Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 47 Island náöi frábærum síöari hálfleik en farsadómgæsla eyöilagöi bókstaflega leikinn SEGJA MÁ, að dönsk dómgKsla hafi verið aukamaður í austurþýska hand knattleikslandsliðinu sem sigraði fsland 20—18 í landsleik í Laugardalshöll- inni í gærkvöldi. Hvað eftir annað létu þeir dönsku til sín taka og oftar en ekki voru það íslensku leikmennirnir sem urðu fyrir barðinu. Mörk voru , dæmd af á furðulegum forsendum og mörgum sinnum voru dæmd aukaköst PVSs á sóknarbrot íslendinga, nákvæmlega eins brot og þeir austurþýsku komust * síðan upp með. Fyrir kom að þeir dönsku virtust reyna að bæta upp mismun- un sína, en úr varð hreinasti sirkus. Vonandi koma þessir menn ekki aftur til íslands, nema þá sem ferðamenn. Því miður verður að segjast eins og er, að þeir eyðilögðu frábæran baráttuhálfleik sem ísland náði. Meira að segja þeir austurþýsku hlógu hvað eftir annað dátt, eða brostu að minnsta kosti. Lokatölur þessa leiks urðu 20—18 fyrir Þýska alþýðulýðveldið, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 14—10, einnig fyrir AusturÞjóðverja. Fyrri hluti fyrri hálfleiks var. Þjóðverjar skyndisókn sem endaði ls,and: 18:20 Þorbergs. Þeir þýsku komust síð- an í 20—17, en Guðmundur Guð- mur.dsson átti lokaorðið fyrir ís- land og kórónaði um leið stórleik mjög þokkalegur hjá íslenska lið- inu, þ.e.a.s. sóknarleikurinn. Markvarslan hins vegar í molum og það segir meira en mörg orð, að markverðirnir íslensku vörðu ekki eitt einasta skot í fyrri hálfleik. En til allrar hamingju var ástand- ið lítið betra hjá gestunQm. Eftir 12 mínútur var staðan 5—5 og síð- an komst ísland yfir, 6—5, eftir að Þorbergur skoraði úr hraðaupp- hlaupi. Frank Wahl skoraði tví- vegis og kom liði sínu í 7—6, en Guðmundur Guðmundsson svar- aði með glæsilegu marki af lín- unni, 7—7, og fyrri hálfleikur rétt rúmlega hálfnaður. Mjög gott. En síðan kom algert hrun allt til leikhlés. Þeir þýsku skoruðu sjö af næstu átta mörkum leiksins og breyttu stöðunni úr 7—7 í 8—14. Með því að skora tvö síðustu mörkin í hálfleiknum tókst ís- lenska liðinu að malda lítillega í móinn. Ekki byrjaði síðari hálfleikur- inn gæfulega, reyndar gekk falleg flétta upp, en Ólafur Jónsson steig á línu um leið og hann sendi knöttinn i netið og í stað þess að ísland minnkaði muninn, fengu með 15. marki þeirra. En þetta var ekki forsmekkurinn af því sem í vændum var. Varnarleikur ís- lands breyttist úr því að vera sem hjarahurð í að vera héilt Látra- bjarg. Þýska liðið skoraði aðeins tvö mörk fyrstu 20 mínútur hálf- leiksins og er óhætt að segja það með ólíkindum frábæran árangur. Á meðan saxaði ísland smátt og smátt á forskotið og þegar 10 mín- útur voru til leiksloka var staðan 16—15 fyrir Austur-Þýskaland. Hafði vörn og markvarsla Islands þá gersamlega skyggt á getu þýska liðsins, markvarsla Krist- jáns rosaleg. En þá skoraði Now- ack slysamark mikið og er ísland missti Alfreð Gíslason út af komst þýska liðið í 19—16. Darraðardans lokamínúturnar, Siggi Sveins minnkaði muninn með einu af sparimörkum sínum og síðan kom mikill vendipunktur, frábær línu- sending Sigurðar til Steindórs og skot hans fór yfir markið. Þá voru 3:30 mínútur eftir. ísland fékk annan möguleika til þess að minnka muninn í eitt mark, en markvörðurinn frægi Vieland Schmidt varði glæsilegt skot íslenska liðið var sem dagur og nótt að þessu sinni. Fyrri hálfleik- urinn bauð oft upp á