Morgunblaðið - 14.01.1982, Page 12

Morgunblaðið - 14.01.1982, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 Utanríkisstefiia ríkisstjórnar Káre Willochs í framkvæmd John C. Ausland Skömmu áður en norskir stór þingsmenn fóru í jólaleyfí ræddu þeir lengi um utanríkis- mál. Höfðu ekki farið fram al- mennar umræður um utanrík- ismál í Stórþinginu síðan ríkis- stjórn Káre Willochs tók við völdum um miðjan október. Umræðurnar hófust með skýrslu Svenn Stray, utanrík- isráðherra. í skýrslunni lagði hann áherslu á stefnu Noregs í öryggismálum. Frá því að Stray flutti skýrslu sína, þar til umræð- an um hana fór fram, liðu nokkrir dagar, einn þeirra var lýst herlögum í Póllandi. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum lýsti þeirri von sinni, að Pólverjar fengju sjálfir að leysa vanda sinn, eða með öðrum orðum, að Sovétmenn beittu ekki ofbeldi. Að baki þessum vonum bjó ekki að- eins umhyggja fyrir Pólverj- um heldur einnig sú ósk, að ekki yrði komið í veg fyrir framhald afvopunarviðræðn- anna milli Bandaríkjamanna og Sovétmanna, er hófust í Genf 30. nóvember. Að hætti fyrirrennara sinna hefur ríkisstjórn Will- ochs lagt sig fram um, að nokkurt jafnvægi sé á milli yfirlýsinga hennar til stuðn- ings Atlantshafsbandalaginu og óska um áfallalaus sam- skipti við Sovétríkin. Segja verður, að stjórninni hafi dá- vel tekist að þræða þennan meðalveg. Nýi varnarmálaráðherr- ann Anders C. Sjaastad hef- ur látið hendur standa fram úr ermum á vettvangi Atl- antshafsbandalagsins. Þótt Hægriflokkurinn og stuðn- ingsmenn hans hafi haft ýmsar efasemdir um ágæti þeirra, er berjast á móti kjarnorkuvopnum, hefur Sjaastad lýst skilningi á málstað andmælendanna. Á fundi kjarnorkuáætlana- nefndar NATO í Skotlandi í október, studdi Sjaastad þá skoðun þýska starfsbróður síns, að Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, ætti að leggja sig fram um að draga úr vaxandi áhyggjum almennings vegna kjarnorkuvopna. Það kom svo Sjaastad þægilega á óvart, að Weinberger skyldi á fundinum fallast á svonefnda „núll-leið“ — sem síðar varð höfuðatriðið í ræðu Ronald Reagans, Bandaríkjaforseta, 19. nóv- ember s.l. Sjaastad hefur einnig gert ýmsar ráðstafanir, sem miða að því að hraða aðgerðum til að efla norskar varnir. I fyrsta lagi voru útgjöld til varnarmála aukin, svo að norski herinn gæti hafið undirbúning að því að stofna nýtt stórfylki í Norður- Noregi. í öðru lagi sagði skrifar frá Osló hann við Weinberger í Skot- landi, að Norðmenn væru til- búnir til að taka nú þegar við nokkru af birgðunum fyrir stórfylki bandarísku land- gönguliðana, sem senda á til Noregs á hættustundu. Verð- ur birgðunum komið fyrir í norskri vörslu til bráða- birgða, þar til lokið verður, að verulegu leyti á kostnað NATO, smíði varanlegra geymslustöðva í Þrændalög- um. I þriðja lagi sagði Sjaa- stad Kanadamönnum, að hann vildi hrinda í fram- kvæmd áætlunum um smíði birgðastöðva fyrir kanadískt herfylki í Norður-Noregi. í fjórða lagi sendi hann yfir- mann norska heraflans, Sverre Hamre, hershöfð- ingja, til Bandaríkjanna, svo að unnt væri að flýta endan- legri ákvörðun um kaup á loftvarnaeldflaugum, sem koma á fyrir við flugvelli í Noregi. Kaupin á loftvarnaeld- flaugunum hafa verið á dagskrá í meira en áratug. Nauðsynin fyrir loftvarnir John C. Ausland við norska flugvelli hefur vaxið síðustu ár vegna þess hve miklu af birgðum fyrir flugvélar frá öðrum NATO- ríkjum hefur verið komið