Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 45 Allir ættu að vita það I Velvakanda fyrir 30 árum Götusnjórinn gæti orðið nytsamur „Kæri Velvakandi. Þau verða aldrei talin bílhlössin, sem ekið hefir verið af snjó af götum borgarinnar nú og oft endra nær. Og engin hætta er á, að sá akstur leggist niður. Nú vildi ég stinga að þeim tillögu, sem snjómoksturinn annast. Ég ætlast ekki til, að snjónum verði komið í pen- inga, en ég vildi mega leggja til, að hætt yrði að aka honum í sjóinn. í staðinn ætti að flytja hann, þangað, sem hann getur komið að nokkru gagni börnum og fullorðnum. Búum til skíðabrekkur Ég legg til, að snjórinn verði að einhverju leyti fluttur í góð- ar brekkur í grennd bæjarins, svo að börn og unglingar geti fengið nærtækar skíðabrekk- ur. Þætti mér vel við eigandi, að honum væri m.a. ekið suður í Öskjuhlíð. Þar gæti orðið glatt á hjalla hjá smáfólkinu. Víðar er hægt að flytja snjóinn, þar sem hann mætti verða til ánægju. Hvernig væru Ártúns- brekkurnar? Ef til vill yrði einhver kostn- aðarauki að þessum snjóflutn- ingi, en varla held ég, að horfa megi í þann skilding." „Keli“. r I Morgunblaðinii' fyrir 50 árum Anna Borg í Danmörku. Einn af vinum og velunnurum Önnu Borg í Höfn hefir skrifað Morgunblaðinu, til þess að vekja sjerstaka athygli á því, að nú um áramótin kom það greinilegar í ljós, en nokkru sinni áður, í hve miklu áliti hún er þar, og hve mikið traust menn bera til hennar sem leikkonu. „Dagens Nyheder" byrja árgang sinn með því á fyrstu síðu að flytja myndir af þeim sem mesta eftirtekt hafa vakið í Danmörku árið sem leið. Anna Borg er þar einasta konan, og hennar mynd mest áberandi. í fleiri blöðum hefir verið um hana ritað, án þess að leiksýningar eða önnur sjer- stök atvik hafi gefið tilefni til. í almæli er það, að engin leik- kona hafi í Danmörku komist skyndilega í annað eins álit og Anna Borg frá því Anna Lars- en kom fram á sjónarsviðið. Fregnir hafa flogið fyrir um, að komið hafi til orða, að Anna Borg yrði ráðin við Dagmar- leikhúsið næsta leikár. En ekk- ert mun fullráðið um það enn. Almenningsbílarnir. í fyrra- dag var svo mikill snjór, að al- menningsbílarnir gátu ekki haldið áætlunarferðum. I gær var færðin það betri, að þeir komust vestur í Skildinganes og Kaplaskjól, inn að Laugar- nesi og Múla, en ekki inn í Sog. — Sú saga gekk hjer um bæinn í gær og fyrradag að almenn- ingsbílnum, sem fer í Skild- inganes, hafi hlekst þannig á, að hann hefði farið út af vegin- um og lagst á hliðina í fönnina, en eftir því sem vjer best vit- um er ekkert hæft í sögu þess- ari. Húsmóðir skrifar: „í sjónvarpinu 4. jan. sl. sá mað- ur fallegan en sorglegan þátt, sem sýndi manni skilningsleysi og trúgirni smáborgarans og mann- fyrirlitningu kommúnismans. Kommúnistinn mátti ekki vatni halda af hrifningu yfir því, að bláfátækir Rússar gátu verið á undan Bandaríkjamönnum að skjóta upp geimskipi. Var ekki boðið að sjá herlegheitin í fyrsta lagi fannst honum ekk- ert athugavert við að gósenlandið Rússland skyldi vera bláfátækt eftir margra áratuga stjórn kommúnista, og í öðru lagi þá var það sjálfsagt að eyða öllum þess- um peningum og taka þannig brauðið frá almenningi, og síðan og ekki síst trúði hann því, að eng- in væri stéttaskipting í Sovét- Rússlandi. Hann var svo fátækur járnsmiður, að auðvitað var hon- um ekki boðið að sjá herlegheitin, en svo margir lærðir voru búnir að hafa það huggulegt á kostnað kúg- aðrar alþýðu, að þeir áttu að vita betur. Dóttir Ólafs Frið- rikssonar