Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 Nefnd iðnaðarráðuneytisins vegna Blönduvirkjunar: Frekari viðræður við hreppana fyrirhugaðar VIÐRÆÐUNEFND iðnaðarráðuneytisins átti í vikubyrjun fundi með hrepps- nefndum Seyluhrepps, Lýtingsstaðahrepps og Svínavatnshrepps á virkjun- arsvæði Blöndu vegna draga að samkomulagi um virkjunina og tjáði Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri, Mbl. að frekari viðræður væru fyrirhugaðar. Sagði hann viðræðurnar hafa verið gagnlegar, ýmis mál verið skýrð og misskilningi eytt. í frétt iðnaðarráðuneytisins um viðræðurnar segir m.a. að mat nefndarinnar sé, að allir fundir hafi verið gagnlegir og að iðnaðar- ráðherra og sérstakri ráðherra- nefnd hafi í gær verið gefin skýrsla um þær. Segir að ráðu- neytið muni taka til athugunar endurskoðun á nokkrum atriðum samningsdraganna á grundvelli virkjunartilhögunar I og óska síð- an eftir frekari viðræðum hlutað- eigandi hreppsnefnda. Nefnd iðnaðarráðuneytisins skipa: Tryggvi Sigurbjarnarson verkfr. formaður, Jakob Björnsson orkumálastjóri, Jóhannes Nordal stjórnarformaður Landsvirkjun- ar, Kristján Jónsson rafmagns- veitustjóri, Guðjón Guðmundsson rekstrarstjóri, Sigurður Eym- undsson rafveitustjóri og Hjörtur Torfason hrl. 470 þúsund^lesta þorskafli á Islands- miðum á sl. ári ÞORSKAFLI á íslandsmiðum hefur að líkindum verið í kringum 470 þúsund lestir á síðasta ári samkvæmt yfirliti Fiskifélags íslands um heildarafla landsmanna. I'ar kemur fram að þorskafli íslendinga á síðasta ári var 449.352 tonn, en inn í þessa tölu vantar alveg veiðar útlendinga, auk þess sem frávik í skýrslu hefur alltaf leitt til meiri þorskafla en reiknað er með í upphafi. í yfirliti Fiskifélagsins segir, að þorskafli togaranna hafi verið 209.317 tonn, sem er um 4000 tonn- um minna en á árinu 1980. Þorsk- afli bátaflotans var hins vegar 240.035 tonn á síðasta ári, en 1980 alls 217.099 tonn og hefur þorsk- afli báta því aukist um 13.000 tonn. Af erlendum þjóðum veiddu Belgar um 1.300 tonn á íslands- miðum á síðasta ári, Norðmenn veiddu um 600 tonn og Færeyingar Utanríkisráð- herra Ungverja- lands í opinbera heimsókn Utanríkisráðherra Ungverjalands, Frigyes l*uja, og kona hans, koma í heimsókn til íslands dagana 14.—17. janúar. Ráðherrann mun eiga viðræður við Ólaf Jóhannesson, utanríkis- ráðherra, og hitta Gunnar Thor- oddsen, forsætisráðherra, að máli. Ráðherrann mun heimsækja Al- þingi og Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands, að Bessastöðum. Þá mun ungverski ráðherrann koma í heimsókn í Árnastofnun, Listasafn Islands og jarðhitaverið í Svartsengi. Seðlabanki Islands mun í há- degisverðarboði kynna ráðherran- um íslenskt atvinnu- og efna- hagslíf og Reykjavíkurborg mun bjóða honum til hádegisverðar segir í frétt frá utanríkisráðu- neytinu. Rangfeðraður r r ni • • • • i profkjori AÐSTANDENDUR Seltirnings, blaðs sjálfstæðismanna á Sel- tjarnarnesi, vilja koma því á framfæri að í kynningu á fram- bjóðendum í prófkjöri flokksins urðu þau mistök að einn fram- bjóðenda var rangfeðraður í fyrir- sögn. Skúli ólafs er þar sagður Ólafsson. Það er rangt. Skúli er raunar Björnsson en ættarnafn hans er Ólafs. um 6.200 tonn. Undanfarin ár hef- ur frávik í skýrslu Fiskifélagsins leitt til 3—4% meiri þorskafla en gefinn er upp í lok árs. Ef frávik síðasta árs hefur verið um 3%, þá þýðir það að heildarþorskaflinn á