Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 9. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 14. JANUAR 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Farþegaþota hrapaði á brú í Washington Wa.shington, 13. janúar. AI*. OTTAZT er, að að minnsta kosti 65 manns hafi farizt í flugslysi í Washington DC síðdegis í dag, þegar Boeing 737-þota flugfélags- ins Air Florida hrapaði skömmu eftir flugtak. Vélin hóf sig á loft frá National-flugvelli við Wash- ington í miklum byl skömmu eft- ir kl. 16 að staðartíma, en hrap- aði örstuttu síðar, lenti á brú yfir Potomac-fljótið og fór síðan í ísi lagða ána. Mjög mikil umferð var á brúnni og er talið, að nokkrir bílar hafi farið í ána með flug- vélinni, en seint í kvöld var ekki ljóst, hvað þeir voru marg- ir, né hve margt fólk var í þeim. Meiri umferð var á brúnni en vant er á þessum tíma, þar sem opinberu starfs- fólki hafði verið veitt heimild til að fara snemma heim vegna óveðursins. Brúin er á 14. stræti, skammt frá Hvíta hús- inu, og flytur umferð frá mið- borg Washington til úthverfa hennar í Virginíuríki, þar sem mjög margir, er starfa í höfuð- borginni, eru búsettir. Flugvélin bar flugnúmerið Air Florida 90 og var á leið til Tampa í Florida. Flugvöllurinn við Washington var lokaður fyrri part dags í dag vegna veð- urs og var þessi flugvél ein hin fyrsta sem heimilað var að hefja sig til flugs. Með vélinni voru 68 farþegar og 5 manna áhöfn. Seint í kvöld var enn óvíst, hversu margir fórust með vél- inni, en tekizt hafði að bjarga a.m.k. 16 manns á lífi úr ánni. Mikið björgunarlið var kvatt á vettvang, en kuldi og slæmt veður gerðu björgunarmönnum erfitt fyrir. Bátar og þyrlur voru notuð við björgunarstarf- ið. Kona forsætis- ráðherra í Júgóslavíu Brlgrad, 13. janúar. AP. RÁÐANDI menn í Júgóslavíu hafa orðið ásáttir um að kona ad nafni Milka l'laninr verði næsti forsæt- isráðherra landsins. Hún er nú leiðtogi kommúnistaflokksins í Króatíu. Kkki hefur verið látið uppi, hvenær hún muni taka við af Veselin Djurancvic núverandi for sætisráðherra. Milka Planinc er fyrsta konan. sem tekur við emb- ætti forsætisráðherra í Júgóslavíu. Að sögn júgóslavnesku frétta- stofunnar Tanjug verða á næst- unni gerðar ýmsar breytingar á ríkisstjórninni og m.a. skipt um utanríkis- og varnarmálaráð- herra. jDfHVÍTA- >*■ Ifnnnnl nviiM .QD D*:s?vc)ooo£. dcd\ ■t.-’ooaa 'OU6'í'*. 10DE í?*(25^^a“R8t3óí.: —mi lt_)Cnr’i-2'**/yLJ30L - jdj; jjoiSt.;.'* • r—inni—inh>H £JLJC _ t.^ CJOOdOL^ n^:D~sooDsaotjl ~ aaaoao cj t u n(-jooooci>g ci WZR I V.Q^<Lincoln 5 minnismerkið II Washington *^toI J ^ oC minnismerkið WjUtg?-ir~l ------------ ---------oc Arlingtontjj1 kirkju- l> V garður jJJ (Símamyndir Al') FRÁ SLYSSTAÐ f WASHINGTON — Á myndinni til vinstri má sjá kort er sýnir afstöðu slysstaðarins til helztu kennileita í Washington. Aðeins eru um 2 kflómetrar frá slysslaðnum til Hvíta hússins. Á myndinni að ofan má sjá björgunarmenn í gúmmíbát leita slasaðra innan um brak úr flugvélinni. Hreinsanir eru f undirbúningi í pólska kommúnistaflokknum Vín, Moskvu, Washington, 13. janúar. AP. STJÓRNARNEFND pólska kommúnistaflokksins kom í dag saman til síns fyrsta opinbera fundar frá því herlög tóku gildi í landinu fyrir mánuði. Að sögn pólsku fréttastofunnar Pap var á fundinum samþykkt áskorun til embættismanna flokksins um að ganga hart fram við að aðstoða íbúa í tniðhluta landsins, sem hafa orðið illa úti í flóðum undanfarinna daga. Kkkert lát er á flóðunum og töluverð hætta talin á því að vetraruppskera eyðileggist. l»á mun olíuleiðsla frá Sovétríkjunum einnig í hættu og sömuleið- is stór olíuhreinsunarstöð. Sovétstjórnin gagnrýndi í dag harðlega samþykkt utanríkisráð-- herra Atlantshafsbandalagsríkj- anna frá því á mánudag, þar sem herlögin í Póllandi voru fordæmd. Segir Sovétstjórnin í yfirlýsingu, að ályktunin sé gróf íhlutun í innri málefni Póllands. Þá sagði Sovétstjórnin að það væri hin arg- asta firra, að hún hefði á einhvern (Símamynd AP) Þessi mynd er frá miðhluta Póllands, en þar hafa verið mikil flóð undanfarna daga og bætzt ofan á aðra óáran í landinu. Á myndinni má sjá umferðarmerki, sem er nær alveg í kafl. Pólski herinn hefur hjálpað þúsundum íbúa á svæðinu við að komast burt. hátt haft höhd í bagga um að koma á herlögum í Póllandi. I grein í málgagni sovézku verkalýðsfélaganna í dag er gefið í skyn, að nú séu í undirbúningi hreinsanir í pólska kommúnista- flokknum og sé það gert með vel- þóknun Sovétmanna. í greininni er haft eftir háttsettum manni í pólska kommúnistaflokknum, að einstaklingar sem starfi ekki í þágu flokksins verði að víkja. Bandarískir embættismenn sögðust í dag vantrúaðir á að her- lög yrðu brátt afnumin í Póllandi, þrátt fyrir ummæli þar að lútandi, sem höfð voru eftir aðstoðarfor- sætisráðherra Póllands í gær. Belgískir embættismenn hótuðu því í dag að grípa til sérstakra aðgerða gegn sendiráði Póllands í Belgíu verði ekki komið á fjar- skiptasambandi við sendiráð þeirra íVarsjá. Jóhannes Páll páfi 2. endurtók í dag fordæmingu sína á herlögun- um í heimalandi sínu, Póllandi, og þeim mannréttindabrotum sem þar hafa verið framin! Kallaði páfi atburðina í landinu hörmulega. Þrettán alþjóðleg sambönd verkalýðsfélaga í Genf hafa skor- að sameiginlega á ríkisstjórnir Vesturlanda að hætta efnahags- aðstoð við Pólland þar til herlög- um hefur verið aflétt. Næst- stærsta verkalýðsfélag í Frakk- landi tók í dag í sama streng. Kirkland, forseti bandaríska alþýðusambandsins, hefur skorað á Reagan Bandaríkjaforseta að herða á aðgerðunum gegn Sovét- ríkjunum vegna afskipta þeirra af málefnum Póllands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.