Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982
„Tækifæri til
að efla ís-
lenskan iðnaðu
Nýtt uppsláttarrit um íslenskan málmiðnað
„I»AÐ ER VON okkar að þetta nýja uppsláttarrit um íslensk-
an málmiðnað bæti úr brýnni þörf og komi til með að veita
íslenskum málmiðnaðarfyrirtækjum og starfsmönnum þeirra
aukin tækifæri til að efla íslenskan iðnað,“ sagði Ingólfur
Sverrisson m.a. á fundi með blaðamönnum þar sem bækling-
urinn var kynntur. Hingað til hafa aðgengilegar upplýsingar
um framleiðslu og þjónustuframboð málmfyrirtækja ein-
göngu verið fyrir hendi í erlendum uppsláttarritum, og því
tilhneiging til að beina viðskiptum til útlendinga.
Starfsmenn Landssambands
iðnaðarmanna, þeir Ragnar Atli
Guðmundsson og Hannes Guð-
mundsson, hafa að mestu safnað
gögnum og undirbúið ritið til
prentunar, en útgáfa ritsins er
hluti af öðru meginviðfangsefni
Iðnþróunarverkefnis Sambands
málm- og skipasmiðja, þ.e. að
vinna að aukinni markaðshlut-
deild íslenskra málmiðnaðarfyrir-
tækja.
í sambandi málm- og skipa-
smiðja eru nú 332 fyrirtæki. I upp-
sláttarritinu er lögð mest áhersla
á þá vöru og þjónustu sem er í
beinni erlendri samkeppni, eða
þjónustu sem viðskiptaaðilar hafa
ekki vitað að væri föl hér á landi.
Upplýsingar um vöru og þjónustu
116 fyrirtækja er því að finna í
ritinu, og var við uppsetningu
stuðst við sambærileg erlend rit,
og samanstendur það af fjórum
skrám: framleiðsluskrá, þjónustu-
skrá, verksviðaskrá og fyrirtækja-
skrá.
Ritinu verður dreift víða, svo
sem á verkfræðiskrifstofur, til út-
gerðarfyrirtækja, frystihúsa,
verktaka, sveitarfélaga og til sem
flestra sem þurfa á framleiðslu og
þjónustu málmiðnaðar að halda.
Þá verður í samvinnu við fræðslu-
og tæknideild Sambands málm- og
skipasmiðja efnt til sérstakra
funda með stærstu viðskiptavin-
um málmiðnaðarfyrirtækja og
m.a. fjallað um mögulegar fram-
kvæmdir hinna íslensku fyrir-
tækja þar sem ritið verður haft til
hliðsjónar.
A fundinum kom einnig fram,
að hvorki sjávarútvegur, fisk-
vinnsla né landbúnaður munu
taka við þeim þúsundum sem spá
um þróun vinnueftirspurnar gerir
ráð fyrir að muni bætast á vinnu-
markaðinn næstu 10 ár. Iðnaður-
inn verður því að taka við veru-
legum hluta þessarar viðbótar og
þar sem málmiðnaður er um 20%
af heildariðnaði landsmanna, eru
allar líkur á að hann verði að taka
við sambærilegum hluta aukning-
arinnar og því nauðsynlegt að
auka markaðshlutdeild innlends
málmiðnaðar og auka útflutning.
(Ljósm. Mbl.: KAX)
Frá vinstri: Ragnar Atli Guðmundson, Páll Pálsson, Ingólfur Sverrisson og
Hannes Guðmundsson.
Kópavogsbraut
146 fm sérhæö á efri hæö í tvíbýli. Mikiö útsýni.
Hæöin er öll ný innréttuð. Frágengin lóö. Bílskúr.
Hæöin fæst í skiptum fyrir einbýlishús, helst á einni
hæö, þó ekki skilyröi. BÚStnÖÍf
Pétur Björn Pétursson viösklr
FASTEIGNAMIÐLUN
‘ SVERRIR KRISTJÁNSSON GSJHuBŒ
FJÖLNISVEGI 16, 2. HÆÐ, 101 REYKJAVÍK
Einbýlíshús Mosfellssveit
Hef i einkasölu ca. 140 fm einbýlishús á einni hæö ásamt bílskúr.
Góö eign.