Englands Mér datt í hug bók Fredu Utley, sem þýdd var og gefin út í Kaup- mannahöfn 1949. Það er ekki vansalaust fyrir Alþýðuflokkinn, að þessi bók er ekki enn komin út á íslensku. Freda Utley var há- menntuð dóttir Ólafs Friðriksson- ar Englands. Hún var svo trúuð á kommúnismann, að hún fór strax til að taka þátt í uppbyggingunni, eins og kommúnistar frá öllum löndum, nema þeir hér á landi, sem kusu heldur rúbluna og lúx- usreisurnar og fluttu svo inn áróð- urinn og lygina, svo að maður leyfi sér að nota orðbragð Þjóðviljans, þegar hann á að svara sannleikan- um. Átakanlegar lýsingar Freda Utley var á enskum passa í Rússlandi, þar til maður hennar Amma og móðir skrifar: „Ég hef fylgzt með bréfaskipt- um þeirra sunnudagaskólasystk- inanna Silju og sr. Bolla í Laufási. Honum fellur þungt að fá ekki fleiri til að láta í ljós álit sitt á riti hennar um ísl. barnabókahöfunda. Ekki get ég það því ég hef ekki lesið umrætt rit. Ég valdi mínum börnum bækur eftir því sem ég hafði vit til — gaf þeim aldrei bækur án þess að kynna mér efni þeirra sjálf, en fór aldrei í blindni eftir ritdómum. Þegar ég nú lít yfir barnabæk- urnar á heimilinu, bæði mínar og barnanna, þá finnst mér valið hafa tekizt vel. Hér eru t.d. ritsöfn Jóns Sveinssonar og Stefáns Jónssonar, bækur sr. Friðriks Friðrikssonar, það sem ég hef get- var tekinn og hún komst heim á vegabréfinu sínu. Hún þorði ekki að gefa út bókina, fyrr en hún var viss um, að maður hennar var lát- inn, og með þögninni styrkti hún trúboðana bæði hér og annar- staðar. Bókin heitir „Brostnar vonir“ og er átakanleg, einkum lýsingar hennar á fátæktinni, hús- næðisskortinum, matarleysinu og sjúkrahúsunum fyrir almenning, og síðan stéttaskiptingunni, sem var verri en á dögum Katrínar miklu. Óttinn við yfirboðarana varð að kúgun fyrir alla, því að hver lét valdið bitna á þeim næsta, sem lægra var settur, allt frá Stal- ín niður í saklausan verkamann. I‘á var hann allur Þegar ég las bókina fyrir nokkr- um árum, þá óskaði ég þess, að þennan fróðleik gæti ég tínt í stal- ínistann, kunningja minn, en þá var hann allur. Ég skildi þá vel unga manninn, sem settur hafði verið til mennta í Austur-Þýska- landi og sagði: „Nú er ekkert gam- an að koma heim, því að pabbi er dáinn og ég get ekki sagt honum, að aldrei hafi nokkur unglingur verið alinn á annarri eins lygi og hann kenndi mér.“ Eins og bóndi sem drepur allt úr hor Hvað gerist svo núna? Enginn kommúnisti vill viðurkenna það, að Pólland er í dag svona fyrir hagkerfi Karls Marx, og það gefur aldrei neitt nema steina fyrir brauð, og engin mannréttindi. Það er gaman að kommúnistunum, þegar þeir koma fram í fjölmiðl- unum, og mikið hreyknir yfir því, að í Ungverjalandi gengur hung- urvofan ekki ljósum logum, og skýringin er, að þetta sé af því, að Kadari leyfist að hafa svolítinn kapítalisma hjá sér. Síðan fara þeir heim og berjast eins og þeir geta gegn hinu frjálsa markaðs- kerfi. Allir ættu að vita það, að marxismi er eins og bóndi, sem drepur allt úr hor í besta árferði." að náð í af bókum sr. Friðriks Hallgrímssonar og margt, margt fleira. Þegar barnabörnin mín fara að lesa, ætla ég mér að hafa sama hátt á. Mér myndi aldrei detta í hug að fara að kynna mér hvernig bókmenntafræðingum þætti þessi eða hin bókin, heldur dæma um það sjálf hvort ég teldi hana góða fyrir börn. Svo langar mig að þakka sr. Bolla fyrir grein sem hann skrif- aði um sætin í kirkjunum. Það ættu fleiri prestar að kynna sér hvernig fer um söfnuðinn undir