Morgunblaðið - 14.01.1982, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.01.1982, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 21 verkefna víðar en í fiskveiðun- um, þar sem það minnkar þrýst- ing á fjölgun veiðiskipa og dreg- ur úr hættu á ofveiði. Nýting orkulinda íslenska þjóðin stendur nú á tímamótum í atvínnumálum. Hún á að baki mörg stórverkefni allt frá því að uppbygging sjávarút- vegsins í nútímahorf hófst í byrj- un aldarinnar. Auðæfi þjóðarinn- ar, sem fólgin eru í fiskstofnum og landgæðum hafa verið undirstaða atvinnuuppbyggingar fram að þessu en aðeins lítill hluti þeirra auðlinda, sem þjóðin á í vatnsföll- um og jarðvarma hefur verið virkjaður. Nú er þörf stórhuga framkvæmda í orkumálum og blasa við aðkallandi verkefni við stórvirkjanir á Norðurlandi, Aust- urlandi og Suðurlandi. Jafnframt þarf að hyggja að byggingu virkj- ana á Vesturlandi og Vestfjörðum með tilliti til rekstraröryggis orkukerfisins. Slík stórhuga virkj- unaráform eru forsenda þess að landið allt verði áfram byggt. Það aðgerðarleysi sem ríkt hef- ur á þessu sviði stefnir lífskjörum þjóðarinnar í framtíðinni í voða. Sjálfstæðisflokkurinn telur að næsta stórátak þjóðarinnar í at- vinnumálum eigi að vera að byggja upp stóriðju, sem geti beint og óbeint staðið undir at- vinnu a.m.k. helmings þess fjölda fólks, sem bætist við á vinnumark^ aði á næstu tveimur áratugum. I þessu skyni verði unnið að því að koma á fót þremur til fjórum nýj- um stóriðjuverum, einu á Suður- landi, einu á Austurlandi og einu til tveimur á Norðurlandi. Auk þess verði stóriðjuverin í Straumsvík og á Grundartanga stækkuð sem fyrst. Síðan munu fylgja á eftir nýjar virkjanir af svipaðri stærð til að tryggja hag- kvæmustu rekstrareiningar stór- iðjuveranna og þegar þessu marki hefur verið náð verður um það bil helmingur af hagkvæmasta vatns- afli landsins beislaður. Við iðjuverin má ætla að yfir 3000 manns gætu fengið vinnu fyrir næstu aldamót og svipaður fjöldi við uppbyggingu þeirra og við virkjunarframkvæmdir, eða samtals um 6000 manns. Jafn- framt mundi þessi undirstöðu- starfsemi auka atvinnu á öðrum sviðum efnahagslífsins um a.m.k. 9000 mannár, þannig að af þessu gæti leitt beint og óbeint a.m.k. 15.000 ný störf hér á landi, af um 25.000 manna áætlaðri fjölgun á vinnumarkaði á þessu tímabili. Framkvæmdahraði miðist fyrst og fremst við atvinnuþörf þjóðar- innar og byggðaáætlanir. Með þessu vill Sjálfstæðisflokkurinn hefja nýja sókn í virkjunarmálum og beita sér fyrir uppbyggingu stóriðjuvera sem getur orðið vaxt- arbroddur atvinnuuppbyggingar um land allt. Sjálfstæðisflokkurinn telur að ákvarðanir um eignaraðild íslend- inga að iðjuverum svo og sam- starfssamningar um önnur atriði eigi að ráðast af eðli hvers máls fyrir sig og aðstæðum á hverjum tíma. Af hans hálfu koma því til greina margvíslegir kostir að þessu leyti. Nýting vatnsorkunnar og upp- bygging stóriðju er tvímælalaust eitthvert stærsta verkefni sem þjóðin hefur tekist á hendur og það mun væntanlega standa yfir í a.m.k. hálfa öld. Koma verður stóriðjumálunum í öruggan farveg til frambúðar á vegum þingkjör- innar nefndar, sem hefur þetta verkefni með höndum. Nefndin þarf m.a. að kynna málið rækilega innanlands og utan, safna upplýsingum um framleiðslugreinar, tækni, mark- aði og einstök fyrirtæki, athuga