Morgunblaðið - 10.12.1981, Page 39

Morgunblaðið - 10.12.1981, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981 39 fclk í JéÉ fréttum Öryggið fyrst + Þessi stúlka heitir Tracey Dixon, og er sautján ára göm- ul sýningarstúlka og einmitt svona kom hún sýningargest- um fyrir sjónir á mikilli heil- brigðis- og öryggisráðstefnu í Lundúnum fyrir skömmu. Hún var að sýna hvernig ætti að nota eyrnaskjól og örygg- isgleraugu — en það er greini- legt af myndinni að jafnrétt- isráðið í Lundúnum er ekki eins atkvæðasamt og það hér uppi á íslandi ... Gordon Jackson í morðleik Agöthu + Gordon Jackson er flestum að góðu kunnur sem yfirþjónninn Hudson í Húsbændur og hjú. En Gordon hefur leikið fleiri hlut- verk um dagana og er vel metinn leikari í Englandi, bæði á leik- sviði, í sjónvarpi og kvikmynd- um. I breska sjónvarpinu eru nú syndir þættir úr myndaflokkn- um The Professionals, sem er sakamálamyndaflokkur, og leik- ur Gordon þar aðalhlutverkið, en er í heldur skuggalegum félags- skap. Á myndinni sem hér fylgir þarf Gordon þó ekki að kvarta undan félagsskapnum, og þessar tvær stúlkur, sem heita Mary Tamm og Belinda Carrol, munu leika ásamt Gordon aðalhlut- verkin í einu af síðustu verkum Agöthu Christie „Cards on the Table" sem er nú fært upp í West End í Lundúnum. En oft er flagð undir fögru skinni, og þær Mary og Belinda leika báðar morðingja í verkinu, sem hafa sloppið undan refsivendi lag- anna. Gordon leikur á hinn bóg- inn leynilögreglumann hjá Scotland Yard sem leysir morð- gátur á færibandi. Hann sagði: „Það hefur verið stórkostlega skemmtilegt að vinna að þessum leik, og ég er í yndislegum fé- lagsskap. Það er sannarlega munur að hafa Belindu og Mary hjá sér, heldur en þá Bodie og Doyle úr The Professionals — af hverju.? Þær eru miklu fallegri til að byrja með ... ixy. ^ ^ ’ .40+' -x _ ^ ^ *»> *.. . ^ -'vV- íJv ÆS JÉ „x m *••■•«► 1« ZZ •» «1 <» % * •***' >• ifc Zt “ ** V #fc. *~w* *** » *.■*„ ** m m ml'Z' ■*■ *, Z ,'+ * * . f*,**.** £ 2 ?, m ** ~**ZZÍ*k* aaðmtfHnMðíg : 2 fsf&m ffll ■%** fmm* > yw* ; * .»«*»*’*»*■* SseöCÖðC IH^I ÉaT r'CCssv Æ s2; wtgkm Stefnt á brattann + Renato Da Silva, 21 árs gamall Brazilíumaður og dyravörður í háhýsi nokkru í Sao Paulo, fann einn daginn hjá sér óviðráðanlega löngun til að klifra upp háhýsið. Svo kall gekk út og byrjaði að klifra. Brátt urðu vegfarendur hans varir og lögregla og slökkvilið voru kölluð á staðinn, en Renato hélt áfram að klifra, eins og það kæmi honum ekki við. Hann var kominn upp á 12tu hæð, þegar hann leit loks niður og þá tók hann andköf og fékk svimakast og var afar þakklátur mönnum sem náðu að grípa í hann og toga hann inn um glugga. En þarna á myndinni er Renato sem sé einsamall á 12tu hæð háhýsisins, að virða fyrir sér útsýnið... er hljómplata ódyr jólagjöf FÁLKINN sksÍAQr 7 r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.