Morgunblaðið - 10.12.1981, Page 36

Morgunblaðið - 10.12.1981, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981 + Kona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUDRÚN STEFÁNSDÓTTIR RICHTER frá Ísafíröi, lést.í Landakotsspítala þann 8. desember. Fyrir hönd aöstandenda. Gunnlaugur Guömundsson. + Móöir okkar, GUÐRÚN SIGURGEIRSDÓTTIR, Brautarholti S, Ólafsvík, andaöist í Borgarspítalanum aö morgni 9. desember. Börnin. + Systir min, ELÍN JÓHANNSDÓTTIR POELSTERL, andaöist á heimili sínu í Florida í Bandaríkjunum, þann 16. nóv- ember síöastliöinn. Maríus Jóhannsson. t Eiginkona mín, AOALHEIDUR TRYGGVADÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, lést á St. Jósefsspítala þann 8. desember. Jón Pétursson, Eyrarhrauni, Hafnarfirói. + Minningarathöfn um ■ STEFÁN STEFÁNSSON, tjónaskoöunarmann, Laugarnesvegi 48, veröur haldin í Fríkirkjunni kl. 10.30 laugardaginn 12. des. Jarðaö veröur frá Hraungeröiskirkju kl. 2.00 sama dag, en bílferö verður frá Fríkirkjunni aö minningarathöfn lokinni. Fyrir hönd vandamanna. Guórún Magnúsdóffir. + Faöir minn, tengdafaðir okkar, afi og langafi, INGI HALLDÓRSSON, bakarameistari, sem lést 28. nóvember, veröur jarösettur í Fossvogskirkju föstu- dag 11. desember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag Islands. Anna Ingadóttir, Ólafur Sverrisson, Gunnmar Nielsen, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför LILJU KRISTJÁNSDÓTTUR, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Ágúst Jóhannesson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum öllum, nær og fjær, auðsýnda samúö og vináttu vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður og tengdamóöur, GUDRÚNAR EYJÓLFSDÓTTUR, Gerðum, Garði. Sveinn Árnason, Árni Sveinsson, Guðlaug Sveinsdóttir. Lokað í dag vegna útfarar GUÐFINNU GÍSLADÓTTUR. Málflutningsskrifstofa Jón Oddsson, hrl. Eignagarður, fasteignasala. Minning: Guðfinna Gísladótt- ir Bolungavík Fædd 8. janúar 1912. Dáin 30. nóvember 1981. I dag kveðjum við heiðurs- og sómakonuna Guðfinnu Gísladótt- ur, en hún andaðist að heimili sínu 30. nóvember sl. og er þar með lokið æviskeiði merkrar konu. Hún hefði orðið sjötug 8. janúar næst komandi. Útför hennar verð- ur gerð í dag frá Fossvogskirkju. Guðfinna Gísladóttir fæddist í Bolungavík, elsta barn hjónanna Sesselju Einarsdóttur og Gísla Sigurðssonar, sjómanns. Hún var af alþekktum ættum, móðurættin m.a. með elstu frumbyggjum Akraness, en föðurættin úr ísa- fjarðardjúpi. Heiðvirt og dugmik- ið fólk. Foreldrar Guðfinnu bjuggu lengst af í Bolungavík, en fluttu á efri árum til heimabyggð- ar Sesselju, Akraness. Systkini Guðfinnu voru: Ásgerður, gift Sig- urði Guðmundssyni, tækniteikn- ara, áður lögreglumanni á Akra- nesi, Einar, skipstjóri, sem lést fyrir tveim árum, var kvæntur El- ísabetu Sveinbjörnsdóttur, ljós- móður, og Petrína, gift Bjarna Eg- ilssyni, húsasmíðameistara. Mikil samheldni og ástríki var með þeim systkinum og fjölskyldum þeirra, er aldrei bar skugga á, enda lífs- glatt fólk og raungott. Eiginmaður