Asparfell — 3ja herb. íbúö
Hef í einkasölu góða 3ja herb. íbúö ca. 100 fm á 2. hæð.
Hef kaupanda
aö 140—170 fm íbúö i góöu fjölbýlishúsi í Reykjavík.,
í símstöðinni við Múla er sérstök sendingastofa, þar sem allar sendingar um Skyggni fara, bæði simi og
sjónvarp. Verkstjórinn, Kristján Reinhardtsson, stendur við eitt tækið. Ljósm.: Krutján
Lítil afnot sjónvarps-
ins eru okkur vonbrigði
segja forráðamenn Skyggnis
SEM KUNNUGT ER sendi íslenska sjónvarpið á aðfangadagskvöld
dagskrá frá Betlehem, sem sjónvarpað var gegnum jarðstöðina Skyggni
og er það í fyrsta sinn sem íslenska sjónvarpið kaupir efni á þennan hátt.
Áður hafði það sýnt fréttamynd, sem fengin var hingað til lands gegnum
Skyggni, en sú mynd hafði verið tekin upp á band. Þeir forráðamenn
Pósts og síma er sjá um rekstur jarðstöðvarinnar boðuðu fréttamenn á
fund sinn nýverið til að fjalla nokkuð um möguleika Skyggnis varðandi
sjónvarpsefni.
Þeir voru Gústav Arnar yfir-
verkfræðingur, Jón Valdimars-
son tæknifræðingur og Jón Þór-
oddur Jónsson verkfræðingur,
sem sitja í byggingarnefnd
Skyggnis, sem enn starfar sem
eins konar rekstrarnefnd jarð-
stöðvarinnar. Ásamt þeim sat
fundinn Guðmundur Björnsson
framkvæmdastjóri fjármála-
deildar Pósts og síma, sem
greindi frá verðskrá Skyggnis.
Gústav Arnar sagði viðræður nú
standa yfir við sjónvarpið um
kaup á daglegri 10 mínútna
fréttasendingu, sem kostar skv.
verðskrá 5.320 krónur, en með
afslætti, sem Póstur og sími býð-
ur, myndi verðið lækka um 42%.
Gústav kvaðst hafa orðið fyrir
nokkrum vonbrigðum með það
hve sjónvarpið hefði ennþá lítið
notfært sér þennan möguleika.
Fréttamenn ríkisútvarps
hefðu á sínum tíma bent á nauð-
syn þess að möguleiki þessi væri
fyrir hendi og stutt að því að
Póstur og sími réðst í nauðsyn-
leg tækjakaup vegna þess, en
síðan hefðu notin verið hverf-
andi. Sagði Gústav að Varnarlið-
ið á Keflavíkurflugvelli hefði
hins vegar einu sinni fengið sent
3 klst. efni og greitt fyrir það
yfir 37 þúsund krónur og hefðu
þeir áhuga á frekari samskipt-
um. Varnarliðinu hefði verið
boðinn 25% afsláttur ef þeir
fengju ekki undir 50 klst. efni á
mánuði. Boðinn er 30% afsláttur
ef notkun er reglubundin minnst
5 daga vikunnar. íslenska sjón-
varpinu hefur síðan verið boðinn
42% afsláttur fyrir daglegar
fréttasendingar.
Gústav Arnar sagði kostnað
Pósts og síma vegna móttöku á
beinu sjónvarpsefni vera nokk-
urn. Intelsat-fyrirtækinu ætti að
greiða 8,75 bandaríkjadali á
hverja mínútu, þ.e. kringum 72
kr., kalla yrði á menn til vinnu í
jarðstöðinni meðan útsending
færi fram og vegna sérstakra
tækjakaupa til sjónvarpsmót-
tökunnar þætti eðlilegt að
reikna nokkrar afskriftir inní.
Með reglubundinni notkun væri
t.d. hægt að dreifa þessum af-
skriftum á langan tíma og því
gæti kostnaður orðið nokkuð við-
ráðanlegur á klst., en með lítilli
notkun hlytu þessi útgjöld að
þurfa að vera hærri. Þennan
aukna kostað væri ekki rétt að
leggja á símnotendur og því yrði
að fara þessa leið.
