Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 Einar Eyjólfsson Minningarorð Fæddur 7. júní 1923 Iláinn 6. janúar 1982 Hið dimma skammdegi myrkv- aðist og dökkan skugga bar fyrir jólaljósin á þrettándanum. Hvílíkt reiðarslag. Gat þetta verið, minn besti vinur farinn? Einar dáinn svo hraustur, hress og kátur að vanda þegar við fórum saman til að leika badminton eins og við höfðum gert síðustu ellefu árin. Þessi leikur varð stuttur, en áreiðanlega sá lengsti í mínu lífi, því að nokkrum mínútum eftir að við hófum leikinn hné Einar niður. Straumur sársauka og kvíða fór um mig allan, þessi stund verður mér ógleymanleg. Það er erfitt að sætta sig við það, að maður eins og Einar, sem búinn var að koma lífi sinu og sinna í farsælt horf og tilbúinn til að njóta árangurs erfiðisins hverfi á braut frá ástvinum sínum. Ég kynntist Einari, mági mín- um, fyrir tæpum þremur áratug- um er ég giftist Kristbjörgu Þórð- ardóttur, hálfsystur hans. Það myndaðist innileg vinátta milli fjölskyldna okkar, þar sem mörg áhugamál fóru saman. Voru það ófáir dagar sem við áttum saman á ferðalögum jafnt innan- lands sem utan, eiga börn mín margar fagrar minningar um Ein- ar frænda, sem alltaf hafði tíma til þess að vera með þeim í fót- bolta og öðrum leikjum. Það var áberandi í skapgerð Einars, hvað hann var jafngeðja, ætíð hýr á brá, brosmildur og vildi leysa hvers manns vanda á sinn lipra hátt, sem honum einum var lagið. Einar var afkastamikill, var með ólíkindum hverju hann kom í verk, að því er virtist fyrirhafnar- lítið og hann leysti öll sín verk af hendi með fágætri snyrtimennsku. Það sem mér er eftirminni- legast í fari hans, er það hversu annt hann lét sér um fjölskyldu sína og það að geta staðið á eigin fótum. Því undir glaðlyndinu bjó hugur hins leitandi manns, sem lætur sig skipta alvöru lífsins. Einar fékk gott andlát. Skapari hans, sem hafði verið örlátur við hann á vöggugjafir, gleymdi hon- um heldur ekki að lokum. Það er ákaflega sárt að við sem hér lifum getum ekki verið örugg um að fá að lifa jafn lengi og við sjálf óskum. Okkur er ekki ætlað að lifa að eilífu hér á jörð. Dauð- inn er staðreynd, sem bíður okkar allra og getur komið hvenær sem er. Meðan við erum ung leiðum við hugann lítið að dauðanum sem virðist fjarlægur og framtíðin blasir við. Þegar kallið til hins ei- lífa kemur er ekki spurt um hvort við séum tilbúin eða hvort vel standi á. Trú Einars og reyndar mín líka, ér staðföst vissa um að algóður Guð, hæsti höfuðsmiður himins og jarðar hafi ekki aðeins gefið okkur líf til að lifa á þessari jörð, heldur einnig eilíft líf. Söknuður okkar allra er sár, en hvað er hann samanborið við þann þunga harm og sáru raun, sem nú hefur dunið yfir móður hans, eig- inkonu og börn. Bugga mín. Fjölskylda mín sendir þér, börnum, barnabörnum og tengdabörnum innilegar sam- úðarkveðjur. Megi góður Guð milda sársaukann og gefa ykkur styrk og huggun. Minningin um góðan dreng geymist í hug okkar allra. Björn Ómar Jónsson Öll teljum við okkur eiga hóp vina, sem við þekkjum náið, og annan hóp kunningja, sem við þekkjum minna. Eflaust teljum við þetta fólk varða okkur mestu, þegar frá eru taldir nánustu ætt- ingjar. Vel má þó vera að við hitt- um þessa vini og kunningja ekki ýkja oft, en þeir eru þó hluti af veruleika okkar. Og víst er, að við tökum þátt í gleði þeirra og sorg- um og gerum sömu kröfur til þeirra í okkar eigin gleði og sorg- um. En til daglegs veruleika okkar heyra einnig aðrir, sem við eigum enga kröfu til, höfum ekkert gefið og getum ekki búist við neinu í staðinn. Þetta fólk sjáum við margfalt oftar en vinina og kunn- ingjana. Ár eftir ár kinkum við kolli til þessara sömu andlita, sömu nágranna, blaðberanna, bréfberanna, fólksins í verslunum hverfisins, og allra þeirra ann- arra, sem við erum samvistum við án þess að við teljum þá til vina eða kuningja. Þó skiptir okkur öll