frískleg til- þrif í sókninni, en varnarleikurinn og markvarslan í algerri upp- lausn. Síðari hálfleikurinn má lengi vera í minnum hafður, hann unnu Islendingar 8—6 og sýndu oft stórgóðan handknattleik, bæði í sókn og vörn. Erfitt er að gera upp á milli leikmanna liðsins, en vert er að geta frammistöðu Kristjáns Sigmundssonar í síðari hálfleik. Guðmundur Guðmunds- son, Þorbergur Aðalsteinsson og Steindór Gunnarsson léku mjög vel, svo og Sigurður Sveinsson er á leið. En allir stóðu sig frábærlega er fram í sótti. Mörk Islands: Þorbergur Aðal- steinsson, Sigurður Sveinsson, Guðmundur Guðmundsson og Steindór Gunnarsson 4 mörk hver, Sigurður Gunnarsson 2 mörk. Mörk Þjóðverja: Frank Wahl 6, Nowack 3, Rote, Kruger, Schmidt og Dreibrodt 2 hver, Pester og Döring eitt hvor. Dómarar voru hinir sömu og í fyrri leiknum. Voru þeir mun lak- ari nú en þá og er þá mikið sagt. — gg ENN þann dag í dag hefur enginn handknattleiksmaður náð þeim áfanga að leika 300 landsleiki og ekki er víst að nokkur nái því. Nokkrir kappar eru þó komnir vel áleiðis, til dæmis Júgóslavinn Hrovje Horvat, sem leikið hefur 278 landsleiki og er enn í fullu fjöri. Ungverski landsliðs-markvörðurinn, Bela Bartolos, hefur leikið 266 leiki. Aðrir sem eru á leiðinni eru til dæmis Rúmeninn Cornel Penu með 265 leiki, Juri Klimov frá Rússlandi með 251 leiki, Stefan Birtalan frá Rúmeníu með 222 leiki (og 974 mörk), Radu Voina frá Rúmeníu með 215 leiki, Kai Jörgensen frá Danmörku með 213 leiki, Jerzy Klempel og Alfred Kaluzinzki frá Póllandi með 212 leiki hvor, Reiner Ganchow frá Austur-Þýskalandi með 206 leiki og þannig mætti halda áfram um hríð. Af þessum köppum eru þó aðeins þeir Kaluzinzki, Klempel, Bartolos og Voina fastamenn í landsliðum sínum. En hverjir gætu náð slíkum tindum aðrir? Daninn Morten Stig Christiansen lék sinn 75. landsleik , fyrir skömmu, en hann er aðeins 22 ára gamall. Bjarni Guðmunds- son lék sinn 100. landsleik aðeins 24 ára gamall og hefur nú leikið 102 landsleiki. Þeir íslendingar aðrir sem komist hafa í 100 leikja klúbbinn, þeir Ólafur H. Jónsson (138), Geir Hallsteinsson (118), Björgvin Björgvinsson (1131 Við- ar Símonarson (103) og Ólafur Benediktsson (102) eru ekki lengur inni í landsliðsmyndinni þó svo að Ólafarnir og Viðar séu enn á fullri ferð með félagsliðum sínum. Bjartasta von íslands í þessum efnum er því Bjarni Guðmunds- son, en hann gæti farið langt upp fyrir 200 landsleiki með sama áframhaldi. • Ungverski landsliðsmarkvörðurinn Bela Bartolos. Hann er Ifklega eini landsliðsmarkvörðurinn sere leikur jafnan í stuttbuxum. Óli Ben gerði það lengi á sínum tíma, en fékk nóg af því. • Sigurður Sveinsson gnæfir yfir vörn AusturÞjóðverja og skorar eitt af fjórum mörkum sinum í leiknum. Ljósm. Krisiján. „Söknuðum Kristjáns“ „VIÐ SÖKNUÐUM Kristjáns Arasonar í varnarleiknum í fyrri hálfleik, en komumst síð- an yfír það í síðari hálfleik, er vörnin small saman frábær lega,“ sagði Hilmar Björnsson, þjálfari, eftir leikinn í gær kvöldi. „En við megum ekki gleyma því, að við erum að leika gegn besta markverði veraldar og einu besta liðlnu, 45—50% nýting gegn slíku liði er alls ekki slakt. Nýting- in var reyndar 48%,“ bætti Hilmar við. Aðspurður um dómgæsluna sagði Hilmar. „Ég er ekki vanur að gagn- rýna dómgæslu og ætla ekki að byrja á því nú.