Þá greindu starfsmenn Pósts
og síma frá því að á Spáni væri
hafinn undirbúningur að send-
ingum sjónvarpsefnis frá heims-
meistarakeppni í knattspyrnu
næsta sumar og hefði sjónvarp-
inu verið greint frá því. Fyrstu
þrjá daga mótsins er ráðgert að
senda um gervitunglið, sem
loftnet Skyggnis er stefnt á,
sendingar í PAL-litakerfinu, en
það er litakerfið, sem Ríkisút-
varpið notfærir sér. Liggur því
mjög beint við að taka á móti
sendingum þessa þrjá daga. Það
sem eftir er mótsins verða
PAL-sendingar hins vegar á
öðru gervitungli yfir Atlantshaf-
inu. Á því tungli, sem Skyggnir
notar, munu verða NTSC-send-
ingar fyrir Ameríkuríkin.
Póst- og símamálastofnunin
hefur bent Ríkisútvarpinu á
nauðsyn þess að taka fljótt
ákvarðanir um kaup á knatt-
spyrnuþáttunum til þess að
hægt sé að gera þær ráðstafanir,
sem nauðsynlegar eru til að
tryggja hagsmuni Ríkisútvarps-
ins í sambandi við móttöku á
leikjum síðari hluta keppninnar.
Aðalköstnaður við að fá efni
gegnum gervihnött er sending
efnis upp í hnöttinn og móttaka
þess frá hnetti. Þessum upp-
sendingarkostnaði gætu þjóðir
deilt með sér. Ef keyptir eru 6
leikir eða fleiri kostar hver leik-
ur kringum 20 þúsund krónur og
bentu þeir á þann möguleika að
selja auglýsingar í leikhléi, yrðu
keyptir heilu leikirnir.
Jarðstöðin Skyggnir hefur nú
verið starfrækt í liðlega ár og
hefur fjöldi símtala nær tvöfald-
ast, miðað við fyrri tíma áður en
Skyggnir komst í gagnið. Jafn-
framt hafa símagjöld verið
lækkuð, en þrátt fyrir það segja
forráðamenn Pósts og síma stöð-
ina hagkvæma í rekstri og skila
arði upp í fjárfestingu þessa,
sem ráðist var í ásamt Stóra
norræna ritsímafélaginu. Mögu-
leiki er á að íslendingar kaupi
félagið út úr stöðinni í lok ársins
1985 og í næstu framtíð þarf
einnig að taka ákvörðun um
hvort leggja á nýjan sæstreng
eða hvort reisa á aðra jarðstöð
til að tryggja enn frekar síma-
þjónustu við útlönd.
Frönsk aðstoð
við Nicaragua
Wa.shington, 8. janúar. Al».
CHARLES HERNU, landvarnarátV
herra Frakka, ræddi í dag við Alex-
ander Haig utanríkisráðherra og
sagði að Bandaríkjastjórn hefði
áhyggjur af, en ekki vanþókknun á,
hcrnaðartengslum Frakka og Sand-
inista-stjórnarinnar í Nicaragua.
í gær, fimmtudag, sagði Hernu
að Bandaríkin ættu að fagna því
að Frakkar veittu hermönnum
Nicaragua hernaðarþjálfun og út-
veguöu stjórninni varnarvopn. Að
öðrum kosti yrðu Nicaraguabúar
háðir Sovétríkjunum.
Franska stjórnin hefur tilkynnt
að tækjabúnaður og borgaralegir
tæknifræðingar verði sendir til
Niearagua og 10 sjóliðsforingjar
og 10 flugmenn frá landinu muni
fá þjálfun.
Embættismenn Pentagon köll-
uðu þessa ráðstöfun Frakka „löðr-
ung“, sérstaklega þar sem skýrt
var frá henni sama dag og Hernu
ræddi við hinn bandaríska emb-
ættisbróður sinn, Caspar Wein-
berger. Einn þeirra benti á þá
ákvörðun Reagan-stjórnarinnar
að hætta allri aðstoð við Sandin-
ista-stjórnina í Nicaragua.
Bandarískir embættismenn
hafa lýst ugg vegna frétta um
vopnasendingar til Nicaragua frá
kommúnistaríkjum um Kúbu.
Hernu sagði, að Rússar hefðu að-
eins sent 25 skriðdreka og 12 stór-
skotaliðsvopn til landsins.