miklu að þessi samvera sé góð og elskuleg, einmitt vegna þess að í slíkri elskusemi felst virðing og velvild fyrir lífi samborgaranna, hvað sem þeir annars verða að kljást við. Slík góðvild léttir okkur lífsstríðið meira en okkur er alltaf ljóst. Einar Eyjólfsson, kaupmaður í Sunnukjöri, var einn þeirra manna, sem átti þessa góðvild í ríkum mæli og lýsti með henni daglegt amstur okkar, sem mest sóttum til hans. Skyndilegt fráfall hans kom eins og reiðarslag yfir okkur öll, sem svo nýlega höfðum hitt hann glaðan og hressan í und- irbúningi jólahátíðarinnar. Margra ára viðkynning verður áleitin á slíkri stundu. Myndirnar raðast saman, þegar mola var rennt í lítinn lófa um leið og hurð var haldið opinni, þegar ljúft bros var gefið þó að greiðsla á mánað- arreikningi yrði að bíða, hlýjar hamingjuóskir gefnar í velgengni og samúð ef sorg bar að. Fyrir þessar myndir eru honum nú sendar hlýjar kveðjur og þakkir. Til þeirra sem mest hafa misst, elskulegrar fjölskyldu Einars Eyj- ólfssonar, sendum við kveðjur. Megi það hugarþel, sem einkenndi líf hans, verða henni styrkur nú. Guðrún Helgadóttir Á síðasta degi jólahátíðarinnar, þrettándanum, þegar sú stund nálgaðist að fólk kveddi fæð- ingarhátíð frelsarans og slökkti ljósin, þau sem skærast höfðu skinið, þá kvaddi góðvinur minn og velgjörðarmaður Einar Eyj- ólfsson þetta tilverusvið. Þessi frísklegi atorku- og athafnamaður á besta aldri. Um árabil hafði vinátta okkar staðið traustum fótum. Vinátta sem mér var ávallt mikils virði, raunar ómetanleg. Kynni okkar hófust vegna tengda. Við vorum kvæntir systr- um. Fyrstu hjúskaparár okkar hjón- anna bjuggum við undir sama þaki og Einar og fjölskylda hans. Þaki, sem hann hafði reist til skjóls fjölskyldu sinni, en gat þó að dómi þeirra hjóna skýlt fleir- um, enda hjartalagið og umhyggj- an fyrir öðrum þeirra aðalsmerki. þarna fæddust þrjú barna minna og nutu þau í æsku náinna sam- skipta við börn Einars á þessu fjölskylduheimili. Fjölskylduböndin voru traust. Var það ekki hvað síst að þakka mannskostum svila míns, sem í einu og öllu lagði sig fram um að samheldni fjölskyldunnar væri sem mest og best. Nú er þessi sterki hlekkur brostinn, keðjan mun þó ekki rofna. Með samstilltu átaki mun hún knýtt, helguð minningunni um mætan mann, eiginmann, föð- ur, son og sannan vin. Að leiðarlokum flyt ég Einari innilegar þakkir mínar og barna minna fyrir það sem hann var okkur. Eiginkonu hans, börnum og aldraðri móður votta ég dýpstu samúð og bið þeim allrar blessun- ar í því skammdegi sem nú grúfir yfir. Minningin um góðan dreng verði sá sólargeisli, sem vermir sorgbitin hjörtu. Sú líkn sem linar þjáningu og harm. Gunnar Einarssor. Hinn 6. janúar sl. lést Einar Eyjólfsson, kaupmaður i Sunnu- kjöri við Skaftahlíð hér í borg, langt um aldur fram eða aðeins 58 ára að aldri, sem ekki getur talist hár aldur nú til dags. Hann fædd- ist í Hafnarfirði 7. júní 1923, son- ur hjónanna Eyjólfs Eyjólfssonar sjómanns og Sigríðar Einarsdótt- ur. Tíu ára að aldri missti Einar föður sinn og fluttist með móður sinni og systkinum um það leyti til Reykjavíkur, þar sem hann eins og aðrir ungir piltar á þeim árum varð fljótt að taka til hendinni við að sjá fjölskyldunni farborða. Upp úr fermingaraldri hefur hann störf hjá Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis, þar sem hann aflar sér undirstöðuþekkingar og þjálf- unar í því starfi, sem hann gerði að ævistarfi sínu. Hjá Kron vinn- ur hann síðan til ársins 1951, lengst af sem verslunarstjóri, en á því ári hefur hann starfsferil sinn sem sjálfstæður kaupmaður, er hann kaupir Stjörnubúðirnar í fé- lagi við Oskar Jóhannsson kaup- mann, sem þeir svo reka saman um langt árabil undir Sunnubúð- arnafninu, við vaxandi vinsældir og batnandi hag eftir því sem árin liðu. Þegar þeir höfðu mest um- leikis ráku þeir fjórar nýlendu- vöruverslanir og eina kjötvinnslu. Einar