Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 Mark Thatcer með franskri vinkonu sinni, Annie Charlotte Verney, sem þátt tekur í kappakstrinum frá París til Dakar með honum. Mark Thatcher ófundinn í Sahara-eyðimörkinni <.a« (Malí), Alt'cirsborg, Ixindon, 13. jan. AP. EKKERT hafði í kvöld spurzt til Marks Thatchers, hins 28 ára gamla sonar Margrétar Thatchers forsæt- isráðherra Breta, en hann hefur verið týndur í Sahara eyðimörkinni í 5 daga ásamt tveimur förunautum sínum. Mark Thatcher er kappaksturs- maður að atvinnu og var staddur í Sahara eyðimörkinni í Alsír í kappakstri á leið frá París til Dak- ar í Senegai, þegar síðast sást til hans. Hans er nú ákaft leitað af hermönnum, lögreglu og sjálf- boðaliðum frá Alsír og Malí. Franskar herflutningaflugvélar, sem aðsetur hafa í Senegal, hafa einnig tekið þátt í leitinni. Margrét Thatcher skömmu eftir að hún brast í grát í hótelanddyri í London í gær vegna þess að sonur hennar er nú týndur í Sahara-eyði- mörkinni. Denis Thatcher, faðir Marks, kom síðdegis í dag til Alsír til að fylgjast með leitinni, en forsvars- mönnum kappakstursins hefur þótt leitarmenn vinna slælega að henni. I kvöld var von á Denis Thatcher og brezka sendiherran- um í Alsír til borgarinnar Tam- anrasset, en þaðan er leitinni stjórnað. Margrét Thatcher forsætisráð- herra viknaði í dag tvívegis og tár- felldi skömmu áður en hún átti að flytja ræðu á fundi smáatvinnu- rekenda. Hún náði þó fljótt valdi á tilfinningum sínum og flutti 30 mínútna ræðu, eins og ekkert hefði á skorizt. Ráðherrann aflýsti síðan fundi með ungverska utan- ríkisráðherranum. Umferdarkös í miklum vetr arhörkum f Bretlandi l-ondon, 13. janúar. Al*. JÁRNBRAUTASAMGÖNGUR lögðust niður í Bretlandi í dag vegna tveggja sólarhringa verkfalls 25.000 lestarstjóra og vinnustöðvunin eykur þrengingar fólks í Bretlandi af völdum mestu vetrarharðinda í meira en 30 ár. Verkfallið, fyrsta landsverkfall á járnbrautunum síðan 1955, hófst á miðnætti og milljónir Breta urðu að hafa sig alla við til að komast til vinnu sinnar, hvort heldur með bílum, strætisvögnum eða jafnvel hjólaskautum þrátt fyrir ísingu á vegum, fannfergi, frost og þoku, sem náði frá Essex nálægt London í suðri til Yorks- hire í norðri. Margir skrifstofustarfsmenn höfðust við á skrifstofum sínum í nótt en aðrir fengu sér gistingu á hótelum. Félag bifreiðaeigenda sagði frá slysum um allt Bretland, m.a. árekstrum margra bíla í einu. Þeir árekstrar urðu til þess að fjórar hraðbrautir til höfuðborgarinnar lokuðust. Kona nokkur beið bana í árekstri í frostþoku á vegi í Yorks- hire og þar með hafa minnst 20 beðið bana í kuldunum síðan á föstudaginn. Eitt annað dauðaslys Brown sviptur öku- leyfí vegna ölvunar varð í umferðinni í dag. Skyggni var víða 5 til 15 metrar. í London hófst aðalumferðar- tíminn í morgun tveimur tímum fyrr en venjulega, um sexleytið. Umferðarhnútar sem mynduðust umhverfis höfuðborgina þöktu 800 km svæði um áttaleytið, akst- ursskilyrði voru afleit og bílarað- irnar víða allt að 11 km langar. í Manchester og Stockport mynduðust allt að 10 mílna langar raðir bifreiða. Tuttugu vörubílar og fólksbílar lentu í einum og sama árekstrin- um í frostþoku á þjóðvegi nálægt Oxford, en enginn beið bana. í Bandaríkjunum hafa 116 beðið bana í kuldakastinu þar síðustu fimm daga. I suðurríkjunum var slydda, snjókoma og rigning. Gíf- urlegar skemmdir hafa orðið á ávaxtauppskeru í Flórída. Landsstjóri skip- aður í Ástralíu l/ondon, 13. janúar. Al*. SIR NINIAN Martin Stephen, 58 ára gamall ástralskur dóm- ari, hefur verid skipaður nýr landsstjóri í Ástralíu, að því er tilkynnt var í Buckinghamhöll í kvöld og var þar með bund- inn endir á vangaveltur þess efnis að Karl krónprins myndi ef til vill taka við þessum starfa. Á sl. ári voru áleitnar sögusagnir um að Karl krónprins væru mjög dús við þá tilhugsun að verða landsstjóri í Ástralíu og sagt var að Malcolm Fras- er, forsætisráðherra lands- ins, væri fylgjandi því. Stjórnarandstöðuflokkur- inn, Verkamannaflokkur- inn, var andvígur því og sömuleiðis lýðveldissinnar í Ástralíu. I skoðanakönnun í apríl sl. kom í ljós að 51 prósent Ástralíumanna voru andsnúnir því að Karl fengi landsstjórastöðuna og í annarri skoðana- könnun vildu 70 prósent spurðra að Ástralíubúi yrði skipaður til starfans. Sir Ninian fæddist í Englandi, en hefur búið í Ástralíu síðan hann var sautján ára að aldri. Hann tekur við landsstjórastöð- unni af Sir Zelman Cowen, sem