS í gær var búið að veiða
um 133 þúsund tonn af loðnu, síðan
síðasta stofnstærðarskýrsla var lögð
fram og samkvæmt því eru aðeins
11—12 þúsund tonn eftir í sjónum.
Alls er búið að veiða um 345 þús.
lestir af loðnu frá því að veiðarnar
hófust í ágúst sl. en í síðustu viku
veiddust um 67 þúsund tonn.
Frá því um hádegi á mánudag
þar til um hádegi í gær tilkynntu
30 skip afla, samtals um 18.205
lestir, og fóru skipin flest með afl-
ann til Austfjarðahafna: Víkur-
berg GK 550 tonn, Harpa RE 630,
Skarðsvík SH 250, Júpiter RE
1250, örn KE 250, Hilmir SU 1260,
Hilmir II SU 560, Gullberg VE
570, Sigurfari AK 830, Svanur RE
680, Albert GK 500, Guðmundur
RE 850, Jón Finnsson GK 600,
Skírnir AK 440, Ljósfari RE 570,
Ársæll KE 440, Oskar Halldórsson
RE 440, Sæbjörg VE 580, Húna-
röst ÁR 620, Rauðsey AK 560, Pét-
ur Jónsson RE 700, Seley SU 440,
Helga Guðmundsdóttir BA 715,
Hafrún ÍS 640, Gísli Árni RE 480,
Jón Kjartansson SU 1130, Hákon
ÞH 720, Magnús NK 500 og Bergur
VE 450 tonn.
að sjálfsögðu vilja menn í lengstu
lög reyna að forðast slíkt, sagði
Jón og bætti því við að ekkert væri
farið að ræða á hvern hátt yrði
staðið að aðgerðum.
Jón Kjartansson í Vestmanna-
eyjum sagði hins vegar, að hann
teldi félögin úti á landi ekki vera í
neinni stöðu til að vera með hót-
anir. — Ég teldi ekki hyggilegt, og
það er mat stjórnar og trúnað-
armannaráðs hér, að við höfum
ákaflega litla stöðu til að fara að
derra okkur núna. Að mínu mati
er það vindhögg fyrir verkafólk í
sjávarplássum allt í kringum
landið að fara út í aðgerðir þegar
samdráttur er það mikill í at-
vinnu, að fólki þykir ágætt að hafa
8 tímana og er þegar farið að
koma á atvinnuleysisskrá. Haust-
ið er yfirleitt dauður tími og okkur
hér finnst óviturlegt að hóta að-
gerðum. Ég lít þannig á verk-
fallsvopnið, að það eigi ekki að
draga úr slíðrum til þess eins að
skaka framan í andstæðinginn til
að láta hann hlæja, sagði Jón
Kjartansson.
Útlaginn og aðgangur barna
Fiskiþing:
Fyrirtæki sætti sig ekki
við núllstigsútreikninginn
ÞEGAR rætt var um lánamál og af-
komu sjávarútvegsins á Fiskiþingi í
gær, sagði Marteinn Friðriksson frá
Sauðárkróki, í framsöguræðu, að
hann gerði þá kröfu að fyrirtæki í
sjávarútvegi sættu sig alls ekki við
núllstigsútreikning á afkomu sinni í
framtíðinni.
„Skuldahalar hafa myndast í
mörgum af fyrirtækjunum og
vaxtakjörin í iandinu sjá fyrir því,
að úr þeim kröggum verður aldrei
komist nema með hagnaði. Vaxta-
stefnunni verður að gjörbreyta og
stórlækka þarf vexti. Sú ein að-
gerð myndi lækka verðbólguna og
styrkja atvinnulífið meira en
nokkur ein ráðstöfun í Þjóðfélag-
inu. Bætur sparifjáreigenda
kæmu fljótt og örugglega fram í
lækkuðum framfærslukostnaði,
sem minni verðbólga hefði í för
með sér ásamt auknu atvinnuör-
yggi,“ sagði Marteinn.
VEGNA gagnrýni sem fram hefur
komið á að kvikmyndin Útlaginn er
bönnuð börnum innan 12 ára aldurs
af kvikmyndaeftirliti ríkisins, sneri
Mbl. sér til Jóns Hermannssonar,
framkvæmdastjóra ísfilm og tals-
manna kvikmyndaeftirlitsins og
spurði um afstöðu þeirra til málsins.
Jón Hermannsson sagði:
„Börn eru hvött til að lesa forn-
bókmenntir okkar og því skýtur
það nokkuö skökku við, að kvik-
mynd byggð á fornsögu skuli
bönnuð. I Utlaganum er síður en
svo örvað til ofbeldis. Við veltum
okkur ekki upp úr „blóðugum sen-
um“. Bardagasenur eru yfirleitt
snöggar og fljótt afstaðnar.
Reglulega sýnir sjónvarpið kú-
rekamyndir, sem ekki eru bannað-
ar og í Útlaganum eru síður en svo
svakalegri senur en meðalkúreka-
mynd. Það má því segja, að kvik-
myndaframleiðendur í heild sitji
við skertan hlut gagnvart sjón-
varpi. Hitt er svo, að ég lít ekki á
Útlagann sem barnamynd," sagði
Jón Hermannsson.
Talsmenn
ins sögðu:
Kvikmyndaeftirlits-
„Kvikmyndaeftirlitið telur að
sjálfsögðu að æskilegast hefði ver-
ið að leyfa öllum börnum aögang
að kvikmyndinni Útlaginn, sem
byggð er á Gísla sögu Súrssonar.
Það er hins vegar hlutverk eftir-
litsins að gæta þess, að börnum sé
ekki ofboðið með ofbeldi og
hryðjuverkum í kvikmyndum. Sé
miðað við aldurstakmarkanir, sem
eftirlitið setur á aðrar kvikmyndir
sem teknar eru til sýningar hér í
kvikmyndahúsum (sjónvarpið
annast sjálft skoðanir á þeim
kvikmyndum, sem þar eru sýndar)
hefði skotið skökku við, ef börnum
á ungum aldri hefði verið veitt
heimild til að sækja þessa sýn-
ingu, vegna mannvíganna og
hvernig að þeim er staðið. Kvik-
myndaeftirlitið kvað því upp þann
úrskurð, að myndin væri ekki við
hæfi barna innan 12 ára og vænt-
anlega eru framleiðendur kvik-
myndarinnar á sama máli.“