messu. Og það ættu þeir líka að gera þessir menn sem mega ekki heyra nefnt að skipt sé á þessum hryllilega óþægilegu bekkjum og aðrir þægilegri settir í staðinn." Finnst valið hafa tekist vel Tilboðsgerð í málmiðnaði Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiðs um til- boösgerö í málmiðnaöi og veröur það haldið í fyrír- lestrasal félagsins aö Síðumúla 23 dagana 21. og 22. janúar nk. kl. 09—17 hvorn dag. Leiöbeinendur. Markmiö meö námskeiöinu er aö kynna grundvallaratriöi viö gerö útboöa, hvern- ig nota á útboösgögn viö gerö tilboöa og á hvern hátt standa skal aö útreikningí tilboöa í einstök verk. Fariö verður yfir staöal um útboö og til- boö og lögö áhersla á þau atriði í staölin- um, er skipta meginmáli viö tilboösgerö í málmiönaöi. Kynnt veröur gerö tilboöa á grundvelli upplýsinga sem má fá úr verk- bókhaldi fyrirtækja og jafnframt kynnt notkun kerfis er beita má viö skipulagn- ingu verka og eftirlit meö framkvæmd þeirra. Einnig veröur fjallaö um skráningu verkþátta við framkvæmd tilboðsverka, frágang og notkun þeirra gagna viö til- boösgerö síðar. Tekin verða fyrir dæmi úr raunveruleikanum, tilboö reiknuð og fariö í gegnum þær skráningar sem nauö- synlegar eru til aö fylgjast meö framvindu þeirra. Brynjar Haraldsson tæknifrSBÖingur Páll Pálsson hagverkfræöingur Námskeið þetta er haldið í samvinnu viö Samband málm- og skipasmiöja og er ætlað framkvæmdastjórum, tækni- mönnum eða öörum þeim er sjá um tilboðsgerð í fyrirtækj- um innan málm- og skipasmíðaiðnaðarins. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. STIÓRNUNARFÉtAG ÍSIANDS SÍÐUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930 E EE - 1 . x 2 18. leikvika — leikir 9. jan. 1982 Vinningsröð: 1 1 X-2 1 X - 1 1 1- 2XX 1. vinningur: 11 réttir — kr. 3.900,00 3527(3/10) 24181 35689* 66763*** 31304' 7717 24182 37126*/*** 68109*** 66970 *** 17760 25738' 40164* 68186*** 67442' *** 18683(2/10) 27889* 42758**/*** 72425*** 21042 29064* 46421* 17. vika: 21827 32382* 65602*+ 9752(1/10) (4/10) * (2/11) ** (6/10) ** . 2. vinningur: 10 réttir — kr. 178.00 1546 6424 13808 23972 37189 67333 12903* 1894 6959 14655 23988+ 40904 67334 21886* 1971 7005 14997 24283 44187 68021 25113* 2231 7146 15159 25002 45139 68820 25364*+ 3520+ 7327 15361 25953 45349 69717 26058* 3526+ 7406 15906 26964 45537+ 70342 26693* 4182 7643 15933+ 27895 46147 70887 32247* 4296 7829 16163 27896 46571 71581 36060*+ 4297 8064 16230 30148 46992 72044 38760*+ 4656 8126 17478 30547 48269+ 73080+ 38767*+ 4858 8345 19208 31307 48413+ 73164 38774*+ 5390 10140 19431 32345 65627 73189 38755*+ 5461 10666 20621 33771 66009 56364 39716* 5481 10850 20789 35342 66069+ 56425 41483* 5549 12048+ 20822 35693 66191+ 59274 45920* 6060 12110 23182+ 36008+ 66192+ 59474 68704* 6215 13083 23513 36019+ 66385 69678* 6419 13548 23542 37078 66658 72427*+ (2/10) * Seðlar frá 17. leikviku: 3890 8035 32453 65851 66467 67491 31340* 5030 9647 39631 65852 67447 26634* 32455** 8022 9650 65850 65853 67484 31323* 67443* (2/10) * (4/10) ** Kærufrestur er til 1. febrúar kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofu Getrauna í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla(+) verða aö framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - Íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK GETRAUNIR — íþróttamiðstöðinni — Reykjavík N oy CD O co Ljosaperur Sterkar og endingargóðar £ SEGULL HF. Nýlendugötu 26 00 Einkaumboó ó íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.