Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 35 Sérfræðingar Chase Manhattan bankans: Batnandi horfur í efnahgas- málum heimsins á árinu 1982 - Þjóðarframleiðsla ríkja OECD og Bandaríkjanna mun aukast nokkuð EFNAHAGSSÉRFRÆÐINGAR Chase Manhattan-bankans telja víst, að það rofi töluvert til í efnahagsmálum heimsins á þessu nýbyrjada ári. Þeir spá því, að þjóðarframleiðsla ríkja OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evr ópu, muni aukast um sem næst 2Vt% á ársgrundvelli, sé miðað við 4. ársfjórðung 1981 til 4. ársfjórðungs 1982, en til samanburðar jókst þjóðar framleiðsla þessara ríkja á síðasta ári um sem næst 1%. Sérfræðingarnir telja þó, að aukning þjóðarframleiðslu þess- ara ríkja muni ekki verða meiri en 1,3—1,5%, sé miðað við janúar 1982 til loka ársins, en sambærileg tala fyrir árið 1981 er 0,9—1,0%. Það kemur fram í áliti sérfræð- inganna, að heildarviðskipti í heiminum á síðasta ári hafi aukizt um sem næst 2%, og verðbólga hafi lækkað nokkuð í löndum OECD, en endanlegt uppgjör á því liggur enn ekki fyrir. — A fyrri helmingi ársins má búast við tröppugangi í efna- hagsmálum heimsins. Nokkuð ljóst er, að Bandaríkjamenn eru að fara inn í tímabil samdráttar eftir mikið góðæri, en hins vegar sjást þess þegar teikn á lofti, að efnahagur Vestur-Evrópuríkja fari batnandi og um mitt ár má telja líklegt, að nokkurt jafnvægi verði komið í efnahagslíf Banda- ríkjanna og góðærið í Vestur- Evrópu heldur áfram. Nauðsyn- legt er þó að setja spurningar- merki við Japan, en nokkur óvissa ríkir um framvindu mála þar á næstu mánuðum. Telja má líklegt, að jafnvægi verði í það minnsta komið þar á undir lok ársins, segir ennfremur í álitinu. Um útlitið í bandarísku efna- hagslífi segja sérfræðingarnir, að ljóst sé, að dollarinn muni eitt- hvað falla í verði á þessu ári, enda hafi gengi hans verið skráð óeðli- lega hátt á síðasta ári. Það sé hins vegar mjög erfitt að átta sig á því, hversu mikil breyting verður á gengi hans. Um heildarþjóðarframleiðsluna í Bandaríkjunum segja séfræð- ingarnir, að Hklegt megi teljast, að hún aukizt um í kringum 2%%, en þó sé líklegt, að framleiðsla bíla og heimilistækja muni Htið, sem ekkert aukast á árinu. Árið 1982 verði því áfram erfitt ár fyrir bandaríska bílaiðnaðinn. — Spá sérfræðinganna um verðbólgu gerir ráð fyrir, að hún muni lækka úr 9% niður í 7% á yfirstandandi ári og sé þá miðað við framfærslu- vísitölu. — Ef haldið verður fram svip- aðri efnahagsmálastefnu í Bret- landi má gera ráð fyrir, að verð- bólga verði þar í landi í kringum 10%, en hún komst í 17—18% þeg- ar verst lét í tíð stjórnar Thach- ers. Það sé augljóst, að henni hafi orðið töluvert ágengt í efna- hagsmálum. Þá má reikna með, að þjóðarframleiðslan í Bretlandi aukist um í kringum 0,7% á árinu. í Frakklandi má gera ráð fyrir um 3% aukningu þjóðarfram- leiðslu á yfirstandandi ári, en ekki verður stjórnvöldum ágengt að neinu ráði í baráttunni gegn verð- bólgunni og því verður hún ef að líkum lætur í kringum 13,5%, seg- ir ennfremur í áliti sérfræð- inganna. Um Sviss segja þeir, að eftir mikinn uppgang á árinu 1980 og framan af síðasta ári megi gera ráð fyrir einhverjum samdrætti í efnahagslífi landsins framan af ári, en síðan muni rofa til um mitt ár. Þeir gera ráð fyrir aðeins um 0,5% aukningu þjóðarframleiðslu frá upphafi til loka árs. Þá gera þeir ráð fyrir, að verðbólga í land- inu verði á bilinu 5—6% Lítilsháttar samdráttur var í efnahagslífi Vestur-Þjóðverja á síðasta ári og gert er ráð fyrir, að efnahagslífið verði ekki komið á fulla ferð aftur fyrr en undir mitt ár 1982. Þjóðarframleiðsla muni hins vegar aukast um sem næst 1,5% á árinu 1982. Þá gerir spáin ráð fyrir, að verðbólga muni falla úr 7% í 5% á yfirstandandi ári þegar upp verður staðið í lok árs- ins. Ekki nefna sérfræðingarnir