Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982
43
Að loknu ári fatlaðra:
Viðhorf til vinnu - ónýtt orka
Eftir Alfreð Harðarson og
Sigurgeir Þorgrímsson
Örorka manna er bundin við
ákveðin svið, andleg, líkamleg
eða félagsleg. Það er því oftast
hægt að nýta þá hæfileika sem
örorkan nær ekki til.
Allt skal frjálNt, allt skal jafnt, réttan skerf sinn
og skammt
á hvert skaparans barn, allt frá vögjfu gröf.
I*etta bodorö knýr fram, knýr menn brautina fram
undir blikandi merkjum um lönd og um höf.
(Kinar Benediktsson)
Nú þegar við hugleiðum þau
megin markmið fatlaðra að
taka þátt í athöfnum samfé-
lagsins, að því marki sem
starfsgeta þeirra leyfir, og
njóta þar jafnréttis, þá er rétt
að viðhorf þeirra sjálfra komi
fram.
í könnun sem Jón Björnsson
sálfræðingur gerði 1978, kom í
ljós að 68% þeirra sem enga
vinnu stunduðu, töldu sig geta
unnið. Ennfremur var stór hóp-
ur sem taldi sig þurfa þjónustu
á sviði vinnumála að halda,
ráðgjöf, verndaða vinnu, um-
skólun og endurhæfingu. Talið
er að hér á landi séu um 10%
þeirra sem eru innan 67 ára
áþreifanlega fatlaðir, þar af eru
um 9000 svo illa fatlaðir að þeir
hafa misst 50% eða meira af
starfsgetunni. Vaxandi áhersla
er lögð á líkamlega og andlega
endurhæfingu eftir að menn
hafa lent í slysum. Beina starfs-
þjálfun þarf þá að auka veru-
lega, bæði með hinum vernduðu
vinnustöðum og ennfremur á
hinum almenna vinnumarkaði.
Vinnuveitendur eru eindregið
hvattir til að fá sér reglugerð um
öryrkjavinnu, er birtist í stjórn-
artíðindum B nr. 319/1979.
Samkvæmt reglugerðinni er
boðið upp á fjölbreytta mögu-
leika, bæði til lengdar starfs-
tíma, hluta starf eða heils dags
vinna. Vinnuveitendur geta sótt
um endurgreiðslu hluta af laun-
unum til Tryggingarstofnunar
ríkisins samkvæmt reglugerð-
inni.
Ef við lítum á framlög Norð-
urlandaþjóða til almennra
trygginRa og þróun þeirra mið-
að við þjóðarframleiðslu kemur
þetta í ljós:
1950 1978
Svíþjód 6.5% 33,1%
Danmörk ».0* 27,0%
Kinnland 7.3* 22,6%
Noregur 6.3% 22.5%
ísland 6.2% 15.3%
Segja má að 1980 séu framlög
svipuð og 1978 nema hvað fram-
lag Finnlands hefur lækkað en
Svíar hafa aukið framlag sitt
um 2%.
Örorkulífeyrisþegar:
Aldur
16-64 ára Svíþjóð 5,3%
15— 64 ára Danmörk 5,5%
16— 64 ára Kinnland 8,0%
16—64 ára Noregur 5,3%
16—64 ára ísland 4,1%
Þegar þessar tölur eru skoð-
aðar ber að hafa það í huga að
fólksfjölgun á íslandi hefur ver-
ið hlutfallslega miklu meiri hin
síðari ár en í hinum löndunum.
Þess vegna eru mun færri í efri
aldursflokkunum á íslandi.
I rannsóknum sem B. Han-
man gerði á atvinnuhæfni lík-
amlega hamlaðra samanborið
við aðra starfsmenn, komst
hann að eftirfarandi niðurstöð-
um:
1. Maður sem er starfshamlaður
er þegar á heildina er litið
ekki frábrugðinn öðrum
starfsmönnum.
2. Hinn starfshamlaði getur af-
kastað eins miklu og hver
annar.
3. Maður sem er starfshamlaður
getur skilað meiri vinnu (af-
köstum) en aðrir starfsmenn.
4. Enginn eftirtektarverður
munur er á fjarvistum eða
„rápi“ hjá hömluðum og öðr-
um.
5. Tíðni smáslysa á vinnustað er
hin sama hjá starfshömluð-
um og öðrum starfsmönnum.
6. Tíðni alvarlegra slysa er að-
eins lægri hjá hömluðumm en
hjá öðrum starfsmönnum.
7.1 báðum hópunum eru mjög
góðir og mjög slæmir
starfsmenn.
I flestum tilfellum unnu
hamlaðir við störf þar sem lík-
amleg hömlun þeirra skipti litlu
máli í því starfí
Þó svo að við séum nokkuð
langt á eftir frændþjóðum
okkar á sumum sviðum félags-
legrar aðstoðar, þá eru vannýtt-
ir möguleikar til staðar sam-
anber „Reglugerð um öryrkja-
vinnu". Vinnuveitendum er sér-
staklega bent á hana.