staðsetningu, móta heildarstefnu, samræma undirbúning virkjana, gefa stjórnvöldum ráð og síðast en ekki síst að hafa frumkvæði um samninga við erlend fyrirtæki, virkjunaraðila og aðra innlenda aðila sem við sögu koma. Kanna þarf til hlítar hvort vinnanleg olía sé á yfirráðasvæði íslands. í tilefiii skýrslu frá Mat- vælarannsóknum ríkisins Eftir Þörhall Hall- dórsson framkv.stj. heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar Birting Matvælarannsókna ríkisins á niðurstöðum rannsókna á vatni og öðrum neyzluvörum í fyrri viku hafa eðlilega hlotið verulega umfjölluní fjölmiðlum síðustu daga. Þar eð ég tel að nokkur brögð hafi verið að því að af niðurstöð- um þessum hafi verið dregnar hæpnar, jafnvel rangar ályktanir, vildi ég af því tilefni ræða örfá atriði er málið varða. Af sumum fjölmiðlum mætti ætla að heilbrigðiseftirlit væri fyrst og fremst fólgið í töku sýna og rannsóknum á þeim. Enda þótt slík sýnataka sé vissulega þýð- ingarmikið hjálpartæki við fram- kvæmd heilbrigðiseftirlits, koma fleiri þættir til, ekki þýðingar- minni. Athugun á staðnum eða svokölluð vettvangskönnun gefur upplýsingar um hvernig er með matvælin farið, hitastig þeirra (kæld í +4°C eða minna eða haldið nægjanlega heitum, +60°C eða meira), ástand hráefnis, umgengni á staðnum, þrif tækja og áhalda og snyrtimennska starfsfólks við störf sín svo nokkuð sé nefnt. Þannig var 1981 farið í ca. 3500 eftirlitsferðir í ca. 600 matvæla- fyrirtæki í Reykjavík og þar tekin til rannsóknar ca. 2600 sýni. Annað atriði sem hafa ber hug- fast þegar túlkaðar eru niðurstöð- ur sem þessar, eru forsendur sýna- tökunnar. Hvaða reglum var fylgt við töku sýnanna og hvað lá til grundvallar þá er ákveðið var að taka sýni hjá einum framleiðanda fremur en öðrum, eða af þessari vörutegund en ekki hinni? Eðli málsins samkvæmt hlýtur það að vera hlutverk heilbrigðis- eftirlits að leitast við að taka sýni af þeirri vöru sem ætla má að sé téleg eða hafi lítið geymsluþol, og setja fram kröfur um endurbætur. Auk þess eru tekin sýni af handa- hófi, án þess að fyrir liggi grunur um að varan sé léleg. Við þetta hafa starfshættir heilbrigðiseft- irlitsins í Reykjavík verið miðaðir frá byrjun. Ekki má skilja orð mín svo að birting á skýrslum Matvælarann- sókna ríkisins hafi ekki verið fylli- lega tímabær, þvert á móti er hún gagnleg og í skýrslunum er mikill fróðleikur. Þær sýna að mínu mati m.a. að hluti af okkar neyzluvör- um er lélegur og þarf verulega að batna. Undirstrika ber að hér er fyrst og fremst um tilteknar vöru- tegundir að ræða, því niðurstöður sem þessar segja ekki almennt til um gæði þeirra neyzluvara sem á boðstólum eru. Þessi staðreynd er áréttuð á fleiri en einum stað í skýrslu Mat- vælarannsókna ríkisins. Þá skal einnig lögð áherzla á að enda þótt vara sé metin ósöluhæf er ekki þar með sagt að hún sé skaðleg til neyzlu. Fjöldi sýna vegna gruns um matareitrun er óverulegur hluti af heildarsýna- fjöldanum á ári hverju. En er ástandið þá ekki bara gott? Nei, því miður er það alls Þórhallur Halldórsson ekki. Enn þann dag í dag er með- ferð neyzluvara hér á landi veru- lega áfátt hjá of mörgum fram- leiðendum og seljendum. Það er einnig staðreynd að of margir vinna að matvælaframleiðslu og við dreifingu, sem hvorki hafa til þess þekkingu né þrifnaðarkennd. Þá er meðferð