Morgunblaðið - 06.12.1981, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981
51
AfM.YSIMiA-
SIMINN KH:
22480
★ Nýrri áskrift 1982 fylgir
allur árgangur 1981 í
kaupbæti, ef óskaö er.
Gefandi greiöir aðeins
sendingarkostnað.
★ Útgáfan sendir viðtak-
anda jólakveðju í nafni
gefanda, honum að
kostnaðarlausu.
★ Hvert nýtt hefti af lceland
Review styrkir tengslin viö
vini í fjarlægð.
□ Undirritaður kaupir.......gjafaáskrift(ir) að lceland Review
1982 og greiöir áskriftargjald kr. 80 pr. áskrift aö viöbættum
sendingarkostnaði kr. 40 pr. áskrift. Samt. kr. 120.
□ Árgangur 1981 veröi sendur ókeypis til viötakanda(enda) gegn
greiöslu sendingarkostnaöar, kr. 40 pr. áskrift.
Ofangreind gjöld eru í gildi til ársloka 1981.
Nafn áskrifanda
Símí
Heimilisfang
Nafn móttakanda
Heimílisfang
Nöfn annarra móttakenda fylgja meö á ööru blaði. Sendið til
lceland Review, pósthólf 93, Reykjavík, eða hringið í síma 27622.
1982 — 20. útaáfuárið
Sjálfum sér
nógur - og þó...
Nú er tækifærið
að senda vinum og viðskiptamönnum gjafaáskrift. Láttu lceland
Review flytja kveðju þína með hverju hefti.
Við höldum sérstaklega upp á 20. árið og gefum út tvö blöð,
stærri og fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Hvort um sig veröur
eins og heil bók um ísland og segir meira frá landi og þjóö en
margra ára bréfaskriftir.
Fyrirhöfnin er engin, kostnaðurinn sáralítill — og þú getur fengið
heilan árgang í kaupbæti.
lcelandReview
Hverfisgötu 54, sími 27622, 101 Reykjavík.
Og sparnaður foreldranna leiðir
til þess, að faðirinn getur komizt
yfir vörubíl, sem tryggir honum
aukna vinnu. Og svo geta þau þá,
hjónin, keypt sér og syninum þak
yfir höfuðið. Síðan leyfa þau sér
þá að fara í bíó á vörubílnum, sem
varð að teljast „fínt“ — en ólánið
var ekki langt undan. Þau lentu í
árekstri, sem varð bani þeirra
beggja.
Einbirni tekst að koma foreldr-
um sínum með fullum sóma í
hinzta hvílustaðinn, enda kemst
hann að þeirri staðreynd, að
„margur kannast betur við lík en
lifandi". Hann heldur áfram sínu
fasta starfi og rækir það með af-
brigðum vel, en hefur sem allra
minnst afskipti af samborgurum
sínum, segir við mann og mann
eitthvað naumt skammtað um
daginn og veginn. En hann nýtur
samt sérstæðrar skemmtunar,
heldur stundum uppi hrókaræðum
í einrúmi við ímyndaðar persónur,
en helzt aldrei um annað en
eitthvað nauða ómerkilegt. En frá
þessu er sagt í stíl, sem svarar til
ávarpsins „kæri ég,“ og það er síð-
ur en svo, að lesandanum þurfi að
leiðast. Hann fer þó loks að
spyrja, hvort ekkert markvert
komi fyrir í sögu, sem er 140 blað-
síður. En bitti nú: Á blaðsíðu 93,
hefst sú breyting, sem að framan
er getið og helzt mætti líkja við
algera byltingu í lífi sögumanns-
ins.