fyrir í nágrenni þeirra. Á þessu stigi er ekki hægt að segja fyrir um það, hvort þess sé langt eða skammt að bíða, að niðurstaða fáist í öll- um þeim málum, sem getið var hér að ofan. Hitt er ljóst, að ríkisstjórn Willochs vill, að tekið sé til hendi. Ráð- herrarnir geta og gengið skipulegar til verks en for- verar þeirra úr Verka- mannaflokknum, sem ávallt þurftu að gæta að vinstra arminum í flokki sínum. Svenn Stray, utanríkis- ráðherra, gaf áhersluþættina í stefnu sinni til kynna með því að fara sjálfur til Wash- ington í nóvember og senda síðan aðstoðarmann sinn, Ei- vinn Berg, til Moskvu í byrj- un desember. I sumum norsku blaðanna var Stray gagnrýndur fyrir lofsamleg ummæli sín um stefnu ríkis- stjórnar Ronald Reagans á fundi með norskum blaða- mönnum. Síðar kom þó í ljós, að bjartsýni hans var á rök- um reist, þegar Reagan lagði til, að „núll-leiðin“ yrði höfð að leiðarljósi í viðræðunum um fækkun kjarnorkuvopna í Genf. Eivinn Berg sagði á fundi með norskum blaðamönnum í Moskvu, eftir viðræður við Igor Semskov, aðstoðarut- anríkisráðherra, að þeir hefðu rætt um fjölmarga Frá aefingum bandarískra landgönguliða í Noregi. þætti alþjóðamála og einnig tvíhliða samskipti Noregs og Sovétríkjanna. Mér hefur skilist, að Semskov hafi að- eins einu sinni í viðræðunum við Berg misst stjórn á næsta illa þokkuðum skaps- munum sínum, en það hafi verið, þegar minnst var á sovéska strandkafbátinn við Svíþjóð. Helsti tilgangurinn með fundi þeirra Semskovs og Bergs var, að þeir fengju tækifæri til að kynnast hvor öðrum. Kynni þeirra gætu komið að góðum notum síðar. Eftir stjórnarskiptin var ákveðið, að Jens Evensen skyldi ekki ræða við Sovét- menn framvegis, af því leið- ir, að reglubundnar viðræður þeirra Berg og Semskov verði helsti vettvangur fyrir tví- hliða samskipti ríkisstjórna Noregs og Sovétríkjanna. í byrjun desember hittust fulltrúar norsku og sovésku ríkisstjórnanna svo í Osló til að ræða enn einu sinni um markalínunanna á milli landanna í Barentshafi. Fyrir norsku viðræðunefnd- inni var Helge Vindenes, sendiherra, sem er ráðunaut- ur um orkumál í utanríkis- ráðuneytinu og er gjörkunn- ugur málum á norðurslóðum af langri reynslu. Fyrir Sov- étmönnum fór Boris Podts- erov, sendiherra án sendi- ráðs í utanríkisráðuneytinu í Moskvu. Viðræðurnar stóðu í eina viku og snerust að mestu um gamalkunnar lagaflækjur til rökstuðnings því eftir hvaða reglum línan í Barentshafi skuli dregin. Vindenes ítrekaði það sjón- armið Norðmanna, að þeir gætu fellt sig við einhvers konar málamiðlun, en Podts- erov hafði engan áhuga á henni. Hvorki norska né sovéska ríkisstjórnin telja þörf á því að flýta gerð samnings um Barentshafið, þess vegna er ástæðulaust að vænta skjótr- ar lausnar á því máli. Norsk- ir embættismenn viður- kenna, að fiskveiðar í Bar- entshafi byggist á veikum samningsbundnum forsend- um, en þó séu þær viðunandi til bráðabirgða. í þessum orðum felst, að ríkisstjórn Willochs muni framlengja það fyrirkomulag, sem kennt er við „grátt svæði", vegna þess hve óljóst það er, en samningur Verkamanna- flokksstjórnarinnar um það gengur úr gildi næsta sumar. Þótt meginlínurnar í utan- ríkisstefnu ríkisstjórnar Hægriflokksins hafi þannig skýrst bæði í öryggismálum og gagnvart Sovétmönnum, er augljóst, að á svipstundu getur myndin breyst vegna atburða í Póllandi. Þangað beina allir Norðmenn augum sínum um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.