Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 Vonskuveður á SV-landi Mikið um járnplötur á flugi VONSKUVEÐUR gekk yfir sunnan- og vestanvert landið í gærkvöldi og í nótt. í Reykjavík var mikið um fok og til dæmis var lögreglan kölluð út oftar en 10 sinnum vegna foks á járnplötum. Þá ruddu Elliðaárnar sig, og að sögn lögregl- unnar er jafnvel óttast að efri brúin á Elliðaánum hafi skemmst vegna jakaruðnings. Guðmundur Hafsteinsson, veðurfræðingur, sagði skömmu eftir klukkan eitt í nótt, að áttin hefði fyrst staðið af suðri og síðan vestri og vindhraðinn verið þetta 9—10 vindstig. Sagði hann að reikna mætti með éljagangi í nótt, en í dag myndi lægja. Hins vegar væri önnur lægð að búa um sig suður í hafi og ef hún dýpkaði mikið myndi áhrifa frá henni líklega gæta hér er líða tæki á daginn. Samninganefnd ASV á fundi í dag: Viljum samstöðu um aðgerðir til að ná viðunandi samningum - segir Pétur Sigurðsson „ÞAÐ, sem við viljum, er, að á þessum fundi verði mynduð sam- staða félaga á svæðinu um aðgerð- ir til að ná samningum, sem hægt er að sætta sig við,“ sagði Pétur Sigurðsson, formaður verkalýðsfé- Elvar náði áfanga að FIDE-titli GIJÐMIJNDUR Sigurjónsson, stórmeistari, vann Svíann Lars Karlsson í 4. umferð svæðamótsins í Randers í gær. Helgi Olafsson tap- aði fyrir Norðmanninum Tiller í 4. umferð en Jón L. Árnason sat yfir í gær. Karl Þorsteins er nú einn efstur á alþjóðlega unglingamótinu í Brazilíu. í gær vann hann einn helsta keppinaut sinn, D’Lugy frá Bandaríkjunum í 35 leikjum og hefur vinnings forskot á helstu andstæðinga sína. Hann hefur hlotið 8 vinninga eftir 10 umferð- ir. Elvar Guðmundsson náði áfanga að FIDE-titli á alþjóðlegu skákmóti, sem lauk í Hamar í Noregi í gær. Elvar hlaut 5 vinn- inga í 9 umferðum og hafnaði í 5.-8. sæti. Þorsteinn Þorsteinsson hlaut 4 vinninga á mótinu. lagsins Baldurs á ísafirði, i sam- tali við Mbl. í gærkvöldi, en um helgina samþykkti fundur í Baldri áskorun til samninganefndar Al- þýðusambands Vestfjarða um að knýja fram kjarasamninga. Samninganefndin kemur saman á ísafirði í dag og sagði Pétur Sig- urðsson, sem einnig er forseti Al- þýðusambands Vestfjarða, að væntanlega yrði stefnan mörkuð á þeim fundi. Þjóðarframleiðsla undir vinstri stjórn: Minnkandi vöxtur - þrátt fyrir góðæri í ÁR getur þjóðin nýtt 130 til 150 þúsund tonna meiri þorsk- afla en á árinu 1978, þegar valdaferill vinstri stjórnanna hófst, sem enn er ekki lokið. Afli þessa mikilvægasta hráefn- is fiskiðnaðarins er því 30—40% meiri nú en á árinu 1978. Verð á sjávarafurðum á erlendum mörkuðum hefur einnig verið gott síðan 1978, þegar á heildina er litið. Drukknaði í Eyjafjarðará Myndin er af Sigtryggi Ómari Jó- hannessyni sem drukknaði í Eyja- fjarðará á sunnudag. Sigtryggur Omar var fæddur 5. apríl 1977. En hvernig hefur vexti þjóð- arframleiðslunnar verið hátt- að þessi ár? Það sést á mynd- inni. Þrátt fyrir aukinn afla og hagstæðar markaðsaðstæður hefur þjóðarframleiðslan auk- ist sáralítið á þessu tímabili. Á árunum 1977 og 1978, síð- asta 1 xh ári ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar, jókst þjóðarframleiðslan á mann samtals um 9%. En árin 1979 til og með 1982 er þessi aukn- ing á tvöfalt lengri tíma talin vera aðeins 3,7% í heild. Vöxt- ur þjóðarframleiðslunnar á mann varð aðeins 1,6% á ár- inu 1980, og aðeins 0,2% á ár- inu 1981, á þessu ári verður enginn vöxtur á þjóðarfram- leiðslunni á mann, ef hún dregst ekki beinlínis saman. