Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 Atvinnumálastefna Sjálfstæðisflokksins: Leiðin til bættra lífskjara Á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins var samhljóða samþykkt ítarleg stefnu- skrá um stefnuna í at- vinnumálum. Fyrri hluti þessarar stefnuyfirlýsingar fer hér á eftir. Aukin þjóðarframleiðsla Mikilvægasta verkefni þjóðar- ;nnar í atvinnumálum á næstu ár- jm er að bæta lífskjör, veita at- /innu því unga fólki, sem kemur inn á vinnumarkaðinn og auka 'ramleiðslu þjóðarbúsins, svo að ryKgja megi afkomu hvers ein- ista Islendings. Þannig verður að itöðva flótta fjölda Islendinga til annarra landa í atvinnuleit í von um betri lífskjör fyrir sig og fjöl- skyidur sínar. Sá flótti hefur haf- ist fyrir alvöru á allra síðustu ár- um samhliða stöðnun í atvinnu- málum. Sú stöðnun er hvorki að kenna atorkuleysi hjá þjóðinni né skorti á verðmætum auðlindum í landinu, heldur ofstjórn og fyrir- hyggjuleysi stjórnvalda. Framsýnum og djörfum aðgerð- um viðreisnarstjórnarinnar og stjórnar Geirs Hallgrímssonar í atvinnumálum hefur ekki verið fylgt eftir og afleiðingarnar eru nú farnar að koma í ljós í versn- andi lífskjörum smanborið við nágrannalöndin. Þjóðin þarf að súpa seyðið af afturhaldssamri vinstristefnu síð- ustu ára og nú keyrir um þverbak, þegar sjávarútvegurinn er mark- visst hrakinn í taprekstur undir merki svonefndrar núllstefnu og þannig gengið að íslenskum iðn- aði, að við blasa uppsagnir starfs- fólks og lokun fyrirtækjanna. A sama tíma ríkir aðgerðarleysi í orkumálum og þessi mikilvæga auðlind þjóðarinnar er ekki notuð til að styrkja undirstöðu atvinnu- lífsins. Sjálfstæðisflokkurinn telur, að brýn þörf sá á tvenns konar að- gerðum til að auka atvinnu og bæta lífskjör hér á landi og stöðva landflóttann án frekari dráttar. Annars vegar þarf víðtækar að- gerðir til þess að bæta starfsskil- yrði atvinnuveganna, leysa úr læð- ingi atorku, hugvit og framtak einstaklinga og örva þannig at- vinnustarfsemi. Hins vegar þarf að stórauka nýtingu orkulinda landsins, fyrst og fremst vatns- orkunnar, sem ennþá rennur að mestu ónotuð til sjávar og byggja upp stóriðju til útflutnings og auka þannig atvinnu um land allt. Forscndur blóm- legs atvinnulífs Þó að dregið hafi úr hagvexti hefur beint atvinnuleysi sem bet- ur fer sneitt hjá garði á íslandi. Er það fyrst og fremst að þakka nokkrum grundvallarákvörðunum í efnahagsmátum, sem teknar voru á tveimur síðustu áratugum undir forystu Sjálfstæðisflokksins og varða einkum starfsskilyrði at- vinnuveganna. I fyrsta lagi voru innflutnings- höft afnumin og Innflutnings- skrifstofan lögð niður, komið á jafnvægi í viðskiptum við útlönd og gengisskráning við það miðuð að útflutningsatvinnuvegirnir og samkeppnisgreinar gætu borið sig og starfað eðlilega, þannig að þjóðarframleiðsla fór vaxandi og full atvinna gat haldist. I öðru lagi voru fyrstu og erfið- ustu sporin stigin á þeirri braut að nýta orkulindir landsins í iðnaði til útflutnings. Virkjun Þjórsár hófst og álverið í Straumsvík og kísiliðjan við Mývatn risu. í þriðja lagi voru gerðir samn- ingar um óheftan og tollfrjálsan aðgang flestra íslenskra afurða að Evrópumarkaði, en það hefur mik- ið gildi bæði fyrir sjávarútveg og landbúnað og er forsenda upp- byggingar iðnaðar til útflutnings. I fjórða lagi hafðist fram út- færsla auðlindalögsögunnar i 200 mílur og endurreisn helstu fisk- stofna, en það er aftur undirstaða uppbyggingar sjávarútvegsins. Með þessum aðgerðum voru at- vinnuvegunum sköpuð hagstæð skilyrði til þess að starfa við. Er auðvelt að ímynda sér hvernig ástandið væri nú í atvinnumálum hér’ á landi, ef úrtölumenn í Al- þýðubandalagi og Framsóknar- flokki hefðu fengið að