Islandsmiðum hefur verið um 470 þúsund tonn á síðasta ári. Heildarafli landsmanna á árinu 1982 er talinn vera 1.411.606 tonn, sem er nokkru minna en 1980, en þá var aflinn 1.508.844 tonn. Sam- drátturinn í heildarafla stafar eingöngu af minnkandi loðnuveiði. Hjónin Eva og Carlos leika listir sínar. Fiðlusnillingur á fyrsta Útsýnarkvöldi ársins ARGENTÍNSKI fiðluleikarinn Carlos DÁuria og kona hans Eva munu skemmta á fyrsta Útsýnarkvöldi þessa árs, næstkomandi sunnudag, en auk þess munu þau skemmta í Broadway og Hollywood. Þau hjónin eru mörgum Spánarfórum kunnug vegna sýninga sinna í næturklúbbnum Fortuna á Costa del Sol. Carlos lærði fiðluleik fjögurra ára og lék síðan í hljómsveitum, en að eigin sögn valdi hann cab- arettsýningar þar sem meira væri upp úr þeim að hafa. Kona hans, Eva, stundaði áður spænska dansa og síðan þau giftust fyrir 15 árum hafa þau ferðast víða um heim og ávallt hlotið frábærar móttökur. Gagn- rýnendur víða um heim telja hann meðal helztu fiðlusnillinga heims og að fjölbreytni hans sé með ólíkindum. Á sýningum þeirra hjóna leikur hann meðal annars lög úr Fiðlaranum á þak- inu, Grikkjanum Zorba, ýmis klassísk verk, auk þess sem hann bregður fiðlu sinni í líki fugla og kvenna og spjallar við áheyrend- ur með henni. Undir tónlist Carlosar stígur Eva síðan fjör- uga suðræna dansa. Sýningar hefjast á ný á „Aldrei er friður" LEIKFÉLAG Kópavogs hefur að nýju sýningar á leikritinu „Aldrei er friður“ eftir Andrés Indriðason, fimmtudaginn 14. jan. nk. kl. 20.30. Leikritið var frumsýnt 14. nóv. sl. og voru 12 sýningar á því fram að jólum, en hlé var gert á sýning- um yfir hátíðirnar. Með aðalhlutverk í leikritinu fara Jóhanna Harðardóttir, Gunn- ar Magnússon, Stefán Eiríksson 11 ára, Sæunn Þórisd., Valgerður Schopka, Sólrún Yngvadóttir, Guðbrandur Valdimarsson. Ein breyting hefur verið gerð á hlut- verkaskipan, en Ögmundur Jó- hannesson tekur við hlutverki Hrafns Haukssonar. Leikstjóri verksins er höfundur þess, Andrés Indriðason, en leik- mynd gerði Gunnar Bjarnason. Eins og fyrr segir verður 13. sýning leikritsins fimmtudaginn 14. jan. nk. kl. 20.30 og 14. sýning sunnudaginn 17. jan. kl. 15. Verða sýningar að venju í Kópavogs- leikhúsinu. Líkan af yfirbyggða torginu og verslunarmiðstöðinni í nýja miðbænum á Seltjarnarnesi. Fyrsta yfirbyggða verslunar- torgið verður á Seltjarnarnesi FRAMKVÆMDIR við fyrsta yfir byggða verslunartorgið á íslandi munu hefjast á næstunni en Vöru- markaðurinn er að hefja byggingu á einu fjögurra verslunarhúsa, sem eiga að standa við umrætt torg á Seltjarnarnesi, að því er blaðið Seltirningur segir. Verslunartorgið yfirbyggða verður í nýja miðbænum á Sel- tjarnarnesi og auk Vörumarkað- arins er ákveðið að Útvegsbanki Islands muni hafa aðsetur þar og ennfremur lyfjabúð. Að sögn Seltirnings hafa fjölmargar verslanir sent inn umsóknir um leyfi til starfsemi við torgið, en endanlega hefur ekki verið geng- ið frá umsóknum. Torgið verður 1200 fermetrar að stærð, lagt gangstéttarhellum og verður mikið um gróður allan ársins hring, enda verður torgið hitað upp með affallsvatni hús- anna umhverfis það. Þakið verð- ur trúlega úr hertu plasti og opnanlegt þegar vel viðrar. Sel- tirningur segir, að skipulags- nefnd, ásamt Ormari Þór Guð- mundssyni arkitekt, hafi farið til Bretlands og kynnt sér þar torg af þessari gerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.