Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982
Fyrsta skýrsla Öryggismálanefndar kom út í síðustu
viku. Höfundur hennar er Gunnar Gunnarsson, starfsmað-
ur nefndarinnar, sem er stjórnmálafræðingur að mennt og
nam meðal annars við Freie Universitet í VesturBerlín.
Skýrslan nefnist GIUK-hliðið og er þar skýrt hernaðarlegt
hlutverk leiðarinnar á milli Grænlands — Islands og
Bretlands eða svonefnt GIUK-hlið (Greenland — Iceiand
— United Kingdom Gap). GIUK-hliðið gegnir mikilvægu
hlutverki í áætlunum og hernaðarkerfi Atlantshafsbanda-
lagsins gegn þeirri ógn, sem talin er stafa af flotastyrk
Sovétríkjanna í norðurhöfum.
Lokakafli skýrslunnar heitir: Staða á tímum ófriðar?
I>ar leitast höfundur við að svara þeirri spurningu, hvað
muni gerast í og beggja vegna við GIUK-hliðið, komi til
átaka í NorðurAltantshafi. En eins og Gunnar Gunnars-
son bendir á eru almennt taldar litlar líkur á átökum milli
NATO og Varsjárbandalagsins. Til grundvallar þessum
kafla um stöðu GIUK-hliðsins á ófriðartímum leggur höf-
undur tilgátur, sem fram koma í skrifum um hlutverk
sovéska ílotans.
Með leyfi höfundar birtir Morgunblaðið lokakafla rits-
ins GIUK-hliðið örlítið styttan.
í byrjun áttunda áratugarins tóku Sovétmenn Delta-kafbátana í notkun, þeir eru búnir eldflaugum, sem flutt geta
kjarnorkusprengjur meira en 8000 km vegalengd. Með smíði Delta-kafbátanna fóru Sovétmenn fram úr Bandaríkja-
mönnum hvað langdrKgni elflauga snerti.
GIUK-hliðið á
ófriðartímum
• •
eftir Gunnar Gunnarsson, starfsmann Oryggismálanefndar
Forgangshlutverk
sovéska flotans
í skrifum bandarískra og
norskra fræðimanna koma fram
eftirfarandi tilgátur er gefa vís-
bendingar um stöðu GIUK-hliðs-
ins á ófriðartímum.
— Skrif Sovétmanna benda til, að
þeir sjái GIUK-hliðið, sem
meginhindrun í vegi flotans.
Enginn vafi er á, að þeir ætla
að brjóta flota sínum leið í
gegnum landfræðileg þrengsli
og ná um leið yfirráðum yfir
þeim. Margt bendir til, að Sov-
étmenn líti á GIUK-hliðið, sem
framvarnarlínu og þeir muni
setja upp kafbátatálmanir á
þessu svæði í tvennum tilgangi.
I fyrsta lagi til að loka Nor-
egshafinu fyrir eldflaugakaf-
bátum Vesturveldanna. I öðru
lagi að koma í veg fyrir að árás-
arkafbátar Vesturveldanna
komist inn í Noregshaf, þar
sem þeir geta ógnað eldflauga-
kafbátum Sovétríkjanna.
— Samkvæmt upplýsingum frá
Atlantshafsbandalaginu, setti
sovéski flotinn upp kafbáta-
tálmanir frá ströndum íslands
til Noregs í æfingum 1970.
Hlutverk þessarar fremri varn-
arlínu er tvíþætt. Annars vegar
að koma í veg fyrir, að floti Atl-
antshafsbandalagsins komist
inn á Noregshaf og hins vegar
að hindra, að komið verði upp
kafbátatálmunum í GIUK-
hliðinu.
— Sameinað ytra varnarsvæði
Norðurflota og Eystrasaltsflota
Sovetríkjanna nær yfir Nor-
egshaf og Norðursjó, þar sem
fremri varnarlínan er í GIUK-
hliðinu. Noregshafið veitir dýpt
í varnarvirki sovéskra eld-
flaugakafbáta í Barents- og
Grænlandshafi. Yfirráð yfir
Noregshafi eru því að áliti Sov-
étmanna núorðið fremur nauð-
synleg en hentug. Af þessari
ástæðu yrði reynt að hernema
lykilstaði á ströndum Noregs
og takist Sovétmönnum ekki að
tryggja sér not af íslandi og
Færeyjum, myndu þeir í það
minnsta reyna að koma í veg
fyrir not Vesturlanda af þess-
um löndum.
— GIUK-hliðið yrði að líkindum
þungamiðja átaka í Norður-
Atlantshafi.
Þessar tilgátur eru eins og fyrr
segir settar fram af fræðimönnum
um öryggismál, en rétt er að geta
þess, að yfirstjórn flota Atlants-
hafsbandalagsríkjanna (SACL-
ANT) telur að hernaðaráætlanir
Sovétmanna taki fullt tillit til
landfræðilegra þrengsla (choke
points) á leiðum flotans. Er vænt-
anlega einkum átt við GIUK-
hliðið enda er það álitið vera mik-
ilvægustu þrengslin en einnig
gætu dönsku sundin komi inn í
myndina.