ráða og ekk- ert af þessu verið framkvæmt. Þá væri hér nú ríkjandi alvarlegt at- vinnuleysi og enn stórfelldari landflótti, sem haft hefðu ófyr- irsjáanlegar þjóðfélagslegar af- leiðingar. Það e’r höfuðatriði, að haldið verði áfram að treysta þann grunn, sem þannig var lagður í at- vinnumálum. AUir höfuðatvinnu- vegir þjóðarinnar, landbúnaður, sjávarútvegur, iðnaður, verslun og þjónusta, verða að fá að þróast og eflast í samræmi við kröfur tím- ans. Sjálfstæðisflokkurinn telur eins og áður að það verði best gert með því að atvinnuvegunum séu ætíð búin eðlileg starfsskilyrði, í smáum sem stórum fyrirtækjum og að almannavaldið sjái fyrir fjárfrekum þjónustumannvirkj- um, sem nauðsynleg eru fyrir at- vinnulífið. Jafnframt er nauðsyn- legt að góð samvinna og samstarf sé ávallt milli samtaka atvinnu- veganna, launþega og ríkisvalds- ins. Atbeina almannavaldsins er þörf á stundum til að ná þjóð- hagslegum markmiðum, svo sem hagkvæmri nýtingu sameiginlegra auðlinda lands og sjávar. Hins vegar vill flokkurinn að atvinnu- vegirnir fái að starfa án óþarfa íhlutunar og mismununar af opinberri hálfu og án þess að þeim sé íþyngt með álögum, sem erlend- ir keppinautar þeirra eru lausir við. Ef þessi sjónarmið hefðu verið höfð að leiðarljósi að undanförnu væru núverandi vandamál at- vinnuveganna minni og auðleyst- ari en raun ber vitni. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á grundvallarþýðingu rannsóknar- og þróunarstarfsemi atvinnulífsins í sókn til bættra lífskjara. Hann telur rétt að hvetja fyrirtæki til að auka slíka starfsemi með örvandi ákvæðum í skattaiögum. Sjálfstæðisflokkurinn telur far- sælast að atvinnurekstur hér á landi sé að sem mestu leyti í hönd- um innlendra einstaklinga og samtaka þeirra. Aðild ríkisins og sveitarfélaga kemur þó til greina um stundarsakir þar til einkaaðil- ar hafa bolmagn til að taka við honum, þegar um er að ræða þjóð- hagslega hagkvæma starfsemi sem ekki er grundvöllur fyrir með öðrum hætti. Svipuðu máli gegnir um þátttöku erlendra aðila í inn- lendum atvinnurekstri. Flokkurinn vill virkja þá at- orku, sem í einstaklingnum býr, þjóðarheildinni til hagsbóta. Stjórnmálamenn eiga ekki að segja einstaklingum fyrir verkum. Eðlileg starfsskilyrði og frjáls- ræði í atvinnustarfsemi ásamt jákvæðri afstöðu til viðfangsefna og vandamála, eru því heillavæn- legasta framlag ríkisstjórna á hverjum tíma til að efla atvinnu- lifið í landinu. Hér mega stjórn- völd aldrei slaka á eða falla í freistni til að ná stundarávinningi á stjórnmálasviðinu á kostnað at- vinnulífsins Slík skammsýni er ávallt á kostnað framtíðaratvinnu og lífskjara almennings. „Nýting vatnsorkunnar og uppbygging stóriðju er tvímælalaust eitthvert stærsta verkefni sem þjóð- in hefur tekist á hendur og það mun væntanlega standa yfir í a.m.k. hálfa öld.“ Þannig er komist að orði í atvinnumálastefnu Sjálfstæðisflokksins. Kortið er úr nýútkomnu riti Orkuþing ’81, það er unnið af Orkustofnun og birtist í ritinu með erindi Hauks Tómassonar. Á kortinu eru sýndar hug- myndir um virkjun vatns- afls íslands. Bætt starfsskilyrði atvinnuveganna Megininntak stefnu Sjálfstæðis- flokksins í atvinnumálum er að ráðast gegn ríkjandi kyrrstöðu og búa öllum atvinnuvegum þau starfsskilyrði, að þeir geti þróast á heilbrigðan hátt í samkeppni inn- byrðis og við erlenda aðila án for- sjár og íhlutunar ríkisvaldsins. Avinningur af þessari stefnu kem- ur öllum landsmönnum til góða í bættum lífskjörum. Eftirfarandi starfsskilyrði þurfa að vera fyrir h’endi að áliti flokksins: 1. Sjálfstæðisflokkurinn vill nýta kosti frjálsra viðskipta og markaðskerfis og fá heilbrigðu framtaki og þekkingu nýtt svig- rúm. Tekin verði upp sú megin- regla að fella niður hvers konar skriffinnsku, boð og bönn á öll- um sviðum efnahagslífsins, sem ekki verður ótvírætt sýnt fram á að séu nauðsynleg. Almennar reglur komi sem víðast í stað einstakra ákvarðana eða leyfa stjórnvalda. Verðlag verði gefið frjálst við eðlilega samkeppni og þannig stuðlað að auknu vöruframboði, og lægra vöruverði undir eftir- liti og aðhaldi neytenda. Losað verði um hömlur í gjaldeyris- málum. 