Af þessu má sjá að við íslend-
ingar þurfum að gera stórt átak
í því að nýta hæfileika fatlaðra
og veita þeim fullt jafnrétti til
vinnu og virkrar þátttöku í
þjóðfélaginu.
IIKIMILDIK:
1. Kínar Benediktsson, kvaðasafn 1984.
2. Jón Kjornssun sálfra'óin^ur. könnun á vinnu
Re*u og atvinnumöculi'ikum í Kiykjavík.
(fyltriril ársskvrslu Kéla|>sniálaslofnunar
Keykýavíkurborgar) II 1978.
■1. Oddur Olafsson, „l'roun í málefnum fatladra
á fslandi", Kirkjuritió I. hefti I9M.
4. Stjórnartíóindi B. nr. 319/1979. Kei>lut>eró um
öryrkjavinnu.
5. Soeial tryeshet í de nordiska Underna 37,
1980. í.slcnsku höfundarnir (auðjón llanM-n ojj
horhallur Hormannsson.
6. Kannsókn á vióhorfum til hamlaóra á vinnu-
markaónum. Ilí Kélajjsvísindadeild 1978 (iuó-
rún Jóhannosdóttir, llaraldur Ólafsson og
Inirbjörn Kroddason.
(Ilanman B. I'hvsical Capacitics and Job
l'lacement Stokkhóimi 1951.)
Hollandspistill
eftir Eggert H. Kjartansson
Það sem af er hausti hefur
verið milt veður og fallegt hér í
Hollandi. Menn hafa teygað
ferska haustvinda og í réttu
hlutfalli við fækkun blaðskrúðs
trjánna hafa innfæddir og gestir
fjölgað þeim flíkum sem þeir
draga. Nú er sá tími einnig
runninn upp að fólk fer að skipu-
leggja vetrarfrí sitt. Skíðasport
er það vinsælasta. Stór hluti
þjóðarinnar leggur land undir
fót í byrjun hvers árs, í dali
Alpafjalla í von um að ná af sér
gráum lit inniverunnar.
Þykkar peysur og ullarföt selj-
ast vel þessa dagana. En hvar
eru íslensku afurðirnar? Ég get
ekki sagt að ég hafi séð eina ein-
ustu lopapeysu í verslun hér, að-
eins heyrt utan að mér, að þær
fengjust, þó enginn hafi getað
sagt mér nákvæmlega hvar það
væri. Það segir sig einnig að
auglýsing um afurðir „þjóðar-
stoltsins”, sauðkindarinnar, hafa
ekki borist mér til eyrna. Von er
þó til að á þessu verði breyting
og þeir sem fara með þessi mál
heima ættu að gefa gaum að því
að Hollendingar eru yfir höfuð
miklir íþróttamenn. Að minnsta
kosti er greinilegt að frændur
okkar og samkeppnisaðilar á
Evrópumörkuðum, Norðmenn,
hafa komist að þessu og afurðir
þeirra eru fáanlegar á flestum
stöðum hér í Hollandi.
Rínarsalt og
drykkjarvatn
Rínarsaltsumræðurnar
svonefndu fóru fram fyrir stuttu
í París. Hollendingar, sem um
áraraðir hafa barist fyrir því að
Frakkar minnki losun þessarar
aukaafurðar frá Kalínámunum
við Strassbourg, fanga ekki
sigri. Losunin verður minnkuð
um sem nemur 120 lítrum á sek-
úndu í 100 1/s og er langt í frá
nægilegt. Um er að ræða að þessi
saltmengun, sem nú hefur í för
með sér alvariegar afleiðingar
fyrir garðyrkju- og gróðurhúsa-
framleiðslu í vesturhluta lands-
ins, kostar Hollendinga árlega
gífurlegar fjárhæðir. Drykkjar-
vatn verður að hreinsa hér fyrir
alla landsmenn og segir sig
sjálft að eftir því sem hreinsun-
arferlarnir eru fleiri þeim mun
hærri kostnaður er af slíku.
Erfitt er að gera sér grein
fyrir, að Frakkar, sem nú fyrir
ekki svo ýkja löngu boðuðu al-
gera stefnubreytingu í umhverf-
ismálum, skuli ekki taka meira
tillit til nágranna sinna og líf-
ríkis lands þeirra. Franski um-
hverfisráðherrann, Michel
Crépaeau, hafði fyrr á þessu ári
lofað að koma til móts við Hol-
lendinga í þessum efnum. Nú
segir hann aftur á móti, að þó
svo komist hafi verið að um-
ræddu samkomulagi, verði það
ekki framkvæmt fyrr en úr-
skurður óháðra fræðimanna frá
löndum, sem engra hagsmuna
hafa að gæta í málinu, liggur
fyrir. Þessa fræðimenn á enn
eftir að finna og það getur tekið
töluverðan tíma auk þess sem
rannsóknin gæti dregist á lang-
inn.