í þessum tilgátum felst: A) Sov-
étmenn reyna að brjótast í gegn-
um kafbátatálmanir Vesturlanda.
B) Sovétmenn miða fremstu varn-
arlinu sína við GIUK-hliðið. Hér
er hentugt að gera greinarmun á í
umfjöllun.
Y ankee-kafbátarnir
Augljóslega er gengið út frá því,
að Sovétmenn telji nauðsynlegt að
koma Yankee-kafbátunum til
skotstöðva undan austurströnd
Bandaríkjanna og vilji geta hindr-
að liðs- og birgðaflutninga yfir
Atlantshafs.
I þessu sambandi er nauðsyn-
legt að fram komi, að þær athug-
anir, sem gerðar hafa verið á
stefnu bandaríska flotans í gagn-
kafbátahernaði hafa ótvírætt leitt
í ljós, að þrátt fyrir að tæknileg
uppbygging gagnkafbátaheraflans
miðist að miklu leyti við að geta
varið flutningaleiðirnar á heims-
höfunum, beinist hún einnig að
því, að geta takmarkað þá eyð-
ingu, sem eldflaugakafbátar Sov-
étmanna geta valdið.
Aðgerðir gegn eldflaugakafbát-
um, geta í meginatriðum miðast
við tvennt: 1) Að reyna að granda
öllum kafbátum andstæðingsins í
skyndiárás (surprise first-strike).
2) Að reyna að granda hluta
þeirra til að takmarka þá eyðingu,
sem þeir geta valdið með eldflaug-
um sínum (damage limitation).
Rétt er að benda á, að sé stefnt að
síðarnefndu aðgerðinni endur-
speglar það fyrst og fremst það
mat, að ekki sé fyrir hendi hernað-
arstyrkur' til að framkvæma þá
fyrri.
í allflestum heimildum er vikið
að GIUK-hliðinu í sambandi við
varnir flutningaleiðanna milli
Bandaríkjanna og Evrópu. Það er
hins vegar ljóst, að áætlanir um
kafbátatálmanir á þessu svæði
beinast einnig í þá átt að varna
eldflaugakafbátum leið út á Atl-
antshafið. Þeir kafbátar sem hér
er átt við eru Yankee-kafbátarnir
en þeir eru búnir tiltölulega
skammdrægum eldflaugum (3000
km). Sé ætlunin að nota þá til
árása á Bandaríkin þurfa þeir að
fara í skotstöður undan austur-
strönd Bandaríkjanna. Til þess
verða þeir að fara um Noregshaf
og í gegnum GIUK-hliðið.
Telja má víst, að allt frá því að
fyrstu eldflaugakafbátar Sovét-
manna — Golf og Hotel — komu
fram á sjónarsviðið í byrjun
sjöunda áratugarins, hafi Vestur-
lönd ætlað að stöðva för þeirra í
GIUK-hliðinu. Þessir kafbátar
stóðust hins vegar ekki þær
tæknilegar kröfur, sem gera varð
til þeirra ef nota átti þá til skotár-
ása á Bandaríkin. • Að vísu var
Hotel-kafbátunum haldið úti und-
an austurströnd Bandaríkjanna
frá 1964, en þeir voru ekki álitnir
trúverðug ógnun bæði vegna
skammdrægni eldflauganna og
þess tæknilega ágalla að vera bún-
ir mjög hávaðasömum vélum.
Ýmsir efast því um, að Sovétmenn
hafi ætlað að nota þessa kafbáta
til kjarnorkuárása á Bandaríkin
þó svo að þeir hafi verið hannaðir
með það fyrir augum. Sama gildir
ekki um Yankee-kafbátana. Er
jafnan álitið , að þeirra hlutverk
hafi verið að tryggja Sovét-
mönnum endurgjaldsgetu að
minnsta kosti þar til framleiðsla á
Delta-kafbátum var komin vel á
veg.
Alls voru byggðir 34 Yankee-
kafbátar á árabilinu 1968—1974,
en það ár var fyrsta Delta kaf;
bátnum hleypt af stokkunum. I
dag eiga Sovétmenn 33 Delta-
kafbáta og 29 Yankee. Fjórum
Yankee-kafbátum hefur verið
breytt í árásarkafbáta, sem senni-
lega má rekja til þess, að sam-
kvæmt SALT I (Strategic Arms
Limitations Talks) samkomulag-
inu milli Bandaríkjanna og Sov-
étmanna, mega þeir síðarnefndu
eiga 62 eldflaugakafbáta með
samtals 950 eldflaugahólfum. Eft-
ir því sem fleiri Delta-kafbátar
eru teknir í flotann verður að taka
út Yankee-kafbátana til að vera
innan marka SALT samkomulags-
ins.