neinar tölur varðandi Skandin- avíu, en segja þó að gera megi ráð fyrir, að heldur birti til i efna- hagslífi landanna Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, en þeir telja víst, að einhver samdráttur verði í Finnlandi. Einn hinna nýju Mitsubishi-jeppa Bflaleigu Loftleiða. Ljósmynd Mbl. Emilía. Bílaleiga Loftleiða fær 15 nýja jeppa MIKIL endurnýjun stendur yfir um þessar mundir á bflafiota Bflaleigu Loftleiða, m.a. er bflaleigan að fá nýja jeppa af Mitsubishi-gerd, 15 talsins. Mbl. spjallaði suttlega við þá Erling Asperlund, framkvæmdastjóra stjórnunarsviðs Elugleiða, og Svein Sæmundsson, blaðafulltrúa Flugleiða, um þessa endurnýjun, en Erling hefur með yfirsstjórn bflaleigunnar að gera. Erling Asperlund sagði, að bíla- floti bílaleigunar teldi nú liðlega 70 bíla, en þeim yrði fækkað lítilsháttar á næstunni, en myndi síðan fjölga jafnt og þétt þar til hámarksfjölda væri náð um mitt sumar, þegar flot- inn myndi telja 108 bíla. Það kom fram hjá þeim félögum, að um nokkurt skeið hefði verið í bígerð, að fjölga jeppum hjá bílaleig- unni, en á þessu ári hafa þeir verið fjórir, Scout-jeppar. — Okkur þykja hins vegar amerísku jepparnir held- ur stórir og þeir eyða of miklu bénz- íni. Því fórum við að líta í kringum okkur og á endanum var um þrjá möguleika að velja. Mitsubishi Pick- up, Toyota Pickup og loks Isuzu- jeppa, en byggja þarf yfir bæði Mitsubishinn og Toyotuna. Við kom- umst fljótlega að því, að Mitsubishi- jeppinn hentaði okkur bezt, sagði Erling ennfremur. — Hann sameinar bezt eiginleika fólksbíls og jeppa að okkar mati. Við fáum bíl, sem gefur fólksbílum ekk- ert eftir í innréttingu og lítið í akst- urseiginleikum, fáum mikið farang- ursrými, en ennfremur hefur hann jeppaeiginleika. Hann er að sjálf- sögðu búinn framdrifi og lágu drifi eins og venjulegir jeppar, sagði Erl- ing. Bílaleiga Loftleiða hefur nú þegar fengið afhenta 5 jeppa af 1981 ár- gerðinni, en mun á næstunni bæta 10 af 1982 árgerðinni við. Byggt er yfir bílana og þeir klæddir hjá Ragnari Valssyni í Kópavogi og, að sögn Erl- ings Asperlund, kostuðu jepparnir fimm, sem komnir eru í notkun, tæplega 170 þúsund krónur komnir á götuna — Við teljum þessa bíla mjög heppilega fyrir allt almennt ferða- fólk, sérstaklega þó fyrir veiðimenn og verktaka. Þess má geta, að frá framsæti og aftur úr, eru 2,10 metr- ar, þannig að mjög auðvelt er að sofa í bilnum, ef ekki er í annað húsaskjól að venda, sagði Sveinn Sæmundsson. Þeir bílar, sem Bílaleiga Loftleiða hefur yfir að ráða, auk jeppanna eru Volkswagen Golf, sem að sögn þeirra félaga hefur reynzt mjög vel, Volks- wagen Jetta, sem er nýjung, og loks Microbusar, eða Volkswagen „Rúgbrauð". Minning: Anna Veturliðadóttir Bjarnleifur Hjálmarsson í dag verður til moldar borinn Bjarnleifur Hjálmarsson. Hann var fæddur í Bólstað í Álftafirði. Foreldrar hans voru hjónin María Rósinkransdóttir og Hjálmar Hjálmarsson. Hann ólst upp i hópi 12 systkina við hin kröppu kjör fyrri heimsstyrjaldar og kreppu millistríðsáranna. Það var því ekki um annað að velja en reyna að bjarga sér sjálfur strax og kraftar leyfðu. Atvinnutækifærin voru ekki mörg í þann tíð. Svipaða sögu er að segja af konu hans, Önnu Vet- urliðadóttur, sem hann kvæntist árið 1933 og settust þau að á ísa- firði. Með samheldni, útsjónar- semi og dugnaði eignuðust þau þar fallegt og vistlegt heimili. Frá Isa- firði stundaði Bjarnleifur sjóinn. Hann aflaði sér fljótlega vél- stjóraréttinda og var í mörg ár vélstjóri á fiskiskipum og einnig á Djúpbátnum, farþega- og flutn- ingaskipi sem hafði áætlunarferð- ir um Djúpið. Árið 1951 fluttust þau hjónin til Reykjavíkur. Fljót- lega eftir komuna til Reykjavíkur byggðu þau sér hús við Akurgerði, þrátt fyrir lítil efni, en þar komu eflaust til þeir eiginleikar frá upp- eldinu að bjarga