“ gg „Komu mér stórkostlega á óvart“ „DOMG/ESLA Dananna kom mér stórkostlega á óvart. Fjöldi þeirra sóknarbrota sem þeir dæmdu á okkur var hreinasta vitleysa, enda fengu Þjóðverj- arnir að gera nákvæmlega sömu hluti óáreittir og við vor um jafnvel reknir af leikvelli fyrir að gera. Hvað eftir annað kom slíkt fyrir á mikilvægum augnablikum. Maður er ekki að biðja um heimadómara, en svona sendingar er voðalegt að fá,“ sagði Steindór Gunnars- son í spjalli við Mbl. eftir leik- inn. „Annars fannst mér sókn- arleikurinn góður allan leik- inn, en varnarleikurinn slitr- óttur í fyrri hálfleik. Hann lagaðist geysilega í síðari hálfleik," bætti Steindór við að lokum. - RR Leikurinn í kvöld ÞRIDJI leikurinn gegn Aust- urÞjóðverjum fer fram í Höll- inni í kvöld. Hann er ekki opinber landsleikur heldur mun Hiltnar þjálfari tefla fram gerbreyttu úrvalsliði. Leiðréttingar „Sjónvarpið virðir ekki samninga“ „VIÐ VÖRUM á fundi með Herði Vilhjálmssyni, fjármálastjóra Ríkis- útvarpsins í dag vegna skýlausra samningsbrota sjónvarpsins, þar sem sjónvarpsútsendingar á lands- leikjum hafa verið auglýstar fyrir fram. Það náðist ekki viðunandi lausn en ef þetta endurtekur sig, ef sjónvarpið auglýsir sjónvarpsútsend- igu frá landsleik okkar samdægurs, þá munum við fara í fulla hörku og leita til þriðja aðila," sagði Júlíus Hafstein, formaður HSÍ, í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Það er alveg ljóst, að þetta er skýlaust samningsrof á ramma- samningi Iþróttasambands ís- lands og Ríkisútvarpsins og við munum ekki líða þetta, enda ljóst að verulega dregur úr aðsókn þeg- ar útsendingar sjónvarps eru auglýstar fyrirfram. Aðsóknin í kvöld olli okkur miklum vonbrigð- um og ljóst að við verðum fyrir verulegu fjárhagstjóni, enda að- sókn að landsleikjum nánast okk- ar eina tekjulind," sagði Júlíus. Handknattlelkur _________________________/ SMÁVÆGILEGAR villur voru á íþróttasíðunni í fyrradag. Til dæmis kom fram í spjalli við Jóhannes Atla- son, að Fram hefði orðið íslands- meistari í 2. flokki. Það er rangt, KR hreppti hnossið. Þá kom fram í frétt af ís- landsmóti í Shotokan-karate, að um fyrsta íslandsmót í karate hafi ÍTALSKA liðið ('agliari, eina liðið í 1. deildinni ítölsku sem teflir ekki fram erlendum leikmanni, bauð fyrir skömmu í Baycrn-leikmanninn Karl l)el Haye, en hann hefur ekki komist i lið hjá Bayern síðustu miss- erin. Del Haye er þó ekki á þeim Opiö hús GR GOLFKLÍJBBUR Reykjavíkur verð- ur með opið hús í Golfskálanum í Grafarholti í kvöld og verður húsið opnað klukkan 20.30. Ýmislegt verð- ur um að vera, svo sem púttkeppni, kvikmyndasýningar og fleira. Húsið verður opið öllum kylfíngum, ekki aðeins félögum GR. verið að ræða. Það er ekki rétt, fyrsta íslandsmótið í karate var haustið 1976, hins vegar var þetta fyrsta íslandsmót í Shotokan- karate. Þá kom fram, að sigurfé- lagið væri elsta starfandi karate- félag landsins. Það er heldur ekki rétt, heldur er það elsta Shotok- an-karate félagið. buxunum að fara frá Bayern, hann segir: „Samningur minn hjá Bayern tryggir mér prýðileg laun. Ég kann vel við mig í þessum hluta Þýska- lands og tek ekki í mál að fara frá félaginu fyrr en samningur minn rennur út 30. júní 1983. Það er alfar ið mál félagsins ef það getur ekki notað krafta mína á knattspyrnuvell- inum.“ Ársþing ÍBV ÁRSÞING ÍBV verður haldið 23. janúar nk. í Akógeshúsinu í Vest- mannaevjum. Hefst þingið klukkan 13.30. M0g fer ég hvergi“ Enn tveggja marka ósigur Hið f jarlæga takmark er 300 landsleikir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.