Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 7 Öllum vandamönnum og vinum sem glöddu mig með gjöfum, heimsóknum, skeytum og viðtölum á 80 ára afmœli mínu þann 9. jan. sl., sendi ég mitt innilegasta þakklæti og bið Guð að blessa ykkur öll. Ingibjörg Jónsdóttir, Skálanesi. Ýmsum td. öldruðum og sjúkum ? gengur erfiðlega að ná áttum i í fjármálakerfi nútímans. Par er ÁTAKS þörf. ÚTVEGSBANKIÍSLANDS Suðurnesjakonur ath.: Líkamsþjálfun — leíkfimi Nýtt sex vikna leikfiminámskeiö hefst þriöjudaginn 19. janúar í jþróttahúsi Njarövíkur. Dag og kvöldtím- ar, tímar tvisvar í viku. Styrkjandi og liökandi æfingar fyrir dömur á öllum aldri. Upplýsingar og innritun í síma 6062. Kennari Birna Magnúsdóttir. ^Dale • Carnegie námskeiðið Kynningarfundur Námskeiöiö mun hjálpa þér aö: Öðlast HUGREKKI og meira SJÁLFS- TRAUST. Bæta MINNI þitt á nöfn, andlit og stað- reyndir. Láta í Ijós SKOÐANIR þínar af meiri sann- færingarkrafti í samræðum og á fundum. Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐ- INGU og VIÐURKENNINGU. Talið er að 85% af VELGENGNI þinni sé komin undir því, hvernig þér tekst aö um- gangast aðra. Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á vinnustað. Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíða. ÞU GETUR SJALFUR DÆMT um þaö hvernig Dale Carnegie-námskeiöiö getur hjálpaö þér. Þú munt heyra þáttakendur segja frá því, hvers vegna þeir tóku þátt í námskeiöinu og hver var árangurinn. Þú ert boðinn ásamt vinum og kunn- ingjum, aö líta viö hjá okkur án skuidbindinga eða kostnaðar. Þetta veröur fræöandi og skemmtilegt kvöld, er gæti komiö þér aö gagni. Næsti kynningarfundur veröur haldinn í dag fimmtu- dag 14. jan. kl. 20.30 aö Síöumúla 35. Upplýsingar í síma 82411. __________ œ82411 E«nkaleyfi á Island. iMi™;zfSTJ ÓRNUNARSKÓLINN N.Y\1$Kh ll>l\ Konráð Adolphsson SÍÖUmÚla 35. Kjörseðillinn og kjarabaráttan Fyrir kosningarnar 1978 lagði Alþýðubandalagið höfuðáherslu á það, að kjörseöillinn væri vopn i kjarabaráttunni. Ef menn kysu Alþýðubandalagið væri kaupmátturinn tryggöur, flokkurinn komst til valda haustiö 1978. Áhrif valda Alþýðubandalagsins á kaupmáttinn má sjá á línuritinu. I vikunni og um helgina ræöa alþýðubandalagsmenn um vanda Þjóðviljans. Ýmislegt bendir til þess, að ýmsir þeirra telji hann best leystan með því aö fækka ritstjórunum. „Spurning um krónur og aura“ Svavar C.'íftsson, for maAur Alþýðubandalags- ins, fjallar um komandi svoitar.stjórnarko.snin^ar i frrein sinni í áramótabladi l'jóðviljans. Kjarninn í boðskap hans er þessi: „Verði kosningaúrslitin í vor Alþvdubandalaffinu hagsUeó verður auðveldara fyrir verkatýðshreyfinguna að verja og treysta kjörin í landínu. Verði kosninga- úrslitin Alþýðubandalaginu óhagstæð snýst dæmið við. I*ess vegna verða kosn- ingaúrslitin ekki aðeins spurning um fjölda bæjar fulltrúa heldur einnig spuming um krónur og aura: kosningaúrslitin munu birtast mönnum í launaumslögunum að kosningunum loknum. I>ar ra-ður fylgi Alþýðubanda- lagsins úrslitunum. Alþýðu- handalagið er eini flokkur inn sem launafólk getur treyst vegna þess að Ah þýðubandalagið lítur á það sem höfuðskyldu sína að standa við hlið launafólks- ins, verkalýðshreyfingar innar. I>essi staðreynd ligg- ur fyrir öllum þeim sem fylgst hafa með stjórnmál- um undanfarin ár hér á landi. K'tta liggur einnig fyrir þeim sem fylgst hafa með stjórnmálaumræðu síðustu daga. l>ar hefur komið greinilcga fram að ýmsir aðilar telja nauðsyn- legt að breyta forsendum þeirra hógværu skamm- tímasamninga sem nýlega hafa verið