hefur verið landsstjóri síðan 1977 og lætur af störfum næsta sumar. Veður víða um heim Akureyrí 2 alskýjaö Amsterdam -0 bjart Aþena 18 bjart Barcelona vantar Berlín -6 skýjaö Brússel 0 bjart Chicago +15 skýjaö Denpasar 29 rigning Dublin 3 bjart Feneyjar vantar Frankfurt +3 heiöskírt Færeyjar 8 rigning Genl 9 skýjaö Helsinki +5 skýjað Hong Kong 17 skýjaö Jerúsalem 15 bjart Jóhannesarborg 26 bjart Kaupmannahöfn +8 skýjaö Kairó 20 bjart Las Palmas vantar Lissabon 12 rigning London +1 bjart Los Angeles 19 bjart Madríd 11 skýjaö Malaga 12 skýjað Mallorka vantar Miami 16 rigning Moskva +7 bjart New York +8 snjókoma Nýja Delhi 21 bjart Osló +2 skýjaö Parfs 0 bjart Perth vantar Reykjavík 3 rigning Rfó de Janeiro 28 rigning Rómaborg 18 bjart San Francísco 16 bjart Stokkhólmur +8 skýjaö Sydney vantar Tel Aviv 19 bjart Tókýó 11 skýjaö Vancouver 5 rigning Vfnarborg +5 skýjað Ghazali utanríkisráðherra: Var hræddari við kommúnista en óargadýrin Kuala Lumpur, 13. janúar. Al*. GHAZALI SHAFIE, utanríkisráð- herra Malaysíu sem lifði af flugslys um helgina fékk í dag að lesa á sjúkrasæng frásagnir í indónesísk- um blöðum um lát hans. Ghazali sagði, að það væri býsna kyndugt að lesa minningargreinar um sig. Tveir létust í slysinu, en Ghazali tókst með harðfylgi að kasta sér út úr vélinni skömmu áður en hún skall til jarðar. Hann sagðist hafa forðað sér af slysstaðnum hið bráðasta þar sem vitað er að vinstrisinnaðir skæruliðahópar eru á þeim slóðum. „I mínum huga stafaði hættan frá kommúnistum en ekki villidýrum þarna í skógin- um,“ sagði ráðherrann. Þegar björgunarsveitir tóku að leita á svæðinu urðu þær hins vegar ekki varar við neinar skæruliðasveitir kommúnista og bendir ekkert til að þær hafi komið að vélarflakinu. 38 drukknuðu í Viktoríuvatni Dar es Salaam, Tanzaníu, 13. janúar. Al*. FRÉTTASTOFA Tanzaníu greindi frá því í kvöld, að óttazt væri að 38 manns að minnsta kosti hefðu drukknað er ferju hvolfdi á Vikt- oríuvatni í morgun. Tólf komust lífs af. í fréttum segir að ferjan hafi mátt flytja 25 manns, en sýnt sé að yfir fimmtíu hafi verið um borð, þegar ferjan fórst í siglingu frá Kinese til Musoma við Viktoríu- vatnið. ERLENT llailsham, Knt'landi, 13. jan. Al*. GEORGE Brown, lávarður, fyrrver andi utanríkisráðherra Breta, viður kenndi fyrir rétti í dag, að hann hefði ekið bifreið undir áhrifum áfengis og var hann dæmdur til að greiða 200 punda sekt og sviptur ökuleyfi í þrjú ár. Lögreglan skýrði frá því að sézt hefði til ráðherrans fyrrverandi í bíl sínum og hefði ökulag verið mjög undarlegt. Var Brown því skipað að nema staðar og sam- kvæmt blóðprufu kom síðan í ljós að í blóði Brown mældist margfalt það áfengismagn sem leyfilegt er til að menn megi aka í Bretlandi. Brown sagði fyrir réttinum í dag að hann hefði drukkið hálfa flösku af víni á leið í lest frá Lond- on til Polegat í Sussex, en þar sté hann svo upp í bíl sinn. Hann sagði, að móðir hans og eiginkona Egyptar vilja ræða sjálfs- stjórn Palestínuaraba Kaíró, Jprúsalem, 13. janúar. Al*. ALEXANDER Haig, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag í Kaíró, að Mubarak Egyptalandsforseti hefði gefið sér ákveðið fyrirheit um að Egyptar myndu halda áfram viðræðum við ísraelsmenn um sjálfsstjórn Palestínuaraba á Vesturbakka Jórdanár og Gaza af fullri einlægni. hefðu nýlega fengið hjartaáföll og hann hefði drukkið vínið til að sefa ókyrrð í sálinni. Nú eru innan við 100 dagar þar til Israelsmenn eiga að skila Eg- yptum aftur síðasta hluta Sínaí- skagans í samræmi við Camp David-samkomulagið. í ísrael hafa menn að undanförnu haft vaxandi áhyggjur af því að samn- ingsstaða Israels í viðræðum við Egypta muni mjög versna þegar þetta land hefur verið látið af hendi. Enginn árangur hefur orðið undanfarna 18 mánuði af viðræð- um aðila, sem fram hafa farið undir forystu Bandartkjamanna. Ymsir Bandaríkjamenn, sem þátt hafa tekið í viðræðunum, eru þeirrar skoðunar að gott tækifæri sé til að koma viðræðum á skrið áður en Sínaískaginn verður allur kominn í hendur Egypta á ný. Sjálfsstjórn Palestínuaraba er síðasta atriðið, sem enn er ósamið um í samræmi við Camp David- samkomulagið, en það var gert 1979. Fréttir frá ísrael í dag hermdu að Egyptar og ísraelsmenn hefðu gert með sér leynilegt samkomu- lag, sem gerði Israelsmönnum kleift að fresta brottflutningi landbúnaðartækja frá Sínaískaga í nokkra mánuði eftir að landinu hefur verið skilað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.