Umhverfisfélög hafa brugðist
harkalega við þessum samningi
og vilja sum hver leggja málið
fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag
til að knýja fram lausn. Hol-
lenski vatna- og samgönguráð-
herrann, Zeevalking, sem sá um
viðræðurnar af hálfu Hollend-
inga orðaði afstöðu ríkisstjórn-
arinnar hér á þann veg: „Við er-
um meira ánægðir en óánægðir.”
Crépeau sagði hinsvegar: „Það
hefur kostað 6 ár að fækka sek-
úndulítrunum um 20, við sjáum
til með restina."
Siðastliðið ár kallaði hol-
lenska stjórnin heim sendiherra
sinn í París til að mótmæla
seinagangi frönsku stjórnarinn-
ar og samstarfstregðu. Viðbúið
er, að slíkt gerist aftur innan
tíðar, ef ekki verður unnið að því
af krafti af beggja hálfu að
koma nýgerðu samkomulagi í
framkvæmd. Það fer einnig kurr
um Hollendinga hér vegna þess
að þeir hafa lengi greitt Frökk-
um sem nemur u.þ.b. 81 milljón
ísl. kr. árlega til að vinna að
lausn málsins t.d. með því að
koma upp saltvinnslustöð. Rætt
er um að fólk taki sig saman um
að kaupa ekki franskar afurðir,
og ef slikt gerist er ljóst, að það
myndi koma sér illa fyrir
franskan útflutningsiðnað.
Menn von þó það besta og biða
rólegir næsta skrefs Frans-
manna.
Fyrir ekki svo löngu hitti ég
góðan vin minn á götu í Amst-
erdam. Þar sem hann er einn af
forsvarsmönnum umhverfisfé-
lags hér í Hollandi og þekkir
einnig nokkuð vel til íslands og
þá sér í lagi fiskverndunar- og
hvalveiðimála fannst mér at-
hyglisvert að setja fram hans
skoðun um þau mál okkar.
„Þið íslendingar eruð á marg-
an hátt athyglisvert fólk. Þið
farið fram á það af alþjóða-
dómstólum, almenningsáliti, er-
lendum ríkisstjórnum og
vísindastofnunum að þið fáið
fullan yfirráðarétt yfir 200
mílna lögsögu umhverfis land
ykkar. Yfirráðarétt yfir öllu því
lífi sem þar lifir auk náttúruauð-
æfa. Jú, allt á þeirri forsendu að
þið séuð best í stakk búnir til að
gæta þeirra auðæfa sem þar eru
vegna þekkingar ykkar, að
ógleymdu mikilvægi þess fyrir
þjóðarbúið. Vissulega efast ekki
nokkur um það, sem um hafrétt-
armál fjallar, að þið séuð fram-
arlega á þeim sviðum. Aftur á
móti fæ ég ekki séð — og er ekki
einn um þá skoðun — á hvaða
forsendum þið getið greitt at-
kvæði með þjóðum, svo sem
Spánverjum, Japönum og Rúss-
um á hvalveiðiráðsfundum, með
hvalveiðum. Þjóðum, sem þið
hafið gagnrýnt m.a. fyrir rán-
yrkju á öðrum tegundum nytja-
dýra sjávarsins. — Ég er ansi
hræddur um þið leikið hættu-
legan leik með almenningsálitið
hér úti.“
Ljósaperur |
ikákíl Þeim geturðu |
■ treyst Ú
Einkaumboð á íslandi 52
SEGULL HF. Nýlendugötu 26 00
Tískufetnaöur
á kvöldsýningu
Staður: Hótel Loftleiðir, Blómasalur
Stund: Föstudagskvöld, salurinn opnar
kl. 19.00
Sýningarstjórn: Frú Unnur Arngrímsdóttir
Sýningarfólk: Módelsamtökin
Tískusýning: Glæsilegur modelfatnaður fyrir
dömur frá Silfurskini, Skólavörðu-
stíg 5. Fyrir herra „allt frá hatti
ofan í skó’’ Herradeild P.Ó.
MATSEÐILL:
Reyktur lax með hræreggi
Hreindýrasteik með Waldorfsalati
Konfektkökurog kaffi
Borðpantanir: Veitingastjóri, sími 22321-22322
Kynnir: Hermann Ragnar
Virðingarfylíst: Hótel Loftleiðir
Blómasalur
Veitingastjóri
í víkingaskipinu: Leðurvöruverslunin Drangey
Laugavegi 58, Reykjavík,sýnir töskur, hálsklúta og hanska.
(Allt tískuvörur.)
VERIÐ VELKOMIN
HÓTEL LOFTLEIÐIR