gerðir um kaup og kjör í landinu. Alþýðu- bandalagið hefur lagst gcgn slíku, eins og komið hefur fram. iH'ssa afstöðu Alþýðubandalagsins meta menn mikils, enda er það hún sem er afgerandi." Meðfylgjandi línurit seg- ir allt, sem segja þarf, um efndir á samskonar kosn- ingaloforði og formaður Ah þýðubandalagsins gefur hér að ofan, en þetta loforð gaf Alþýðubandalagið hæði fyrir kosningarnar 1978 og 1979. Um breytingar á „for sendum þeirra hógværu skammtímasamninga sem nýlega hafa verið gerðir um kaup og kjör í land- inu“, hefur verið rætt í rík- isstjórninni undanfarna daga og ef marka má orð formanns Framsóknar flokksins, Steingríms Her mannssonar, er líklegt, að ríkisstjórnin hafi sam- þykkt, að þessum forsend- um skuli breytt. Ráðstefna um uppsagnir í þessari viku hafa farið fram umræðufundir um málefni l>jóðviljans á veg- um Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Af auglýsingum í l>jóðviljanum má ráða, að Vilborg llarðardóttir, fyrr um fréttastjóri blaðsins, en nú blaðafulltníi einhverrar opinberrar stofnunar á starfssviði Hjörleifs Gutt- ormssonar iðnaðarráð- herra, standi fyrir þessum fundum. I*á mun hún stjórna ráðstefnu um l'jóð- viljann, sem haldin verður um næstu helgi. I>að kemur engum á óvart, að l>jóðviljinn, rekst- ur hans og efni, séu til um- ræðu hjá Alþýðuhandalag- inu, hlaðið er ekki annað en andlit þess flokks eða á ekki að vera annað. Hitt vekur athygli, að hvergi er þess getið í auglvsingum um þessa fundi eða ráð- stefnu, að þeir komi þar við sögu ritstjórarnir Kjart- an Olafsson og Árni Berg- mann, er einkennilegt, að fjallað skuli um mál blaðs- ins án opinberrar þátttöku þcirra. Hins vegar er þriðji ritstjórinn, Kinar Karl Har aldsson, á öllum fundunum með Vilborgu Harðar dóttur, fyrrum fréttastjóra. Á þessu kann að vera cinfiild skýring: hundaher ferðin og ráðstefnan eiga rætur að rekja til uppsagn- ar Vilborgar Ilarðardóttur, sem fékk skjól í nefnda- og embættLsfaðmi iðnaðarráð- herra, eða að á fundunum og ráðstefnunni er rætt um nauðsyn uppsagna þcirra Kjarlans Olafssonar og Árna Bergmanns. Kkki er að efa, að ítar lega verður skýrt frá niður stöðum fundanna og ráð- stefnunnar í l>jóðviljanum í na-stu viku. Ræktað land, hitaveit- ur, lódir og ýmis önn- ur mannvirki inn í V iðlagatry gginguna? NEFND, SEM SKIPUÐ var af heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra árið 1980, sem endurskoða átti lög um Viðlagatrygg- ingu Islands, skilaði í lok desember nefndaráliti ásamt tillög- um um þetta efni. Helstu nýmælin, sem komu fram í þessum tillögum eru, að auk húseigna og lausafjár, sem nú er tryggt, verði skylt að tryggja ræktað land, lóðir, hitaveitur, vatnsveitur, skolpveitur, hafnarmannvirki, brýr, raforkuvirki, síma og önnur fjarskipta- kerfi. Geta má í þessu sambandi, að húseignir virkjana og síma eru þegar í tryggingu og vélabúnaður í orkuverum að einhverju leyti. Þá er lagt til, að inn í lögin verði tekið heimildarákvæði um, að stofnunin geti tryggt frjálsri tryggingu ýmis verðmæti, sem ekki þótti rétt að fella undir skyldutryggingu. Má í því sambandi nefna, að til um- ræðu kom hjá nefndinni að tryggja götur, vegi, sundlaugar og ýmis tæki, sem notuð eru við mannvirkjagerð og mörg önnur verðmæti, sem ekki er venja að brunatryggja. í nefndinni sátu þeir Guðmund- ur Hjartarson bankastjóri, Pétur Stefánsson verkfræðingur, Þor- leifur Einarsson jarðfræðingur og Ásgeir Ólafsson forstjóri. HöMOM, SÉRfl JÓN. VtöNN 6EN6IMN \ OMóMENMflFÍLHOlO11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.