viðkvæmra mat- væla í flutningum milli landshluta oft slæm og hitastig í kjötvinnslu- stöðvum og öðru húsnæði þar sem unnið er við þess háttar neyzlu- vörur yfirleitt of hátt. Þannig mætti halda áfram að nefna mörg dæmi. Oft hefur á það verið bent að við séum hér á landi blessunarlega laus við marga þá búfjársjúkdóma sem önnur lönd þurfa að glíma við og eiga því kjötvörur að þessu leyti að vera' góð og örugg fæða þegar á borð neytandans er komið. Svipað mætti segja um fiskaf- urðirnar. Öll skilyrði ættu að vera fyrir hendi til að framleiða og selja héðan fiskafurðir í hæsta gæðaflokki, en er það tilfellið í dag? Fregnir síðustu daga af sókn Kanadamanna og bættri stöðu þeirra á fiskmarkaði Bandaríkj- anna, hljóta að vera okkur alvar- legt íhugunarefni. Fram hefur komið í fjölmiðlum að á næstunni taki til starfa holl- ustuvernd ríkisins. Stofnunar þessarar bíða mörg þýðingarmikil verkefni. Eitt brýnasta verkefnið verður að mínu mati samræming og samstilling þeirra aðila og stofnana sem starfa að heilbrigð- is- og gæðaeftirliti neyzluvara og hverskonar hollustuháttamálum. Þar þarf sannarlega víða að taka til hendi. Eftirlitsaðilar eru of margir, verksvið þeirra óljós og samvinna er af skornum skammti. Þá er löggjöf er varðar málaflokka þessa í mörgum tilvikum úrelt eða óljós og skortur á sérþjálfuðu starfsliði er tilfinnanlegur. Nauð- synlegt er að góð samvinna takist með fulltrúum atvinnugreina landsins og starfsfólki þeirra ann- arsvegar og opinberum eftirlitsað- ilum hinsvegar til lausnar aðsteðj- andi vandamálum. Ein deildar- skipt stofnun ætti að hafa meiri möguleika til þess að svo megi verða, fremur en margar sjálf- stæðar ríkisstofnanir með lítilli sem engri samvinnu sín á milli. fram- greiðslu Uppsagnir á kauptryggingu starfsfólks f fiskvinnslu: Fastafólk með börn á færi fær jafnvel meiri - segir í frétt frá Sambandi fiskvinnslustöðvanna SAMBANI) fiskvinnslustöðva innan Vinnuveitendasambands íslands sendi nýlega frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu þar sem meðal annars segir, að allir, þar á meðal forsvarsmenn verkalýðsfélaga, hafi viðurkennt að fiskvinnslan eigi nú við verulega rekstrarerfiðleika að stríða. Bent er á að við uppsagnir kauptryggingar færist launagreiðslur úr verkefnalausum fyrirtækjum til atvinnuleysistryggingasjóðs. Fyrir fastafólk í fiskvinnslu hafi uppsagn- irnar ekki skaða í för með sér og þeir, sem hafa börn á framfæri, fái jafnvel meiri greiðslu, en verið hefði ef ekki hefði verið gripið til upp- sagna. Frétt Sambandsins fer hér á eftir: Vegna þeirrar umræðu sem fram hefur farið um uppsagnir á kauptryggingarsamningum verka- fólks í fiskvinnu þykir Sambandi fiskvinnslustöðvanna ástæða til að taka eftirfarandi fram: Heimild til uppsagnar starfs- fólksvið líkar aðstæður og fisk- vinnslan nú býr við nær til allrar atvinnustarfsemi, en ekki einungis fiskvinnslu, og styðst við lög nr. 19 frá 1979. í 3. grein þeirra laga seg- ir m.a.: „Nú fellur niður atvinna hjá at- vinnurekanda, svo sem vegna þess að hráe'fni er ekki fyrir hendi hjá fiskiðjuveri, upp- og útskipunar- vinna er ekki fyrir hendi hjá skipaafgreiðslu, fyrirtæki verður fyrir ófyrirsjáanlegu áfalli, svo sem vegna bruna eða skiptapa, og verður atvinnurekanda þá eigi gert að greiða bætur til launþega sinna.