Guðfinnu, tengda- móður minnar, var Guðmundur Jakobsson, fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður í Bolungavík, en nú bókaútgefandi í Reykjavík. Voru þau bæði fædd í Bolungavík og skóla- og fermingarsystkin. Endanlega bundu þau saman bagga sína, er þau voru við nám hér í Reykjavík, hún í Verzlun- arskóla Islands, en hann í Sam- vinnuskólanum og sú samfylgd entist í rúm fimmtíu ár og saman voru þau, er hún kvaddi þennan heim. I barnaskólanum í Bolunga- vík kepptu þau um efstu sætin. Af framsýni og dugnaði kostuðu for- eldrar hennar hana til frekara náms, þar sem hún hafði náð góð- um námsárangri. Var þetta mikið afrek hjá jafn efnalitlu fólki og var fáheyrt á þessum tíma. Guð- finna gat og minnkað náms- kostnaðinn með vinnu í sumar- leyfum heima i Bolungavík, en tengdafaðir minn braust til náms einn og óstuddur, enda hafði hann stundað sjómennsku frá ferming- araldri af miklum dugnaði. Ekkert virðist því eðlilegra en að þessir eldhugar sameinuðust. Guðfinna var ung, þegar hún valdi sér lífs- förunaut og ástin til hans var afl- vaki lífs hennar. Bæði voru þau af t Þökkum af alhug auösýnda samúö viö andlát og útför ástkærrar móöur okkar, fósturmóöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GYDU GUNNARSDÓTTUR frá Ólafsvík, Tjarnarbraut 29, Hafnarfiröí. Gunnar Randversson, Úlfar Randversson, Steinn Randversson, Rannveig Randversdóttir, Kristbjörg Elíasdóttir, Agnar Elíasson, Sigurrós Elíasdóttir, Fríóa Elíasdóttir, Sylvia Elíasdóttir, Aldís Eliasdóttir, Hulda Haraldsdóttir, barnabörn og b Sygin Frímann, Lovísa Jónsdóttir, Kristjana Kristjónsdóttir, Ragnar Magnússon, Agnar Jónsson, Lilja Pálsdóttir, Guömundur Eyjólfsson, Hjörvar Jóhannesson, Bergur Sigurðsson, Björn Fríðþjófsson, Rafnar Halldórsson, + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, HERMANNS HERMANNSSONAR frá Ógurvík. Anna Hermannsdóttir, Þuríður Hermannsdóttir, Þórður Hermannsson, Sigríður Hermannsdóttir, Karítas Hermannsdóttir, Sverrir Hermannsson Gísli Jón Hermannsson, Halldór Hermannsson, Guörún Dóra Hermannsdóttir, Birgir Hermannsson, Asgeir Sigurðsson, Arnviður Ævarr Björnsson, Vigdís Birgisdóttir, Steingrímur Birgisson, Gréta Lind Kristjánsdóttir, Jónína Einarsdóttir, Katrín Gísladóttir, Þórir Þórisson, Alda Sígtryggsdóttír, barnabörn og barnabarnabörn. f Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns míns. fööur okkar, fósturfööur, tengdafööur, afa og langafa, GUDBJÖRNS SIGURJÓNSSONAR frá Króki, Safamýri 93. Margrét Gissurardóttir, Sigrún Guðbjörnsdóttir, Sigurjón Guðbjörnsson, Gunnlaug Jónsdóttir, Ragna Pálsdóttir, Gunnar Ingvarsson, Guörún Guðmundsdóttir, Sigurður Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö fráfall og útför bróöur okkar og mágs, GEIRS FRIOBJORNSSONAR frá Vík í Fáskrúðsfirði. Áslaug Friðbjörnsdóttir, Guðmundur Magnússon, Aðalsteinn Friðbjörnsson, Björn Friðbjörnsson, Jón Friöbjörnsson, Sveina Lárusdóttir, Sigurpáll Fríöbjörnsson, Jóna Martensen, Egill Friðbjörnsson, Guðlaug Þórðardóttir, Þórhallur Friðbjörnsson. fátæku fólki og