2. Stöðugleiki í efnahagsmálum og þar með viðunandi þróun verð- lags í landinu er mikilvæg for- senda árangursríkrar atvinnu- starfsemi og bættra lífskjara al- mennings. Verðbólgan skaðar hagsmuni allrar þjóðarinnar. Það er engin lausn að sitja á nauðsynlegum verðhækkunum um stundarsakir á kostnað at- vinnulífs í landinu. Það leiðir bæði til meiri verðbólgu síðar og ógnar atvinnuöryggi eins og nú er komið á daginn. 3. Gengisskráning miðist fyrst og fremst við almennar breytingar á framleiðslukostnaði hér á landi og í samkeppnislöndum. Skráning krónunnar tryggi jafnframt að útflutningsat- vinnuvegirnir og samkeppnis- greinar skili nægilegum hagn- aði í meðalárferði til að standa undir eðlilegri uppbyggingu og full atvinna haldist. Verðjöfn- unarsjóðum verði beitt til að draga úr afkomusveiflum sjáv- arútvegsins. 4. Allir atvinnuvegir fái eðlilegan og jafnan aðgang að rekstrar- og fjárfestingarlánum á sam- bærilegum kjörum. í því skyni verði markvisst dregið úr mið- stýringu vaxtaákvarðana og lánsfjárstrauma með það fyrir augum að koma á frjálsum fjár- magnsmarkaði. 5. Skattlagningu á atvinnurekstur verði hagað þannig að rekstur- inn geti skilað arði og honum ekki íþyngt í samkeppni við er- lend fyrirtæki. Fyrirtækjum, atvinnugreinum og rekstrar- formum verði ekki mismunað í skattamálum, né tollum á að- föngum. Opinber fyrirtæki greiði tekju- og eignaskatt eftir sömu reglum og annar atvinnu- rekstur. 6. Almenn þátttaka í atvinnu- rekstri verði örvuð með því að gera eignaraðild að fyrirtækjum aðgengilega og arðbæra. Með þessu er stuðlað að aukningu eigin fjár fyrirtækja og þar með öflugri fyrirtækjum, sem hafa bolmagn til að auka umsvif og atvinnu og greiða hærri laun. 7. Bættar samgöngur innanlands eru gífurlegt hagsmunamál fyrir atvinnureksturinn ekki síður en allan almenning. Sam- göngumannvirki, vegir, hafnir og flugvellir, eru enn ófullkomin víðast hvar á landinu og er nauðsynlegl að gera þar á mikl- ar úrbætur svo að ófullkomnar samgöngur hái ekki atvinnuveg- unum. Meginreglan verði að verk þessi skuli boðin út til að lækka kostnað. 8. Sá auður sem fólginn er í þekk- ingu og hugviti þjóðarinnar er tvímælalaust mikilvægasta auð- lind hennar. Þessa auðlind verð- ur að ávaxta vel. Ríkisvaldið hefur því sérstöku hlutverki að gegna við menntun og þjálfun fólks til starfa í atvinnulífinu. Skólakerfið þarf á hverjum tíma að mæta fjölbreytilegum kröfum einstaklinga og atvinnu- lífsins og er mikilvægt að það verði í stakk búið til að aðlagast rafeindatækni og tölvuvæðingu. Leggja þarf áherslu á endur- menntun til þess að gera fólki auðveldara að flytjast milli starfa. 9. Síðast en ekki síst er það mikið hagsmunamál fyrir þá atvinnu- vegi, sem byggja á innlendum markaði, að hann haldi áfram að vaxa. Til þess þarf eðlileg fólksfjölgun og tekjuaukning að eiga sér stað. Vöxtur innlenda markaðarins er undirstaða auk- innar og fjölbreyttrar landbún- aðarframleiðslu, mikils hluta iðnaðar, þjónustu, byggingar- starfsemi og mannvirkjagerðar. Það er eitt af vaxtarskilyrðum þessara greina að skotið verði fleiri stoðum undir efnahagslíf- ið. Jafnframt er það hagsmuna- mál sjávarútvegsins að viðbót- arvinnuafl og fjármagn í land- inu geti leitað arðvænlegra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.