naut sín vel í því starfi, er hann hafði kosið sér og reyndist traustur, ráðvandur og skilvís gagnvart þeim, sem hann átti viðskipti við, og lipur, samvinnu- þýður og góðviljaður í samstarfi við starfsfólk og í störfum að fé- lagsmálum. Einar var svo dag- farsprúður að eftir var tekið, en meðfædd hæverska og hlédrægni kom ekki í veg fyrir að hann væri kosinn í trúnaðarstöður fyrir félög og samtök kaupmanna. Það var ekki ætlun þess sem þetta ritar, að rekja ítarlega æviferil Einars, það munu aðrir gera, sem kunnugri eru — heldur aðeins þakka fyrir ánægjuleg og ljúf kynni sem aldr- ei bar skugga á, á sameiginlegri göngu okkar um þetta tilverusvið. Sannur drengskaparmaður, dug- mikill og vammlaus, hefur lokið vegferð sinni með sæmd. Að leið- arlokum skal honum vottuð virð- ing og þökk fyrir störf hans í þágu félaganna Matkaups hf. og Búr- fells hf., en í báðum þeim félögum hefur hann gegnt störfum af sinni alkunnu góðvild, hlýju og sam- viskusemi, og gegndi störfum formanns í því fyrrnefnda, er hann lést. Eftirlifandi kona Einars er Guðbjörg Jónsdóttir, sem nú lifir mann sinn ásamt fimm börnum þeirra hjóna, en þau eru Jón, Sig- ríður, Ingólfur, Edda og Einar. Var hjónaband þeirra farsælt frá fyrstu tíð og þau mjög samrýnd og samtaka að búa sér og sínum traustan grunn að byggja á. Mat Einar konu sína mikils og að verð- leikum og var það gagnkvæmt. Eiginkonu, móður og öðrum að- standendum vottum við djúpa samúð við fráfall vinar okkar og félaga og biðjum góðan Guð að styrkja þau og leiða í þeirra miklu sorg, minnug þeirra orða skálds- ins að: Aldrei er hyo Hvarl yfir sorgarranni að eigi geli birt fyrir eilífa trú. Blessuð sé minning Einars Eyj- ólfssonar, megi honum vel farnast á þeim leiðum, sem hann hefur nú lagt út á og láti Guð honum nú raun öllu lofi betri. Í.S. + Móöir mín og tengdamóöir, INGIBJÓRG ODDSDÓTTIR, Litlageröi 2, lést í Landakotsspítala 12. janúar. Þórir Þórðarson, Stella Magnúsdóttir. + Móöir okkar, GUÐRÍÐUR FINNBOGADÓTTIR frá Bíldsfelli, lést í Borgarspítalanum aö morgni 13. janúar 1982. Börnin. f >g lanc Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, INGIMAR JÓNSSON, fyrrum skólastjóri, veröur jarösunginn frá Hallgrímskirkju, föstudaginn 15. janúar kl. 15.00. Lárus Ingimarsson, Jón Ingimarsson, börn og barnabörn. Elín Guömannsdóttir, t Hjartkær eiginkona mín, móöir og systir okkar, GUDNY SVERRISDÓTTIR, Nýbýlavegi 36, Kópavogi, er lést 5. janúar sl. veröur jarösungln frá Fossvogskirkju föstudag- inn 15. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim, sem vildu mlnnast hennar, er bent á Hjúkrunarheimili aldraöra í Kópavogi. Eilífur Ólafsson, Oddný Elísa Eilífsdóttir, Siguróur Sverrisson, Þórey Sverrisdóttir. t Útför mannsins míns, fööur okkar og sonar, SVANS LAURENCE HERBERTSSONAR, Hraunbæ 10, fer fram frá Kristskirkju, Landakoti í dag, fimmtudag 14. janúar kl. 15. Margrét Siguröardóttir, Patrick Svansson, Sígriöur Jenný Svansdóttir, Eva Lísa Svansdóttir, Jenný Clausen, Herbert Albertsson. + Konan mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, RAGNHEIÐUR LAUFEY VILMUNDARDÓTTIR, áöur til heimills aö Hraunbæ 44, Reykjavík, er andaöist 6. janúar, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 15. janúar kl. 13.30. Sveinn Jóhannsson, Árni Salómonsson, Anna Lísa Salómonsdóttir, Rósa María Salómonsdóttir, Guömundur Birgir Salómonsson, Örn Axelsson, tengdabörn, barnabörn og systkini. + Hjartkær elginmaöur minn, sonur, faöir, tengdafaöir, afi og bróöir, EINAR EYJÓLFSSON, kaupmaöur, Mávanesi 18 veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni i dag, fimmtudaginn 14. janú- ar kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Guðbjörg Jónsdóttir, Sigríöur Einarsdóttír, Jón Þ. Einarsson, Sígrióur Einarsdóttir, Ingólfur V. Eínarsson, Edda Einarsdóttir, Einar Einarsson, systur, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.