Hús það, sem Einbjörn á íbúð í,
er númer þrjú í götunni, en einn
góðan veðurdag skiptir allt í einu
um íbúa í húsi númer fjögur við
sömu götu, og þar situr í hjólastól
fyrir dyrum úti ung og falleg
stúlka. Þar er kominn nýr örlög-
valdur Einbjarnar. Án þess að
hann hafi gert sér grein fyrir því
hefur hann heima og í skólum orð-
ið fyrir snerti af andlegri lömun,
en stúlkan í stólnum, sem er að
nokkru leyti lömuð á líkama sín-
um, er tilfinningalega séð ljóslif-
andi. Og svo endar þá sagan á því
án þess að höfundurinn breyti um
sinn einkennilega stíl, að þessi tvö,
karl og kona, bæta úr hvort fyrir
öðru, eru gefin saman í hjónaband
og stíga í eina sæng sem ham-
ingjusöm hjón, hvað sem svo kann
til að koma, þegar fram í sækir, en
góðfús lesandi hefur með höfundi
leyfi til að vænta alls hins bezta.
Guðmundur G. Hagalín
Jónas Jónasson: Einbjörn Ilansson,
saga.
Bókaútgáfan Vaka, Reykjavík, 1981.
„Kæri ég!“
Svona sérkennilega hefst
sjálfsævisaga mannsins, sem heit-
ir hinu sérstæða nafni, Einbjörn,
sem freistar lesandans til að halda
áfram í sama tón og tauta: Tví-
björn, Þríbjörn og FJórbjörn...
En við lestur ævisögunnar —
við getum kallað hana dagbók —
Jónas Jónasson hefur með þess-
ari bók sent frá sér skáldsögu, sem
að formi er engri annarri lík, í
hinum þegar allstóra hópi ís-
lenzkra skáldsagna, og svo er þá
þess að vænta, að honum lánist
jafnvel að rita aðra, en þá vissu-
lega í öðru formi en hann hefur
sniðið þessari.
verður það eðlilegt í augum les-
andans, að dagbókin hefjist á orð-
unum „kæri ég“. Því að í henni
segir Einbjörn Hansson sjálfum
sér ævisögu sína, unz hreint og
beint furðuleg skyndi breyting
verður á henni.
Einbjörn er sonur fátækra
hjóna, sem verða að flytja úr einni
lélegri íbúð í aðra svipaða eða lak-
ari, og þau setja sér svo það
markmið að safna smátt og smátt
það miklu fé, að þau geti eignast
þak yfir höfuðið. En þeim verður
það ljóst, að til þess að sá draum-
ur rætist verða þau að lifa svo
spart, að ekki sé eytt í annað en
sómasamlegt fæði handa þeim og
Einbirni — og föt, sem séu ódýr og
notuð til þess ýtrasta. Engar
skemmtanir mega þau leyfa sér
eða syni sínum, bíóferð, svo sem
einu sinni á ári, er hanns og þeirra
einasti lúksus. En eins og sonur-
inn fær sæmilegt en fábrotið fæði
og fataleppa, fær hann líka að
ganga í gagnfræðaskóla og taka
þar lokapróf. En ekki er honum
skólagangan þrautalaus. Klæðn-
aður hans verður hneykslunar-
hella og þá ekki síður nafnið, —
því fylgir háværum röddum: Tví-
björn, þríbjörn og s.frv. En hann
afber þetta og fær störf hjá inn-
flutningsfyrirtæki, fyrst sem
sendill, svo lagermaður — og þar
kemur, vegna trúmennsku hans,
að hann er fluttur upp til skrifst-
ofufólksins, þar sem hann svo si-
tur vel þokkaður alla sína framtíð.
Jónas Jónasson
Bókmenntir
w KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR
AVEXTIR
IKUHHAR
Bananar Dole — Klementínur Marokko — Appelsínu
Outspan — Greipaldin Jaffa — Greipaldin rautt — Sítr
ónur grískar — Sítrónur spánskar Vi kassar — Epli rau(
USA — Epli græn USA — Epli græn frönsk — Vínbe
græn spönsk — Vínber blá spönsk — Melónur gula
ísrael — Ananas — Avacado — Kiwi.
EGGERT KRISTJANSSON HF
Sundagörðum 4, sími 85300