Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 11 Kvenfélag Bústaðasókn- ar efnir til „vinnuvöku“ Mótmæla ástandinu í þjóðfélaginu, þar sem allt logar í sundurþykkju og ófriði „Landmannaleitiru sýndar í Aratungu Á FIJNDI í kvenfélagi Bústaðasókn- ar þann 11. janúar sl. var samþykkt að hrinda fram áður kominni hug- mynd, að efna til aðgerða, sem hægt væri að kalla „vinnuvöku". Ætlunin er að fjölmenna í fé- lagsheimili Bústaðakirkju og skiptast á að vaka og vinna stans- laust frá kl. 20 á föstudagskvöld 15. janúar nk. til sunnudagsins 17. janúar, hlýða á messu kl. 14, opna síðan basar og selja muni þá sem tekist hefur að vinna á vökunni. Tilgangur vöku þessarar er tví- þættur: I fyrsta lagi fjáröflunar- leið, því peningum þeim, sem inn kunna að koma, verður varið í þágu aldraðra á nýbyrjuðu ári þeirra, og í öðru lagi og ekki hvað síst til að mótmæla ástandinu í þjóðfélaginu, þar sem allt logar í sundurþykkju og ófriði. Félagskonur vilja hvetja lands- menn til að sýna samstöðu, kefjast minna af öðrum, en gefa meira af sjálfum sér. Félagið heitir á allar félagskon- ur og aðra þá sem áhuga hafa á málefni þessu, að koma á fyrr- nefndum tíma og hafa með sér verkefni eða eitthvað til skemmt- unar. Séð vérður um að heitt verði á könnunni allan tímann. SÝNINGAR á kvikmynd Guðlaugs Tryggva Karlssonar, „Landmanna- leitir" standa yfir um þessar mund- ir, og hefur jafnan verið húsfyllir. Næsta sýning verður nk. föstu- dag 15. janúar í Aratungu í Bisk- upstungum og 29. janúar verður myndin sýnd í Árnesi. Aukamynd- ir eru sýndar á öllum sýningum og að jafnaði reynt að sýna myndir er BJÖRN Baldursson, fyrrverandi dagskrárritstjóri hjá Sjónvarpinu, hefur verið ráðinn til Rauða kross íslands. Björn var dagskrárritstjóri hjá Sjónvarpinu í rösk sex ár og ann- aðist þá m.a. dagskrárkynningar. Björn er nú deildarstjóri í kynn- tengjast viðkomandi héruðum. Meðfylgjandi mynd var nýlega tekin á sýningu Rangæingafélags- ins í Fóstbræðraheimilinu í Reykjavík. Á myndinni má m.a. sjá heiðursgest sýningarinnar, Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, Ástríði dóttur hennar og dr. Alfreð Árnason, formann Rangæingafélagsins. ingar- og fjáröflunardeild RKÍ og verður starf hans þar m.a. fólgið í því að kynna starfsemi Rauða krossins hér á landi, aðstoða deildir félagsins um allt land á því sviði, sjá um útgáfu- og út- breiðslumál og ennfremur verða fjáröflunarmál i umsjá hans. Bæjarráð Hafnar- fjarðar: Veittur verði 10% afsláttur af fasteigna- sköttum Á FUNDl bæjarráðs Hafnarfjarðar 21. desember var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að veittur verði 10% afsláttur á fasteignaskatti íbúðarhúsnæðis árið 1982, þannig að hann verði aðeins 45% af fasteigna- mati. Fasteignaskattur af atvinnu- húsnæði verði \% af fasteignamati. Ennfremur að gjalddagar fast- eignaskatts skuli vera 15. janúar og 15. maí og greiðist hann að hálfu á hvorum gjalddaga, verði vanskil á greiðslu fyrrihluta skattsins fellur hann allur í gjald- daga þá þegar. Einnig að fram- talsnefnd athugi framtöl lífeyris- þega og reikni út lækkun á fast- eignaskatti, sem efnalitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða. Þá var lagt til að við álagn- ingu útsvara og aðstöðugjalda verði notaður sami gjaldstigi og á seinasta ári. Ennfremur var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að vatnsskattur og holræsagjald verði lækkað um 50% á þessu ári, en heimild verði notuð til að inn- heimta aukavatnsskatt sam- kvæmt mæli á 10 aura fyrir hvern rúmmetra vatns. Þá var lagður fram listi yfir að- stöðugjalda-, útsvars- og dráttar- vaxtaskuldir, sem hafa reynzt óinnheimtanlegar. Skuldir þessar námu samtals 1.050.169 krónum. Samþykkt var að leggja til við bæjarstjórn að fella þessar skuld- ir niður. Ráðinn deildarstjóri RKÍ Bjóöum nú stílhrein skrifstofuhúsgögn sem gefa óteljandi möguleika. Hönnun Mario Bellini. Innan þess kerfis eiga að vera til lausnir sem henta skrifstofum af hvaða stærð sem er. Lítil og stór skrifborð, upp í 8 metra löng fundar- annar búnaður, öllu haglega fyrirkomið. 9 möguleikará litasamsetningum, allt þægilegir litir, „Massifur" eikarkantur utan um allar borð- plötur og í plötunum matt harðplast, valið með tilliti til þæginda við vinnu. Aðstoðum borð. Vinnukrókar af ýmsum gerðum og við val á réttu lausninni og pöntum eftir stærðum. Hillur, skáparog hverskonar ykkar þörfum. Samkeppnishæft verð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.