“ Verkafólk í fiskvinnu hefur því ekki lakari rétt að þessu leyti, en verkafólk sem starfar við aðrar atvinnugreinar. Vegna yfirstandandi verkfalls sjómanna berst ekki hráefni til fiskvinnslufyrirtækja og þau verða verkefnalaus. Væri verka- fólk áfram á launaskrá fyrirtækj- anna fengi það að sjálfsögðu ein- ungis greidd dagvinnulaun þar sem starfsemin liggur niðri. Bón- usgreiðslur féllu að sjálfsögðu niður þar sem þær eru greiðsla fyrir afköst. Með því að segja upp kauptryggingarsamningum losna fyrirtækin undan því að greiða laun þegar ekkert er framleitt. Allir, þar á meðal forsvarsmenn verkalýðsfélaga, hafa viðurkennt að fiskvinnslan á nú við verulega rekstrarerfiðleika að stríða. Upp- sagnirnar eru einungis gerðar í því skyni að ekki aukist enn á þann vanda sem fyrir er, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, og falla sjálfkrafa úr gildi um leið og vinnsla getur hafist að nýju. Það fólk, sem nú hefur verið sagt upp, á hins vegar rétt á greiðslum úr atvinnuleysistrygg- ingasjóði frá og með fyrsta degi eftir að uppsögn tekur gildi. Þeir sem unnið hafa fulla vinnu fá kr. 253,50 á dag úr sjóðnum, en það svarar til launa samkvæmt 8. flokki eftir 4 ár, sem er sá launa- flokkur sem almenn fiskvinna er greidd eftir. Auk þessarar greiðslu á fólk rétt á kr. 10,15 á dag fyrir hvert barn. Það sem í raun gerist við uppsagnir fiskvinnslufólks er því það, að launagreiðslur færast úr verkefnalausum fyrirtækjum til aðila, sem samið hefur verið um að mæti áföllum sem þessum, og atvinnurekendur greiða til þ.e. atvinnuleysistryggingasjóðs. Uppsagnir kauptryggingar- samninga meðan hráefnisskortur varir hefur því ekki í för með sér skaða fyrir fastafólk í fiskvinnu og fá þeir, sem hafa börn á fram- færi jafnvel meiri greiðslu, en ver- ið hefði, ef ekki hefði verið gripið til uppsagna. í viðtölum fjölmiðla við verka- fólk í fiskvinnu vegna þess ástands, sem nú hefur skapast, hefur nokkuð verið rætt um laun fiskvinnslufólks. Þær tölur, sem nefndar hafa verið, eru nær und- antekningarlaust einungis taxta- kaup fyrir dagvinnutíma. Það er nú fyrir almenna fiskvinnu kr. 31,69 á klst. m.v. hæsta starfsald- ur. Hins vegar hefur þess ekki ver- ið getið hve mikið bónus hækkar þessi laun. Samkvæmt upplýsing- um, sem fram koma í Fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar, gáfu bónusgreiðslur á fyrri helmingi síðasta árs frá 35% og upp í 50% álag á tímakaup hjá verkakonum og frá 30% og upp í 40% álag á tímakaup hjá verkamönnum. Ef auk þess er tekið tillit til eftir- vinnu og næturvinnu voru greidd laun allt að 55% hærri en hreint taxtakaup. Af þessu ætti að vera ljóst að raunveruleg kjör verka- fólks í fiskvinnslu, þegar vinnsla á sér stað, eru verulega betri en kauptaxtar einir sér segja til um. Leiðrétting í GREIN Ævars R. Kvarans í Mbl. laugardaginn 9/1 sl., sem bar nafnið „Övæntir gestir á jörðu“, féll niður lína í 2. dálki á óheppi- legum stað. Þar stóð: „... hvernig menn geta orðið stórauðugir og áhrifamiklir, svo að segja á svip- stundu, ef beitt sé þeim aðferðum, sem viðkomandi gúrú einn þessir svikarar upp vefjarhött...“ Hér hefur fallið niður lína. Þetta á að vera þannig: „... ef beitt sé þeim aðferðum, sem viðkomandi gúrú einn býr yfir. Stundum setja þessir svikarar upp vefjarhött...“ Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.