sér sjálfur, en auk þess var Bjarnleifur einkar laginn í öllu sem að smíðum laut. Hér syðra stundaði Bjarnleifur vinnu á vélaverkstæðum, fyrst á Bjargi en síðustu árin á Véla- miðstöð borgarinnar. Ég held að það sé ekki ofmælt þegar ég segi að ég held að Bjarn- leifur hafi verið mesti geðprýðis- maður sem ég hef kynnst. Kynni mín og konu minnar við þau hjón voru orðin löng eða í hartnær 50 ár. Ég minnist þess ekki að hafa séð Bjarnleif skipta skapi. Ekki mun það þó hafa stafað af því að skapið væri ekki til staðar, heldur af því að hann hafði vald á því og það er ekki á allra færi. Tvennt annað vildi ég nefna hér sem mér fannst prýða Bjarnleif umfram marga aðra. Annað var sérstök hjálpsemi og greiðvikni sem alltaf var látin í té með bros á vör og án þess að vænst væri endurgjalds. Hitt var eins og stundum er sagt hvað hann var vandaður til orðs og æðis. Hann hafði líka til að bera þessa sérstöku skapgerð, sem einkenndist fyrst og fremst af ró- lyndi og léttri gamansemi. Fyrir ári lést Anna kona hans og eftir það má segja að Bjarnleifur hafi verið á sjúkrahúsi. Þó þau Anna og Bjarnleifur hafi um margt ver- ið ólík var ekki annað að sjá en þessir ólíku eiginleikar mynduðu órofa heild til farsæls hjónabands. Anna var tvímælalaust mikil dugnaðarkona, opinská og gat skipt skapi og sagði sína skoðun afdráttarlaust ef henni þótti ástæða til. Heimili þeirra hjóna bar með sér að hún var smekkvís og ráðdeildarsöm. Anna var fædd 16. nóv. 1911, dóttir Sigrúnar Benediktsdóttur og Veturliða Bjarnasonar. Anna og Bjarnleifur eignuðust eina dóttur, Birnu, sem er gift Árna Bjarnasyni, skrif- stofustjóra. Eiga þau tvær dætur, Erlu og Önnu. Ég þykist vita að þar er söknuðurinn einna sárastur því svo traust og innilegt samband var milli þeirra og afa og ömmu, enda mun hugur þeirra síðustu ár- in ekki síst hafa snúist um dótt- urdæturnar. En minning um góð- an afa og góða ömmu léttir treg- ann og bregður birtu á liðnar stundir. Um leið og við hjónin vottum þeim Birnu, Árna, dætrum og öðr- um aðstandendum dýpstu samúð þökkum við fyrir langa og hnökra- lausa samfylgd. Olafur S. Ólafsson og Ingibjörg Þórðardóttir Skrifstofustjórinn vann en þingmennirn- ir gerðu jafntefli ÍSLENSKIK og hollenskir þingmenn reyndu með sér í skák í Hollandi í gær og fyrradag og var teflt á fimm borð- um. llalldór Blöndal tjáði Mbl. í gær úrslit skáka, en hann sagði þetta lík- lega í fyrsta sinn, sem þjóðþing tveggja landa tefldu skák saman. Halldór Blöndal sagði hollenska þingmenn m.a. hafa leikið krikket og bridge við Breta og leikið fótbolta við Belga. Hollensku þingmennirnir munu endurgjalda heimsókn íslend- inganna í ágúst nk. Úrslit urðu sem hér segir: Á 1. borði tefldi Guð- mundur G. Þórarinsson og gerði hann jafntefli í báðum skákunum, Vilmundur Gylfason tefldi á 2. borði og tapaði fyrri skákinni, en vann þá síðari, Halldór Blöndal tefldi á 3. borði og gerði tvö jafntefli, á 4. borði tefldi Garðar Sigurðsson, sem vann fyrri skák sína, en tapaði þeirri seinni og Friðjón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis tefldi á 5. borði og vann báðar sínar skákir. Keppnisstjóri var Friðrik Ólafsson forseti FIDE, en Jóhann Þórir Jónsson, sem átti mikinn þátt í að sambandi þessu var komið á, var einnig með í för. Þá sagði Halldór Blöndal það hafa vakið óvænta ánægju íslendinganna að í upphafi hefði hollenski þing- maðurinn Pais ávarpað menn á ís- lensku blaðalaust. Kom í ljós að hann hafði komið hingað til lands fyrst árið 1961 og síðan nokkrum sinnum og þá gert sér far um að læra að skila íslenskt blaðaefni og þá einsett sér að læra nokkuð í mál- inu um leið og hann rak hér erindi sín. Þingmennirnir eiga viðræður við hollenska starfsbræður sína í dag, en eru væntanlegir til landsins á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.