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar: Alþýðubandalagsmenn vilja skatta- hækkanir og skyldusparnað á hátekjur Framsóknarmenn vilja að vísitölubætur 1. marz verði ekki hærri en 1% MKÐAL hugmynda alþýðubandalagsmanna um væntanlegar efna- hagsaðgerðir eru skattahækkanir, skyldusparnaður á hátekjur, niður skurður á opinberum framkvæmdum o.fl., en þeir eru algjörlega mótfallnir hugmyndum framsóknarmanna um skerðingu vísitöluupp- bóta á laun hinn 1. marz nk. Samkvæmt heimildum Mbl. vilja fram- sóknarmenn að vísitölubætur verði eingöngu 7% í stað a.m.k. 11%, eins og útlit er nú fyrir að þær eigi að verða. Ekki er ljóst, samkvæmt heimild- um Mbl., hversu háar fjárhæðir er hér um að ræða. Ekki er talið að skýrar línur fáist í efnahagsdæmi þetta, fyrr en um eða eftir næstu helgi. Miklar umræður hafa átt sér stað síðustu daga um til hverra efnahagsaðgerða ríkisstjórnin grípur á næstunni, en ljóst er, eins og komið hefur fram í fréttum, að til verulegra aðgerða þarf að koma. Ráðherranefndir, auk efna- hagsnefnda og fulltrúa Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks í meirihluta fjárveitinganefndar, hafa setið á fundum undanfarið og rætt stöðu þjóðarbúsins, mögu- leika á tilfærslu ríkisfjár o.fl. Þá hafa þingflokkar stjórnarflokk- anna rætt málin á sínum fundum. Wagoneer-jeppinn: Þjófarnir handteknir Kannsóknarlögreglan í Keflavík handtók tvítugan mann í Bolungarvík í g*r og hefur hann játað að hafa stolið Wagoneerjeppanum, sem á mánudag fannst í Njarðvíkurhöfn. í kjölfarið á handtöku mannsins, sem er af Suður nesjum, var maður á Akureyri hand- tekinn og hefur hann viðurkennt að Markús Örn Antonsson um dagvistarstofnanir: Lofuðu á þriðja hundrað pláss- um árlega - niðurstaðan 60 í ár Fjárveiting ársins ekki notuð að fullu í KOSNINGABARÁTTUNNI 1978 lofaði Alþýðubandalagið að bæta við á þriðja hundrað nýjum plássum árlega á dagvistarheimilum, sagði Mark- ús Órn Antonsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á fundi borgar stjórnar Reykjavfkur í síðustu viku, en meirihlutinn getur einungis státað af 60 plássum á öllu árinu 1981 undir forystu Alþýðubandalagsins. Borgarfulltrúinn sagði, að raunar mætti um það deila, hvort talan væri svona há. Markús Örn Antonsson benti ennfremur á það í ræðu sinni, að á sl. ári hefði vinstri meirihlut- inn í Reykjavík varið tveimur milljónum nkr. minna til þess- ara framkvæmda en áætlað hafði verið. Á fjárhagsáætlun sl. árs var gert ráð fyrir að leggja fram 6,3 milljónir til dagvist- unarstofnana en niðurstaðan verður að líkindum um 4,3 millj- ónir. Sagði borgarfulltrúinn að þessi útkoma væri í athyglis- verðri mótsögn við allan bægsla- ganginn í sumum talsmönnum meirihlutans. Markús Örn Antonsson sagði, að í framkvæmdaáætlun þessa árs væri gert ráð fyrir um 8 milljónum króna til þessara framkvæmda og yrði að taka þeirri tölu með varúð vegna fyrri reynslu enda þótt tillögur Fé- lagsmálastofnunar um framlög til þessara mála hefðu verið skornar ríflega niður en þær hljóðuðu upp á 16 milljónir króna. hafa stolid jeppanum í félagi við Suður nesjamanninn. „Þegar í upphafi vaknaði grunur um að Suðurnesjamaðurinn hefði stolið jeppanum. Ég fór svo vestur þegar vísbending kom fram um aðild hans að hvarfi jeppans og handtók manninn. Hann játaði að hafa stolið jeppanum," sagði John Hill, rann- sóknarlögreglumaður í samtali við Mbl. í gærkvöldi, en hann var þá staddur vestur á ísafirði. Með því að sökkva jeppanum i sjó munu mennirnir hafa talið sig lausa allra mála; jeppinn mundi týndur um alla framtíð. „Við höfum ekki fengið stærra og umfangsmeira bílaþjófnaðarmál það ég man,“ sagði Guðmundur Her- mannsson, yfirlögregluþjónn í sam- tali við Mbl. í gærkvöldi. „Það var gerð víðtæk leit að jeppanum víðs vegar um landiö. Vegaeftirlitið svip- aðist um eftir honum og eftir ábend- ingum höfðum við samband við lög- reglumenn víðs vegar um landið og báðum þá um að svipast um eftir jeppanum. Víðtæk leit fór fram í Borgarfirði eftir ábendingu sem barst þaðan. Þá fengum við ábend- ingar að vestan, fyrir austan fjall og úr Húnavatnssýslum. Nú síðast fyrir nokkrum dögum eyddum við miklum tíma í leit í kjölfar ábendingar. En ég vil að það komi skýrt fram, að þessum ábendingum höfum við tekið með þökkum, þó komið hafi í ljós, að þær áttu ekki við rök að styðjast," sagði Guðmundur Hermannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.