Allt virðist benda til þess, að
Sovétmenn muni halda áfram
byggingu eldflaugakafbáta búnum
langdrægari eldflaugum en Yank-
ee. Líklega eru framleiddir 3
Delta-kafbátar á ári og í smíðum
mun vera ný gerð eldflaugakaf-
báta, sem á Vesturlöndum hefur
verið nefndur Typhoon. Yankee-
kafbátunum mun því sennilega
fara fækkandi, haldi þessi þróun
áfram og hugsanlega hverfa úr
flotanum, sem eldflaugakafbátar
er líður að lokum þesa áratugar.
Þróunin í smíði eldflaugakaf-
báta Sovétmanna hefur mikil
áhrif á herfræðilegt mikilvægi
GIUK-hliðsins og hefur raunar
breytt því á síðustu árum.
Óhætt er að fullyrða, að allt frá
því að fyrsta Yankee-kafbátnum
var hleypt af stokkunum 1%8 og
fram á miðjan síðasta áratug, hafi
það verið meðal forgangsatriða í
sjóhernaðarstefnu Norðurflotans
að brjóta Yankee-kafbátunum leið
gegnum GIUK-hliðið til skot-
stöðva þeirra undan austurströnd
Bandaríkjanna.
Að öðrum kosti hefðu þessir
kafbátar, á þeim tíma, verið
ganglausir sem hluti hins lang-
dræga kjarnorkuvopnaherafla
Sovétríkjanna.
Ætla Sovétmenn Yankee-kaf-
bátunum hlutverk innan hins
langdræga kjarnorkuvopnaher-
afla (þ.e. til árása á Bandaríkin)
enn þann dag í dag? Þessari
spurningu er ekki unnt að svara
afdráttarlaust, en það er nokkuð
almenn skoðun, að Delta-kafbát-
arnir hafi verið byggðir vegna
styrkleika bandaríska flotans í
gagnkafbátahernaði. Einnig er
vert að hafa hugfast að Yankee-
kafbátarnir þyrftu verulegan her-
afla sér til stuðnings, ef takast
ætti að brjóta þeim leið til skot-
stöðva undan ströndum Banda-
ríkjanna. Þetta þýddi í raun, að
Norðurflotanum yrði að deila í tvo
hluta sem augljóslega mundi
veikja stöðuna í Noregshafi.
Á síðustu árum hefur átt sér
stað nokkur umræða meðal sér-
fræðinga á Vesturlöndum um lík-
leg hlutverk Yankee-kafbáta í
framtíðaráætlunum sovéska flot-
ans. Eru skoðanir skiptar en flest-
ir virðast þó hallast að því, að
eldflaugum þeirra sé og verði
beint gegn skotmörkum í Evrópu
eða innan afmarkaðs átakasvæðis
eða að ætlunin sé að halda þeim til
baka sem „varaforða" er nota
mætti til að ná samkomulagi um
stöðvun átaka. Sú skoðun kemur
þó einnig fram í heimildum, að
hluta Yankee-kafbátanna yrði
beitt til skotárása á Bandaríkin en
þó ekki fyrr en eftir að sovéski
flotinn hefði höggvið skarð í kaf-
bátavarnir Vestursins að loknum
fyrstu stigum átakanna.
Af þessum rökum má draga þá
ályktun, að afstaðan til kafbáta-
tálmana í GIUK-hliðinu hafi
breyst á síðustu árum. Að brjóta
Yankee-kafbátunum leið til
skotstöðva sinna undan austur-
strönd Bandaríkjanna, er tæplega
lengur forgangsatriði í áætlunum
Sovétmanna og hagsmunir þeirra
hvað þessu viðvíkur, munu enn
fara dvínandi á þessum áratug
haldi sú þróun áfram, að Yankee-
eldflaugakafbátum verði breytt í
árásarkafbáta.
Á hinn bóginn er til þess að líta
að enginn staðfest vissa er fengin
fyrir því, að Delta-kafbátunum
veðri haldið á svæðinu fyrir norð-
an GIUK-hliðið. Þau skotmörk,
sem Bandaríkjamenn álíta að Sov-
éunenn muni beita kafbátaeld-
flaugum gegn, strax í upphafi
kjarnorkustríðs, eru bækistöðvar
B-52 sprengjuflugvéla og fjar-
skipta- og stjórnkerfi. Hentugt er
að beita kafbátaeldflaugum í
þessu skyni vegna þess, að sé þeim
skotið úr lítilli fjarlægð t.d. undan
austurströnd Bandaríkjanna,
Loftvarnir við Noregshaf. Teikningin sýnir hvernig orrustuþotur fri íslandi, Bretlandi og Noregi geta flogið í veg
fyrir eftirlits- og sprengjuflugvélar fri Kolaskaga. Heimild: E. Ellingsen (ed.) Island og Norge, Oslo 1974.