ekki voru efnin mikil, er þau stofnuðu heimili í Bolungavík. Líf tengdaforeldra minna reyndist oft hörð glíma við mikla og óvænta ytri erfiðleika, en skömmu fyrir andlát sitt sagði Guðfinna mér, að gæti hún lifað að nýju, myndi hún engu breyta. Hún var kona mannsins síns í blíðu og stríðu, staðföst og raun- góð, og við enga konu hefði hún viljað skipta hlutskipti. Tengdaforeldrar mínir bjuggu í Bolungavík til ársins 1951, að þau fluttu til Reykjavíkur. Eignuðust þau fimm börn á tuttugu árum, en þau eru: Arnar, prentari, kona hans er Sólveig Kristjánsdóttir, skrifstofustúlka, Valgerður Bára, gift Jóni Oddssyni, hrl., Theódór Jakob, bókbindari, kvæntur Hall- dóru Guðmundsdóttur, sjúkraliða, Soffía, íþróttakennari og hjúkrun- arfræðingur, gift Ásgeiri Elías- syni, íþróttakennara, og yngst er Gíslína, arkitekt, sem nú er við framhaldsnám í byggingalist í Danmörku, Barnabörnin eru fjór- tán og barnabarnabörnin tvö. Öll hefðum við viljað hafa hana miklu lengur meðal okkar, en eigi má sköpum renna. Barnahópurinn saknar elskulegrar ömmu. Það er því með trega, sem hún er kvödd hinstu kveðju, svo góðar og hug- ljúfar minningar skilur hún eftir þessi lífsglaða og raungóða kona, er lagði allan þann stuðning fram, er hún átti, börnum sínum og fjöl- skyldu, á sinn ástúðlega og nær- færna hátt þar til kraftar þrutu. Guðfinna var tignarleg og glæsileg kona, hafði til að bera háttvísa, fágaða og nærfærna framkomu. Svipurinn bjartur og hlýr og geislandi af sannri lífs- gleði og alúð. Mannkærleikur og gæska voru hennar aðalsmerki, hvort sem var til manna eða mál- leysingja. Hún var einstaklega vel metin og vinsæl meðal allra þeirra, er einhver kynni höfðu af henni. Viðmót hennar var hlýtt og brosið skínandi bjart, blik augn- anna óviðjafnanlega fagurt. Framganga hennar og skaphöfn staðföst, einarðleg og hreinskipt- in. Hún var gædd djúpri og sterkri réttlætiskennd og hafði ígrundað- ar og fastmótaðar skoðanir. Jafn- an var hún málsvari þeirra, er minna máttu sín og sýndi það oft í verki, þó hún flíkaði því ekki. Hún lagði aldrei nema gott til allra mála og lagði hverjum góðum málstað það liðsinni, er hún frek- ast gat. Hún var trúhneigð, en sýndi skoðunum annarra umburð- arlyndi. Þannig var Guðfinna ekki einvörðungu velgerð og heilsteypt manneskja, heldur var hún einnig stórfengleg listakona. Hún hafði einstaklega fagra söngrödd og enginn vafi er, að lífsbraut hennar hefði getað orðið önnur en hús- móðurstarfi í litlu sjávarþorpi, hefði hún kosið að leggja fyrir sig sönglistina, sem sitt lífsstarf. I slíku umhverfi hefði hún án efa náð langt á listabrautinni, enda góðum gáfum gædd og háttvís heimsborgari að upplagi. En þessi lífsglaða og einlæga kona harmaði aldrei hlutskipti sitt. Hún var fjöl- skyldu sinni allt og naut þar hverrar stundar heilshugar og óskipt. Á heimili sínu var hún ör- látur og veitull gestgjafi, lund hennar rausnarleg og stór. í öllu annríkinu gaf hún sér tíma til að taka virkan þátt í sönglífi í Bol-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.